Þjóðviljinn - 12.05.1966, Side 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 12. maí 1966.
Vinnuskóli
Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um
mánaðamótin maí-júní og starfar til mán-
aðamóta ágúst-september.
í skólann verða teknir unglingar, sem hér
segir: Drengir 13-15 ára incl., o'g stúlkur
14—15 ára incl., miðað við 15. júlí n.k.
Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem
verða 13 ára og stúlkur, sem vérða 14 ára
fyrir n.k. áramót. — Umsækjendur á þeim
aldri verða þó því aðeins teknir í skólann,
að nemendafjöldi og aðrar ástæður leyfi.
— Umsóknareyðublöð fást í Ráðningar-
stofu Reykjavíkurborgar Hafnarbúðum við
Tryggvagötu, og sé umsóknum skilað þang-
að fyrir 22. maí n.k.
Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung
1966, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri
tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síð-
asta lagi fyrir 15. þ.m.
Dráttarvextirnir eru V/2% fyrir hvern byrjaðan
mánuð frá gjalddaga, sem var 15. apríl s.l. Eru
því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og
með 16. þ.m.
Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu-
rekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað gjöldunum
fyrir lokun skrifstofunnar laugardaginn 14. þ.m.
Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli.
/OGT
Bazarinn og kaffisalan
verður n.k. sunnudag 15. þ.m. Tekið verður á
móti munum á föstudag kl. 3—6 e.h. i GT-húsinu.
Þær félag^konur sem ætla að gefa kökur, komi
þeim í GT-húsið kl. 10—12 á sunnudag.
Bazamefndin.
Frá heilsuverndarstöð
Kópavogs
Frá og með mánudeginum 16. maí n.k. verður ung-
bamaskoðun sem hér segir:
Mánudaga kl. 9—11 f.h. fyrir börn úr Vesturbæ.
Þriðjudaga kl. 9—11 f.h. fyrir börn úr Austurbæ.
Föstudaga kl. 14—15 e.h. fyrir böm eins árs og
eldri, úr báðum bæjarhlutum.
Héraðslæknir.
Blaðadreifing
Blaðburðarfólk óskast strax til að bera
blaðið til kaupenda við
Kvisthaga - Laufásveg - Hverfisgötu efri.
ÞJÓÐVILJINN sími 17500.
Ritst/órar þrigg/a b/aða
í Peking játa á sig mistök
PEKING 9/5 Þrjú blöð sem
kínverski kommúnistaflokkurinn
gefur út í Peking játuðu í dag
að þau hefðu gert sig sek um
mistök og lofuðu bót og betr-
un.
„Alþýðudagblaöið" í Peking
birti í dag sameiginlega yfirlýs-
irigu ritstjóma blaðanna þrjggja,
auk þess „Kvöldblaðsins“ og
„Víglínunnar". Blöðin höfðu í
gær verið gagnrýnd í blaðinu
„Kvangming" sem sagt er mál-
gagn menntamanna fyrir að hafa
birt greinar ” eftir fyrrverandi
framkvæmdastjóra „Alþýðublaðs-
ins“, Teng To, en Teng var sagð-
ur hafa „sungið sama sönginn
og Krústjof“.
I yfirlýsingunni sem „Alþýðu-
dagblaðið“ birti í dag er viður-
kennt réttmæti þessarar ásökun- j
ar og endurprentaðar greinar úr
öðrum blöðum um þetta mál. I
grein í málgagni kínverska hers-
ins er komizt svo að orði að
enginn munur sé á „andflokks-
legri starfsemi“ Teng Tos og á-
rásum og móðgunum Krústjofs í
garð Kína.
SÝNING Á MYNDUM
EFTIR SKÓLABÖRN
S.l. mánudag, 2. maí var opn-
uð í Ameríska bókasafninu,
Hagatorgi, sýning á um 30
myndum eftir barnaskólabörn,
hér og í Bandaríkjunum.
Sýning þessi er haldin á veg-
um Rauða kross Islands í sam-
vinnu við Ameríska Rauða
krossinn og er liður á því al-
þjóðasamstarfi á vegum sam-
takanna, sem fyrst og fremst
er ætlað að vera í þágu yngstu
borgaranna. Myndir eftir ís-
lenzk skólabörn eru þannig
sendar á Vegum Rauða Kross
íslands til ýmissa landa.
Islenzku myndirnar á sýn-
ingunni í Ameríska bókasafn-
inu eru eftir nemendur í ýms-
um skólum, en annars er það
sameiginlegt einkenni þeirra
mynda og hinna amerísku, að
efni höfundanna er mjög fjöl-
breytilegt, og ber vott um mik-
ið hugarflug, athyglisgáfu og
litagleði. Einnig eru myndirnar
unnar með ýmissi tækni, allt
frá collage til vaxlita.
Sýningin verður opin 10—14
daglega og verður opin sem
hér segir: Mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga kl. 12—21,
þriðjudaga og fimmtudaga kl.
12—18 og laugardaga og sunnu-
daga kl. 13—19.
(Frá R.K.I.)
Imynd
Sjálfstæðisfloícksins
Á ýmsum stöðum í bænum
eru ruslakassar festir utan á
ljósastaura til þess að auð-
velda borgurunum þokkalega
umgengni. Þessir ruslakassar
hafa nú verið hafnir til nýrr-
ar vegsemdar í borgarlífinu
og gerðir að ímynd Sjálfstæð-
isflokksiris með myndum, á-
letrunum og áskorunum. A
einni myndinni utan á sorp-
íláti má til að mynda sjá
hönd sem stingur kjörseðli í
kassa,. og er tekið skýrt fram
að á kjörseðlinum standi XD;
mun þó naumast ætlunin að
halda .því að borgarbúum að
þvílíkir kjorseðlar séu rusl og
óþrifnaður og dugi aðeins
sem efniviður í Skama.
Eflaust er það Þórir Kr.
Þórðarson prófessor, sá guð-
fróði borgarfulltrúi, sem á
hugmyndina að þessum tákn-
ræna áróðri. Hann hefur haft
í huga hinn sigursæla.borgar-
stjórnarmeirihluta í Jerúsal-
em er líktist kölkuðum gröf-
um, sem að utan lítajagurlega
út en eru að innan fullar af
hvers konar óhreinindum.
Fullt
samræmi
Framsóknarflokkurinn lætur
sér tíðrætt um verðhækkan-
ir um þessar mundir fram-
bjóðendur flokksins hafa um
þær stór orð og Tíminn út-
málar þær með útreikningum
og línuritum. Er vissulega af
nægu að ta;ka á því sviði og
naumast unnt að ofsegja í
þeim umræðum.
En á sama tíma og þessi
málflutningur er réttilega
hafður uppi opinberlega situr
fulltrúi Framsóknarflokksins í
verðlagsnefnd og tekur á-
kvarðanir í kyrrþey. Þangað
koma umsóknir frá kaup-
sýslumönnum um endalausar
hækkanir á vöruverðí, rýmri
verðlagsákvæði eða algert
frjálsræði í álagningu. Og_
það er ekkert hik á fulltrúa
Framsóknarflokksins. Hann
hefur fylgt hverri einustu
hækkunartillögu sem fram
hefur verið borin árum sam-
an og ekki látið þar við sitja,
heldur flutt sjálfur tillögur
um verðhækkanir sem ekki
hafa náð fram að ganga. Eina
gagnrýnin sem hann hefur
borið fram í verki á verð-
bólgustefnu ríkisstjórnarinnap
er sú að ekki sé nóg að gert.
Finnist mönnum þetta ó-
venjulegt ósamræmi milli
orða og gerða er það sprottið
af misskilningi. Þannig hegðar
Framsóknarflokkurinn sér í
öllum málum.
Ekki
ólíklegt
Framsóknarflokkurinn seg-
ist um þessar mundir vera
málsvari launafólks. Þegar
kjaradeilurnar stóðu á síðasta
ári hegðaði flokkurinn sér þó
á annan veg. Hann undirbjó
kjaradeilurnar með því að
láta Mjólkurbú Flóamanna
og Mjólkursamsöluna ganga í
Vinnuveitendasamband Is-
lands. Vinnumálasamband
samvinnufélaganna hegðaði
sér síðan eins og deild í
Vinnuveitendasambandinu og
sendi m.a. kaupfélögum á
Austfjörðum skeyti með hót-
unum um hörðustu viðurlög
ef samið yrði við verklýðs-
félögin. Nú síðast hefur full-
trúi flokksins í stjórn Lands-
virkjunar verið því hlynntur
að það almenningsfyrirtæki
gengi í atvinnurekendasamtök
íhaldsins. Engum þyrfti að
koma á óvart þótt Framsókn-
arflokkurinn verði sjálfur. inn-
limaður í Vinnuveitendasam-
band Islands að afloknum
kosningum. — Austri.
AWWWAAAAAAAAAAA/WWWVWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWVWWWVWWWWAAA
Utankjörfundar-
kósningin
Alþýðubandalagig hvetuT
alla stuðnjngsmenn sína. sem
ekki verða hejma á kjördag
tjl að kjósa strax
í Reykjavílk fer utankjör-
fundarkosnjng fram i gamla
Búnaðarfélagshúsinu við
Lækjargötu. opig kl 10—12 *
f.h.. 2—6 og 8—10 e.h alla
virka daga en á helgidö'gum
kl 2—6
Utan Reykjavikur fer kosn-
jng fram hjá bæjarfógetum
og hreppstjórum um land „111
Erlendis geta menn kosið hjá
sendjráðipn fslands og hjá
ræðismönnum, sem , tala ís-
lenzku Utankjörfundarat-
kvæðj verða að hafa borizt
viðkomandi kjörstjórn í sið-
asta lagi á kjördag 22 maí
n k
Þejr listar. sem Alþýðu-
bandalagig ber fram eða styð-
uT í hinum ýmsu bæjar- og
sveitarfélögum eru eftirfar-
andi:
Reykjavík G
Kópavogur H
Hafnarfjörður G
Akranes - H
ísafjörður G
Sauðárkrókur G
Siglufjörður G
Ólafsfjörður H
Akureyrj G
Húsavík G
Seyðisfjörður G
Neskaupstaður G
Vestmannaeyjar G
Sandgerði H
(Miðneshreppur)
Njarðvíkur C
Garðahreppur G
Seltjarnarnes H
Borgarnes G
Hellissandur H
(Neshreppur)
Grafarnes G
(Eyrarsveit)
Stykkishólmur G
Þingeyrj H
Suðureyri B
Hnífsdalur A
(Eyrarhreppur)
Hólmavík H
Blönduós H
Skagaströnd G
(Höfðahreppur)
Dalvík E
Egilsstaðir G
Eskifjörður G
Reyðarfjörður G
HornafjörðuP G
(Hafnarhreppur)
Stokkseyri I
Selfoss H
Hvcragerði H
tVWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAð
Skrifstofustá/ka
óskást við vélritún o^ 'önnur almenn skríf-"
stofustörf. — Enskukunnátta nauðsynleg.
Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins
Lækjarteig 2 — sími 38720.
Frá bamaskólum
Hafnarfjarðar
Innritun barna, sem fædd eru á árinu 1959,
fer fram fimmtudaginn 12. maí.
Lækjarskóli: Böm búsett vestan lækjar við
Lækjargötu og í Börðunum.
mæti kl. 3 síðdegis.
Öldutúnsskóli: Önnur börn búsett sunnan
lækjar, mæti kl. 3—4 síðdegis.
Skólastjórar.
Aða/fundur
Aðalfundur Sambands íslenzkra byggingafélaga
verður haldinn föstudaginn 27. maí n.k. kl. 5 e.h.
í Félagsheimili Húnvetninga, Laufásvegi 25 (geng-
ið inn frá Þingholtsstræti).
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.