Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. mai 19§6 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Fara frönsku hersveitirnar í Vestur-Þýzkalandi þahan? Enn réstur stúdenta við hóskóia á ítalíu Ekki annað sýnna effir orðsendingu í gaer frá Bonn til Parísar og viðbrögð Frakkastjórnar við henni BONN og PARÍS 4/5 — Eftir orðsendingu sem vesturþýzka stjómin sendi stjórn Frakklands í gær um franska her- liðið f Vestur-Þýzkalandi og dvöl þess áfram í landinu og eftir þeim viðbrögðum sem orðsendingin hefur vakið í París má telja líklegt að frönsku hersveitirnar handan Rínar'verði kvaddar heim. Franska stjórnin hefur sem kunnugt er ákveðið að slíta hemaðarsamstarfi innan Atlanz- bandalagsins frá 1. júlí n.k. og um leið taka her sinn í Vestur- Þýzkalandi sem í eru um 70.000 menn undan yfirherstjórn bandalagsins, en undir hana hef- ur hann heyrt síðan, Parísar- samningarnir um upptöku Vest- ur-Þýzkalands í Nato voru gerð- ir 1954. I þeim voru m.a. ákvæði um réttarstöðu herliða vestur- veldanna í Vestur-Þýzkalandi. Þegar franska stjórnin til- kynnti þessar ákvarðanir sínar fyrir., tæpum tveimur mánuðum tók hún fram að hún teldi að frönsku hersveitimar í Vestur- Þýzkalandi ættu að verða þar áfram, þótt þær heyrðu ekki lengur undir herstjóm Atlanz- bandalagsins. Orðsendingin Síðustu daga hefur Pierre Messmer, landvarnaráðherra Frakklands, verið í Bonn og Mei en nm vmr WASHINGTON 4/5 — Hermála- nefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings samþykktj í gær áð veita til hervæðingar og smíði nýrra vopna 931 dollara hærri fjárhæg en Johnson forseti hafði farið fraim á í þessu skyni. Hann hafðj beðið um tsepa 17 milj- arða dollara. en fjárveitingin nemufv tæpum 18 miljörðum. rætt þar við hinn vesturþýzka embættisbróður sinn, Kai-Uwe von Hassel, um afleiðingar þessara ráðstafana Frakklands- stjómar. í orðsendingu frá vesturþýzku stjóminni sem Seydoux, sendi- herra Frakka í Bonn, var af- hent í gær, en birt ^ar í dag, er franska stjórnin hvött til þess að hefja þegar í stað viðræður við stjórnir annarra Nato-ríkja til að fá úr því skorið hvaða hlutverk frönsku hersveitirnar í Vestur-Þýzkalandi eigi að hafa á hendi þegar þær heyra ekki lengur undir herstjóm Natos. Sagt er að orðalag orðsending- arinnar sé afdráttarlaust og Bonnstjómin fari ekki í neinn launkofa með að ekki komi til greina að frönsku hersveitirnar verði áfram í Vestur-Þýzkalandi ef ekki fáist viðunandi svar við þeirri spurningu hvaða verkefni þær eigi að annast í heildar- hernaðaráætlunum Natos. Viðbrögð í París í París sagði Yvon Bourges upp- lýsingamálaráðherra í dag að franska herliðið í Vestur-Þýzka- landi myndi því aðeins verða áfram þar að þau skilyrði sem sett yrðu fyrir dvöl þess væru í samræmi við ákvörðunina um að taka það urdan herstjóm Atl- anzbandalagsins. Bonnstjórnin segir í orðsend- ingu sinni að Frakkar hafi með I þessari ákvörðun glatað þeim i rétti sem Parísarsamnin'gamir | frá 1954 veittu þeim til hersetu i Vestur-Þýzkalandi. Bonnstjóm- i in kveðst ekki fallast á þau rök Bílslysið mikla í Danmörku sem Frakkar hafa fært fyrir á- kvörðun sinni og heldur ekki viðurkenna að þeir hafi haft lagalega heimild til hennar. Uppnám í Strassborg Fullfrúar gaullista á þingi Evrópuráðsins í Strassborg brugðust reiðir við þegar banda- rískur þingmaður, Wayne L,. Hays, fór í dag hörðum orðum um stefnu de Gaulle gagnvart Nato. Hays sagði að svo kynni að fara að Bandaríkjamenn mynd” verða að hverfa burt úr Evrópu. Frakkar hefðu espað alla nágranna sína ' og bandamenn upp á móti sér. Það væri ekki um að ræða endurskipulagningu Atlanzbandalagsins, heldur sjálfa tilveru þess. Margir þingmenn gaullista mótmæltu ræðu Hays við forseta þingsins og einn þeirra sagði að Hays hefði gerzt sekur um fá- dæma ósvífni. RÓM 4/5 — Sex menn meiddust í róstum sem uröu í dag milli vinstrisinnaðra stúdcnta og nýfas- ista við háskólann í Napoli. Varla hefur liðið sá dagur undanfarið að ekki hafi slegið i hart með hópum stúdenta við háskólann í Kóm og var skólanum lokað í dag meðan unnið var að því að gera við ýms spjöll sem unnin höfðu verið í áflogunum þar í gær. — MYNDIN er af fundi vinstri- stúdenta við háskólann í Róm. Herfhig takmarkað Franska stjórnin hefur nú til- kynnt stjómum Bretlands og Bandaríkjanna að herflugvélar þeirra muni framvegis verða að fá sérstök leyfi til að fljúga yfir franskt land. Slík leyfi muni nú aðeins verða veitt til eins mán- í her, hinn kunni suðurafríski lög- aðar í senn, en áður hafa leyf- j maður, verjandi fjölmargra físcher var sekur fundinn, dómur feliur á mánudaginn PRETORIA 4/4 — Abram Fisch- 1 ur-Afríku hafa ofsótt, var f dag sjálfur sekur fundinn um marg- in gilt í eitt ár. þeirra sem stjórnarvöldin í Suð- Kona Wallace i Alabamaríki tekur við embætti af honum MONTGOMERY 4/5 — Lurleen Wallace, eiginkona George Wallace, ríkisstjóra í Alabama, sigraði í prófkosningunum þar í gær og verður því í framboöi til ríkisstjóraembættisins fyrir j Demókrata í haust, og -má það því heita víst að hún taki við embættinu af manni sínum. Wallace sem alræmdur er fyr- ir kynþáttahatursstefnu sína gat lögum samkvæmt ekki verið í framboði. Hann lét því konu sína bjóða sig fram og hafa þau ekki farið dult með að tilgang- urinn er sá einn að sniðganga ákvæði laganna og tryggja Wallace áfram völdin. Að loknu næsta kjörtímaþili getur Wallace aftur farið fram. á ferðum til USA WASHINGTON 4/5 — Banda- ríkjastjórn ætlar að slaka nokk- uð á banninu við því að komm- únistar eða fyrrverandi komm- únistar á vesturlöndum fái vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Tilslökun þfessi á þó aðeins við þegar í hlut eiga menn sem ætla að sækja alþjóðaþing og ráð- stefnur í Bandaríkjunum. Umsóknum manna sem banda- rísk stjórnarvöld telja komm- únista eða fyrrverandi kommún- ista hefur hingað til jafnan ver- ið hafnað, en umsækjendur hafa átt þess kost að sækja um und- anþágu, en hafa þá oft orðið að bíða í allt að hálfum öðrum mánuði eftir svari. Samkvæmt hinum nýju regl- um á utanríkisráðherrann að geta ákveðið hvaða ráðstefnur séu þess eðlis að telja megi þær í þágu Bandaríkjanna. Þátttak- endur í slíkum ráðstefnum eiga að fá vegabréfsáritun án sér- stakrar undanþágu, þó svo að þeir teljist kommúnistar. Utanríkisráðuneytið ítrekar að enn sé í fullu gildi bannið við fcrðum kommúnista eða fyrrver- andi kommúnista til Bandaríkj- anna ef þeir ætla að fara þang- að í einkaerindum. vísleg brot gegn þrælalöggjöf landsins af dómstól í Pretoria. Dómur verður kveðinn uþp í máli hans á mánudaginn, en dauðarefsing liggur við fleiri en einu þeirra ákæruatriða sem dómstóllinn taldi sönnuð. Fischer var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í samsæri samtaka sem bönnuð eru og hafi tilgangur samsærisjns verið að fremja skemmdarverk. Fjórtán aðrar ákærur um að Fischer hefði haft samband við hin bönnuðu samtök voru einnig teknar til greina. Lög þau sem Fischer er talinn hafa brotið \toru sett til að koma í veg fyrir „kommúnistíska starfsemi“ en undir • þau heyrir öll frelsisbar- átta hinna kúguðu Afríkumanna. Hann neitaði ákærunni um samsæri í því skyni að fremja skemmdarverk. Petrosjan 6,5 v. Spasskí 4,5 MOSKVU 4/5 — 11. skákinni í einvígi Petrosjans og Spasskís um heimsmeistaratitilinn lauk í dag með jafntefli eftir 25 leiki. Petrosjan vann 10. skákina sem tefld var á mánudag og hefur því 6 ¥2 vinning á móti 414 vinn- ingi Spasskís. 12. skákin verður tefld á föstudaginn. Snurða á bráðinn Lurleen og George Wallace. * Mikil þátttaka var í prófkosn- ingunum í Alabama í gær og miklu meiri en nokkru sinni áð- ur, enda höfðu nú flestir blökku- menn þar atkvæðisrétt í fyrsta sinn. 240.000 voru nú á kjörskrá og þeir hefðu vafalaust getað ráðið úrslitum ef þeir hefðu ekki gengið margskiptir til kosning- anna. Verulegur hópur þeirra sat hjá við kosningarnar fyrlr til- mæli hinna róttæku samtaka SNIC (Student Non-Violent Co- ordinating Committee) sem telja að blökkumenn eigi að fylkja liði um eigin' frambjóðendur, en láta afskiptalausa flokkadrætti hinna hvítu, enda eigi þeir þar t-ngan kost öðrum skárri. Martin Luther King og fylgis- menn hans hafa beitt sér mjög gegn þessari afstöðu, og hvatt blökkumenn til að velja skárri kostinn, kjósa skárri frambjó- andann af tveimur illum. Úrslit- in í Alabama í gær eru talin ósigur fyrir King og stefnu hans og sögð geta orðið lyftistöng fyr- ir hin róttæku öfl í samtökum blökkumanna í suðurríkjunum. BERLlN 4/5 — Snurða er hlaup- in á þráðinn milli flokka aust- urþýzkra sósíalista (SED) og vesturþýzkra sósíaldemókrata (SPD) og virðist sem ekki muni verða úr þeim sameiginlegu fundum sem þeir ætluðu að halda - í báðum þýzku ríkjunum. Sésíaldsmókrætar þinga í Svíþjóð STOKKHÖLMI 4/5 — Um tvö hundruð framámenn sósíaldemó- krata úr ýmsum löndum heims eru komnir til Stokkhólms að sitja þar þing alþjóðasambands þeirra. Það hefst á morgun, fimmtudag, og stendur fram á sunnudag. Meðal fulltrúa á þinginu eru Erlander, Krag, Paasio, Mollet, Nenni og Brandt. Wilson átti ekki heimangengt vegna anna. Auk þess eru margir fulltrúar frá þróunarlöndunum. Míkið tjén vegna fléðs í BnlgarÍH SOFlA 4/5 — 96 menn fórust oi mörg hundruð hús eyðilögð- ust í miklu flóði sem varð í nágrenni borgarinnar Vratsa í SED hefur lagt til að fundirn- i norðvesturhluta Búlgaríu ir verði fyrst haldnir í júlí í sumar, en SPD heldur fast við að þeir verði þegar í þessum mánuði. sunnudagin. Stífla í fljóti fyrir ofan borgina brast og mikill vatnselgur ruddist niður þröng- an dalinn og skall á borginni. Regntíminn er að hefjast í Vietnam, truflar loftárásir SAIGON 4/5 — Regptíminn fer nú í hönd í Vietnam og mon- súnvindarnir eru þegar teknir að torvelda Bandaríkjamönnum loftárásirnar á Norður-Vietnam, sagði bandarískur talsmaður i Saigon í dag. in að gera neitt hlé á lofthem- aðinum þótt skotmörkin sjáist ekki úr árásarflugvélunum. sagði talsmaðurinn. Þeim verð- ur haldið áfram með aðstoð radartækja. B-52 þotitr gerðu í dag, fjórða Hið óhagstæða veður fyrir i daginn í röð árás á frumskóg- loftárásir sem monsúnvindunum fylgir var í f'lestum héruðum Norður-Vietnams. sagði ’ tals- maðurinn. Lágskýjað var yfir mestöllu landinu, en þó var haldið áfram árásum á járn- brautir, djúnkur og radarstö.ðv- inn við landamæri Kambodja þar sem Bandaríkjapnenn segja að aðalstöðvar Þjóðfrelsisfylk- iií?arinar séu I nágrenni við Danang varð börð viðureign i gær milli Bandaríkjamanna Og skæruliða, ar við ströndina. Ekkj er ætlun- I og var barizt í návígi. Myndin sýnir l’Iakið af áætlunarbíl dönsku jámbrautanna sem hraðlest ók á í nágrenni við Herning á Jótlandi á sunnudag, cn þá biðu tíu manns bana. _________________1------------------------------------- — Pólverjar minnast fre/sis■ baráttu og kristnitökunnar VARSJÁ 4/5 — Mikið hefur ver- ið um dýrðir i Póllandi síðustu daga og hafa Pólverjar minnzt þess að liðin eru á þessu ári þúsund ár bæði frá kristnitök- unni og stofnun pólsks ríkis. Þá hefur verið minnzt baráttu ‘ Pólverja fyrir endurheimt vest- urhéraðanna. Um hálf miljón . manna var á fundi í Katowice ] í g,ær þar sem minnzt var upp- reisnar Pólverja i Slesíu 1921 I þegar ákveðið var að héraðið skyldi áfram lúla Þýzkalandi. Þar talaði Ochab forseti. Um helgina verður minnzt stríðslok- anna 1945 sem leiddu til þess að Pólverjar endurheimtu hin fornu vesturhéruð sín. Hundruð þúsunda kaþólskra manna voru viðstödd hátíðahöld við klaustrið Jasna Gora í ná- grenni Czestochowa til að minn- ast kristnitökunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.