Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur '3. mai 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA J iiHÍÍiHÍ 1 iggr fn-í/ö-ííiAö fsí aiv.»j« ISLAND Stríðið í Vietnam Sóknaraðgerðir hafnar gegn aðalstöðvum skæruliðanna SAIGON 2/5 — Bandaríski herinn í Suður-Vietnam hef- ur hafið miklar sóknaraðgerðir gegn skæruliðum Þjóð- frelsisfylkingarinnar í frumskógini-m við' landamæri Kambodja, og er búizt við að harðir bardagar muni verða þar. » Sagt er að þama í frumskóg- inum séu eiriar aðalstöðvar skæruliöa. Enn hafa þeir ekki veitt Bandarík j amönnum mikið viðnám, þó orðið hafi snarpar viðureignir, en hörfað undan. Talsmenn bandarísku her- 6tjómarinnar í Saigon segja að þessar sóknaraðgerðir séu einar þær mikilvægustu sem banda- ríski herinn í Suður-Vietnam hefur lagt i, en þetta er í fyrsta sinn sem hann ræðst gegn skænuliðum á þessum slóðum. Sagt er að skæruliöar hafi haft þarna einar mikilvægustu stöðv- ar sínar allt frá þvi þeir börð- ust gegn Frökkum. Þar hafist við aðalherstjóm skæruliða og Þjóðfrelsisfylkingin hafi þar einnig aðalstöðvar sínar, enn- fremur útvarpsstöð. Fyrstí maí Framhald af 1. síðu. inn fyrir raunhæfiun friðarað- gerðum. Á kröfuborðum voru áietranir sem þessar: „Stanzið ioftárásim- ar á Norður-Vietnam“. „Ekkert erlent herlið í Vietnam“. „Viet- nam fyrir Vietnama“ og „Banda- rikin glata vinum í Vietnam — stöðvið striðið". Eftir fundinn safnaðist hópur manna saman við bandaríska sendiráðið og brenndi þar fána Bandaríkjanna. 1 Moskvu. 1. maí var að venju haldinn- * hátíðlegur á Rauða torginu í Moskvu með skrúðgöngu oghér- . ^ýningu. Eins og undanfarin ár bar mikið ,á flugskeytum í her- sýningunni! en fréttaritarar segja að í þetta sinn hafi hún ekki komið neitt á óvart og engar nýjar gerðir flugskeyta hafi ver- ið sýndar. Malínovskí landvarnaráðherra flutti ræðu af grafhýsi Laníns fyrir hersýninguna. Hann réðst á Bandaríkin fyrir hemað þeirra í Vietnam og ítrekaði fyrri yfir- lýsingar sovézkra ráðamanna um fullan stuðning Sovétríkjanna og annarra sósíalistískra landa við vietnömsku þjóðina. 1 Peking. Mikið var um dýrðir í Peking 1. maí, en þar var engin her- sýning haldin. Athygli vakti að Mao Tsetung var ekki viðstaddur. Hann hefur ekki sézt á almanna- færi síðan í nóvember og grunur leikur á að hann sé ekki heill ; heilsu. Sendinefnd frá Albaníu var, viðstödd hátíðahöldin og í gær birtu kínversk blöð langa út- j drætti úr ræðum sem Sjú Enlæ j forsætisráðherra og Shehu, for- i sætisráðherra Albaníu, . höfðu j haldið á laugardaginn, en báðir réðust harkalega á ráðamenn j Sovétrikianna, sögðu að það væri ; alger blekking að Sovétrikin, veittu Vietnömum nokkra að-; stoð. Þau stefndu þvert á móti að því að ráða Vietnammálinu til tykta í samvinnu við Banda- ríkin. Tító í heimsókn í Envntiilandi í ALEXANDRlU 2/5 — Tító, for- { seti JúgósiavíUj kom í dag til Alexandríu í Egyptalandi í fimm daga heimsókn. Nasser forseti tók á móti honum þegar hann gekk í land úr skipi sínu „Gal- éb“. Þetta er 17. fundur þeir.ra Titos og Nassers. B-52 sprengjuþotur frá Guam gerðu loftárásir á þetta hérað í morgun, en loftárásum var einn- ig haldið áfram á Norður-Viet nam. Ein af árásarflugvélunum var skotin niður, sú sjöunda sem Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa misst yfir Nbrður-Viet- nam síðustu tíu dagana. Hins vegar segjast þeir hafa síðustu viku skotið niður 11 MIG-orustu- þotur yfir Norður-Vietnam. Fjórar bandarískar flugvélar voru skotnar niður á föstudag- inn, en ekki var frá6 því skýrt hvort þeim hefði verið grand- að í loftorustum eða orðið fyrir skotum úr loftvarnabyssum. Talsmaður bandarísku herstjórn- arinnar í Saigon viðurkenndi í gær að upp á síðkastið hefðu Bandaríkjamenn misst fleiri flugvélar yfir Nbrður-Vietnam en áður. Á laugardag var f rá því skýrt að nú væru 255.000 bandarískir hermenn komnir til Suður-Viet- nams, og eru þá í herliði þeirra og bandamanna þeirra samtals 980.000 manns. Samiö um flutninga vopna til Vietnams Sagt í Washington að Savétríkin og Kína hafi samið um flutninga þangað frá Sovétríkjunum WASHINGTON 2/5 — Haft er eftir góðum heimildum í Washington að Bandaríkjastjóm hafi komizt á snoðir um að stjóm Kína og Sovétríkjanna hafi gert með sér samn- ing í því skyni að greiða fyrir flutningum á hergögnum frá Sovétrík'junum um Kína til Vietnams. Eldhúsdagsumræður á Alþingi Sagt er að samningurinn hafi verið undirritaður mjög nýlega og muni hann gera Sovétríkjun- um kleift að senda mikið magn hergagna og annarra vista til Norður-Vietnams eftir kínversk- um járnbrautum, en fram til þessa hafa þessir flutningar að- allega farið fram með skipum frá Vladivostok til Haiphongs, hafnarborgar Hanoi. Þá er sagt að 15.000—20.000 kínverskir jámbrautalagningar- menn séu nú í Norður-Vietnam til að aðstoða við að endurbæta allt járnbrautakerfi landsins. Kannanir úr lofti hafi leitt í ljós að þegar í stað sé gert við skemmdir sem verða á jám- brautunum af völdum loftárása •Bandarík j am anna. I Sovétríkjunum hafa Kínverj- ar verið sakaðir um að tefja flutninga á sovézkum hergögn- um ,til Norður-Vietnams með því að neita að leyfa flutninga þeirra eftir kínverskum jám- brautum. Kínverjar hafa borið á móti þessum ásökunum. Ekkert ur fundum SPD og SED? BERLÍN 2/5 — Svo vjrðiist sem ekkert ætlj ag verða úr fundum þeim sem til' hefur staðið að haldnir væru í báðum þýzku ríkjunum á vegum Samejningar- flokks sósíaljsta í Austur- Þýzkalandj (SED) og vestur- þýzkra sósíaldemókrata (SPD). Viðræður hófust í Vestur-Berlín í siðustu viku milli fulltrúa flokkanna um þessj fundarhöld, sem áttu að fara mram í Karl Marx Stadt og- Hannover en í dag gaf Willy Brandt, borgar- stjóri Vestur-Berlínar. í skyn að svo kynni að fara að ekkert yrði úr mndiunum. Framhald af 12. síðu. stöð í Hvalfirði. Engum getur duljzt, að á næstu árum mun vinnuafl manna í þúsundatali sogast utan af landi inn í hring- iðuna við Faxaflóa. ,.Það er ejnmitt ein helzta krafa Alþýðubandalagsins. að skipt verði tafariaust Um stjórn- arstefnu, gróðasjónarmið ein- staklinga viki fyrir þörfum þjóðfélagsins, fjárfestingin sé skipulögð og sérstaklega sé reynt að beina framkvæmdum og fjármagni með samræmdum ráðstöfunum til annarra lands- hluta“. Ragnar ræddi einkum í ræðu sinni vandamál dreifðu byggð- anna og deildi fast á skilnings- leysi ríkisstjórarinnar í þeim málum. Erlendum auðhring hleypt inn í landið Verulegur hluti ræðu ræðu Ragnars fjallaði um alúminmál- ið og afleiðingar þess fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. Um það sagði harin m.a.: Síðast liðinn laugardag var endanlega samþykkt á Alþingi að hleypa inn í landið erlendum auðhring með risavaxinn at- vinnurekstur. Það er ekkj ætlun mín hér að rökræða hve frá- leit þessi ákvörðun er frá sjón- armiði íslenzkra raforkumóla og efnahagsmála. Við Alþýðubanda- lagsmenn höfum frá upphafi staðið öndverðir gegn þessari samningsgerð. heilir °E óskipt- ir, enda er það skoðun okkar allra. að jafnvel þó auðhringur- inn byði beztu kjör, sem völ væri á. en ekk; þau lökustu sem þekkjast, væri það mjög var- hugavert fyrir þjóðina að leyfa honum stóriðjurekstur í land- inu. Röng stefna í atvinnumálum Við teljum það ranga stefnu í atvinnumálum að leyfa útlend- um auðmönnum að hreiðra um sig í landinu veita þeim margs kyns þjónustu, jafnvel fríðindi umfram íslenzka atvinnurekend- ur og selja þeim dýrmætt vinnu- afl. en láta þá síðan flytja all- an ágóða af rekstrinum út úr landinu. Innlendur atvinnurekst- ur byggður á erlendum lánum er margfalt dýrmætari fyrir þjóðina, því að verulegur hluti af arðinum rennur til frekari uppbyggingár atvinnulífsins. Sigur við kjörborðið Ragnar' lauk raeðu sinni á þessa leið: Að 'undanförnu hefur verka- lýðshreyfingin unnið hvern sig- urinn af öðrum í "átökum við íhaldssama ríkisstjóm. Á Norð- urlandi fengust úrbætur í at- vinnumálum, í Reykjavík og ná- grenni mikilvægar aðgerðir í húsnæðismálum. í báðum tilfell- um var þó a.ðeins um hálfan sig- ur að ræða Álþýðubandalagið er forystuaflið í verkalýðshreyfing- unn; — pólitíski armurinn á samtökum launþega. Við skulum minnást þess að fullur sigur vinnst hvergi nema við kjör- borðjð. KYNNIST FÆREYJUM. Frd 3. maí 1966, eru Færeyfar aðeíns í fveggja klukkusfunda fjarlægð frá íslandi — með FOKKER FRIENDSHIP skrúfuþotu Flugfélagsins. Þaðan eru greiðar götur áfram, til Noregs, Danmörkur og Skotlönds. FLUCFELAC ISLANDS ICELANDAIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.