Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 24. maí 1966 — 31. argangur — jl 14. tölublað. Kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins □ Dregið var í happdrættinu hjá borgarfógeta, en þar sem upp- gjöri er ekki að fullu lokið verða vinningsnúmerin ekki birt fyrr en síðar. □ Allir sem ekki hafa gert upp fyrir happdrættismiða sína eru eindregið hvattir til að gera skil sem allra fyrst. Tekið er á móti upp- gjöri í kosningaskrifstofunni að Tjarnargötu 20. Stór kosningasigur Alþýðu- bandalogsins I Reykjavik íhaldið aftur I minnihluta meSal kjósenda □ Það sem vakið hefur mesta athygli við kosningaúrslitin í Reykjavík er annarsvegar hin myndarlega fylgisaukning Alþýðubandalagsins og hins vegar fylgistap íhaldsins sem nú er á nýjan leik í minnihluta meðal kjósenda. Kosningaúrslitin voru þessi: Alþýðuflokkur 5679 atkvæði og 2 fulltrúa Framsóknarflokkur 6714 atkvæði og 2 fulltrúa Sjálfstæðisflokkur 18929 atkvæði og 8 fulltrúa Alþýðubandalag 7668 atkvæði og 3 fulltrúa Á kjörskrá voru 44939 en atkvæffi greiddu 39842 eða 88,7%, auðir seðlar voru 782 og ógildir 70. I borgarstjórnarkosningunum 1962 fékk AlbÝ'ðubandalagið 6.114 atkvæði, og bætir nú við sig yfir 1,500 atkvæðum.. I þing- kosningunum 1963 fékk Alþýðu- bandalagið 6.678 atkvæði, og aukningin síðan þá er um 1000 atkvæði. Það er því alveg aug- ljóst að sigurvegari kosninganna í Reykjavík er Alþýðubandalag- ið; það eitt hefur safnað til sín verulegu nýju fylgi. Tií þess að meta þær breyt- ingar sem í úrslitunum felast er nauðsynlegt að bera þær bæði saman við síðustu borgarstjórn- ar — og síðustu þingkosningar. 1 "% skégarvarða í Vaglaskógi ■ ■■ Ok'"! ■ ^oreyoalagðist Aðfaranótt mánudagsins brann íbúðarhús skógarvarðarins í Vaglaskógi, Vaglar IX. til grunna og er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Leitað 'var eftir aðstoð við slökkvistarfið til næstu bæja, en húsið brann á skömmum tíma og tókst Iitlu sem engu að bjarga. Skógarvörðurinn, ísleifurSum- arliðason bjó þarna ásamt konu sinni. Sigurlaugu Jónsdóttur og 6 bömum. Hafði hann veriðmeð dóttur sinni í fjárbúi á Gömlu Vöelum Orr komiö heim um þrjú- leytifl um nóttina. Um kl. 5 varð fólkið vart við reyk f húsinu og tókst með naumindum að bjarga sér út. Húsið, sem 'var nýbyggt timbur- hús brann til grunna eins og fyrr segir, en mun hafa verið sæmilega vátryggt. Fjölskyldan er á Skógum, eins og sakir standa. — O. 6. borgarstjórnarkosningunum 1962 fékk Aiþýðuflokkurinn 3.961 at- kvæði en í þingkosningunum 1963 5.730 atkvæði. Ávinningur flokksins nú er auðsjáanlega fyrst og fremst í því fólginn að kom í veg fyrir að á annað þúsund Alþýðuflokkskjósendur styddu íhaldið. 1962 fékk Fram- sóknarfl. 4.709 atkvæði í þing- kosningunum en ári síðar 6.178. Fylgisaukning Framsóknar frá þingkosningunum er um 500 at- kvæði, og hefur það vakið mik- il vonbrigði í forustu flokksins, sem taldi sér vís 8.000 — 10.000 atkvæði! Ihaldið fékk í borgar- stjómarkosningunum 1962 19,220 atkvæði og í þingkosningunum ári síðar 19,122 atkvæði; þaðhef- ur þannig hreinlega tapað fylgi frá báðum þessum kosningum þrátt fyrir mikla aukningu á kjörskrá. Valur —KR 3:2 f gærkvöld var næstsíðastj leikur Reykj.avíkurmótsins í knattspymu háður á Melavell- inum. Áttust þá við Valur og KR og sigraðj Valur með 3 mörkum gegn 2. Hermann Gunn- arsson skoraði öþ mörk Vals- manna Þetta var langbe7.ti leik- ur mótsins týl þessa. — Frímann segir nánar frá' leiknum í blað- inu á morgun. Samþykkt að opna vínbúðir f sambandi við bæjarstjómar- kosningarnar voru greidd at- kvæði í Vestmannaeyjum og Keflavík um það hvort opna skyldi vínbúðir á þessum stöð- um og var það samþykkt á báðum stöðunum. í Keflavík greiddu 1342 at- kvæði með opnun áfengissölu en 674 á móti. f Vestmannaeyjum voru 1254 með, en 773 á móti. Guðm. J. Guðmundsson Guðrún Hclgadóttir Jón Baldvin Hannibalsson Cóður árangur Alþýðubunda- lagsins víðsvegar um lund Stórfellt fylgistap ihaldsins megineinkenni kosninganna □ Árangur Alþýðubanda-1 ur, og sumstaðar náðist veru- lagsins í kosningunum úti leg fylgisaukning. Má þar um land var hvarvetna góð-1 til dæmis benda á Neskaup- ‘^AAAAAAA/V\/\A/VVVVVVVVYAAAAAAAA/\AA/V\AAA/V\AA/V\AA/VVV\A/VVVVVVVVVVV\A/V\A/V\A/VVVVVVV\AA/\rt/\^/\^^/^/^M^/\^/\M/\/vv\AAAAAAAAAAA/V\AAAAAA/VVV\/VVV\AAAA/VV\AA/VVVVVVVVVVVVVVVVVVV\A Þakkir til starfsfólks og stuðningsmanna G-listans Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykja- vík færir hér með öllum þeim er unnu að kosn- ingaundirbúningi G-listans og þátt tóku í starfi á kjördegi þakkir fýrir frábær og ómetanles störf. Einnig er öllum þeim mörgu þakkað, er með framlögum sínum í kosningasjóð G- listans sýndu Alþýðubandalaginu traust og vel- vild og gerðu því fært að standa undir kostn- aði kosningabaráttunnar. Þá er og öllum þeim er veittu G-listanum stuðning á kjördegi færðar beztu þakkir. Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. vxVVV\AV\A/V\AA/V\AAA/\AA^AAAA/\AAAA/V\AAA/VV\AAAA/VV\AAVVVVVVVAVVV\A/V\/VVA/\AAAA/VV\AAVlV^VVV\AAVV\AAVVVVVVV\AA/\AAAAV\A^AAV\AA/VV\A/V\AAA/VV\A/\AAAAA\/V\AV\AAAVVVVV\AVVVX/VVVV stað, Kópavog, ísafjörð, Sauðárkrók, Siglufjörð og ýmsa hreppa. Alþýðubanda- lagið vann fulltrúa á Sauð- árkróki, og tapaði hvergi fulltrúa (á Húsavík stóðu Alþýðubandalagsmenn að tveimur listum). □ Megineinkenni kosn- ingaúrslitanna var hins veg- ar samfellt fylgistap. Sjálf- stæðisflokksins, sumstaðar mjög mikið. Þeir tönuðu fulltrúum í Reykjavík. Hafn- srfirði. Sauðárkróki. Akur- evri og Vestmannaeyjum — og löfðu á nokkrum atkvæð- um eða broti úr atkvæði á Siglufirði og Ólafsfirði. Af samanburði við alþingis- kosningar má sjá að íhald- inu hefur yfirleitt mistekizt á þessum stöðum að fá til sín fvlgi frá Alþýðuflokknum eins og oft hefur gerzt síð- ustu árin í sveitarstjórnar- kosningum. Alþýðuflokknum hefur tekizt betur en fyrr að halda fylgi sínu saman. Sjá úrslit í kaup- stöðum og kaup- túnahreppum á 6., 7. og 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.