Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 10
|0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. maí 1966 WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFUR1 Crace Moncktgn sat inni í flug- vélinni með lokuð augun og mókti. Hún hafði vakað megn- ið af nóttina hjá deyjandi mann- inum; nú var hún nær örmagna af þreytu og skelfingu. Hún var með myndarlegt and- iit; jafnvel mókandi var eitt- hvað vakandi í svip þess, eitt- hvað sem lýsti sjálfstrausti. Hún var ung og fríð kona með. þy;kkt, gullið hár. Hún stundi eitthvað og umlaði; óttinn kom til henn- ar í draumi, og hún titraði; hún var ung og hún vildi ekki deyja. Hún teygði út höndina og vafði að sér gömlum rykfrakka, því að henni var ennþá kalt eftir nótt- ina. Þegar hún fór um borð í flugvélina hafði hún verið klædd í stuttbuxur og þunna blússu. Um nóttina hafði einn karimannanna lánað henni þykka, víða peysu. Þegar hún var búin að vefja að sér rykfrakkanum féll hún í órólegt mók. Karlmennirnir gengu frá hrúg- tmni og inn í skuggann af flug- vélarflakinu til að hlífa sér fyrir sólinni sem var að koma upp. Sturdevant gekk síðastur. Eins og hinir beygði hann höfuðið til að komast inn um lágar dyrn- ar og lét fallast niður í eitt saetið. Hann lokaði augunum. Hann var auli. Hann hafði drep- ið Detjens litla, eyðilagt flugvél- ina og iagt líf sitt í auðn. Nú bar hann ábyrgð á fimm manns- lífum. Ef flugvélin vildi aðeins titra og urra, velta af stað, lyfta sér, fljúga upp í -loftið. . . — Ég heid, sagði Grace fc Monckton, — að við ættum að Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oor Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16._________ p eímT Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTÖFAN Tjamarg"tu 10 Vonprstrætis- megin — Sfmi 14-6-62. Hámreiðslnstofa Anstnrbæiar Marla Guðmundsdóttjr Laugavegi 13 Sim1 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. reyna að gera eitthvað. Ég held að einhver okkar, eða við öll ættum að reyna að leita hjálp- ar. Sturdevant kinkaði kolli með lokuð augu. Hér var svalara en úti og hann var feginn því. — Það gerum við, sagði hann. — Þegar sólin sezt leggjum við öll af stað til fjallsins. — Finnum við vatn? spurði hún. Sturdevant lyfti hendinni vandræðalega. — Það er ómögu- legt að vita. — Við eigum ekki um neitt að velja, sagði O’Brien. — Við get- um ekki verið lengur hér hjá flugvélirini. 2 Hinir voru sammála og þau sátu þögul í sömu sætunum og þau höfðu setið í meðan vélin var á lofti. Gimmelmann hraut iágt. — Við skulum reyna að hvíl- ast eins vel og við getum, sagði flugmaðurinn. — Við verðum að vera á göngu í alla nótt. Mike Bain reykti síðustu sígar- ettuna sína. Tilhugsunin um að ganga fannst honum ógnþrungin. Ferðin að svarta fjallinu yrði erfið, ef til vill of erfið fyrir hann. Það væri betra að hann yrði eftir'. Þegar flugvélin nauð- lenti. hafði hann kastazt til á- samt hinum farþegunum og fiann hafði skorið sig í þumal- fingurinn. Nú verkjaði hann í hann og það var honum til ó- þæginda; hann yrði að Iíta á hann þegar honum leið skár; eitthvað hlaut að vera eftir úr sjúkrakassa Sturdevants. Hann ætti að gera það strax, en það fór of vel um hann og hann var alltof þreyttur. Sígarettan brenndi hann í gómana. Hann hafði sparað hana klukkustundum saman, hafði hugsað um hana og loks reykt hana; hann sogaði reyk- inn að sér með áfergju, vitandi það að ekki voru fleiri til. Það gerði hann hræddan. Árum sam- an hafði hann reykt tvo pakka á dag. Hann fleygði stúbbnum útum brotinn gluggann og fylgdi hon- um með augunum, unz hann dó út í sandinum. Hann lokaði aug- unum og sofnaði. Enn var dálítill matur eftir í flugvélinni auk vatnsins sem Sturdevant var vanur að flýtja með sér. Afríka er þurrt land, flugvélin var heimili hans og hann var alltaí vel birgur. Einn brúsinn hafði eyðilagzt í lendingu, úr öðrum höfðu þeir drukkið; nú voru tveir eftir, næstum fjörutíu lítrar. Magalending Sturdevants hafði verið einna líkust kraftaverki. Þau höfðu svifið hljóðlaust yfir flatri auðninni heila eilífð og sandurinn nálgaðist með hverju andartaki. Loks snertu hjólin jörðina og rifnuðu af — síðan heyrðist brak í málmi þegar stélið og vinstri vængurinn hurfu. Þau köstuðust til og frá og sner- ust í hring, og minnstu munaði, að vélinni hvolfdi. En svo stóð hún kyrr. Þau voru á lífi. Jefferson Smith hafði útbúið stafi: HJÁLP. Hann tíndi upp stykki úr eyðilagðri flugvélinni og byrjaði á fyrsta bókstafnum.. Hinir mesnirnir hjálpuðu hon- um þangað til þeir fundu ekki lengur neitt nothæft; örþreyttir og máttvana drógu þeir sig aftur inn í skuggann óg myrkrið í flakinu, fegnir því að hafa unn- ið saman að sameiginlegri björg- un þeirra. Þeir gerðu meira. O’Brien kveikti í einu hjólinu, sem dott- ið hafði af og lá í þrjú hundr- uð metra fjarlægð frá vélinni, Hann hellti olíu .yfir gúmmið og bar eldspýtu að, og þeir sáu hvernig svört reyksúlan steig hærra og hærra í kyrru loftinu; þeir bættu á bálið, en loks dó það út og enginn kom að bjarga þeim. Rétt fyrir dögun brenndu þeir annað dekk og vonuðu að e<'"l'ver kæmi auga á eldinn. ■ien tók eina byssuna og s,.. -u þremur skotum í röð, en enginn gat heyrt þau, svo að hann gafst upp. Þetta var sóun á tímanum. Þau voru algerlega ein í hinu mikla sandhafi. Þegar þau lögðu af stað, var sólin að setjast. Þau höfðu rætt margar áætlanir og fellt þær. O’Brien hafði lagt til að þau skiptu sér í tvo hópa; hinir yngstu og sterkustu skyldu fara á undan í könnunarleiðangur. Hinir áttu að fylgja hægar á eftir og bera megnið af vatn- inu og þeim munum, sem þau hefðu þörf fyrir. Sumum hafði þótt þetta skynsamlegt, en Sturdevant hafði verið því and- vígur. Hann vildi ekki að þau skiptu sér. Það var ekki auövelt að hafa sig á stað. Þau stóðu kringum eyðilagða flugvélina og gengu frá pinklunum og pökkunum sem þau ætluðu að hafa meðferðis og tóku ákvarðanir um hvort þessi hluturinn ætti að fara með fremur en hinn. Þau vöruðu hvert annað við að hafa of mik- ið meðferðis, en skömmu seinna bentu þau ef til vill á einhvern hlut í von um að hann yrði ekki skilinn eftir. O’Brien var lag- inn að útbúa stinna, hentuga pinkla úr ullarteppi og snæri; hann ' hjálpaði þeim öllum. Grimmelmann gekk um og hvatti alla til að taka með sér alla skó sem þeir hefðu; í eyði- mörkinni voru skór jafnmikil- vægir og vatn. Byssum og skot- færum O’Brien var skipt milli karlmannanna og Sturdevant á- kvað að bera sjálfur vatnskönn- urnar tvær. Hann hafði alltaf haft nægar birgðir af vatni í flugvélinni, og nú átti það að halda lífi í sex manneskjum. Eftir þrjá eða fjóra daga yrði það búið. 'Gamli maðurinn gekk fyrstur af stað. Hann stóð lengi og horfði á þau hin og hallaði sér óþolinmóölega fram á þunga alpastafinn. Svo sneri hann frá þeim og gekk a£ stað út í eyði- mörkina í áttina til fjarlægra fjallanna. Það var ekki óhugsandi að eitthvað væri bakvið þau — náma eða jámbrautarlína. Kannski rækjust þau á búsk- menn eða jafnvel góðviljaða þýzka fjárbændur. Það var und- ir heppninni komið. Hin fylgdu á eftir honum hvert af öðru. Grace Mónckton kom stikandi, örugg í fasi og bjartsýn. Síðan kom O’Brien, sterkur og markviss, með þunga byrði á baki og byssu í hvorri hendi. Síðan Jefferson Smith sem flýtti sér til að fá samfylgd. Sturdevant stóð með hendur á mjöðmum og virti fyrir sér flakið. Allir voru nú farnir nema Mike Bain, sem var inni (gníineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gútnmmmuisfofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 þórður sjóari 4745 — Nei, Stanley er alls ekki samþykkur þessu. — Það var búið að ákveða að fyrst yrði hann að ljúka náminu og taka prófin. Bobby, sem aldrei hefur stundað vinnu af alvöru, rýk- ur upp. — Þú gleymir því auðsjáanlega að hér erum það við sem ákveðum. Við mamma erum aðalhluthafar í fyrirtækinu og fyrr eða síðar tek ég við stjóm þess ásamt þér! Frú Hardy tekur afstöðu tengdasonarins líka óstinnt upp. Hvernig getur þú snúizt gegn áformum okkar?......... Fyrirtækið er þó ekki þín eign ...... —» Loks fara gestimir og Stanley getur skipt um föt. En hann er kominn í illt skap og það jafnt þótt hann njóti fulls s.uðnings konu sinnar. HIOLBARÐAR FRÁ , SOVETRIK7UNUM ÚTGERÐARMENN. TRYGGJUM HVERS KONAR SK(É> ÖG ÁLLT, SÉM ÞEIM VlÐKEMUR e A' 4* '7 SKIPATRYGGINGAR TRYG.GINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf LINPARGOTU 9 REYKJAVfR S f M I 22122 21260

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.