Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 7
Fímmtudagur 5. maí 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA "J Leikfélag Reykjavfkur: Dúfnaveizlan eftir HALLDÓR LAXNESS Leikstjóri Helgi Skúlason Halldór Laxness og Leikfélag Reykjavíkur efna til ríkmann- legrar og forvitnislegrar veizlu í leikhúsinu gamla við Tjöm- ina, og verður ekki annað séð en gestirnir skemmti sér hið bezta, taki þátt í fagnaði þess- um af lífi og sól. Frumsýning var á föstudaginn var og öll- um aðilum ágætlega tekið, saman. Um venjulegan senni- leik söguhetja og atburða er ekki að rseða fremur en óður, og á stundum næsta torvelt að greina röklegt samhengi — á- horfendur verða að grípa til ímyndunaraflsins, reyna að skynja og skilja verkið hver með sínum hætti og eftir beztu getu, enda er sú yfirlýst ætlan Gventló (Gísli Halldórsson) og pressarinn (Þorst. Ö. Stephensen). hinn margsnjalli aðalleik'ari Þorsteinn ö. Stephensen kall- aður fram og hylltur hvað eft- ir annað, og skáldinu að lok- um mikið og lengi fagnað með innilegu og samstilltu lófataki. Að rnínurn skeikula dómi er „Dúfnaveizlan“ leikrænast — hugtækast og alþýðlegast af sviðsverkum nóbelskáldsins ís- lenzka — ,.íslandsklukkuna“ skil ég að sjálfsögðu undan, enda leikíærð skáldsaga. Lax- r.ess hefur ötullega glímt við margháttuð vandamál sviðsins og sú viðureign borið sýnileg- an ávöxt. dramatísk þekking hans og verklagni vaxið við hverja raun. Hins er ekki að dyljast að ,.Dúfnaveizlan“ ber auðsæ ættarmót hinna fyrri leikrita, höfundurinn fer sem áður eigin leiðir, skeytir engu um álif annarra. engum líkur nerria sjálfum sér og skapar enn þann sérstæða frumlega stíl sem við þekkjum öll. Hann kallar „Dúfnaveizluna" skemmt- unarleik og er vel við hæfi — verkið verður ekki skilgreint, með venjulegum hætti. jlungið gróskumiklu gamni og djúpri alvöru. félagslegri ádeilu og tvísæju háði. og að vanda grípur skáldið til margvíslegra fáránlegra tiltekta, einkum um miðbik leiksins. Sum eru dá- lítið skopleg. önnur lílt heppn- uð að mínu viti, skjóta yfir markið, en þannig er Laxness Eitt atriðanna er látbragðsleik- ur og mætti ætla að þar værl um stflbrot og misræmi að ræða, en atriði þetta fellur samt mætavel inn í heiidina, tvístrar ekki heldur tengir skáldsins. Meginhugsun þess tel ég þó engum ofraun aö nema í höfuðatriðum, og verð- ur ekki nánar farið út í þá sálma og sagan því síður rak-. in; Laxness segist sjálfur ætla að skemmta gestum sínum og annað ekki, og það tekst hon- um áreiðanlega að þessu sinni. Beizk kímni, reiði og napurt háð einkenna að jafnaði fyrri leikrit hans, en í „Dúfnaveizl- unni“ er kímnin græskulausari en áður og leikurinn allur mannlegri og hlýlegri, þótt vopnum sé stundum óvægilega beitt, orðsvörin alþýðlegri og nær venjulegu talmáli og verk- ið líklegt til ærinna vinsælda. Og áð minnsta kosti þrjár söguhetjurnar eru merkilegar og minnisverðar á flesta lund — ég á við pressarann, þann óborganlega heiðursmann, Gvendó hinn furðulega lög- fræðing og óþokkann unga Rögnvald Reykil. Pressaranum kynntumst við í smásögu þeirri samnefndri sem er undirstaða og undanfari leiksins, en hér er mynd hans skemmtilegri. skýrari og fyllri. Hann á ef- laust skyldmenni í fyrri verk- um skáldsins, og þó einstæður og gleymist engum; frægð hans verður lengi uppi, en vart of- mælt að hún muni eiga inn- fjálgri túlkun Þorsteins ö. Stephensens margt að þakka. Pressarinn er hjartahreinastur og hógværastur nianna og vil) öllum gott gera, sparsamur og nægiusamur með afbrigðum. fulltrúi fomra íslenzkra dyggða frá tímum harðræðis og hung- urs, en svo einfaldur og gamal- dags að hann skilur hvorki peninga né samtök stéttia; en þó athyglisverður lífsspekin.gur á sinn óbrotna hátt. Hlutverkið er mjög kyrrstætt og einhæft — gamli maðurinn skipti.r blátt áfram aldrei skapi, er alltaf samur og jafn, þótt öldurnar rlsi hátt og á móti blási. Túlk- un Þorsteins ö. Stephensens er engu að síður óvenjulega lif- andi og rík að litríkum blæ- brigðum, gervi og allt látbragð með hreinum ágætum, skap- gerðarlýsingin heilsteypt og traust frá grunni; mannleg hlýja hans, góðsemi og ein- feldni hjartans dylst hvergi. Um snilldarleg Drðsvör Þor- steins er ekki sízt vert, honum tekst áreynslulaust að gera barnalegt tal gamla mannsins svo hnitmiðað og sterkt og (- smeygilega fyndið að segia má að tilsvör skáldsins dýpki og stækki í meðförum hans. Eitt er víst: pressarinn er á. meðal stærstu afreka Þorsteins ö. Stephensens og óþarft að fara um þá hluti fleiri orðum. Við hlið pressarans stendur hin aldraða kona hans, fófaveik og biblíuföst, góður og tryggur lífsförunautur sem kvartar aldrei yfir neinu. Anna Guð- mundsdóttir er ekki jafnoki manns síns en leikur jafnan blátt áfram, eðlilega og hlýlega, gérir í öllu skyldu sína. Gvendó lögfræðingur er ör- fátækur fulltrúi er hann birtist fyrst og síðast, undarlegur maður á flesta lund Dg gefinn fyrir ýmislegar tiktúrur, hann klæðist jafnvel kvenbúningi frá árinu 1912 þegar honum býður svo við að horfa; mjög athygl- isverð og hugtæk mannlýsing þótt torvelt sé að skilja til fulls og virðist standa á mótum hins gamla og nýja tíma. Pressar- inn hefur grætt mikið fé vegna iðni sinnar, vinsælda og spar- semi og er skapi næst að fleygja seðlunum eða brenna, þeir eru óþrifnaður og ófögnuð- ur að han.s dómi. En Gvendó tekur peninga gamla mannsins í sína vörzlu og reynist svo ein- stæður fjármálasnillingur að eftir fá ár er pressarinn orð- inn langríkastur maður á landi hér, veit ekki aura sinna tal, Dg er af þeim viðskiptum mikil saga. „Ef einhver maður verð- ur fyrir þeirri hremmíngu að eignast eitt stórhýsi þá er ekki til það afl á jörðu sem getur forðað honum frá því að eign- ast tuttugu og fimm í viðbót. Þvf miður“. Gvendó veit hvað hann syngur, og lögmálum kapxtalismá, spákaupmennsku og veröbólgu lýsir skáldið með því mergjaða háði sem honum er lagið. Þennan fux-ðulega ná- unga leikur Gísli Halldórsson af ríkri kímpi og ærnum þrótti, þótt ekki sé framsögn hans eins snjöll og í einþátt- ungum Dai’io Fo. Samleik þeiri-a Þorsteins skeikar hvergi, og þi-átt fyrir allt tekst Gísla að vekja þann samhug með Gvendó sem ætlazt er til, hann er jafnskemmtilegur Dg ör- uggur hvoi-t sem hann kemur fram sem fátækur mannvinur eða strokinn og velmetinn fjái- málamaður. Gvendó er ekki við eina fjöl- ina felldur sem áður var sagt. hann tekur það meðal annars að sér að koma erlendum mun- aðarleysingjum f fóstur hjá góðu fólki á Islandi. Hann ek- ur lítilli stúlku inn til hinna SviOsmynd úr „DUFNAVE1ZLUNNI“ barnlausu pressarahjóna — Anda er hún kölluð og verður sannur sólargeisli á hinu fá- tæklega heimili, falleg og góð stúlka, hæglát og nægjusöm og langar helzt „að eiga hænsna- kofa og kálgarð“. En hún vei-ð- ur fyrir því óláni að hinn al- ræmdi flagai’i Rögnvaldur Reykill fíflar hana, hún gefur varmenni þessu hönd sína og hjarta, en tilgangur hanssáeinn að reyna að komast yfir auð- æfi pressarans. Ætla mætti að hin fríða og hugþekka leik- kona Guðrún Ásmundsdóttir hefði hlutverk öndu á sínu vakii, en svo er í rauninni ekki; það verður einhvernveg- inn minna úr barnslegri ást hennar og aðdáun, sárum von- brigðum og réttlátri reiði en efni standa til. Ástæðan er ef- laust að nokkru sú að Borgar Garðarsson veldur ekki hinu mikla hlutverki sínu, og sam- leikur hinna ólíku elskenda svipminni en skyldi og veikast- ur þáttur sýnmgarinnar. íjn af Reykli er það skemmst að segja að hann er alger andstæða pressarans, og raunar ekki 1 fyrsta sinn að Laxness leiðir saman einfalda menn og ó- þokka; ungur spjátrungur, svikahrappur og glæpamaður, algerlega samvizkulaus og svo kærulaus og ósvífinn að firn- un sætir; öndu telur hann trú um að hann sé miljónungur, spekingur og hugsjónamaður. Ætla mó að hann sé ímynd alls hins. versta sem skáldið lítur í dáradansi nútímans og raunar framtíðarinnar líka — Reykill talar sífellt og af mik- illi mærS um landnám á tunglinu, geigvænlegar uppfinningar og þar fram eftir' götunum og þykist vei-a „doktor í geimnum“: spá mín er sú að Laxness eigi eftir að gera þessari óhugnanlegu mann- tegund nánari og fyllri skil, þótt síðar verði. Borgar Garð- arsson er of ungur og óþrask- I aður og skortir sýnilega reynslu og tækni, það sópar stórum minna að honum en ætlazt er til; þó má ætla að hann haíi ekki leikið betur áður ef tillit er tekið til allra aðstæðna. Hlutverkið er aðeins á færi mikilhæfra og reyndra leikara, en fyrst það var falið jafn- ungum manni hvei-svegna varð Arnar Jónsson ekki fyrir val- inu? Af aúkapersónum ber fyrst að nefna Harald Björnss. forkunn- legan pokaprest og bDðflennu í dúfnaveizlunni frægu; hann er seyi-ður á svip, ágjarn og ógeðfelldur eins og samstarfs- manni Reykils hæfir. Sjálfri veizlurini er betur lýst í smá- sögunni en leikritinu, en þar ber þó ýmsa góða leikendur fyrir augu, þótt hér verði ekki allir taldir. Guðmundur Páls- son er tilvalinn kæmeistari, Emelía Jónasdóttir aðsópsmikil og hressileg veizlukona, gift Gesti Pálssyni, Arnar Jónsson átakanlegur hálfblindur maður og skýr í máli og Leifur Ivars- son maður með englahár og hellu fyrir eyra. Þá er Helgi Skúlason öruggur í góðu gervi uppskafnings og heimsborgai-a, og Helga Bachmann óneitanlega glæsileg og girnileg sem hin Helga Bachmann, Haraldur B í hlutverkum sínur vergjarna sendiráðsfrú, frilla Reykils. Hún tekur hann með sér til útlanda þegar tukthúsið blasir við honum og öll sund virðast lokuð, en til Islands vii-ðist hann ekki eiga aftur- kvæmt og það er í i-aun og vem hinn gleðilegi endir þessa skemmtunarleiks. Helgi Skúlason er leikstjóri og vinnur verk sitt af ótví- ræðri nákvæmni og atorku, hi-aða og rétt handtök skortir hvergi. Skáldið íylgdist ná- kvæmlega með æfingum, enda virðist fátt fara á milli mála. Leikmyndirnar tvær eru ágæt og mjög vönduð vei-k Steinþórs Sigufðssonar, tveir heimar eins ólíkir og verða má: kjallara- kytra pressarans og fordyri f 'Grandhótel, íburðarmikið og skrautlegt sem bezt má verða. Vegginn til hægri tókst mér illa að skilja, svo að öx-litlu atriði sé fundið. Tónlist Leifs Þórarinssonar á lofsverðan þátt í sýningunn’ og ber öllu framar að minnast á fatahi'einsunarrafsódiuna svo- nefndu sem oft er leikin og sungin og jafnan á réttum stöð- um og öllum til ósvikinnar á- nægju; hið snjallasta lag og minnir réttilega ofurlitið á gamla verkalýössöngva frá Norðurlöndum. Þó að Fata- hreineunarfélagið hafi fyrir löngu breytzt úr samtökum fá- tæki-a verkamanna í félag at- örnsson og Borgar Garðarsson í „Diífnaveizlunni“ s vinnurekenda og bx-oddborgara, kyi-jar það hinn forna baráttu- söng sinn eftir sem áður; þar birtist enn hið tvíræða háð skáldsins. Formaður þess og forsöngvari er Jóhann Pálsson og stendur vel í stöðu sinni; og er þá lokið að segja örlítið frá dúfnaveizlunni og gestgjaf- anum kostulega, þeim mikla sómamanni. Á. Hj. De Gaulle boðið til Búlgaríu PARlS ■ 2/5 — Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra Frakk- lands, er kominn aftur til Par- ísar úr ferðalagi sínu til Rú- meníu og Búlgaríu. Skýrt hefur verið frá því að de Gaulle hafi verið bDðið í opinbera heimsókn til Búlgaríu og Sjivkof. forsætis- ráðherra Búlgaríu. boðið til Par-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.