Þjóðviljinn - 15.05.1966, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Síða 7
Eftír Thor Vilhjálmsson Ekki skal ég daema um hvort það er farsælla fyrir Víetnam að komast þannig undir yfir- stjóm Kínverja í sósíalistískri uppbyggingu sinni. eða gera sina eigin sjálfstæðu tilraun sem ýmsir telja myndi frem- ur taka mið af viðhorfum Sov- étmanna heldur en Kínverjk; og þó er sennilegast að þama yrði sjálfstætt afl á vegum sósíalismans sem myndi þróast samkvæmt sínum sérstæðu forsendum og eðli á grundvelli bændahreyfingarinnar og stýr- ast af gætni og vísdómi Hó frænda, en svo lætur Hó Chi Minh nefna sig af sínum. En nú ógnar hernaður Bandaríkja- manna, aðgerðir hins kyrrláta Ameríkumanns the Quiet Ameri- can, þessara gelgjuskeiðspóii- tíkusa sem vaða inn í hjna fornu dularfullu veröld aust- ursins með pepsódent og pabst blue ribbon og napalm, eitur og gas, og botna ekkert í leynd- ardómum þess og hljóta þess vegna að gera endalausar skyss- ur þangað til þeir taka eina skynsamlega ráðið sem er til: að fara heim til sín. Þetta er svo langt í burtu. Æ þetta er svo óralangt í burtu. Hvað heldurðu að mig varði þetta fólk hinumegin á hnett- inum, gult með skásett augu i bambuskofum, eða að reykja ópíum á reiðhjóli undir apa- skráék'jum og papagaujugargi á ' skógarstígunum eða að læðu- pokast -á mellubanka borgar- innar-'með sþrengju í vasanum, — eða er það kannski ekki það sem þetta fólk gerfr? Þetta er 1 svo langt í burtu. Við erum 'södd og okkur varðar ekki um þjáningai- ’fólks hinumegin á hnettinum. Þessi þjóð sem er nýorðin þjóð í augum heimsins, og kannski sjálf nýfarin að muna eftir sér sem sérstakri þjóð, hún berst af slíkri sannfæringu gegn Banddríkjamönnum í Suður-Víetnam þrátt fyrir yfir- burði hinna í vopnabúnaði að það er augljóst að Bandaríkin geta aldrei gert sér von um að kveða niður Þjóðfrelsishreyf- lnguna, Víetcong af því að hún er ekki bara stjórnmála- hreyfing heldur yakning þjóðar, fólk sem hefur eignaztsitt stolt ög sinn draum, og er reiðubúið að deyja fyrir sína hugsjón. Og . eh'ginn her hversu vel sem hann ér búinn getur sigrað fólk sem á'hugsjón. I þúsund ár hefur þessi þjóð verið undirokuð af Kínverjum, gömul menningarþjóð sem á frægar minjar frá því hundruð- um ára fyrir Krists burð. Kín- verj-inn var lengi óvinurinn, og í dag langar þá kann- ski ekki undir kínverska stjórn heldur að fá að vera í friði og byggja sjálfir upp sinn eigin ' sósíalisma sem er eina lausnin sem kemur til álita fyrir yf- irgnæfandi meirihluta þjóðar- innar; Eisenhower forseti komst að þeirri niðurstöðu að það þýddi ekki að hafa frjálsar kosningar í Vietnam einsog skyldugt var samkvæmt Genf- arsáttmálanum frá 1954 þvl að 80% þjóðarinnar í öllu Víet- Jiam, bæði suðri og norðri, myndu þá bara kjósa Þjóðfrels- ishreyfinguna. Nú miða allar aðgerðir Banda- ríkjanna að því að hrinda þess- ari sjálfstæðu sósíalistahreyf- ingu Víetnam í faðm Kínverja enda hafa Bandaríkjamenn ver- ið öflugasti bandamaður kín- verskra kommúnista í Asíu. Eftir þúsund ára riki Kín- verja í Víetnam komu Frakkar og voru í 80 ár unz Japanir tóku landið og héldu stríðsárin. Stjórn Japaha hafði hin holl- ustu áhrif á Þjóðfrelsishreyf- inguna og efldi Viet Minh sem starfaði í náinni samvinnu við The American office af Strat- stríðið heldur var þröngvað upp á þá gamalli leikbrúðu Frakkanna keisaranum Bao Dai sem keppti við Aga Khan og Farúk um sviðsljósin í spila- vítunum á Rívíerunni og gleði- konur í dýrasta flokki og hann var svo ósínkun á fé þjófstolið af þegnunum £ hans örsnauða landi yað hann hlaut heiðurstit- ilinn Kóngurinn í Cannes. Þar hafa þeir blómaslaginn og kvikmyndahátíðina árlega og stelpurnar sem sýna á sér brjóst- in undir pálmatrjánum til þess að verða frægar. Það kostaði stríð sem stóð í sjö ár að losna við Frakkana og Bao Dái, það var dýrt stríð fyrir 'Frakka, og £ Frakklandi kærði sig enginn um það, allir vildu hætta þvi en þó þorði enginn að taka af skarið fyrren Mendés-France skaut þar upp á stjórnmála- himininn og var leifturhraður virtúós og fyrren varði var hann búinn að semja frið í Genf, og allir fegnir nema John Foster Dulles sem var i óvenju mikllli fýlu og var þó ekki glaðlegur 'maður að jafnaði, hann var einn af þessum sann- kristnu mönnum sem biðja bænirnar sfnar á hverjum sunnudegi og var höfundurinn að kenningunni um Brinkman- ship, yztu-nafar-stefnúnni í al- þjóðamálum sem táknaði að rorra alltaf á barmi helvitis með fjöregg mannkynsihs í vestisvasanum. 1 Génfarsáttmál- anum frá 1954 var Víetnam skipt til bráðabirgða en skyldi sameinast innan tveggja ára með frjálsum kosningum. En Hvarvetna um hcim safnast almenningur saman til að mótmæla hinu siðlausa áfásarstríði Randa- rikjanna í Vieitnam. Myndin er frá mótmælafundi í Svíþjóð. stærstu kirkju New York-borg- ar hafði hann verið hylltur í stólræðu biskups sem sérstak- ur hjálparmaður guðs, og borg- arstjórinn þar sagði að sagan myndi kannski viðurkenna Díem sem einn af mestu per- sónuleikum tuttugustu aldar- því að þeir hafa látið flækja sér í þessa fásinnu. Ungir menn mótmæla og fara ífylk- ingum um götur í helztu borg- um Bandaríkjanna, undir for- ustu stúdenta, kennararnir ganga með þeiAi margir, þeir meira að segja tala á móti strið- Ræða fluttá fundi um Vietnam 1. maí egic Services, og þeirvorudug- legir að nota vopnin sem Am- eríkumenn fengu þeim til að vinna á Japönum og voru mat- aðir á fögrum ioforðum um frelsi í staðinn. Og sumir álíta að Hó Chi Minh hafi haldið að það mætti marka amer- ísk loforð einsog sumir hér á landi gerðu þangað til ameríski herinn sýndi að hann var ekkert á því að fara héðan þegar stríðinu lauk, einsog Roosevelt forseti hafði lofað. Hó Chi Minh tók meira að segja upp í frelsisyfirlýsingu sína í stríðslokin úr frelsis- skrá Bandaríkjamanna hinni frægu frá 1789 þar sem segir; Allir menn eru skaptir jafnir, sem gengur þó seint að láta verða að veruleika. í Ameríku. En hvur var nú þessi Hó Chi Minh? Hann var ungur merinta- maður sem kom fram á þeim árum sem kreppan miklaherj- aði Vesturlönd og hét þá Ngu- 1 yen Tat Thanh sem ég kann ekki að bera fram og seinna var farið að kalla hann föður- landsvininn Nguyen, sem er Nguyen Ai Quoc á þessu ágæta máli. Hann varð brátt forystu- maður í sjálfstæðishreyfing- unni en Frakkar hröktu hann í útlegð sem stóð hvorki meira né minna en í 35 ár að þessi virðulegi maður sem nú geng- ur á hjólhestagúmmí-sandölum var að ganga um veröldina, vonandi betur skóaður, og hlaut alþjóðlega skólun sem bylting- armaður enda telja sumirhann einhvern sleipasta Marxista sem nú er uppi, þennan fín- lega mann með skeggtoppinn sem nú heitir Hó Chi Minh og kallaður af þjóð sinni Hó frændi. En það var hreint ekki ætl- unin að lofa Vietnömum sjálf- um að kjósa sér stjórn eftir hinn frægi golfleikari Eisen- hower 'sló frelsisvonina úrhönd- um Suður-Víetnamsmanna með kylfu sinni út í buskann að því er virtist um sinn; því hon- um fannst ekkert vit í því að láta 80% þjóðarinnar ráða hverskonar frelsi það kysi sér en skenkti þeim í staðinn frelsi til þess að luta harðstjóranum Diem og hinni grimmu mág- konu hans frúnni Nú sem var einsog efnigædd ímynd þessara heimsfrægu sjóræningjadrottn- inga úr Kínaveldi sem voru löngum þungar í skauti ítur- vöxnum hetjum myndablaðanna sem nú eru eftirlæti pop-lista- manna. En golfleikarinn sem var svo sviplaus að hann var kosinn forseti með' yfirgnæf- andi meirihluta þegar vitnaðist að keppinautur hans væri in- tellektúal egghead eða eitt af þessum blessuðu varhugaverðu gáfnaljósum, reyndar sló hann ekki boltann langt í þetta sinn heldur lifði frelsisvonin meðal bændanna og alþýðunnar sem hefur verið að sameinast óð- um svo það má heita að landið sé mest á valdi Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar utan amerískra her- búða, að minnsta kosti á nótt- unni, og hið lát'ausa 'sprengju- regn Ameríkumanna er talið aðeins hafa orkað til þess að vekja allt . fólkið, bændur og erfiðismenn sem höfðu kannski fyrst og fremst hugsað um að rækta sinn hrís í friði og hafa að éta; en voru með sprengjun- um minntir á að það getur enginn friður orðið fyrren landið allt hefur losnað úr skugga af hrammi öfreskjunnar. Stjórn Diems var svo hat- römm að jafnvel hans nánustu samstarfsmenn gáfust upp á honum og frúnni fögru og grimmu og ráku dömuna af höndum sér og drópu Diem einsog' hund; það getur stund- um verið skammt á milli herra og hunds í þessum leik. f innar. En þá var hann ekki enn dauður. Nú talar enginn um Diem lengur. Nú er það Ky sem sagði um það leyti sem hann tók völdin með velþóknun Amer- íkumanna og stuðningi að sín stærsta fyrirmynd væri Adolf Hitler. Að vísu segja talsmenn amerísku stjórnarinnar að hann sé farinn að hugsa æ meira áður en hann hefst að í seinni tíð. Bandaríkjamenn hafa dregizt inn í styrjöld sem er óvinnandi. Það er ekki hægt að sigra fólk- ið sem hefur vaknað og sam- einazt, Víetnömsku þjóðina. Það eru tvær leiðir: leið Goldwaters að þurrka þjóðina út og brenna frumskóginn, og sprengja mann- kynið til helvítis; eða leið sem hinir vitrustu menn í Banda- ríkjunum kjósa: að kalla her- inn heim og láta fólkið í friði. En þegar sjónarmið heilbrigðr- ar skynsemi eru í framboði mæta þau gjarnan upphrópun- um galdrabrennuspámanna. Sumir hrópa: kommúnisti kommúnisti, þegar það er bent á að Ameríkumenn eigi að fara burt úr Víetnam. Þessi tit.ill svífur vfir höfðum manna ejnsog öldun'gadeildarþing- mannanna Fulbright. Mansfield og Robert Kennedy, — þeir vilja láta semja við Þjóðfrelsis- ishreyfinguna voldugasta inn- lenda aflið í Suður-Víetnam. Um öll Bandarikin er deilt um þessa styrjöld. f öllum háskól- um er sterk andstaða gegn þátt- töku Bandaríkjamnnna i styrj- öldinni: hvað ætli ungu menn- irnir kæri sig um að láta senda sig út í dauðann í landi sem þeir þekkja ekki og skilja ekki i þýðingarlausri styrjöld t.il þess að einhverjir stjórnmála- menn missi ekki andlitið af heimsstyrjöld, lokahvellinn fyr- ir manneskjumar. Iðuléga hafa þeir verið að kasta sprengjum í svona fjörutfu kílómetra fjar- lægð frá kínversku landamær- unum úr þotum sem fljúga hraðar en hljóðið, þessir sak- lausu amérísku drengir fráHot Springs Idaho, Jefferson Mji^si- sippi, og Cincinnati og Bostbn. Og vélamar þeirra þjóta svo hratt að þær eru eina minútu frá fyrirheitnu sprengjumarki að landamærum Kína. inu í ljennslustundum, hvað yrði gert við kennara héma sem gerði það, yrði hann ekki víttur fyrir kommúnisma, senni- lega rekinn, það er nú hætt við því. Og þeir sem neita að fara að sprauta bensíneldi á fólkið í jarðholunum í Víetnam í nafni frelsisins þeir eru færð- ir í fangelsi í Bandaríkjunum. Er þetta ekki í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna sem þjóð- in hefur ekki öll staðið á bak við forseta sinn þegar hann hefur farið. í stríð fyrir hönd hennar við útlendinga? Nú er ameríska þjóðin klofin. Ég hlustaði á þekktan enskan út- varpsmann í BBC segja frá ferðalagi sínu um Bandaríkin þver og endilöng: Hvarsemég kom segir hann: — Allstaðar var verið að deila um þetta stríð. Fjölskyldurnar voru klofn- ar, vinum lenti saman og frændum. Þetta var ósköp þreytandi til lengdar: að hlusta aftur og aftur og einlægt á sama samtalið, sömu rökin með ogámóti, sama samtalið síend- urtekið í eldhúsinu, stofunni, og kannski f svefnherberginu líka; krám, lestum, flugvélum, hot- dogstands, allstaðar. Frakkar stóðu í sjö ór f þéssu þrátefli stríðsins í Indó- Kína þangað til litli kviki stjórnmálamaðurinn sem drakk bara mjólk hjó á hnútinn í , Genf 1954. Eða þá Frakk- ar í Alsírstríðinu sem ekki var hægt að enda vegna einhvers hégómaþvættings um heiður hersins og stolt. Þá var ekki hægt að afmá þessa voðalegu smán þar til De Gaulle samdi. Nú þráast Johnson við og McNamara. Og þar er meira en smán og ofbeldi sem veldur hræðilegum þjóningum fátækr- ar þjóðar sem þráir að fá að vera í friði'. Það er ennþó aft- ur þetta brinkmanship: að fara út á yztu nöf og hætta á Kæri Jón, skrifar ungur mað- ur. Ég vona að þér líði vel. I am fine. Mér líður ágætlega. Ég fékk bréfið frá þér í gær. Ég skal reyna að svara spurn- ingum þínum einsog ég bezt get. Ég er meira en lítið spennt- ur. Ég er alveg skíthræddur. Þeir eru að segja að tvö eða þrjú þúsund kínverskir komm- únistar séu nýkomnir hingað l svona 300 metra fjarlægð frá okkur. Þeir eru bara að bíða eftir að þeir geri- árás alveg núna. Við erum ekki nema 250 svo að við erum miklu færri. Þeir komu um klukkan fimm f gær en hingað til hafa bara leyniskyttur verið að hleypa af skoti og skoti. Þeir eru með heilmikið af sprengju- vörpum og ég gerði mér skot- byrgi með timburþaki úr köss- unum utan af matvælaskammt- inum. Ég hélt þeir myndu ráð- ast á okkur í gærkvöldi en ekkert skeði. Þeir ætluðust til að við baer- um matarskammtinn á bakinu til hersveitanna yfir opið svæði í gærkvöldi. Fimmtán mínút- um áður en við áttum að fara af stað létu Vietcongar skot- hríðina dynja á öllu svæðinu. Við hefðum þá verið á miðju svæðinu og'það hefðu áreiðan- lega einhverjir af okkur verið drepnir. Þeir voru að segja mér rétt í þessu að það gæti verið að við þyrftum ’ að fara l framlínuna í nótt til að hvíla hina strákana. Við kokkarnir lendum í meiri átökum heldur en fótgönguliðarnir sjálfir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum við getum lifað af heilt ár í þessu. Þetta er sannkallað hel- viti. Hitinn er morð u|pp í 110 stig á hverjum degi (fahrenheit). Ég skal svara spurningu þinni. Framhald ál 9. síðu. Sunnudagur 15. mai 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA 7 LANGTIBURTU. t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.