Þjóðviljinn - 26.04.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 26.04.1966, Qupperneq 10
m I \ ! ! i Sovézkur hagfræðingur flytur erindi í kvöld Um aukið hlutverk ágóða og aðrar breytingar í sovézku efnahagslífi □ Hingað er kominn sovézkur hagfræðingur, dr. Alexandr Antsjískín, sérfróður um áætlanagerð. Átti hann fund með blaðamönnum í gær og var margs spurður um aukið hlutverk ágóðans í sovézku efna- hagslífi, um vöruverð og verðbólgu, samkeppni fyrir- tækja,- ávirðingar Krúsjofs, afdrif þeirra manna sem ekki kunna að stjórna fyrirtækjum í Sovét og margt fleira. □ Antsjískín heldur erindi og svarar fyrirspurnum í kvöld kl. 8.30 í MÍR-salnum Þingholtsstræti 27 og er öllum heimill aðgangur. Erindið er þýtt á íslenzku, og að því loknu sýnd stutt kvikmynd. Antsjískín hefur margt starfað að áætlanagerð Qg rit- að þa*- um bækur; bann hef- ur og um ársj,skeið unnjð sem ráðunautur vfð áætlaniagerð á Kúbu. Hingað er hann kom- inn til að veita hverjum sem áhuga hefur á beinar upplýsingar um ný viðhorf og breytingar á sovézku efna- hagskerfi. Auik fyrirlestrar á vegum MÍR mun hann ræða við nokkra hagfræðinga og forystumenn í atvinnulífi. Ágóði I ! Fyrst af öllu var Antsjískín að sjálfsögðu spurður um hiutverk ágóðans í Sovétríkj- unum, en um bað mál hafa margir spáð í kaffikorg að undanfömu og sumir jafnvel spurt hvort hér færi ekki auðvaldsskipulagið endurfætt. Antsjískín neitaði að á- góði hefði allt i einu verið „uppgötvaður‘‘ í Sovét, — hann. hefði alltaf verið bÝð- ingarmikill mælikvarðj á starfsemi fyrirtækja, en við þá endurskipulagningu, sem nú gerðist, aukist hlutverk hans að miklum mun. Mun æ meira af hagnaðinum verða eftir í fyrirtækjunum sjálf- um. Þar slkiptist hann í tvo sjóði: framleiðslusjóð sem varið er til endurbóta og framleiðsluaukningar og launauppbótasjóð sem kemur i hlut sitarfsfólksins. Annað- hvort i beinurn launauppbót- um ofan á kauptryggingu eða þá í félagslegum framkvæmd- um í þágu starfsfólksins t.d. byggingu barnaheimila o.þl. Þiannig verða lífskjör manna miklu háðari en áður hagnaði af rekstri fyrirtækja þeirra sem þeir vinna við. Og um leið skal hagnaði beitt beinlínis til að örfa fyrirtæki og starfsfólk þeirra til að framleiða betri vöru. > Hagnaður fyrirtækja. sagði Antsjískín, verður háður fyrst og fremst tvennu: við- tökum neytenda, hvernig var- an selst, o.g svo framileiðslu- kostnaði hennar. Vilji neyt- endur ekki vöruna munu verzlanir að sjálfsögðu ekki panta hjá því fyrirtæki sem hana framleiðir — hagmaður þess minnkar og þar með laun starfsmanna þess. Viður- kenndi hagfræðingurinn, að fram til skamms tíma hefði í Sovétríkjunum verið löigð alltof einhliða áherzla á fram- leiðslumiagn en gæðin setið á .hafcanum. Þannjjr væru til að myndia framleiddir árlega 200 þús. rennibekkir og aðr- ar vélar til „kaldrar" málm- vinnslu. Það væri miklu meira en í Bandaríkjunum, en gæðin væru líka þrisvar' sinnum lafcari. Þyrftu Sovét- menn alls ekki að auka fram- leiðslu sína á þessu sviði, heldur aðein-s bæta hana. Antsjískín Verðlag Spurt var hvort það fyrir- tæki sem framleiddi betri vöru en önnur gæti noitað eft- irspumina til að hækka verð- ið á framleiðslu sinni Antsjískín kvað svo ekki vera — verðlag væri sett inn í áætlanir ríkisins. En það væri ákveðið með tilliti til gæða Og svo værj líklegra að verð á slæmri vöru væri lækfcað. en verð á góðri vöru hækkað — því ekki ætti neyt- endum að blæða fyrir mis- munandi gæði vörunnar, held- ur þeim sem byggju til slæma vöru. Mikið var, spurt um það, hvort áætlanagerð ríkisins hefði ekki alltof miikil af- skiptj.af því, hvað hver verk- smiðja framleiddi. Antsjískín sagði að af -hundruðum þús- unda vörutegiunda, væru að- eins ,,lykilvörur“ þæ- þýð- Ingarmestu teknar inn á heildaráætlanir; helztu hrá- efni, raforka meiriháttar vél- ar, bílar, íbúðiarhús svo og helztu matvörur. En að öðru leyti hefðu fyrirtæki talsvert svigrúm — og nytu þá einn- ig rannsókna á markaðsþörf á hvérju svæði. Til'g'angu,r hinna efnahagslegu umbóta væri einmitt sá að efla í senn sjálfstæði fyrirtækja og treysta vísindaleigan grundvöll áætl- anagerða. Spurt var hvort sovézk fyr- irtæki gætu orðið gjaldþrota. Hagfræðingurinn sagði að svo hefði ekki verið — Því mið- ur, að því er honum fannst. því rífcið hefði að lokum hlaupið undir bagga jafnan. Of óft væri reynt að hressa upp á léleg fyrirtæki með því einfalda ráði að reka for- stjórann. Sé ekki um persónubundnar ástæður að ræða er skipuð opinber rann- sóknarnefnd sem gerir tillög- ur um það, hvemig má bæta hag viðkomandi fyrirtækis — stundum væri þeim hreinlega lokað. Stóri bróðir Einn blaðamanna spurði, hvort ríki í Austur-Evrópu, sem Sovétríkin ..ættu íiök í“ myndu nú ekki fylgja stóra bróður og gera svipaðar end- urbætur hjá sér. Antsjískín kvað hér um misskilnine að ræða — t.d. hefðu Austur- Þjóðverjar og Tékkiar gert svipaðar umbætur á hagstjórn sinnj áður en Sovétmenn. og sovézkir sérfræðingar margt sótt til kollega sinna þar. Spurt var, hvort hin nýja fimm ára áætlun Sovétríkj- anna væri ekki miklu hóg- værari og raunsýnni en áætl- anir Krústjofs, t.d. á sviði landbúnaðar. . Hagfræðingur- inn sagði, að víst hefðu verið gefin mörg óraunhæf lcforð um landbúnaðarframleiðslu. og taldj hann að Krústjof hefði verið réttilega gagn- rýndur fyrir ýmsar yfirsjón- ir, einkum þá að taka ekki nægilega tillit til álits sér- fræðinga og vísindamannia — þannig hefði hann til að mynda beitt sér fyrir maís- rækt í nágrenni við Moskvu. En hin nýja áætlun væri að allra álitj mjög naunsæ, enda sprottin af. samstarfi beztu sérfræðinga á sviði hag- vísinda. I ! í \ \ ASl mun ekki eiga þátt í nýrri sex manna nefnd ■ Við 1. umræðu frumvarpsins um framleiðsluráð land- búnaðarins, í neðri deild Alþingis í gær, lýsti forseti Al- þýðusambandsins Hannibal Valdintarsson yfir því að Al- þýðusambandið hefði ekki óskað eftir fulltrúa í hina nýju fyrirhuguðu sex manna nefnd og myndi ekki skipa í hana fulltrúa þó frumvarpið yrði gert að lögum með þeirri heimild. Taldi hann það fyrirkomulag að stilla verkalýðs- hreyfingunni upp sem viðsemjendum bænda um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða með öllu óhæft, og mælti fyrir því að bændasamtökin fengju fullan samningsrétt við eðli- legan aðila sem hann taldi að væri ríkisstjórnin. Við 2. umræðu máls þessa í efri deild flutti Björn Jónsson eftirfarandi frávísunártillögu: „I trausti þess að ríkisstjórn- in undirbúi fyrir næsta reglulegt Alþingi, í samráði við samtök bænda, lagafrumvarp, cr tryggi bændastéttinni fullan samnings rétt gagnvart ríkisvaldinu um kaup og kjör sín og án nokkurra gerðardóms ákvæða, — og leiti samninga við framleiðsluráð landbúnaðarins. og Stéttarsam- band bænda um verðlagningu landbúnaðarvara, þar til Alþingi hefur fjallgð um nýja löggjöf, tekur dcildin fyrir næsta mál á dagskrá". Þessi rökstudda dagskrá var felld og málinu skilað á skömm- um tíma gegnum allar umræður í efri deild af þingmönnum stjórnarflokkanna og Framsókn- ar. ★ í nefndarálitf Björns Jónsson- ar er lýst helztu breytingunum sem frumvarpið felur í sér og afstaða hans skýrð. Þar segir m.a.: „Meginefni frv. er það að breyta svo gildandi löggjöf um verðlagningu búvöru, að hið svo- nefnda „sexmannanefndar-fyrir- komulag“ verði virkt. enda þótt einhverjir þeir aðilar, sem sam- kvæmt því eiga að ákveða verð- lag landbúnaðarafurða, tilnefni ekki fulltrúa í nefndina. Komi þá til tilnefning af hálfu land- búnaðarráðherra, ef framleiðend- ur nota ekki tilnefningarrétt sinn, en tilnefning af hálfu félags- málaráðherra, ef neytendur ekki tilnefna sína fulltrúa. Aðrar breytingar eru minni háttar. ★ Tilefni þessara breytinga er það, að hið fyrra sexmanna- nefndarkerfi hrundi til grunna á sl. sumri, er miðstjóm Alþýðu- sambands íslands sá sép ekki lengur fært að tilnefna fulltrúa í nefndina og sagði upp aðild sinni að kerfi þessu. Leiddi þetta svo til útgáfu brbl. um verð- lagningu búvöru á sl. hausti. Ástæður fyrir ákvörðun AÍ- þýðusambandsins um að segja upp aðild sinni að starfi sex- mannanefndar voru þær helztar: 1) Að hinar stöðugu hækkanir á búvöruverði væru að mestu afleiðing af verðbólgustefnu stjórnarvalda og að á þá þróun mála gæti sexmannanefndin eng- in áhrif haft. 2) Að fleira yröi að koma til en verðlagning búvöru, ef leysa ætti brýnustu vandamál bænda- stéttarinnar og þá ekki sízt smærri bænda. 3) Að ógerlegt væri fyrir full- trúa neytenda að bera ábyrgð á söluverði landbúnaðarvara, nema rannsakaður væri rækilega sá stórfelldi munur, sem orðinn er á söluverði landbúnaðarvara og því verði, sem bændur fá fyrir framleiðsluna“. ★ Telur Bjöm „að þessi rök mið- stjórnar A.S.I. og önnur, sem fram voru færð fyrir aðgerðum þess á sl. sumri, séu fullgild og að hvorki bændastéttinni né verkalýðsstéttinni hefði verið greiði gerður með því að halda áfram starfsemi sexmannanefnd- ar. Á hinn bóginn er þó - aug- ljóst, að ný frambúðarskipan þessara mála varð að koma til í stað hins hrunda kerfis. Frá sjónarmiði verkalýðssamtakanna, sem sjálf búa við fullan samn- ingsrétt um laun og kjör, er s‘ú skipan eðlileg og raunar sjálf- sögð, að bændastéttin njóti sama réttar, eftir því sem við á. Kraf- an um fullan samningsrétt hefur og verið uppi hjá bændasamtök- unum. Þannig fól aukafundur Stéttarsambands bænda, er hald- inn var 14. og 15. des sl., full- trúum sínum í sjö mann nefnd ríkisstjórnarinnar að „athuga jöfnum höndum möguleika á samningum um verðiagsmálin við fulltrúa frá ríkisstjóminni ser \ og fulltrúa frá öðrum aðilum". Og enn fremur lagði . fundurinn á- herzlu á það, „að við væntan- legar breytingar á löggjöfinni .... verði bændum tryggður að fullu samningsréttur um kjör sín“. ★ Það kann að geta virzt álita- mál, hver mótaðili bændastétt- Framhald á 3. síðu. J. Newman fyrsti skemmtikraftur á Hótel Loftleiðum ■ Aðfaranótt laugardags- ins 30. apríl kemur hingað til lands bandaríski trompett- leikarinn Joe Newman ásamt kvartett og söngkonunni Sandie Brown. Verða þau fyrstu skemmtikraftar Hótel Loftleiða, sem opnað verður með mikilli viðhöfn sunnu- daginn 1. maí. Friðrik Theódórsson, sölustjóri nýja hótelsins' sagði í gær á fundi með blaðamönnum að flug- vélar Loftleiða færu nú 14 ferð- ir í viku frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu í Reykja- vík. Yrði þvi tekin upp sú leið að reyna að fá skemmtikrafta sem eru á þessari leið til þess að hafa hér viðkomu og skemmta gestum á Hótel Loftleiðum. Eins og fyrr segir urðu fyrst fyrir valinu Joe Newman, þekkt- ur jazzleikari, og hljómsveit, en í henni eru bassa- trommu- og píanóleikari. Unga stúlkan látin Unga stúlkan, Sigríður Kol- brún Ragnarsdóttir, Stórholti 12 í Reykjavík sem slasaðist lífs- hættulega £ umferðarslysinu í Vestmannaeyjum aðfaranótt sl. föstudags, er nú látin í sjúkra- húsi hér í Reykjavík. Áður höfðu tveir piltar úr Vestmannaeyjum, 17 og 18 ára að aldri, látizt af afleiðingum slyssins. Sigríð- ur var 15 ára að aldri. „Freyfaxi" til landsins Enn er eitt nýtt skip í eigu Islendinga komið til landsins, Freyfaxi, flutningaskip Sements- verksmiðju ríkisins. Stjóm og forstjóri verksmiðjunnar hefur boðið allmörgum gestum til Akra- ness í dag, að skoða skipið. Jazzleikarinn Joe Newman. Söngkonan Sandie Brown, hef- ur m.a. sungið með Sammy Davis jr., Teddy Wilson, Clark Terry, í sjónvarpsþáttum Ed Sullivans og Jerry Lewis og á Copa-Copana í New York. Virðist hún kunna sitt fag, syngur jafnt jazz, rock’n roll og lög úr söngleikjum. Joe Newman og hljómsveit hans skemmta á Hótel Loftleið- um í eina viku, í fyrsta skipti að kvöldi 1. maí. Þau munu koma nokkrum sinnum fram yf- ir kvöldið með hálftíma dagskrá í einu og verður ekki dansað á meðan. Hljómsveit Karls Lilliendahls ásamt söngkonunni Hjórdísi Geirsdóttur verður hljómsveit hússins framvegis, en hún hefur undanfarið komið fram í Klúbbn- um. Nánar verður sagt frá opnun Hótel Loftleiða í Þjóðviljanum síðar. FRÁ KOSNÍNCASTJÓRN ALÞ ÝÐUBANDALA CSINS ★ Kosningaskrifstofa Aiþýðu- bandalagsins er í Tjarnargötu 20 Opin alla virka daga kl. 10—12 f.h., 1—7 e.h. og 8—10 e. h. Símar 17512 og 17511. Fleiri kosningaskrifstofur yerða auglýstar síðar. ★ Allir stuðningsmenn Al- þýðubandalagsins, sem vita um einhverja kjósendur okk- ar, er ekki verða heiitia á kjör- dag eru beðnir að gefa kosn- ingaskrifstotfunni slíkar upp- lýsingar strax. i ★ I Reykjavík fer utankjör- fundarkosning fram í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e.h. alla virka daga, en á helgidögum kl. 2—6. Utan Reykjavíkur fer kosning fram hjá bæjarfó- getum og hreppstjórum um land allt. Erlendis geta menn kosið hjá sendirá’öum Islands og hjá ræðismönnum sem tala íslenzku. ★ Þjóðviljinn mun á morgun og næstu daga birta skrá yfir þá lista,- sem Alþýðubanda- lagið ber fram og styður í hinum ýmsu bæjar- og sveit- arfélögum. ★ Sjálfboðaliðar til starfa á kjördag og fyrir kjördag eru einnig beðnir að láta skrá sig nú þegar á kosningaskrifstof- unni. % J 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.