Þjóðviljinn - 11.05.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 11.05.1966, Page 4
I 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. mai 1966. Útgefandi: Sameiriingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivax H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaidur Jó'-i.annesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 tínur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Ný nýlendustefna J umræðum og ritum um þjóðfélagsmál er víða um heim beint sívaxandi athygli að hinni nýju nýlendustefnu, aðferðum hins alþjóðlega auðvalds til að viðhalda arðráni sínu og auka það í löndum sem fengið hafa stjórnarfarsfegt sjálfstæði. í for- ystugrein nýs heftis af tímaritinu Hétti er fjallað um alúmínsamninginn frá þessu sjónarmiði. Þar er í fáum orðum lýst ókjörum samningsins og af- leiiðingum, m.a. á þessa leið: ”Hvi semur íslenzk auðmannastétt þannig? Hún hefur aldrei staðið á verði um sjálfstæðið. Það er fyrir henni aðeins frelsið til að græða. Sterkari hluti hennar, verzlunarauðvaldið og pólitísku um- boðsagentamir, vill umfram allt fá erlent auð- vald inn í landið: sumpart sem sterkan og ríkan bandamann gegn verkalýðshreyfingunni, en sum- part rekur vonin um molana af borðunum þessa aðila til hins illa verks. Veikari hlu'ti atvinnurek- endastéttarinnar, útvegsmenn og iðnrekendur, sjá sumpart ekki hvað er að gerast, eða hafa of lítið pólitískt þrek eða forsjá til að berjast. En sú borg- arastétt sem nú opnar hlið íslands fyrir gulli klyfjuðum asna erlendra auðhringa, mun sjálf finna fyrir því, er tímar líða, að hún verður tröðk- úð í svaðið af því erlenda valdi. Sú höfðingjastett sem sveik ísland 1262 sá of seint að hún hafði keypt sér erlenda herra er útrýmdu henni er fram liðu stundir. Um það hlið sem alúmínhringurinn ræðst nú inn, munu Findus, Unilever og aðrir auð- hringar á eftir fara og skuggi Efnahagsbandalags- ins færist æ nær, — nema fólkið rísi upp og stöðvi innrásina, er það áttar sig á hættunni“. Lóðaskortur J>að er hvorttveggja í senn furðulegt og ósvífið þegar Geir borgarstjóri og fylgihnettir hans í borgarstjórn eru að hrósa sér af þeim íbúðum sem Reykvíkingar sjálfir vinna að með eigin höndum og að mestu fyrir eigið fjármagn. Dugn- aður og framtak almennings hefur skilað íbúða- byggingunum það áfram sem raun ber vitni en sízt af öllu fyrirhyggja eða aðstoð íhaldsmeiri- hlutans. Þrátt fyrir þetta hefur lóðaskorturinn og óíullnægjandi lán til íbúða komið í veg fyrir að í Reykjavík væru reistar á liðnu kjörtímabili nægi- lega margar íbúðir til að fullnægja árlegri íbúða- þörf samkvæmt athugun borgarhagfræðings. Vantar hér á milli 300 og 400 íbúðir. Skorturinn á húsnæði staðfestir þetta. Og þessa vöntun á nægi- lega mörgum íbúðum má rekja beint til óstjórn- ar íhaldsins í lóðamálunum. Lóðir eru seint og illa undirbúnar og alltof fáar. Þetta ástand hefur ekki aðeins skapað óeðlilegan húsnæðisskort í borginni heldur flæmt fjölda fólks burt úr Reykja- vík tii nágrannasveitarfélaganna og nú er sama sagan einnig að gerast varðandi þá sem ióðir þurfa fvrir iðnað eða annan atvinnurekstur. Leið þeirra liggur burt frá Reykjavík af því að sfjórn- endur böfuðborgarinnar hafa reynzt ófærir ’til að sinna óskum þeirra og-þörfum. — g-. Voru heilbrigðisyfirvöld landsins ekki höfð með í ráðum? Eitruð flúorefni í stórum stí! munu berast frá Straumsvíkurverksmiðju Enda þótt mikið hafi verið rætt um álmverksmiðjuna í Straumsvík að undanfömu, bæði innan þings Dg utan, hef- ur' {>ó einni steðreynd málsins lítið verið haldið á lofti, en hún er sú að álmverksmiðjur reyn- ast öllu lífi umhverfisins hinn mesti vágestur. Þetta er mikils vert atriði í heilbrigðislegu til- liti og hvarvetna vandamálsem leitazt er við að leysa eftir mætti. Hér virðist það hins vegar að mestu sniðgengið og látið eins og ekkert sé. Á þessa hlið málsins benti ég í efri deild, en ekki var sú ábending látin tefja afgreiðslu þess um svo mikið sem eina mínútu, og játaði þó iðnaðarmálaráðherra að uppjýsingar mína-r kæmu honum á óvart. Mér þykir rétt þó seint sé að kynna landsmönnum lítillega hvaðhér er un? að ræða. Alþingismönn- um benti ég á það í tæka tíð. ★ Fluorsamböndin hættu- legust Frá öllum álmverksmiðjum berast eiturefni út í umhverfið, aðeins misjafnlega mikið eftir því hvernig er um hnútana bú- ið. Hættulegust þessara efna eru flúorsamböndin, einkum flúorvetni, enda eru þau talin með sterkustu eiturefnum sem til eru. Ef maður neytir 5—10 g af flúorsalti, er honum dauðinn vís innan fárra klukkustunda. Ef flúorvetni í andrúmsloftinu nær 100 mg í einn rúmmetra, þá þolir það enginn maður í heila mínútu. Sé magnið fjór- um sinnum minna, eða 25 mg, má þola það örstutta stund. ★ Áhrif flúoreitrunar -Flúorinn ertir og særir húð og slímhúðir, og af því leiðir einkenni hinnar bráðu eitrun- ar, svo sem húðsár, hósta, and- arteppu og verki í kviðarholi. Á vægu stigi kemu-r sú eitrun fyr- ir í sambandi við rékstur álm- verksmiðja. Hitt er þó algeng- ara, að þar sé hættan meiri á hægfara eitrun. Þá verður sér- kennileg breyting á beinum líkamans. Þau verða útlits eins og mölétin, og út úr þeim vaxa beinauka- hér og þar, en óþægindin verða verkir og stirðleiki. Þessari hægfara eitr- un á háu stigi verður hver sá rtiaður örugglega fyrir sem fær 20—80 mg af flúor daglega í mörg ár. Það er atvinnusjúk- dómur sem starfsmenn álm- verksmiðja fá, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar þeim til verndar. Svipað gildir um fólk sem Iengi ,býr í nágrenni þessara verksmiðja. Það verður fyrir ðhollum áhrifum flúors- ins. ef varúðar er ekki gætt. ★ Trjágróðri og grasi hætt Eiturefnin frá álmverksmiðj- unum eru ekki einungis vara- söm mannlegri heilsu, — þau eru einnig skaðleg dýrum og jurtagróðri. Ég sá nýlega ritgerð eftir norskan prófessor. Grein- in sem ber yfirskriftina „Álm- verksmiðjur og skógar“ hefst á þessum orðum: ,,Blöðin segja öðru hverju frá tjóni, sem orðið hefur á skógi, graslendi og húsdýrum umhverfis nokkrar af álm- verksmiðjum okkar. Tjónið hef- ur stundum verið mjög mikið og hvað skógana snertir jafn- vel hrein eyðilegging/1 Þannig farast þessum fræði- manni orð og síðan ræðir hann nánar eyðilegginguna á trjá- gróðrinum. Þótt blöð í Noregi segi frá slfku tjóni þar, er ekki haft hátt um það hér á landi. Graslendi í nágrenni álm- verksmiðja eitrast einnig af flúor. og sauðfé, geitur og naut- peningur, sem á þessum gróðri nærist, veikist oft alvarlega og fellur. Þannig er þetta bæði i Evrópu og Ameríku. Það fer því ekki milli mála að úrgangs- efnin frá álmverksmiðjunum eru hættuleg mönnum, dýrum og jurtagróðri. ★ Um 70% eiturefnanna sleppur Erlendis er lögð áherzla á að draga sem mest úr þessari hættu, en hvað skal gert hér í þessu efni? Mér skilst að það sé harla lítið. 1 verksmiðjunni í Straumsvík er ákveðið að nota bpna bræðsluofna, sem sleppi meiru af eiturlofti en nokkur önnur Yfirleitt eru hættumörk á- kveðin nokkru hærri í skýrsl- unni en gerist í fræðiritum um þessi efni, og hlýtur slíkt að vekjaáhenni nokkra tortryggni. Ég gerði nánari grein fyrir þessum mun í efri deild ný- lega, en get ekki endurtekið það hér tímans vegna. ★ Eðlilegar varúðarráðstafanir vanræktar. Það er treyst á vind og veður þar syðra. Nú er suðvestan- vindur þar tiltölulega algengur og þá leggur reykinn beintfrá verksmiðjunni inn yfir Hafnar- fjarðarbæ. Ef lognstundum staðarins er bætt við, þá verða þær stundir allmargar, sem flúorloftið berst inn yfir Hafn- arfjörð og magnið eigi lítið, Ræða ALFREÐS GÍSLASONAR í útvarpsu'mræðum frá Alþingi ofnategund. Um 70% af flúom- um, sem þar myndast, ferbeint út í umhverfið. í Noregi eru mest notaðir lokaðir ofnar af svonefndri Söderþergsgerð. Frá þeim fer einungis 30—40% af eiturefnunum út í andrumsloft- ið. 1 Straumsvík á engan útbún- að að hafa til þess að hefta og eyða reyk t>g ólofti. slíkur ör- yggisútbúnaður er þó alstaðar talinn sjálfsagður, einnig þar sem hentugust gerð bræðslu- ofna er nótuð. ★ 3800 kg flúorefna daglega Hvers vegna skulu þessar varnir vanræktar á Islandi? Er það ekki fyrst og fremst til að spara hinu erlenda fyrirtæki kostnað? Reykvarnar- og eyð- ingartækin eru mjög dýr. Sú afsökun sem höfð er á taktein- um er að hér þurfi ekki örygg- isráðstafana við, — landslag og veðurfar sjái um dreifingu og eyðingu eiturefnanna. Hvort þetta reynist rétt, veit enginn nú, og það er vítavert gáleysi að haga ekki vömum svo sem gert er í öðrum siðmenntuð- um löndum. Þegar verksmiðjan í Straums- vík er tekin til starfa, dreifir hún daglega út í umhverfið 1900 kg. af fluorefnum og eftir stækkunina 3800 kg af þessu^ eitri. Þessi verður skammtur- inn dag hvern árið um kring. Þetta flúormagn dreifist víðs- vegar um og mengar vatn og sjó, jarðveg og jurtir og allt kvikt sem fyrir því verður. ★ Hættumörkin. Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins hefur gefið skýrslu um þessa væntanlegu mengun. Hún er þannig unnin, að stofnunin biður erlenda ólmbræðslufyrir- tækið um upplýsingar og bygg- ir síðan niðurstöður sínar á þeim. Þetta tel ég hæpin vinnubrögð, enda má í skýrsl- unni finna ýmislegt sem stang- ast á við skoðanir erlendra fræðimanna. Þar er t.d. sagt að ósannað mál sé að menn í nágrenni álmbræðslna hafi veikzt af völdum flúors. Þetta er ekki rétt því að það hefur komið fyrir, a.m.k. í einu landi Evrópu. Þar var um að ræða skólabörn í nágrenni álm- verksmiðju. Fullyrt er í skýrslunni að hætturnarkið, hváð heilsufar manna snertir, liggi við 3 mg flúors í rúmmetra lofts. í merku fræðiriti, ensk-amerísku, útgefnu árið 1965, er þetta hættumark sett við 2 mg, Hér ber því talsvert á milli. einkum eftir stækkun verk- smiðjunnar. Þá verður flúor- magn 30—50 mg í hverju kg þurrfóðurs, og er það talsvert yfir hættumark. I og umhverfis Reykjavík getur flúormagnið orðið 20—30 mg í 1 kg þurrefn- anna og er það á mörkum þess að sýkja búpening. Ég verð að telja það ólíklegt að svo mikið flúormagn sé með 'öllu hættulaust heilsu manna til langframa. Hér bar stjómar- völdum okkar að' hafa váðið fyrir neðan sig en það hafa. þau ekki gert. Eðlilegar varúðarráð- stafanir eru forsómaðar. Slíkt þekkist ekki í siðmenntuðum löndum, hvorki í Evrópu eða í Vesturheimi. 1 þessu efni á að setja okkur íslendinga skör lægra en aðrar siðmenntaðar þjóðir og líklega skipa okkur á bekk með nauðstöddum Afríku- þjóðum. ★ Mengun andrúmsloftsins Ég fæ ekki skilið hvers vegna var gert út um þetta mál, án þess að leita álits sérfræðinga heilbrigðisþjónustunnar ís- lenzku. Mér vitanlega var það ekki gert. Það sýndist þó eðli- Iegt í svo mikilvægu heilbrigð- ismáli. Mengun andrúmsloftsins í þéttbýli nútímans er vaxandi vandamál. Tóbaksreyk erkennt Alfreð Gíslason. um aukinn tíðleika lungna- krabba. Sumir fræðimenn ef- ast um þetta og vilja frekar kenna öðru um, svö sem mengun frú útblæstri bifreiða og uppgufun tjöruefna frá malbiki. Um flúor er það sannað, að hann ertir og særir slímhúðir manna. Hvaða áhrif sú erting getur haft á löngum tíma er rannsóknarefni, en það er rik ástæða til að vera á verði og gera sér ekki leik að voðanum. ★ í’tarlegrar rannsóknar þö’rf. Herra forseti! Ég lýk máli mínu með því að skora á íík- isstjórnina að láta þegár í stað fara fram ýtarlega athugun á þeirri hlið málsins sem ég hef nú gert að umræðuefni, ékki neina málæuyndarathugun, heldur hlutlæga rannsókn. Einnig skora ég á hana áð beita sér af alefli fyrir þvi að sem fullkomnastur öryggiðú.t' búnaður verði settur í væntan- lega álmverksmiðju í Straums- vík. Hentugir bræðsluofnar og öflug reykeyðingartæki er lág- mark þess sem krefjast verð- ur. Tryggilegast er að bíða með staðfestingu iaganna um álm- bræðslu þar til vissa er fengin fyrir að væntanleg verksmiðja fullnægi lágmarkskröfum um hollustnhætti. Eftir á verða verksmiðjueigendur áreiðanlega erfiðari viðfangs, því að örygg- isútbúnaðurinn er dýr. Það er út af fyrir sig gött að bæta mönnum heilsutjóni með fé, en miklu, meirá ér um hitt vert, að verja fjármunum til þess að firra menn slíku tjóni. AÐAL- FUNDUR H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í. fund-. arsalnum í húsi félagsins fimmtudaginn 12. maí kl. 1,30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt samþykkt- um félagsins. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. BÍLA TFPPI Verð kr. 37S,00. R, Ó, BÚÐIN Skaftahlíð 28. Sími 34925.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.