Þjóðviljinn - 26.04.1966, Blaðsíða 8
£ SlÐÁ — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1966
mig. Það var ómögulegt að átta
sig á því hvernig á þessari
spennu stóð. Hún kom að
minnsta kosti ekki frá Lyon
sjálfum, því að þrátt fyrir ein-
beitnina sem hann hafði sýnt,
var hann ósköp líkur því sem
hann átti að sér, rólega letilegur,
þegar hann hagrseddi sér í bíln-
um.
Barrows hugsaði fyrst og
fremst um aksturinn og þagði
allan tímann. En spennan var
þama, svo ljós og greinileg, að
hún var næstum áþreifanleg. Ég
velti fyrir mér, hvort það væri
hitinn sem hefði þessi áhrif, en
blessuð vestangolan gerði vart
við sig um leið og við fórum
frá húsi læknisins, bg áður en
við vorum komnir að Nyarra-
vegamótumum var kominn
strekkingsvindur — en samt lá
spennan í loftinu.
Þegar við komum að Massey-
húsinu og ég fór út, fór Lyon
út líka og stóð og virti fyrir
sér húsið og naut svalans. Hann
teygaðj að sér dáiítið saltmett-
að loftið og sagði með tilfinn-
ingu:
— Þetta er svei mér hressandi.
Ég er farinn að skilja hvers
vegna þið eruð svona hrifin af
þessum stað. Þegar þessi síðdeg-
isgola kemur, finnst manni að
það hafi verið tilvjnnandi að
umbera árdegishitann. Er þetta
alltaf svona ánægjulegt?
Ég var í æstu skapi og var að
verða hálfþreyttur á þessu stöð-
uga mali hans um loftlslag og
veðurfar. Mér fannst sem hann
hefði getað talað um eitthvað
mikilvægara.
— Já, það er svipað þessu
fjóra daga af fimm á þessum
tírna árs. sagði ég bolinmóðlega.
Þið ætlið þá að finna Clegg?
' — Já, við skiljum yður eftir
hér, — nema þér viljið heldur
að við ökum yður heim og sækj-
um yður í bakaleiðinni?
— Ég sagði að það skipti
ekki máli. Og satt að segja
vildi ég helzt verða hér eftir.
Þetta kynni að verða í síðasta
sinn sem ég sæi Brand lækni
njóta lífsins áhyggjulausan.
FIMMTANDI kafli
Davíð og Jennifer sátu í garð-
rólu undir skuggasælu jacaranda
trénu, bæði klædd litskrúðugum
sólfötum sem bar við grænt
laufið í baksýn. Ókunnugum
hefði þótt ótrúlejft að í þessu
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snvrtistofa
Steinu off Dódó
Laugavegi 18 111 hæð Clvftaj
SÍMI 24-6-16.
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SIMI 33-968.
D ö M U F
Hárgreiðsla við alira hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjamarg"tu 10 Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
Hár«ireiðslustoia
Austurbæiar
María Guðmundsdóttir
Laugavegi 13. Sfmi 14-6-58.
Nuddstofan er á sama stað.
húsi hefði harmleikur átt sér
stað fyrir aðeins fjórum dögum.
Jennifer veifaði en Davíð leit
aðeins um öxl í áttina til mín
og|' augnaráð hefði með engu
móti getað kallazt hlýlegt. Alla
vikuna hafði hann óspart látið
mig finna að hann leit á áfram-
haldandi heimsóknir mínar sem
hvimleiðan átroðning. Sennilega
myndu Anna og Brand læknir
líta eins á málið, en mér stóð
alveg á sama. I þetta sinn hirti
ég ekki einu sinni um að finna
upp afsökun. Ég var hingað
kominn samkvæmt fyrirmælum
og ég hafði fréttir að færa.
Eins og ég hafði búizt við,
fann ég þau á hliðarsvölunum.
Þau sátu þétt saman og þegar
ég nálgaðist færðu þau sig fjær
hvort öðru, rétt eins og þau
hefðu haldizt í hendur. Brand
sýndist rólegur og hagvanur, og
hafði honum verið ami að komu
minni. þá sýndi hann þess engin
merki. Hann kinkaði aðeins til
mín kolli og veifKtði pípu sinni
sem kveðju.
Anna var i ljósbláum kjól.
Hann undirstrikaði dökkt hárið
og skært hörundið, og það var
ögn meiri roði á andliti hennar
en venjulega.
— Það virðtst fara vel um
ykkur, sagði ég.
Anna brosti og benti á stól.
— Það er ósköp indælt úti
núna eftir að kólnaði dálítið,
finnst þér ekki?
__ Já. Allt er svo dæma-laust
friðsælt og ánægjulegt. Mér datt
einmitt í hug um leið og ég fór
framhjá Jenhifer og Davíð að
engum gæti dottið í hug. að
morð hefði nýlega verið framið
í þessu húsi. Þegar ég hitti ykk-
ur tvö svona makindaleg. bein-
línis — heimilislegt. Það eru
næstum hveitibrauðsdagar í loft-
inu.
Brand horfði á • mig með
mestu ró yfir pípu sína og
sagði ekkert, en augu önnu
leiftruðu sem snöggvast.
— Ætli það bætti mikið úr
skák að sitja einn með dregið
fyrir alla glugga.
— Auðvitað ekki. Enda væri
ekki minnsta ástæða til þess.
eða hvað? Þetta er aðeins hús
sorgarinnar að nafninu til. Ég
settist. — Þið verðið að fyrir-
gefa þessa truflun. Ég á satt
að segja ekki á öðru völ.
Brand opnaði nú munninn í
fyrsta sinn.
— Komuð þér í bíl Lyons?
—• Já. Hann skildi mig hér
eftir meðan hann skrapp að
tala við Clegg.
— Hann hringdi til mín og bað
mig að bíða eftjr sór.
— Ég veit það. Ég var með
honum.
— Vitið þér hvert erindi hann
á?
— Hann aetlar að safna okkur
öllum saman í enn einn spurn-
ingaþátt. Þess vegna er ég
hingað kominn.
— Er það allt og sumt? spurði
Anna hvössum rómi. Og áður
en ég gat svarað bélt hún á-
fram dálítið undrandi; — Ég
hélt að allt slíkt væri úr sög-
unni um leið og Houston majór
var tekinn fastur.
Ég naut þess að hafa upplýs-
ingar frá fyrstu hendi Og ég
hagræddi mér makindaiega í
stólnum.
— Ég get víst ekki frætt ykk-
ur á miklu, en í ykkar sporum
myndi ég ekki leggja mikið upp
úr handtöku Houstons — ef
handtöku skyldj kalla.
Hún horfðj rannsa'kandi á
mjg, hátt ennið var dálítið
hrukkað en það var Brand sem
talaði. Hann virti mig líka fyr-
ir sér með athygli,
— Þér hafið þá komizt að
einhverju fleiru?
— Við skulum segja, að þeir
hafi breytt um stefnu í rann-
sókninni.
Anna leit á hann og sýndist
óróleg, en svo lifnaði ögn yfir
henni og hún leit aftur á mig.
— Stendur það þá ekki eitt-
hvað í sambandi við veslings
Draffenstúlkuna? Er það ekki
skýringin?
— Ekki skildist mér það á
þeim.
Brand hreyfði sig óþolinmóð-
lega og reis á fætur til að slá
úr pípu sinnj við svalariðið.
Hann sneri baki að mér og
eagði með röddu, sem hann
reyndi eftir megnj að hafa stilli-
lega.
— Það er ajveg ástæðulaust
að vera að gera sig kostbæran,
Carstairs.
— Kostbæran? Hvers vegna
skyldi ég gera það?
— Ég veit það ekki. En þér
hafið gengið um dögum saman
ábúðarfullur á svipinn, ' eins og
þér vissuð miklu meira en þér
létuð uppi.
— Ég er hræddur um að þér
látið'ímyndunaraflifl hlaupa með
yður í gönur læknir.
— Jæja? Mér finnst satt að
segja, að ef nokkur gerir það,
þá séuð Það þér. Hann snéri sér
við og hallaðj sér upp að rið-
inu. — Hlustið nú á, við höf-
um öll áhuga á þessu máli og
i höfum átt í miklu taugastríði.
! Þessj leikaraskapur bætir ekki
úr skák.
— Ég er hræddur um að ég
skilji yður ekki. Ég á ekki í
neinu taugastríði Eigið þér í
því? >
— Þér vitið fullvel að við
erum öll taugaspennt.
— Mér er ekki ljóst hvaða
ástæða er til þess, nema þau
hafi einhverju að leyna. Ég
brosti til hans. — Ég geri ráð
fyrir því, að þér sem læknir
getið greint einkenni tauga-
spennu sem mér væru hulin.
— Það get ég reyndar.
— Jæja ég ber mikl-a virðingu
fyrir hæfileikum yðar, læknir,
en í þessu tilfelli veit ég ekki
nema þér látið tilfinningarnar
hafa áhrif á skoðanirnar.
Ég vænti þesg að sjá einhver
reiðimerki og ég varð fyrir von-
brigðum. þegar hann kinkaði
kolli umburðarlyndur á svip og
afgreiddi mig eins og ósann-
gjarnan sjúkling, Ég varð sár-
gramur, en áðuT en við gátum
sagt fleira, greip Anna fram í
og hló við, þótt greina mætti
óróleika í rödd hennar.
— Mér finnst það ekkj nema
eðlilegt. og sjálfsagt ag öll
þess; andstyggð fari í taugarnar
á okkur. Við skulum gleyma
þessu í bþi — hætta að tala um
það að minnsta kosti. Við fá-
um áreiðanlega nóg að kljást
við, þegar Lyon fulltrúi kem-
ur. Veiztu hvað hann verður
lengi?
— Ég hef enga hugmynd um
það. Ég leit sem snöggvast á
Brand. — Og ég er ekki að
gera mig kostbæran — ég veit
það einfaldlega ekki.
Þau brostu bæði og Anna reis
á fætur.
— Jæja, það hlýtur að vera
komið fram undir tetíma. Ég
ætia að athuga. hvernig frú
Bates gengur.
Blaðadreifíng
Blaðburðarfólk óskast strax til að bera
blaðið til kaupenda við
Laufásveg — Hverfisgötu. Kársnes
og Hlíðarvegshverfi í Kópavogi.
ÞJÓÐVILJINN sími 17500.
þórður
sjóari
4737 — Sakkras klifraði stynjandi upp í bá inn og flugmaður-
inn fylgdi homrm eftir. Fyrst reynir hann að hræða >4. :.Þér
leikið hættulegan leik, skipstjóri,‘‘ segir hann me'
.,flugvélin er eign rikisstjórnarinnar. En ég geri ráð
árásin sé á misskilnjngi byggð ........ Á þessum óróatímum geta
öllum orðið á mistök vrvr, Áuðvitað veit ég rr.v Við gætum
kannski samið ....“ — Hann steinþagnar þegar Farana gengur
tjl hans. ,,Sparaðu þér orðjn, ógeðslegi svkari“, segir hún ró-
lega. Sakkras starir á hana og trúir ekki sínum eigin augum.
BRUNATRYGGINGAR
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
LINDARGÓTU 9 • REYKJAVfK • SÍMI 22122 — 21260
FRÁ, ,
SOVETRIKJUNUM
Auglýsið i Þjóðviljanum
REYNSLAN
HEFUR
SANNAÐ
GÆÐIN
HJÓLBARÐAR