Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVIIiJINN Þriðjudagur 3. maí 1966 Otgeíandl: Sósíalistaflokk- Ritstjórar: Sameiningarfldkkur alþýðu urinn. Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttáritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur J<"-;annesson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Askorun tíl forseta Islands r' A laugardagskvöldið samþykkti efrideild alþing- f* is alúmínsaniningana og felldi tillögu Alþýðu- bandalagsins um þjóðaratkvæði, enda þótt með samningum þessum sé verið að breyta högum ís- lenzku þjóðarinnar á svo örlagaríkan hátt að al- þingismenn hafa enga lýðræðislega heimild til því- líkrar ákvörðunar að þjóðinni fornspurðri. Eftir er þá hlutur forseta íslands. Samkvæmt stjórnar- skránni er honum falið að hafa eftirlit með laga- setningu alþingis; hann hefur vald til þess að skjóta öllum lögum undir þjóðardóm með því að neita að undirrita þau; og því aðeins er forseta gefið þetta vald að- ætlazt er til að hann beiti því. Það mat á auðvitað ekki að fara eftir neinum einkaskoðunum þess manns sem embættinu gegn- ir hverju sinni h'eldur miðast einvörðungu við reglur lýðræðis og aðstæður í þjóðfélaginu. Ein- sætt er að það er skylda forseta íslands að vísa lögum til þjóðardóms, ef um er að ræða afdrifa- ríkt mál og ástæða er til að ætla að meirihluti þjóðarinnar sé því andvígur, en ekki verður um það deilt að þær forsendur eiga báðar við um alúmínsamningana. í amian stað er það skylda forseta að vísa til þjóðardóms lögum sem kunna að fela í sér röskun á stjórnarskránni, því stjórn- arskránni má ekki breyta nema með samþykki þjóðarinnar, en að því hafa verið færð gild rök að gerðardómsákvæði alúmínsamninganna séu mjög alvarleg takmörkun á grundvallaratriðum s'tjórn- arskrárinnar um innlent dómsvald. jfjjóðviljinn beinir þeirri áskorun til Ásgeirs Ás- * geirssonar, forseta íslands, að hann líti ekki á undirskrift sína að þessu sinní sem formsatriði, heldur sem mjög alvarlega ákvörðun, ákvörðun sem verður að standast fyrir dómi. samvizku og sögu. — m. Loftbor eða strokleBur C*kipulagsleysi og .stjórnleysi í framkvæmdum *? Reykjavíkurborgar er þungur baggi á skatt- þegnum borgarinnar. Hundruðum þúsunda og jafnvel miljónum er sóað ár eftir ár vegna skorts á undirbúningi hinna ýmsu framkvæmda og fár- ánlegra vinnubragða. Skýrt dæmi unvslík vinnu- brögð er Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi sem verið hefur í byggingu í hálfan annan áratug. Þar he'f- ur ekki á-öðru gengið en niðurbroti heilla veggja og lofta sem búið var að ganga frá. Að unnu verki kemur loftborinn og brýtur niður kostnaðarsamar framkvæmdir sem ekki þykja henta þegar á reyn- ir, í stað þess að beita strokleðri á uppdrættina í tíma. og haga þeim í samræmi við veruleikann og þarfirnar. Þannig sóar íhaldið miljónum e'f ekki miljónatugum með Bakkabræðravinnubrögðum við byggingu þessa s'tórhýsis. Kostnaðinn greiða skattþegnarnir í hærri útsvörum og sköftum til borgarinnar sem að langmestu leyti lenda á Kerð- um launþeganna. Það myndi spara Reykvíkingum miklar fúlgur ef íhaldið lærði að nofa sírokleður í stað hinna afkastamiklu loftbora. — c- Einar Kristjánsson, óperusöngvari Einar Kristjánsson, ópera- söngvari, dó hér í Landspítal- anum sunnudaginn 24. apríl s.L. eftir hættulegan uppskurð, harmdauði öllum sem þekktu hann. Þetta kom okkur öllum á óvart. Ég talaði við hann réttri viku áður glaðan og reif- an á afmælistónleikum Fóst- bræðra, þar sem hann ætlaði að syngja í 2. tenór af sínu alkunna lítillæti. Hann var fæddur hér í Reykjavík 24. nóv. 1910, sonur hinna víðkunnu sæmdarhjóna Kristjáns Helgasonar, skósmiðs Og verkamanns, frá Arnarholti í Biskupstungum, og konu hans, Valgerðar Halldóru Guðmunds- dóttur, sem var uppalin í Króki á Álftanesi, því að hún missti föður sinn áður en hún fædd- ist. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap- í Reykjavík, fyrst í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum, en síðast í sinni eigin fbúð í verkamannabústöðunum áð Hringbraut 58. ¦ Kristján var lærður skósmiður og stundaði iðn sína framan af, en því næst byggingarvinnu um alllangt skeið, og loks hafði hann at- vinnu af því að kynda mið- stöðvar, sem þá var nýlunda hér í borg, síðast sem fastur starfsmaður alþingis. Þeir sem fóru á fætur snemma eða seint í háttinn gátu séð Kristjáni bregða fyrir á reiðhjólinu sínu myrkranna á milli, enda var heimilið stórt, gestiagangur mikill, og vinnudaguririn þvi langur. Foreldrum Einars varð átta barna auðið og var hann næstelztur þeirra 6 er náðu full- orðinsaldri. Á heimili þeirra Kristjáns og Valgerðar rfkti hæglát og þögul stjórnsemi. Enginn fann til valdbfeitingar eða beins aga. Sjálfsagi kom í staðinn. Taumhaldið hlýtur að hafa verið hugsað og traust. A heimilinu voru til undarlega margar góðar bækur. Og þar var líka píanó. Hjónin höfðu lifandi og heilbrigða afstöðu til hinnar róttæku verklýðs- hreyfingar þeirra tíma. Og á- hugi Kristjáns á' íþróttum var alkunnur og nálega einsdæmi. í þessu heilbrigða andrúmslofti ólst Einar upp. Þar var upp- sprettan að hinum ævilanga á- huga hans fyrir útiíþróttum. Og við Þjóðviljamenn megum minnast þess með þakklæti þegar hann söng fyrir okkur á Þjóðviljahátíð, málstað íslands til eflingar í upphafi kalda stríðsins. Þegar á barnsaldri hafði Ein- ar svo fagra söngrödd, að enn er til hans vitnað hér í borg sem hins eina sanna undra- bams. En fojeldrar Einars og hann sjálfur trúðu ekki á slíkt. Þau vissu öll að ekkert fæst nema með vinnu. Fáir verða smiðir í fyrsta sinn. Einar hafði óvenjulega skarp- ar og miklar námsgáfur, og var því settur í Menntaskól- ann í Reykjavík. Þar bar fund- um okkar fyrst saman vorið 1927 við gagnfræðapróf, Tókst þar f skyndi kunningsskapur sem snerist upp i ævilanga vin- áttu. Ekki veit ég hvernig það vildi til, að strax um haustið sama ár, þegar við settumst í 4. bekk, var ég orðinn einhvers- konar sambland af föstum heimilismanni og sífelldum heiðursgesti hjá foreldrum Ein- ars, enda þótt ég hefði húsnæði og fæði annarsstaðar. Það var svo margt sem laðaði ungan utanbæjarmann að þessu heim- ili: hið ljúfa géð húsráðenda og dæmalaus gestrisni, elzti bróð- irinn, Gústaf kaupmaður, yngri systkinin öll, sameiginlegirvin- ir ,og skólabræður, en síðast en ekki sfzt tónlistin, sem átti sér þá þegar heilög vé á þessu fágæta alþýðuheimili. Þek- Ein- ar og Gústaf voru báðir starf- andi söngmenn í Karlakór K.F. U.M.i bezta kór borgarinnar, undir stjórn Jóns Halldórsson- ar, hing vandvirka og smekk- visa söngstjóra. Einar var þá líka að læra hjá Páli Isólfs- F. 24. nóvember 1910 — D. 24. apríl 1966. Nokkur fátœkEeg kveðjuorð syni og Sigurði Birkis. Svo komu góðar grammófónplötur og langdræg útvarpstæki ^sem tengdu okkur við lindir tón- listar á sjálfu meginlandi Evrópu öllu þessu fylgdu einnig sónuleg og ógleymanleg kynni við menn eins og Þórarin Guð- mundsson, fiðluleikara, Emil Thoroddsen, píanóleikara, Þór- hall Arnason, cellóleikara, að ógleymdum sjálfum Sigfúsi Einarssyni, því öásamlega tón- skáldi og ljúfmenni, er auk alls annars átti að gera okkur alla í menntaskólanum að söngmönnum. Og í nokkur ár. um þetta leyti bjó ég sjálfúr einmitt í næsta húsi við tón- skáldið Isólf Pálsson, en hann gat soninn Pál, píanista, organ- slagara, tónskáld og stjórn- málamann. Við Einar vorum þrjú ár saman í blönduðum bekk, hann í stærðfræðideild, ég ,i máladeild. Saman lásum við oft . sameiginlegar greinar (þegar tími var aflögu til slíks): ensku. frönsku og þýzku. Aðal- greinar'sínar, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, las hann með öðrum vinum okkar (með sama fororði), enda gat varla nokkr- um dulizt hvert stefndi. Aðal- starfið var smám saman að verða tómstundaiðja. Jafnhliða þessu formlega menntaskólanámi, eða framar því, stundaði Einar af miklu kappi einkanám sitt í söng, tónfræði og hl.ióðfæraslætti. Þar að auki æfði hann sam- vizkusamlega með Karlakór K.F.U.M.. og kom þar fram sem einsöngvari manna yngst- ur. Einnig var hann m.a. til þess kjörinn rösklega 18 ára að fara með Sigfúsi Einarssyni til Kaupmannahafnar vorið 1929, í þeim fræga blandaða kór sem e.t.v, hefur getið okkur hvað beztan orðstír á erlendri grund. Að sjölfsögðu söng Einar í þeim mikla kór sem frumflutti Alþingishátíðarkantötu Páls Is- ólfssonar vorið 1930. Auk alls þessa gafst honum tími til að syngja einsöng mcð fullæfðum og sjálfstæðum söngskrám á öilum meiriháttar samkomum Menntaskólans og einnig f öðr- um skólum og á samkomum ýmissa félaga. Öll árin okkar í skólanum var hann einn bezti og <5eigingiarnasti félagsmaður-' mn f 16 til 20 manna karlakór. sem kom fram hvehær sem óskað var (innan skóla og ut- an). Og í heildarsöng skólans var hann sú stoð sem Sigfús Einarsson gat alltaf treyst. Auðvitað þarf ekki að taka fram, að allt sem að listinni og félagsstarfi laut var sjálf- boðavinna. En tdnlistarkennur- um sínum varð Einar að greiða tilskilin laun, þó að þeir væru ekki kröfuharðir og ynnu sitt verk fremur til að þjarga ó- metanlegum gáfum en vegna eigin ábata. Auk sumaratvinnu, sem stundum var stopul, varð stundum að grípa til annars. Ég nefni aðeins hinn hvim- leiða tækifærissöng við jarð- arfarir, en á því sviði var lítið að gera sem þétur fer, — „og Tryggvi hefur allt saman", eins og Eyvindur sagði, þegar hann átti að borga. — Og einu sinni var fjárhagurinn ekki betri en svo, að Einar varð að gera sér að góðu að syngja í kvartett með undirrituðum og tveim öðrum fyrir penipga. Nú má vona að tónlistarþroski almenn- ings hafi veitt því fyrirtæki lausn í náð 'hæfilega snemma. Rödd Einars þegar á þessum ðrum og jafnan síðar er ein- hver allra fegT-irsta og fágað- asta tenórrödd sem um getur. Og á tveimur sviðum skaraði hann strax í up í^afi fram úr öðrum ísienzkum eöngvurum. Það var hin lotningarfulla al- vara gagnvart sjálfri tónlistinni — verki tónskáldsins sjálfs — og frábær, næstum undraverð- ur textaframburður. Skyldi nokkur íslenzkur söngvari hafa fyrr eða síðar náð eyrum unn- enda ljóðlistar á sama hátt og hann? Eigi veit ég þess nokk- ur dæmi að feinar hafi reynt með yfirborðslegum töfrum að lokka áheyrendur með galdri raddar sinnar einnar, og var þó þar af nógu að taka, hvað þá brögðum af lægri tegund. Fákænn vinur hefði getað hald- ið, að þessi seiður væri eitt- hvort goðkynjað innsæi, ein- hver fyrirhafnarlaus náðargáfa. En reynsian sannaði einmitt að náðargáfan var f því fólgin að ekilja og vinna viðfangsefni sin af djúpri alúð. Að loknu stúdentsprófi 1930 hélt Einar til Vínarborgar og • var þar við verzlunarnám 1930—1931 í Hochschule fiir Welthandel. En allt frá árinu 1000 var það talinn góður sið- ur á Islandi að blóta á laun. ' Og kynnin í Vín við barónsfrú von Jaden, systur Helga Péturs, gátu ekki annað en hvatt hinn unga mann til aukins frama á tónlistarbrautinni. Aldrei auðnaðist mér sú á- nægja að ^kýnnast mínum fræga stéttarbróður dr. Walde- mar Stegemann, sem gerði vin minn Einar að þeim söngvara í skóla sínum í ópéruskóla Rík- isóperunnar í Dresden árin 1931—1933, að hann varð fa'st- ráðinn þar árið 1933, um það bil 22ja ára gamall. Að loknu starfi sínu í Dresden afréð Ein- ar að breyta til. Starfaði hann síðan næstu árin við óperumar í Stuttgart, Berlín, Munchen' Diisseldorf, Duisburg og Ham- borg. Þar vann Einar til stríðs- loka. Um stund undir stjórn hernámsliðs Breta. Að þvi loknu kom hann heim til Is- lands árið 1946, en vann jafn- framt í Svíþjóð, m.a. við kon- unglega leikhúsið í Stokkhólrni til ársloka 1947. Um skeið á þessu tímabili dvaldist hann á Italíu undir handleiðslu góðra kennara, Var hann þá að búa sig undir lokastarf sitt, þ.e. starf aðaltenórsöngvara hjá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, en þar vann Ein- ar árin 1948—1962, mikilvirtur og eftirsóttur söngvari. Sagt er að nokkur Mutverk hans þar hafi valdið tímamótum í tón- listarsögu hússins, svo sem t.d. Albert Herring eftir Benjamin Britten, er margir segja að ver- ið háfi algerlega á heimsmæli- kvarða. Að loknu starfi sínu í Kaupmannahöfn, kom \ Einar heim til Islands og gerðist fastur kennari við óperudejld Tónlistarskólans í Reykjavik.. Arið 1936 gekk Einar að eiga eftirlifandi konu sína,' MöTthu f. Papafoti, dóttur grisks vérk- smiðjueiganda. 'Hefur hún ver- ið ómetanleg stoð hans og vin- ur í full þrjátíu ár, ýmist bú- sett í Þýzkalandi, Danmörku, Svíþjóð og á Isiandi. Allstað- ar hefur frú Martha yerið elskuleg húsmóðir og góður vinur vina sinna, þó að hún hafi orðið að læra eitt tungu- málið í viðbót áður en henni gafst tími til að læra það næsta á undan til hlítar. Henni hlýt ég nú að þakka nálega þrjátíu ára kynni, og biðja henni alls velf arnaðar. I Þau Einar og Martha áttu tvær dætur, Völu, gifta Benedikt Arnasyni, leik- stjóra, og Brynjtt, -gifta Ósfcari Sigurðssyni, flugstjóra. Það getur varla heitið áð vjð Einar sæjumst í nálega 16 ár. Að vísu rakst ég á hann á götn á Akureyri af hreinni "tilvn'i1 un sumarið 1936, en þar voru þau Martha þá í brúðkáups- ferð með skemmtiferðaskíþinu MILWAUKEE, er ¦ þar' hafði stutta viðdvöl. Stundum fóru bréf á milli og einstöku simi- um bækur héðan. Eitt bréfi^ frá mér hafði að geyma þá lengstu ættartölu sem .ég hef tekið saman, og var þó forðast að rekja til Adams, og biblíu- nöfnum sleppt þar sem um. fleiri _ nöfn var að velja. Ekki 'veit ég hvort yfirv'oldin lásu ættartöluna, enda sór Síð- asti liðurinn sig svo í ætt til hinna mestu tónlistarmanna, að allt niðjatal á því sviði var óþarft. Vegna 6 ára styrjaldar viss- um við heimamenn ekki alltaf jafnmikið um verkefni og tón- listarframa Einars, því að þar við bættist að hann var enginn sérstakur auglýsingamaður. . En þegar hann hóf að syngja hér á íslandi aftur 1946 ' Qg 1947, þá þurfti enginn að efast um hvern yfirburðasnilling þjóðin átti. Ég man hvað é". hlakkaði til að sjá hann og heyra eftir ífll þessi ár. Og.þó kveið ég dálítið fyrir. Höfðu vonirnar rætzt? Atvikin hög- uðu því þannig, að ég gekkum eitt skeið mánaðarlega með dá- lítið kvittanahefti til nokkurra manna hér í borginni. Þeir styrktu Einar að nokfcru til söngnámsins. sumir líklega allt- að því.umfram getu: 10 kr'ónur, 15 krónur, jafnvel 20 krónu'r. Það var mikið fé i þá daga. Skyldi hann hafa bnugðizt vonr um þeirra? Svo komu fvrstu ' tónlelkarn- ir. Húsið var fullskipað' tón- listarfólki, gömlum kennurum. styrktarmönnum, ættingjum og vinum. Forsetinn var á meðal áheyrenda. Mikil eftirvænting var í salnum. Svo gekk hann inná sviðið bessi glæsilegi mað- ur. Þegar lófatakinu linnti.sté hann lítið eitt fram og sagði «að sig langaði til að syngia eitt lag „fvrir mig siálfán" Öskili- anlrjno foorir" tónar fvlltii sal- Framhaid á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.