Þjóðviljinn - 15.05.1966, Side 8

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Side 8
SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. maí 1966. Viðtal við Cuðmund Framhald af 3. síðu. niargt annað, sem hefur víðtæk áhrif á hag almennings. — En það eru fleiri flokkar í kjöri en Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað segirðu um Alþýðuflokkinn? — Um hann er ekkert að segja. 1 borgarstjórn hefurhann yfirleitt annaðhvort setið hjá eða greitt atkvæði með íhald- inu, og raunar er það óbrigðult að hann greiðir atkvæði með f- haldinu ef nefndakosningar eru á næsta leiti. Ihaldið getur reitt sig á atkvæði Alþýðuflokks- ins gegn hæfilegri greiðslu þeg- ar bitlingur er í boði. . — En Framsókn þá? — Hún er kannski óheilasta stjómmálafyrirbæri á Islandi. >ú rifjaðir upp um daginnhinn fræga Rannveigarþátt 1949, þeg- ar vinstrafylgi var safnaðmeð háværu glamri og notað til þess að kaupa sig inn í íhalds- stjóm, lækka gengið, magna verðbólguna og koma á at- vinnuleysi. Þegar Framsókn er við völd er hún alltaf harðvít- ugur andstæðingur alþýðusam- takanna. Þegar verklýðsfélögin háðu hina löngu baráttu sína 1952 — 1955 var Framsókn jafnvel enn illvígari en íhaldið. I vinstristjórninpi hafði Fram- sókn neikvæða afstöðu til allra félagsmála og hún sundraði þeirri stjóm með kröfum um beina kauplækkun. Framsóknarflokkurinn boðar aldrei róttæka stefnu nema þegar hann lendir utangarðs í valdakerfinu, eins og veriðhef- LONDON 1275 — 1 fyrra mán- uði minnkaði óhagstæður verzl- unarjöfnuður Bretlands við út- lönd um eina miljón punda. Nam hann í apríl 20 miljónum punda. Útflutningur fyrstu þrjá mánuði ársins var samt 20% minni en á sama tíma í fyrra. ur undanfarin ár. Þá er reynt að safna vinstrafylgi til að ná völdum og ástunda hægristefnu. En jafnvel meðan Framsókn talar hæst um róttækni sína bregður hún ekki vana sínum í verki. Hin réttmætu hróp Tímaíns um óðaverðbólgu berast ekki inn á fundi verðlagsráðs, þar sem fulltrúi Framsóknar- flokksins greiðir atkvæði með hverri verðhækkun og heimtar meira. Hinn svokallaði stuðn- ingur Framsóknar við verklýðs- hreyfinguna hlaut engar undir- tektir hjá Framsóknarleiðtogun- um sem létu Mjólkurbú Flóa- manna og Mjólkursöluna ganga í Vinnuveitendasamband Islands og neyddu þannig bændur til að greiða hundruð þúsunda króna í herkostnað gegn verk- lýðssamtökunum. Raunar þarf ekki annað en líta á frambjóðendurna á lista flokksins í Reykjavík. Þetta er kannski þægilegasta fólk og kemur vafalauát vel fyrir á Varðbergsfundum, en hvarhef? ur það verið þegar tekizt hef- ur verið á um veigamikil þjóð- mál, hvað hefur það lagt á sig í þágu verklýðssamtakanna og róttækra stefnumiða? Staðreyndin er sú, eins ogég sagði áðan, að það sem sker Úr um þróun þjóðmálanna er styrkur auðmannaflokksins ann- arsvegar og styrkur verklýðs- samtakanna hins vegar. Það hefur frá upphafi veríð verk- efni verklýðshreyfingarinnar að knýja fram þær þjóðfélagsum- bætur sem máli skipta, ogfylgi Framsóknarflokksins verður verklýðshreyfingunni ekki neinn styrkur. Valdhafarnir óttastað- eins sterk og samhent verk- lýðsfélög og hinn pólitíska bak- hjarl þeirra, Alþýðubandalagið. Vinstrisinnaðir menn, sem telja verklýðshreyfinguna jákvætt afl í íslenzku þjóðlífi, þurfa ekki að vera í neinum vafa á sunnudaginn kemur. — M.K. Trésmiðafélag Reykjavíkur sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra stéttarlegar kveðjur í tilefni dagsins. Eiginmaður mjnn og faðir okkar, HARALDUR ÓSKAR LEONHARDSSON, lézt í Borgarspitalanum í Reykjavíik 13. mai s.l. Guðbjörg Ingimuudardóttir, Leonhard Ingi Haraldsson, Haukur Haraldsson. Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð og virðingu vjó and- lát og útför SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR Hjarðarhaga 19- Kjartan Ólafsson. Hanna S. Kjartansdóttjr Sigrún Guðmundsdóttir Jón Guðnason systkinj og barnabörn. Sendiherra Ungverjalands < • Herra Fcrenc Esztcrgályos, sem undanfarið hefur verið sendi- herra Ungverjalands á íslandi, afhenti 10. þ.m. forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem ambassador Ungverjalands á Islandi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að viðstöddum utanrikisráðherra og var myndin tekin við það tækifæri. 8.30 \R. Barretto og hljómsveit hans og Del-Oro-hljómsveitin leikja. 9.10 Morguntónleikar. a) Til- briglði pg fúga, op. 100 eftir M. SReger, yfir stef eftir J. A. Hiller. Filharmoníusveit Berlfnar leikur; Von Kempen stj. b) Tom Krause syngur lög eftir R. Strauss. Við pí- anóiðl P. Koskimies c. Kon- sert íl e-moll, op. 37 eftir Boismiortier. Telemann-hljóm- sveitim í Hamborg leikur. d) Hafið, eftir Debussy. Suisse Rom,anide hljómsveitin leik- ur. Stjórnandi: E. Anser- met. 11.00 Hátíðarmessa sjómanna i Hrafnisfcu: Almennur bæna-^ dagur. (Séra Grímur Gríms- son). 14.00 Frá útisamkomu sjó- mannadagsins við Hrafnistu. a) Minnzt drukknaðra sjó- manna: Biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson, talar; Guðmundur Jónsson syngur. b) Ávörp flytja: Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegs- málaráðherra, Gísli Konráðs- son framkvæmdastjóri, full- trúi útgerðarmanna, Páll Guðmundsson skipstjóri, full- trúi sjómanna. c) Afhending heiðursmerkja: Pétur Sig- urðsson formaður Sjómanna- dagsráðs ávarpar þá, sem hljóta heiðursmerki sjó- mannadagsins. d) Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórn- andi Páll P. Pálsson. 15.30 1 kaffitímanum. a) Lúðra- sveit Selfoss leikur; Ásgeir Sigurðsson stjómar. b) Þjóð- lög úr ýmsum áttum. 16.40 Endurtekið efni. a) Haust- blóm, leikrit eftir E. Daw- son. Þýðandi: Ingibjörg Step- hensen. Leikstjóri: Indriði Waage. (Áður útvarpað fyrir fimm árum). b) Tónlist frá Suður-Frakklandi, kynnt af Guðrúnu Sveinsdóttur (Aður útvarpað 22. febr. s.l.). 17.30 Bamatmi: Anna Snorra- dóttir stjórnar. a) Þegar krí- an kemur: Anna Snorradóttir les frásögn eftir Bjöm J. Blöndal, og Lárus Pálsson les þulu eftir Jónas Ámason. b) Framhaldsleikritið. Kalli og kó. Fimmti og síðasti þáttur: Snjókötturinn hræðilegi. 18.30 íslenzk sönglög. 20.00 Sjómannavaka, sem Karl M. Einarsson bryti sér um að tilhlutan sjómannadags- ráðs. Viðtöl við Gunnar V. Gíslason fyrrum skipstjóra1^ frá Papey og Eymund Sig- urðsson hafnsögumann á Hornafirði. Kvæði um Vest- mannaeyjar eftir Kristin Bjarnason, lesið af Þorsteini ö. Stephensen. Gamlar for- mannavísur kveðnar. Sungn- ar gamanvísur: Róbert Arn- finnsson, Alli Rúts og Karl M. Einarsson syngja. Leiknir skemmtiþættir. Flytjendur Ámi Tryggvason. Valdimar Lárusson, Emilía Jónasdóttir og Karl M. Einarsson. Hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar leikur og syngur sjómannalög hér og hvar í dagskránni. 22.10 Kveðjulög skipshafna og danslög. Eydís Eýþórsdóttir les kveðjurnar Dg kynnir lögin. Sextétt Ólafs Gauks Sön.gvarar: Svanhildur Jak- obsdóttir' og Bjöm R. Einars- leikur danslög í hálftíma. son. 01.00 Dagskrárlok. Útvarpið á mánudag: 13.15 Eðvarð B. Malmquist ráðunautur talar um útsæð-<5>- iskartöflur og rabbar við Finnlaug Snorrason bónda að Amarvatni í Flóa um regnúðunarkerfi til þurrk-og ' frostvama við kartöflurækt. 15.00 Miðdegisútvarp. Magnús Jónsson syngur. S. Rikhtér leikur Nóvelettur nr. 1, 2 og 8 op. 21 eftir Schumann. Lamoureux-hljómsveitin í París leikur Bacchus Dg Ari- ane, svítu nr. 2 eftir A. Roussel; I. Markevitch stj. Ludwig, Randall, Edelmann, Meyer, Schwarzkopf og Wachter syngja atriði úr Rósariddaranum eftir Rich. Strauss; von Karajan stj. 16.30 Síðdegisútvarp: Kór og hljómsveit Mats Olsson leik- ur lagasyrpu, hljómsveitin 101 strengur leikur lög eftir St. Foster. Risu Williams kórinn syngur syrpu af vin- sælum lögum, L. Almeida leikur Broadway-lagasyrþu, P/ Lee syngur þrjú lög, E. Calvert og hljómsveit leiká Latin Gamival-lagasyrpu og F. Sinatra syngur tvö lög. 18.00 Lög úr Werther eftir Massenet. 20.00 Stjórnmálaumræður: Um borgarmálefni Reykjavíkur. Fyrra kvöld. Ræðutími hvers framboðslista 40 mínútur í tveimur umferðum. Röð list- anna: A-listi — Alþýðuflokk- ur B-listi — Framsóknar- flokkur — G-listi — Alþýðu- bandalag. D-listi — Sjálfstæð-v isfl. Fyrri umferð 25 mín. eða litlu betur til handa hverjum lista. Síðari umferð 10 mínútur fyrir hvetn fram- boðslista. 23,00 Dagskrárlok. Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur 'og drengi. — Terylenebuxur, >stretch- buxur. gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRU'R - GOTT VERÐ. Verzlunin Ó.L. Traðarkot^cnnH, á'ímoti ÞjóðleikhúsinuT. VerkamannafélagiB Dagsbrún sendir sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra stéttarlegar kvéðjur og heillaóskir í til- efni af sjómannadeginum. kosningustjórn Alþýðubandalagsins D UTANCJÖRFUNDAR- KOSNING stendur yfir. I Reykjavík er kosið í gamla Búnaðarfclagshúsinu við Lækj- argötu, opið alla virka daga ki. 10—12 f.h., 2—6 c.h., en á sunnudögum kl. 2—6 e.h. Cti á landi er .fcosið hjá öllum bæjarfógetum og hrepp- stjórum. Skrá yfir kjörstaði crlendis og LISTABÓKSTAFI Alþýðubandalagsins er birt á öðrum stað i blaðinu. I>cir sem dvelja fjarri heimilum sínum á kjördag þurfa að kjósa strax, og eru allir stuðningsmenn Alþýðufeanda- lagsins beðnir að gefa kosn- ingaskrifstofum okkar allar nauðsynlegar upplýsingar um þá, sem fjarverandi eru. n KOSNINGASKRIFSTOF- UR Alþýðubandalagsins í Rcykjavík sem þegar hafa verið opnaðar, eru f Tjarnar- götu 20, opið kl. 9 f.h. til 22 e.h. alln daga, símar 17512. 17511 og 24357 og að Laufás- vcgi 12 opið kl. 9—19, símar 21127 og 21128. Báðar skrif- stofurnar vcita allar almcnn- ar upplýsingar varðandi kosningarnar. Að Laufásvegi 12 er einnig hverfisskrifstofa fyrir Vesturbæ innan Hring- brautar og Þingholt. . □ HAPPDRÆTTI og KÖNNUNARLISTAR. Allir þcir, scm fcngið hafa senda könnunarlista cða miða í kosningahappdrætti Alþýðu- bandalagsins cru bcðnir að gcra skil nú þcgar. A kosn- ingaskrifstofunum cr einnig tekið við framlögum í kosn- ingasjóð og scldir miðar ' kosningahappdrættinu, en i því vcrður drcgið daginn cft- ir kjördag. □ SJÁLFBOÐALIÐAR, scm starfa vilja fyrir Alþýðu- bandalagið fyrir kjördag og á kjördag eru beðnir að láta skrá sig á kosningaskrifstof- unur'. aiovivciNYa xiŒAcirrv U BlLAU, Á kjördag þarf Alþýðubandalagið á að halda öllum þeim bíiakosti, sem stuðningsmenn þess hafa yfir að ráða. Eru bílcigendur scrstaklega beðnir að vera viðbúnir og láta skrá slg nú þegar til starfs á kjördag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.