Þjóðviljinn - 12.05.1966, Side 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 12. maí 1966.
Otgefar.di: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. • lónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<cbannesson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skóiavörðust, 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði.
Kosið um útsvörín
¥*að er einkenni óðaverðbólgunnar að hún kem-
* ur aftan að launafólk| á öllum sviðum.
Hún skerðir eignir manna og tekjur dag hvern,
og í þokkabót hefur hún stuðlað að stórhækkun
skatta og ú'tsvara. Tekjur manna hækka í sífellu
að krónutölu, þótt ekki sé um að ræða raunveru-
lega kauphækkun, og opinber gjöld þyngjast
hlutfallslega. Mætti launafólk minnast drápsklyfja
þeirra sem því var gert að bera 1964 og voru raun-
veruleg svik á júnísamkomulaginu; það ár voru
gerðar miklar tilraunir til að fá ranglætið leiðrétt,
en án árangurs. Síðan hefur það þó áunnizt að tek-
in hefur verið upp svokölluð skattvísitala, sem
á að breyta skattstigunum til samræmis við verð-
bólguþróunina; samkvæmt henni kemur nú til
framkvæínda smávegis hækkun á persónufrá-
drætti og barnafrádrætti, auk þess sem stiginn
sjálfur gleikkar.
IT’n eins og bent héfur verið á hér í blaðinu áð
undanförnu hefur þessi skattvísitala lögum
samkvæmt engin áhrif á útsvörin; þau eiga að
halda áfram að þyngjast, eins og verðbólguhækk-
un á kaupi sé raunveruleg kauphækkun. Er þessi
gloppa í lögin þeim mun alvarlegri sem útsvörin
eru miklu þungbærari en ríkisskattamir hjá öll-
um þorra launafólks. Virðis't' því allt benda til
þ,ess að útsvörin í sumar verði hærri og ranglátari
en nokkru sinni fyrr, reynslan frá 1964 endurtaki
sig í enn ríkara mæli.
Ijjóðviljinn hefur spurt að undanförnu hvort ekki
eigi að leiðrétta þessa fráleitu firru og endur-
skoða útsvarsstigana einnig með tilliti til verð-
bólguþróunarinnar. Ráðamennimir hafa ekki
svarað einu einasta orði. Reynslan sýnir að það
sem valdhafar fást ekki til að gera fyrir kosning-
ar gera þeir þaðan af síður að kosningum loknum,
nema úrslitin verði þeim sú áminning sem dugar.
— m.
íkiUið með verðhækkunum
r
Thaldsliðið í borgarstjórp Reykjavíkur vísaði frá
á síðastá borgarstjórnarfundinum sem haldinn
verð.ur fyrir kosningar rökstuddri tillögu frá borg-
arfulltrúum Alþýðubandalagsins varðandi þær
gífurlegu verðhækkanir á neyzluvörum sem nú
dynja yfir. Borgarstjórnin mátti með engu móti
vara við verðbólguþróuninni og verðhækkana-
skriðunni sem stjórnarstefna íhalds og Alþýðu-
flokks leiðir af sér. Borgarstjómin mátti ekki lýsa
vanþóknun sinni á 47% hækkun smjörlíkisins né
heldur allt að 79% hækkun fiskverðs sem viðreisn-
arstjórnin hefur nýlega rétt að almenningi. Borg-
arstjómin mátti ekki láta í ljósi vanþóknun á því
að fjölmennustu bamafjölskyldurnar og aldraða
fólkið, sem úr minnstu hefur að spila og neytir
ódýmstu matvælanna, skuli skattlagt með þessum
hætti í þágu frystihúsa og fiskvinnslustöðva. Þessí
stefna ríkisstjórnarinnar er heillavænleg og mak-
leg að dómi þess handjárnaða liðs, sem Geir Hall-
grímsson ræður yfir innan borgarstjómar. Sú yf-
irlýsine er óuvíræð og skýr og einkar fróðleg til
íhugunar nú fyrir kosningar. — g.
GuSmundur Vigfússon:
Þunga útsvaranna ver$ur ai létta af
verkalýi og launastéttum Rvíkur
Auðfyrirtæki og stóreignamenn eiga
að bera réttlátan hluta útsvarsbyrða
Eitt af þvi sem nú er brýn-
ast fyrir launastéttirnar að gera
sér.ljóst, er að þær verðasjálf-
ar að taka höndum saman og
knýja fram gjörbreytingu á af-
stöðu ríkisvalds og borgar-
stjórnar til skatta- og útsvars-
mála.
Geri verkalýðurinn og launa-
stéttirnár almennt ekki gang-
skör að því að vemda hags-
muni sína og rétt í þessum efn-
um heldur þróunin áfram í
sama farvegi og hingað til:
Byrðarnar leggjast mcð vax-
andi þunga á launafólkið en
hverskonar rekstur og milliliða-
starfsemi sleppur að mestu eða
öllu leyti við réttlátan þunga
opinberra' álaga.
Að því er útsvörin varðar er
það staðreynd, að t.d. hér í
Reykjavík lenda þau að lang-
mestu leyti á verkaiýðnum og
opinberum starfsmönnum. Sí-
vaxandi hluti útsvaranna leggst
á launafólkið, en fyrirtækin,
milliliðirnir og hverskonar
braskstarfsemi má hcita út-
svarsfrjáls, a.m.k. miðað við þá
veltu og þær tekjur sem allir
vita að þessir aðilar raunveru-
lega hafa af rekstri sínum og
starfsemi.
Þetta er hróplegt og ó-
þolandi ranglæti, sem af-
nema vcrður, en það verður
ekki gert nema því aðeins •
að verkalýðurinn og launa-
t stéttirnar almennt taki hönd-
um saman’ og geri pólifískar
ráðstafanir sem tryggi rétt-
læti í útsvarsálagningunni.
Og þetta réttlæti fæst ekki
(fram, verður ekki tryggt í
framkvæmd meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur óskoruð
völd og yfirráð í borgarmálum
og landsmálum. Sjálfstæðis-
flokkurinn lítur á það sem höf-
uðverkefni sitt að gæta hags-
muna þeirra, sem fást við
rekstur og kaupsýslustarfsemi.
Það er yfirlýst stefna Sjálf-
stæðisflokksins, að það fé, sem
þessir aðilar afla eiga að haldast
sem mest í þeirra eigin höndum,
en ekki að ganga til starfsemi
og framkvæmda borgarfélags-
ins. Þeirra fjáröflun á að vera
friðhelg gagnvart þörfum og
kröfum borgarinnar, á sama
tíma scm greipar eru látnar
sópa um þurftartekjur verka-
mannsins, sjómannsins, iðnaðar-
mannsins, verkakonunnar, verzl-
unarmannsins, starfsfólks þcss
opinbera og annarra, sem laun
taka hjá öðrum.
Þetta eru ekki órökstuddar
full-yrðingar. Þetta er ómótmæl-
anleg staðreynd, sem blasað
hefur við öllu launafólki þess-
arar borgar á undanfömum ár-
um, í hvert skipti, sem lokið
hefur verið álagningu útsvara
og skatta.
Vegna ranglátra útsvars- og
skattalaga lenda þessi gjöld af
ofurþunga á þeim sem laun
taka, hvort sem það er verka-
fólk eða starfsmenn ríkis og
borgar. Vaxandi krónufjöldi.
launafólksins, sem fenginn er
sem mótvægi við stórstökkum
dýrtíðarinnar fram á við og með
hóflausri lengingu vinnutímans,
verður grundvöllur að stórfelld-
um árlegum hækkunum útsvara
og skatta. Þetta gerist þrátt
fyrir það, að hver einasti laun-
þegi finnur að hagur hans fer
sízt batnandi, hann hefurþvert
á móti varla við að afia þess
krónufjölda sem- þarf til að
framfleyta heimili s:nu og fjöl-
skyldu. Hann finnur ekki sjálf-
ur að afkoman hafi batnað,
þvert á móti. Samt hækka út-
svörin og skattarnir ár frá ári
og eru honum lítt eða ekki við-
ráðanlegir.
Kjami þessa máls er sá, að
ekki verður hjá því komizt að
afla tekna til sameiginlegra
þarfa borgarfélagsins, til rekst-
urs þess og framkvæmda á
ýmsum sviðum. Við getumdeilt
um hve þessi árlega útsvars-
innheimta skuli" vera há, og
við getum einnig deilt um
hvemjg henni skulj skipt og
varið, bæði að því er snertir
Guðmundur Vigfússon.
\
M • -ý ■/'• * ■-••*■ ,;■'■’
rekstur borgarinnar og fram-
kvæmdir. Og um þetta er vissu-
lega deilt innán borgarstjórnar-
innar, enda ærin tilefni til.
En það sem skjptir megin-
máli er, hvernig byrðunum sem
leggja verður á borgarbúa, er
skjpt niður. Þrátt fyrir allar
hækkanir útsvarsupphæðar á
undanförnum viðreisnar- og
verðbólguárum ættu útsvörin á
einstaklingana að geta verið
tiltölulega lægst í Reykjavík af
öllum kaupstöðum landsins.
Þetta liggur í þeirri sérstöðu
Reykjavíkur, að hér er nær öll
innflutningsverzlun landsmanna
saman komin, hér eru stærstu
og fjársterkustu fyrirtækin
staðsett og hér fer fram ýmis-
konar þjónusta og milliliða-
starfsemi, sem aðrir kaupstaðir
hafa lítið eða ekki af að segja.
Þrátt fyrir þetta er sú
staðreynd alkunn að útsvör^
á einstaklinga eru sízt láegri
í Rcykjavík en kaupstöðun-
um flestum, og þau eru
hærri í Reykjavík á vissum
hópum einstaklinga en ann-
arsstaðar, þar sem ríflegri
frádráttur er gefinn ogmeira
tillit tekið til persónulegra
aðstæðna einstaklinganna.
Hvemig má þetta vera? Hvaða
ástæður liggja til þess að höf-
uðborg landsins, með alla sína
hagstæðu sérstöðu í þessum
efnum, alla sína möguleika til
þess að leggja verulegan hluta
útsvaranna á stórfyrirtækin og
stóreignirnar og hlífa þannig
launafólki með þurftartekjur
við ofurþunga byrðanna, gerir
það ekki, heldur seilist æ
dýpra í vasa þess fólks, sem
rétt hefuv til framfæris oglífs-
nauðsynja og til þess að standa
undir dýrri húsaleigu og ris-
háum byggingarkostnaði fbúða
sinna?
Ástæðumar tjl þersa eru of-
ureinfaldar og ættu að vera
ljósar hverjum launamanni.
Vald og áhrif Sjálfstæðisflokks-
ins tryggir m.a. eftirfarandi:
1. Þannig er gcngið frá lög- j
um um skatta og útsvör að
auðfélögin og gróðaöflin í
þjóðfélaginu fá að halda tekj-
um sínum og auðsöfnun að
mestu óskertum.
2. Stóreignir einstaklinga og
auðfyrirtækjá mega heitaskatt-
og útsvarsfrjálsar, þar sem á-
lagningin er miðuð við algjör-
lega óraunhæft mat, í stað þess
að miða hana við raunverulegt
verðmæti og söluvprð.
3. Þeir sem fást við rekstur
og hverskonar milliliðastarf-
semi og fésýslu hafa í þjónustu
sinni sérstaka „vísindamenn“
sem hafa það hlutverk að ganga
á „vísindalegan“ hátt frá upp-
gjöri þeirra og framtölum og
fela eins og unnt er raunveru-
legar tekjur, gróða og eigna-
söfnun.
4. Fram undir síðustu tíma
hefur ekki verið tii staðar neitt
raunhæft skattaeftirlit, engin
stofnun sem kannað hefur nið-
ur í kjölinn uppgjör og framtöl
fyrirtækja og fésýslumanna og
annarra þeirra aðila sem allir
vita að hafa ekki aðeins marg-
faldar tekjur í samanburði við
launafólkið, heldur tekst að
safna árlega stórfelldum cigh-
um, þrátt fyrir að útsvörþeirra
og önnur gjöld virðast miðuð
við einfaldar þurftartekjur sem
tæpast ættu að nægja þeim til
eðlilegs framfæris við einfalda
lifnaðarhætti.
Þetta’ skattaeftirlit er tæpast
yir]5,t enn, þþtt það hafi - sýRit,
nokkrá viðleitni. Og er tryggt
að það beri niður þar sem þörfin
er mest og helzt er fanga að
vænta? Ýmsir efast um að svo
sé og haf-a tii þess ærna.r á-
stæður.
Þessa aðstöðu tryggir Sjálf-
stæðisflokkurinn skjólstæðing-
um sínum, fésýslufyrirtækjun-
um og gróðaöflunum. Og með
þessum og margvíslegum öðr-
um hætti, sleppa þessir aðilar
undan réttlátum og eðlilegum
hluta byrðanna, en ofurþungi
þeirra Ieggst á Iaunafólkið, og
þar á meðal það, sem aðeins
hefur knappar þurftartekjur,
miðað við hin óhjákvæmilegustu
útgjöld.
Þetta ranglæti verður aðtaka
enda. ’Á þessu verður að verða
gagnger breyting. En hún kem-
ur ekki sem nein himnasend-
ing. Eaunastéttimar verða að
knýja hana fram sjálfar. með
mætti samtaka sinna, með afli
atkvæðanna á kjördegi.
Nú er framundan niðurjöfn-
un hœrri útsvarsupphæðár í R-
vík en nokkru sinni fyrr. Nær
540 milj. verður jafnað niður
á Reykvíkinga og á það leggur
Sjálfstæðisflokkurinn 10% fyr-
ir vanhöldum, eða 54 miljónir.
Útsvörin eru 91 milj. kr.
hærri en í fyrra. Verðbólgu-
hjólið snýzt og malar. Viðreisn-
in lætur ekki að sér hæða.
Reykvíkingar munu ekki sjá
íhaldsréttlæti niðurjöfnunarinn-
ar fyrr en eftir borgarstjómar-
kosningar, sennilega ekki fyrr
en í júlí eða ágúst. En þá er
ekki ólíklegt að mörgum bregði
illilega í brún. Sagan frá því
1964 mun þá endurtaka sig, en
einmitt þá lá við uppreisiiar-
ástandi út af útsvörunum og
sköttunum sem lögð voru á al-
menning.
Krónufjöldi teknanna hefur
hækkað vegna baráttunnar fyr-
ir því að kaupið fylgi a.m.k.
verðlaginu og menn hafa ‘ bætt
við vinnutímann. En stiginn
sem miðað er við er óbreyttur
frá því í fyrra og engin skatta-
vísitala, sem þó er talin 12,5%
kemur á frádráttarliði tekna til
útsvars. Svo meistaralega er
frá þessu gengið af viðreisriár-
flokkunum. Augljóst er. að út-
svör launamanna munu því stór-
»Jiækka og svipuð ránsstarfsemi
yfir þá ganga og þeir kynntust
bezt við álagningu útsvaranna
í hitteðfyrra.
Allar líkur benda til þess að
útsvarsstiginn gefi miklum mun
hærri upphæð en heimilt er að
jafna niður samkvæmt fjár-
hagsáætlun borgarinnar fyrir
þetta ár. Sú upphæð gæti num-
ið tugum miljóna, jafnvel
hundrað milj. kr. eða meir.
Hver trúir því að öruggt sé
að sá borgarstjórnarmeirihluti
Sjálfstæðisflokksins, sem til
kynni að verða eftir kosnirigar,
stæðist þá freistingu að taka
að mestu eða öllu leyti i borg-
arsjóðinn, það sem fram ýfir
yrði heimilaða útsvarsupphæð?
Hver trúir því, að allt sem
fram yfir yrði við niðurjöfn-
unina, kæmi fram sem afslátt-
Framhald á 9. síðu.
<§nlinental
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
4 »'• : ;•
Gúmmívinitustofan h.f
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055