Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. maí 1966 Otgefandi: Sósíalistaflqkk- Sameinlngarflokkur alþýðu urinn. i Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jr'iarmesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skóiavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði.' Það sém úrslitum ræður Cjveitarstjórnarmálefni ber að vonum hæst í um- ^ raéðum fyrir kosningar þær sem fram eiga að fara eftir hálfa þriðju viku. Jafnframt skyldu menn þó minnast þess að landsmálin öll koma til álita þegar gengið er að kjörborðinu; mikill meirihluti þjóðarinnar kveður upp dóm sinn um stefnur' og mál, og sá dómur mun hafa áhrif langt út fyrir sveitarstjórnarmál 1 þröngum skilningi, eins og Alþýðubandalagsmenn lögðu áherzlu á í eldhús- umræðunum. Verðbólgustefna ríkisstjómarinnar er lögð undir dóm kjósenda, og veiti landsmenn stjórnarflokkunum ekki hirtingu eru þeir að kalla yfir sig nýjar stórhækkanir á lífsnauðsynjum og síaukinn glundroða í þjóðfélaginu. Bæjarstjórnar- kosningamar eru fyrsta tækifæri landsmanna til þess að segja skoðanir síríar á afsalssamningnurn um alúmínbræðsluna; vérði það tækifæri ekki notað verður fljótlega stefnt að því að koma upp erlendum auðfyrirtækjum í öllum landshlutum, eins og ritstjóri Morgunblaðsins boðaði í útvarps- umræðunum. Aðeins rúmri viku eftir kosningar renna samningar fjölmargra verklýðsfélaga úr gildi; kosningaúrslitin rriunu hafa mikil áhrif á það hverjum árangri verklýðsfélögin ná í nýjum samningum; verði stjórnarflokkarnir slegnir ótta mun þeim þykja ráðlegast að hörfa í samningun- um við alþýðusamtökin; telji þeir flokkar hag sín- um vel borgið munu þeir ekki skirrast við að grípa til þeirra ofstækisfullu aðgerða sem Alþýðuflokks- maðurinn Jón Þorsteinsson boðaði í útvarpsum- ræðunum. jKað sem úrslitum ræður jafnt í sveitarstjórnar- málum sem landsmálum er anparsvegar styrk- ur alþýðuhreyfingarinnar, hins vegar afl atvinnu- rekenda. Úrskurðinn fella kjósendur með atkvæð- um sínum. — m. Öllum lofað! F jóst er orðið að úthlutun lóða í Fossvogi og Breiðholtshvgrfi fer ekki fram fyrr en eftir kosningar. Svo margar umsóknir bárust að íhald- ið þorir ekki fyrir nokkum mun að úthluta lóð- unum. Engar reglur eru til um lóðaúthlutun í Reykjavík og hefur íhaldið alltaf fellt tillögur Ak þýðubandalagsins um að settar yrðu meginreglur um lóðaúthlutun, þar sem tryggt væri að þörf manna yrði látin ráða úrslitum. íhaldið vill hafa frjálsar hendur og geta hyglað gæðingum sínum að eigin vild. Þetta er pólitískt siðleysi sem borg- arbúar þurfa að venja íhaldið af. Að þessu sinni er lóðaúthlutuninni frestað til þess eins að þurfa ekki opinberlega að gera upp á milli manna fyrir kosningar. Þetta gefur einnig íhaldinu möguleika til að lofa öllum lóðum fyrir kosningar, og það mun óspart notað. Þegar kosningar eru áð baki verður síðan tekið til við að flokka sundur sauði og hafra, og þá verður hvorki þörf umsækjenda eða kosningaloforðin þung á metunum. Leiðin til heiðarlegra vinnubragða á þessu sviði eins og öðr- um er að hnekkia valdi íhalds og sérhagsmuna en efla albvðnvaldið auka ábrif oa styrk Alþýðu- bandalagsins í borgarstjóm. — g. 70 ára í dag Guðjón Benediktsson Múrari Guðjón Benediktsson múrari, verður sjötugur í dag. Hann er fæddur að Viðborði í Mýra- hreppi í Austur-Skaftafellssýlu 5. maí, 1896. Ekki þykir þörf að gera hér grein fyrir upp- runa hans og ætterni.'en vísað til Kennaratals og íslenzkra samtíðarmanna, þeim er um það vilja vita frekar. Við vilj- /um hinsvegar í tilefni af þessu ' merkisafmæli Guðjóns rifja lít- illega upp störf hans og bar- áttu í þágu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, og þá einkum Múrarafélags Reykjavíkur, en þar hefur hann komið meir og^ betur við sögu en flestir aðrir, ávallt reiðubúinn að leggja lið öllum þeim málum er til heilla hafa horft fyrir stéttina og ver- ið hvatamaður fjölmargra hags- muna- og menningarmála, er haft hafa heillarík áhrif fyrir múrarstéttina og raunar bygg- ingariðnaðarmenn í heild. Enda er það álit okkar, að ef hans hefði ekki notið við, væri lítið eftirsóknarvert að vera múrari í dag. Guðjón var í stjóm Múrara- félagsins nær óslitið á árunum frá 1935—’53, og oft formaður, og hefur marga hildi háð við hið grimma og nazistíska aftur- hald kreppuáranna, og hvergi hlíft sér, var fremstur ^ fylk- ingu hvarvetna og þar sem bar- daginn var harðastur og upp- skar laun samkvæmt því, fang- elsisdóma og annað harðræði. Þá var ekki komið í móð að heiðra verkalýðsleiðtoga með Fálkakrossum og öðrum hégóma yfirstéttarinnar. Guðjón hefur ekki tranað sér fram til mannvirðinga eða lát- ið lyfta sér til vegs og valda. Þvert á móti hefur hann ávallt leitazt við að hefja okkur, stétt- ina í heild, til betri lífskjara og aukinnar menningar. Guðjón sórst ungur í fóstbræðralag með hinni vinnandi alþýðu og skip- aði sér undir merki sósíalism- ans. Þeim hugsjónum hefur hann reynzt trúr, því hann ór ekki einn af þeim, sem hefur eina skoðun meðan sólin skín og aðra þegar dimmir að nóttu, eins og skáldið sagði, en stend- ur óbifanlegur á rétti hins vinn- andi manns. Vissulega hefði Guðjón sómt sér vel sem al- þingismaður og ráðherra fyrir alþýðustéttina, vegna ágætra hæfileika sinna, málsnilldar, rökvísi, almennra hygginda og einbeittni, og þó vantar hann sumt af því sem ómissandi mun vera talið fyrir mann í þeim störfum, það er skap og hæfni til undansláttar og málamiðlun- ar á kostnað hinna fátæku. Tímaritið Vinnan lagði eitt sinn eftirfarandi spurningu fyr- ir lesendur sína: Hvað telur þú höfuéskilyrði fyrir þróun og vexti ísl. verkalýðssamtaka? Hinn djúphyggni brautryðjandi alþýðusamtakanna, Pétur G. Guðmundsson svaraði á þessa leið: — Að verkalýðurinn vandi val á foringjum sínum á hverjum tíma og heimti af þeim þjón- ustu í stað yfirdrottnunar. Við teljum að í þessum anda hafi Guðjón starfað og að líf hans hafi verið samfelld þjón- usta við málefni alþýðunnar og verður vonandi ennþá langa hríð. Guðjón var fyrir skömmu gerður heiðursfélagi Múrarafé- lagsins ásamt Eggerti Þorsteins- syni ráðherra, og er það víst siðvenja að þeir sem þannig eru hafnir upp á hærra plan, hafi eitthvað hægara um sig í Guðjón Bcnediktsson. félagsmálunum. Engu að síður vitum við að múrarar munu á- vallt eiga hollan ráðgjafa og traustan leiðbeinanda þar sem Guðjón er. Við leyfum okkur í tilefni afmælisins að færa honum þakkir og heillaóskir. Gbr.G. S. Ö. Fræðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands: Staldrað við steinbeð Þegar við nú höfum byggt okkar steinbeð eftir öllum kúnstarinnar reglum, skulum við snúa okkur að jurtunum sem völ er á í þennan hluta garðsins. Margar þeirra eru með fegurstu og fíngerðustu garð- jurtum sem við eigum, og þama sóma okkar íslenzku fjallajurtir sér vel. Það hefur oft verið fundið steinbeðunum til foráttu, að þau séu eiginlega ekkert falleg nema á vorin, þá blómstri öll steinhæðablómin. Þetta er mesti misskilningur, og er í rauú og vem alls ekki ádeila á steinbeðin sem slík, heldur hvemig plantað er í þau. Að vísu blómstra margar stein- hæðajurtir snemma, en það em einnig margar sem blómstra seint. Sannleikurinn er sá, að með réttri plöntun er hægt að hafa steinbeðið blómstrandi frá því snemma vors og fram í frost. Eitt af því fyrsta sem blómstr- ar í mínu steinbeði á vorin er Íítið tré sem kallað er töfra- tré (Daphne mezereum) og hef- ur þá náttúm að blómstra sín- um blérauðu blómum áður en það laufgast og stendur allt í einu, eins og lostið töfrasprota, í litskrúði mitt í byrjandi gró- andanum. Á svipuðum tíma fer að bóla á haustlaukunum, sem em ríkj- andi í steinbeðinu fyrst á vor- in. Fyrstur kemur venjulega vorboðinn (Eranthis' hiemalis) með sínum gulu „sóleyjarblóm- um“ og fingmðu blöðum, þá vetrargosinn (Galanthus nivalis) með hvíta blómdropa á græn- um stráum, eða „eins og drjúpi Síðari grein smjör af hverju strái“. Þá er tími kominn til að hugsa um „gosakaffið“ og „gosaversin“. Þá koma dvergliljur eða krók- usar í ýmsum litum og setja mikinn svip á allan garðinn. Þeim fylgja svo ýmsir fleiri laukar, svo sem snæstjama (Chinodoxa), stjömulilja (Scilla), perlulilja (Muscari), o.fl. Allir þessir laukar eru fullkomlega harðgerðir og fjölga sér fljótt. Samferða þessum erlendu far- fuglum er lítill landi okkar, sem við megum ekki. gleyma og sem mér finnst alltaf vera ein fegursta perlan í steinbeð- ----------------------------^> Sjöunda skák einvígisins: Fyrsta vinnings- skák Petrosjans í- sjöundu skák einvígisins gerðist það í fyrsta sinn að Spasskí byrjaði skák með þvi að leika drottningarpeði. Byrj- unin var tefld friðsamlega en í ellefta leik sýndi hvítur af sér óvarkárni. Það hefði ver- ið betra að leika 11. Bie7 Dxe7, 12. f4. ' Af þessum sökum náði svartur góðu tafli og hlaut Spasskí að jiórna peði. Heims- meistarinn tók þessari fóm og hófst nú harður bardagi. Svartur hrókaði „langt“ og með sterkum 17. og 18. leikj- um hafði hann tryggt sér augljósa yfh burði. Varð nú hvítur að hugsa fyrir skjót- um ráðstöfunum til að verja kóng sinn árásum eftir op- inni línu. Til þess að halda frumkvæð- inu hikaði svartur ekki við að fórna skiptamun í 24. leik, enda fékk hann nægilega mik- ið í staðinn til að halda góðri stöðu. Það sem eftir var lék Pet- ■rosjan af miklum þrótti. Frá og með 30. leik var hvítur í mjög hættulegri aðstöðu. Þeg- ar skákin fór í bið mátti gera ráð fyrir því að Petrosjan ætti unnið tafl — í fyrsta sinn í einvíginu. Spasskí Hvítt: Petrosjan Svart: Drottningarpcðsbyrjun 1. d4, Rf6, 2. Rf3, c6, 3. Bg5, d5, 4. Rbd2, Be7, 5. e3, Rbd7, 6. Bd3, c5, 7. c3, b6, 8. 0—0, Rb7, 9. Rc5, Rxe5, 10. dxe Rd7, 11. Bf4, Dc7, 12. Rf3, h6, 13. b4, g5, 14. Bg3, h5, 15. h4, gxh, 16. Bf4, 0—0—0, 17. a4, c4, 18. Be2, a6, 19. Khl, Ildg8, 20. Hgl, Hg4, 21. Dd2, IIhg8, 22. a5, b5, 23. Hadl, Bf8, 24. Rh2 Rxc5, 25. Rxg4, hxg, 26. e4, Bd6, 27. De3, Rd7, 28. Bxd6, Dxd6, 29. Hd4, e5, 30. Hd2 f5, 31. exd, f4, 32. De4, Rf6, 33. Df5ý, Kb8, 34. f3, Bc8, 35. Dbl, g3, 36. Hel, h3, 37. Bfl, Hh8, 38. gxh, Bxh3, 39. Kgl, Bxfl, 40. Kxfl, e4, 41. Ddl. Hér fór skákin í bið og Petrosjan skráði 41. leik sinn. Petrosjan hafði hugsað síg um í þrjátíu mínútur áður en hann setti skákina í bið. Þeg- ar umslagið var svo opnað daginn eftir kom í ljós, að heimsmeistarinn hafði skrifað niður mjög sterkan leik: 41. . . . Rg4, 42. fxg, f3, 43. Hg2, fxgt* og hvítur 'gafst upp. Og varð þetta fyrsta skákin í einvíginu sem ekki lauk með jafntefli. V. Símagír stórmcistari jnu. Það er vetrarblómið eða lambarjóminn. Sá sem ekki hefur séð nýútsprungið vétrar- blóm milli steina á hlýjum vordegi, á mikið óséð af Is- landi. Nú er sól tekin að hækka á lofti og nú byrja ýmsar teg- undir af lyklum eða prímúlum að láta til sín taka, en af þeim er mikill aragrúi í öllum lit- um og gerðum. Fyrst ég minn- ist á prímúlurnar langar mig til að benda á eina jurt, ná- skylda þeim, sem ágæt er í stærri steinbeð og sefn JjJórnstr- Jar fyrrihluta sumars, én það er goðalykill (Dodecatheon Meadia). Fágætlega fögur og sérkennileg jurt ög fýllilega harðgerð. Blómin, sem eru bleikrauð á lit, líkjast smágerð- um alpafjólublómum og ,eru fjölmörg saman á meðalháum, stinnum blómstönglum sem standast alla storma. Og þá er komið að stein- brjótunum (Saxifraga) að láta ljós sitt skína. Þeir hafá byggt upp sínar flosgrænu þúfur, hjúfrað sig upp að sólvermdii grjótinu, og sáldra margiitu blómskrúði sínu yfir gi-jót og gróður af ótrúlegu örlæti. Stein- brjótar þeir sem mest ber á hér í görðum, eru rauð afbrigði af mosasteinbrjóti (S. hypnoi- des), þúfusteinbrjóti (S. cæspi- tos) og bergsteinbrjóti • (S. Aizoon), ennfremur klettafrú (S. cotyledon) einkum erlend afbrigði og tegundir, skugga- steinbrjótur eða „PostuIínsblóm“ eða „Krystalsskálar"- (S. . um- brosa) o.fl. En meira ætti dð rækta af íslenzku steinbrjótun- um í görðum t.d. vetrarblómið, sem áður var nefnt, gullbrá (S. hirculus), gullsteinbrjót (S. aizoides), stjömusteiribrjót (S. stellaris) o.fl. Með steinbrjótunum er ‘llka önnur jurt blómstrandi sem heldur ekki skammtar skrúðið úr hnefa, en það er bergnálin (Alyssum saxatile) eða „Basket- of-Gold“ eins og Ameríkanar kalla hana. Nokkrar jurtir efst í grjóthleðslu vefja-hana gull- slæðum fíngerðra blóma bæði vor og haust. Bergnálin ,er .að vísu ekki ianglíf en hún sáir. sér og það er auðvelt að halda henni við af fræi,- Hún ætti skilið að vera meira ræktuð hér en nú er. Þá fer nú :mi .hnoðranna (Sedum) að koma, og þeir eru að allt til hausts. margir hverj- ir. Ekki er minni fjölbreytn- in þar en hjá steinbrjótunum, Með ótrúlegu blómskrúði breið- ast beir eins og. marglitaf Framhald á 9. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.