Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. maí 1966 — 31. árgangur — 97. tölublað. Skemmtikvöld mga fölksins Skemmtikvöld verður haldið í Lídó föstudaginn 6. maí og hefst dagskráin kl. 20,30. Allt ungt Alþýðubandalagsfólk er hvatt til að fjölmenna. Á dagskrá verða fjölbreytt skemmtiatriði og verða þau auglýst hér í blaðinu síðar. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins. OGÆFUSAMNINGUR LOGFESTUR efri deild Naumur þingmeirihluti hyggst binda hendur Íslendinga við háskaleg og vansæmandi samningsákvæði í 45 ár ■ Með naumum þingmeirihluta samþykktu Sjálf- stæðisflokkurinn og Álþýðuflokkurinn að veita samningunum við hið erlenda alúmín-auðfélag lagagildi, og hyggjast með því binda hendur ís- lendinga til 45 ára við hættuleg og vansæmandi ákvæði þessa illa gerða og vanhugsaða saninings; opna erlendu auðmagiii leið til áhrifa í atvinnu- lífi og þjóðlífi íslenzku þjóðarinnar. ■ Síðasta afgreiðsla málsins á Alþingi fór fram síðdegis á laugardag, er frumvarp ríkisstjómar- innar um lagagildi alúmínsamninganna var sám- þykkt við 3. umræðu í efri deild Alþingis með eins atkvæðis mun, 10 atkvæðum gegn 9, og afgreitt sem lög frá Alþingi. Atkvæðagreiðsla um alúmín- frumvarpið við 2. umræðu fór fram á fyrra fundi efri deildar á laugardaginn og var lauslega sagt frá úrslitum hennar í sunnudagsblaði, en- sunnudags- blöðin eru svo snemma búin til prentunar að ekki var hægt að koma fréttinni af lokaafgreiðslu málsins. Við 2. umræðu voru greinar frumvarpsins um að gefa samn- ingnum lagagildi samþ. með 11 gegn 9 atkvæðum og málinu vísað til 3. jimræðu einnig með J.1 gegn' 9 atkvæðum. Tillaga Alþýðubandalagsins um ’þjóðar- atkvæðagreiðslu var felld með 11 gegn 9 atkvæðum. Nafnakall fór fram bæði um 1. grein frumvarpsins og um tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu og skiptust atkvæðin þannig að öðru megin voru þingmenn stjómarflokkanna, Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins en hinu megin þingmenn Alþýðu- Framhald á 12. bls. ALÞÝÐU BANBALA6IÐ Eitt atkvœði réð úrslitum i & 1. maí 1. MAÍ fylkti reykvísk alþýða énn einu sinni liði í kröfu- gönguna og sýndi með því ein- hug sinn um kröfumar um frið í Vietnam, stöðvun verð7 bólgunnar, grunnkaupshækk- un, afnám vísitölubindingar húsnæðislána og fl. og fl. sem þar voru fram bornar. Sér- staklega setti krafan um frið í Vietnam svip sinn á daginn. Krafan um frið í Vietnam mótaði 1. maí hátíðahöldin hvarvetna í heimi Þúsundir verkamanna söfnuðust saman við sendiráð USA í Saigon ög báru fram kröfur um frið og að Bandaríkjamenn færu úr S-Vietnam BÁÐIR RÆÐUMENNIRNIR á útifundinum, Guðmundur J. Guömundsson og Jón Sigurðs- son, lýstu yfir að í sumar myndi verkalýðshreyfingin knýja á um hærra kaup og aðrar kjarabætur verka- lýðnum til handa. Er ræða Guðmundar birt á 7. síðu ^FRI MYNDIN er af fundinum á Lækjartorgi en sú neðri af fundinum um Vietnam scm haldinn var á Hótel Borg en frá honum er sagt á 12. síðu. — (Ljósm, Þjóðv. A.K.) LONDON 2/5 — Krafan um frið í Víetnam mótaði 1. maí hátíðahöldin hvarvetna í heiminum þessu sinni. Einnig í Saigon söfnuðust menn saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna til að krefjast þess að stríðinu ljúki og þandaríski herinn verði fluttur burt úr Suður-Vietnam. Um 5.000 verkamenn söfnuðust ' f Saigon voru einnig bornar um morguninn fytir framan fram kröfur um félagslegar um- bandaríska sendiráðið í Saigon bætur og endurbætur á fræðslu- til að krefjast friðar og brottfar- kerfinu. Sérstakar lögreglusveitir ar Bandaríkjamanna. öllum voru á verði ,við bandaríska Bandaríkjamönnum í borginni sendiráðið, búnar táragassprengj- hafði verfð fyrirskipað að vera um, og gaddavírsgirðingar höfðu ekki á ferli á götum hennar 1.! verið settar kringum bygging- maí. I una. Margir ræðumanna lögðu megináherzlu á að heitasta ósk þjóðarinnar væri að friður kæm- ist á í landinu. Stríðið í Vietnam og vanda- mál þróunarlandanna voru efst á dagskrá í hátíðahöldunum í Svíþjóð, segir fréttaritari NTB. Hátíðahöldin þar höfðu á sér al- þjóðlegan svip vegna þéss að fjölmargir gestir frá þróunar- löndunum héldu ræður á útifund- unum. Þeir eru nú staddir í Sví- þjóð sem' gestir sænskra sósíal- démókrata. t Stokkhólmi var aðalkrafan í krpfugöngunni „Friður, frelsi og sjálfstjórn tí Vietnam”, og Tor- sten Nilsson' utanríkisráðherra, sem var aðalræðumaður á úti- fundjnum þar fjallaði mikið um Vietnammálið^ — Atburðirnir í Suður-Vi- etnam að undanförnu hafa greinilega sannað að megin- vandamálið sem við er að etja þar er pólitískt en ekki hernað- arlegs eðlis. Án ríkisstjórnar sem njóti einhvers stuðnings þjóðar- innar vantar sjálfan gnmdvöll- Framhald á 3. síðu. □ Alþýðubandalagið í Rvík hefur nú gengið frástefnn- skrá sinni við borgar- stjórnarkosningarnar 22. þ.m. og í dag hefst birting hennar hér í blaðinu. Fyrsti kafii stefnuskrárinnar, sem Þjóðviljinn birtir nú á 6. síðu,, f jallar um húsnæðis- málin, næstu daga rekur svo hver kaflinn annan; skipulagsmál, samgöngu- mál, gatnagerðarmál, í- þróttamál, hitaveitumál, heiibrigðismál, skólamál, æskulýðsmál o.s.frv. □ Þjóðviljinn hvetur lesendur sína eindregið til - að kynna sér gaumgæfilega þau stefnumál, sem Aiþýðu- bandalagið leggur sérstaka áherzlu á nú í kosninga- baráttunni. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.