Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Blaðsíða 8
3 SlöA ’ÞJÓÐVmJINN — Fimmtudagur 5. mai 1966 Lett rennur Ghdoó FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT Blómaskóli Michelsens Garð-rósastiklar, nýkomnir. Amerísk-rauð — Hollenzk-bleik — Frönsk-gul. Pantið fljótt — Sendi í póstkröfu. Blómstrandi pottarósir og margt annað fallegt. Blómaskóli Michelsens Hveragerði. Frá sjúkrasamlagi Kópavogs Guðmundur Eyjólfsson læknir hættir störf- um fyrir samlagið, frá og með 1. maí 1966. Samlagsméðlimir hans eru vinsamlega beðnir að komá með skírteinin á skrifstofu sjúkrasamlags- ins og velja annan lækni. Sjúkrasamlag Kópavogs. Æskan komin út ISMIi • Virðing við þjóðsönginn • Fbrvitinn skrifar: „Þegar fundi verklýðsfélag- anna lauk 1. maí var þjóðsöng- ur íslands leikinn, en fundar- menn stóðu kyrrir og karlmenn tóku flestir ofan höfuðföt sín. En mér þótti furðulegt að sjá einn af yfirlögregluþjónum borgarinnar hegða sér eins og ekkert væri um að vera, hann heilsaði þjóðsöngnum ckki, heldur hélt áfram að masa hlæjandi við félaga sinn. Eiga yfirmenn lögreglunnar ekki að vera öðrum fordæmi í prúð- mannlegu hátterni og kunna að sýna þjóðsöng Islendinga þá virðingu sem ber? Forvitinn.‘‘ * Dagur Evrópu á vegum Evrópuráðs • Fjóröa tölublað Æskunnar á þessu ári er komið út og flyt- ur að vanda fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga. I þessu tölublaði hefst ný mynda- saga, sagan um Rasmus Kubb, sem náð hefur miklum vinsæld- um í Evrópu. Rasmus Kubbur er bangsastrákur, og verða hann og vinir hans vafalaust vinsæl- ir hér sem annarstaðar. Mynd- in er af forsíðu Æskunnar. Glettan Óskum að ráða símastúlku á bæjarskrifstofurnar í Kópavogi. — Vélritunar- kunnátta áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. ■ sendist undirrituðum fyrir 15. maí næstkomandi. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu sam- úð og vinarhug við fráfall og jarðarför EINARS KRISTJÁNSSONAR, óperusöngvara Martha Kristjánsson Vala Kristjánsson Brynja Kristjánsson. • Kalli litli vildi ekki fara út að leika sér. Þá sagði pabbi honum að fara út að telja pípuhatta, sem hann sæi, hann skyldi fá krónu fyrir hvern hatt. Stuttu seinna kom Kalli hlaupandi inn og sagði: — Þetta verður dýrt fyrir þig pabbi, það er að koma lík- fylgd! • Hannes eða Jón? • Vorið er komið, og grasið er farið að grænka á Austurvelli kringum Hannes Hafstein. (Unnar Stefánsson í útvarps- umræðunum í fyrrakvöld). • Negrasálmar og bjartsýni • Gloria Davy syngur negra- sálma — þeir eru enn á dag- skrá og nú ekki hvað sízt í sambandi við marga þekkta þjóðlagasöngvara og söngva- smiði, sem hafa sótt margt til þeirra. Þegar við heyrum að dag- skrárliður heitir „byggðalýsing Héðinsfjarðar" er- ekki undar- legt að okkur komi það til hugar, að slíkur þáttur ætti betur heima í íslenzku sjón- varpi — þótt ekki væri nema í því formi að sýndar væru ljósmyndir með erindi. Ung skáldkona les upp Ijóð sín. Eru það ekki í raun réttri undur og stórmerki, að enn skuli merm hflfa þá bjartsýni til að bera að gefá út sitt fyrsta Ijóðakver? 13.00 Eydís Eyþórsdóttir sér um óskalagaþátt fyrir sjó- menn. 15.00 Miðdegisútvarp. Sigurveig Hjaltested syngur. Guðmund- ur Jónsson og Karlakór R- víkur syngja. Hljómsveit R. • 1 dag er 5. maí, en þá er DAGUR EVRÖPU hátíðlegur haldinn í þeim 18 ríkjum, scm standa að Evrópuráðinu í Strasbourg. Starfsemi ráðsins er margþætt, t.d. eru í þessari viku haldnir fundir ráðgjafarlþings Evrópuráðsins, þar sem U Þant, forstjóri Sameinuðu þjóðanna, er meðal ræðumanna. Eitt af þeim málum sem Evrópuráðið hefur lagt mesta áherzlu á, eru mannréttindi. Hefur ráðið m.a. staðið fyrir gerð Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Island heíur fullgilt. 1 samræmi við ákvæði þess sáttmála starfa bæði mannréttindanefnd bg mannréttindadómstóll. Ný bygging hefur nýlega verið reist fyrir þessar stofnanir skammt frá aðalstöðvum Evrópuráðsins í Strasbourg. Myndín sýnir þetta nýja mannréttindahús. moll fyrir einleiksflaútu eftir C. Ph. E. Bach. b) Sónata fyrir flautu og píanó eftir Hindemith. c) Sex lög fyrir flautu og píanó eftir Ch. Kæchlin. d) Melódía úr Or- feus Pg Evrídike, eftir Gluck. 20.30 Byggðarlýsing Héðins- fjarðar. Sigurbjörn Stefáne- son flytur erindi frá Guð- laugi Sigurðssyni á Siglufirði. 20.50 Gloria Davy syngur negrasálma. 21.10 Svava Jakobsdóttir spjall- ar um brúðkaupssiði í Sví- þjóð. 21.30 Korisert í c-moll fyrír tvö píanó og hljómsveit eft- ir J. S. Bach. Paul Badura* Skoda og J. Demus leika méð hljómsveit Ríkisóperunnar í Vínarborg; Kurt Redel stj. 21.45 Nína Björk Amadóttir les úr ljóöabók sinni, ásamt með Arnari Jónssyni. 22.15 Jarðarför, smásaga eftir Guðmund Friðjónsson; síðari hluti. Sigurður Sigurmundss. bóndi í Hvítárholti les. 22.40 Djassþáttur Ólafur Stép- hensen flytur. 23.10 Bridgeþáttur. Hallur Sí- monarson flybur. Nína li.jörlí,. Kubelik leikur forleik að Töfrastyttunni cftir Weber. Þættir úr Orfeus í undir- heimum eftir Offenbach; A. Faris stjórnar. 16.30 Síðdegisútvarp: C. Byrd leikur á gítar, kór og hljóm- sveit M. Millers, Ferrante bg Teicher J. Andrews, Dic Van Dyke B. Kalle o.fl. syngja og leika. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Or söngleikjum og kvik- myndum: The Sound of Mus- ic eftir Rodger og Hammer- stein. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Tónleikar í útvarpssal. Simon Hunt leikur á flautu og Halldór Haraldsson á pí- arió: a) Þáttur úr sónötu í a- Lögin um kísilgúrverksmiðjnna Framhald af 1. síðu. smiðju við Mývatn. Auðhringur sá, sem hér er um að ræða, er Johns-Manville Corporation, New York. Hann mun vera stærsti framleiðandi og söluaðili að kís- ilgúr í heiminum og hefur m.a. í sínum höndum 65% af sölu á öllum kísilgúr í Vestur-Evrópu. Samkvæmt frv. er ráðgert, að ríkisstjórnin fái heimild til að semja við þennan eða annan er- lendan aðila um þátttöku í fram- leiðslufélagi, sem eigi og reki kísilgúrverksmiðjuna. Hinn er- lendi aðili á að eiga minnst 39% hlutafjárins, en gæti eins vei eignazt 49%, ef þátttaka sveitar- félaganna á Norðurlandi yrði lít- il í félaginu. Þá er ráðgert, að hinn erlendi aðili eigi einn sölu- félagið, sem á að hafa einkarétt til sölu á allri framleiðslu verk- smiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum, sem gefnar hafa verið, er talið, að verksmiðjan muni kosta 145—150 miljónir króna, án tolla og að- flutningsgjalda. Hlutaféð er á- ætlað 60 milj. króna. 1 frv. er ráðgert, að bæði fé- lögin, framleiðslufélagið og sölu- félagið, greiði skatta samkvæmt sérstökum samningum, en verði ekki skattlögð eins og önnur fyr- irtæki í landinu. Samið yrði um óbreytanlega skatta í 20 ár, sem yrði samníngstímirin við hinn er- lenda aðila. Ég tel óeðlilegt, að ríkisstjórn- inni séu veittar slíkar óúkveðn- ar og víðtækar heimildir til samninga við erlenda aðila sem ráðgert er í frumvarpinu. Ég tel, að alla slíka samninga- gerð eigi að lcggja fyrir Alþingi, svo að ekki fari á milli mála, um hvað er samið og hver vilji Alþingis er. 1 giidandi lögum um kísilgúr- verksmiðju við Mývatn eru nægjanleg ákvæði til fram- kvæmda í málinu að mínum dómi og ekki ástæða til breyt- inga fyrr en formlega samnings- drög liggja fyrir um, að annað sé nauðsynlegt en rúmast innan þeirra laga. Ég legg því til, að frumv. verði fellt. Sendisveinn óskast til starfa strax. — Upplýsingar í síma 17500. Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu Framhald af 1, síðu. - Barst Þjóðviljanum í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands: Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins og Gils Guðmundsson, alþingismaður, gengu á fund forseta íslands í gær og fóru þess á leit f.h. þingflokks Alþýðubandalagsins, að forseti beitti forsetavaldi sínu til þess að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsam- þykkt lög um lagagildi álsamnings ríkisstjórnarinnar við Swiss Aluminium, þannig að þau verði ekki látin öðlast gildi nema meiri hluti þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðsl- unni hafi samþykkt lögin. Málaleitan þessari hefir forseti svarað á þá leið, að Al- þingi hafi eins og kunnugt er þegar samþykkt frumyarpið og hann sjái ekki ástæðu til annars en að staðfesta lögin þegar þau verða lögð fyrir hann. Reykjavík, 4. maí 1966. Skrifstofa forseta íslands. Aðulfundur Pöntunarfélags Náttúrulaskningafélags ReyVjavík- ur verður haldinn í húsi Guðspékifélagsins, Ing- ólfsstræti 22 fimmtudaginn 12. maí n.k. kl. 8.30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. i j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.