Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 12
! I I GuSmundur Vigfússon um kosningaúrslitin: Agætur árangur, sem getur úrslitum um stjórnmálaþróunina ráðið ! Þjóðviljinn bað í gær Guð- mund Vigfússon að segja nokkur orð um úrslit kosn- inganna, og fara ummæli hans hér á eftir: „Við borgaTstjómaxkosning- amar í Reykjavík á sunnu- daginn hlaut Alþýðubandalag- ið 7668 atkvæði eða 19,7% af gildum atkvæðum. Við borg- arstjómarkosningamar 1962 hlault Alþýðubandalagið 6114 atkvæði í Reykjavík eða 16,8%. Fylgisaukning Alþýðu- bandalagsins nemur því 1554 atkvæðum og 2,9%. Ég tel að Álþýðubandalagið megi vel við þessi urslit una. Eftir þessar kosningar er Sjálfstæðisflokkurinn kominn í minnihluta meðal reyk- vískra kjósenda. Hann hafði í borgarstjómarkosningunum 1962 52,9% gildra atkvæða og 2072 atkvæði fram yf- ir andstöðuflokkana. Við kosningamar s. 1. sunnu- dag hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn aðeins 48,5% gildra atkv. og hafði nú 1132 atkv. færra en andstöðuflokkamir saman- laglt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því tapað 4,4% atkv. frá 1962, hann fær 291 atkv. færra en þá, og tapar auk þess allri aukningunni. Þetta er mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og virðist auðsætt að hann hafi ekki sízt goldið óvinsælda stjómar- stefnunnar. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar sloppið bet- ur og er þess þó að gæta, að hann virðisit nú hafa heimt betur en oft áður. það fylgi hans, sem veikast er fyrir á- róðri Sjálfstæðisflokksins og venjulega fer yfir til þess flokks í borgarstjórnarkosn- ingum. Atkvæðaaukning Al- þýðuflokksins nemiu: 3,7% miðað við borgarstjómarkosn- ingamar 1962 en atkvæðatala hans er nú eilítið lægri en í þingkosningunum 1963. Enda þótt Framsóknarflokk- urinn fái nú 4,3% hærri at- kvæðatölu en 1962 er augljóst að sókn þess flokks er nú stöðvuð í Reykjavík. Hann fær nú aðeins lítið eitt hærri atkvæðatölu en í þingkosn- unum 1963. Framsókn ætlaði sér þó áreiðanlega stærri hlut nú, og mátti glöggt greina það af skrifum og málflutn- ingi þeirra Framsóknarmanna. Augljóst er að Framsókn hef- ur í þessum kosningum tapað glímunni við Alþýðubanda- Iagið um fomstusætið fyrir andstöðunni við Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík. Um þetta verður ekki deilt nú þegar úrslitin liggja fyrir. Alþýðubandalagið í Reykja- vik hafði mjög skamman tima til undirbúnings og at- hafna fyrir þessar kosningar. Ég tel engan vafa á, að við höfum að nokkm goldið þessa. og að árangurinp hefði orðið enn betri með lengri undirbúningstíma og skipu- Iagðari vinnubrögðum. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins unnu frábært starf fyrir samtök síti og framboðslista á þeim skamma tíma, sem um var að ræða. Þetta ber að þakka nú að loknum kosningum, og að náð- um ágætum árangri, sem mikl- um úrsliltum getur ráðið um stjómmálaþróun næstu ára, um Ieið og heitið er á menn til áframhaldandi starfs og nýrra dáða fyrir stefnu og málstað Alþýðubandalagsins.‘‘ | ! \ \ \ \ \ \ \ \ & Þriðjudagur 24. maí 1966 — 31. órgangur 114. tölublað. Norðmenn efstir á bridgemótinu Kópavogur.- Ágætur árangur óháðra, en óvissa um stjórnarsamstarf □ Þetta er ágætur árangur, sagði Ólafur Jónsson full- trúi óháðra kjósenda í bæjarstjóm Kópavogs. — Við höf- um haldið okkar hlutfalli meðal kjósenda þrátt fyrir gífurlega mikla fjölgun og innflutning. Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu og ég vil nota tækifærið og þakka ágætt og samstillt starf allra sem unnið hafa fyrir H- listann í þessum kosningum. Um atkvæðaaukningu Sjálfstæðisflokksins sagði Ólafur, að hún væri eðli- leg, fjölgunin í bænum væri innflutningur beint úr Tteykjavík, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn ætti miklu stærri hluta meðal fbúa en í Kópavögi, og hefði verið fyrirfram' vitað, að hann ætti það einnig meðal þessa nýja fólks. Þrátt fyrir þessa aukn- ingu íhaldsins, tel ég úrslit- in sýna ótvírætt traust á okkar starfi hér og bæjar- stjóranum. — Verður framhald á samstarfi með Framsókn í bæjarstjóm? — Við lýstum því yfir fyrir kosningar að við vild- um halda samstarfinu á- fram, en þar sem Framsókn féllst ekki á að gefa sams- Eins og frá hefur verið skýrt í Þjóðviljanum var Norræna Bridgemótið sett á sunnudaginn | að Hótel Sögu. Eftir tvær um- i ferðir voru Norðmenn eftir og ! vakti það furðu manna að Sví- ar, sem hafa verið sigurvegarar mörg undanfarin ár, voru í 3. sæti eftir tvær umferðir í opna flokknum. Þriðja umferðin var spiluð í gærkvöld og var henni ekkl lokið -þegar blaðið fór í prentun. Úrslitin úr 1. umfer'ð voru þessi: Finnland II — Danmörk 1 125:95 6—0. Noregur I Finn- land I 103:65 6—0. ísland I — Danmörk II 97:83 5—1. Sviþjóð I — Noregur II 50:76 0—6. Sví- þjóð II — ísland II 84:82 3—3. í annarri umferð fóru leikar þannig: Noregur I — Finnland II 109:55 6—0. ísland I — Dan- mörk I 69:100 0—6. Svíþjóð I — Finnland I 82:94 1—5. Svíþjóð II Danmörk II 90:64 6—0. ísland II — Noregur II 51:103 0—6. Úrslitin í kvennaflokki urðu: ísland — Finnland 97:93 3—3. Noregur — Svíþjóð 115:136 1—5. Danmörk sat yfir. Staðan í opna flokknum er þá þessi: Noregur 24 stig, Finnland 11 stig, Svíþjóð 10 stig, ísland 8 stig og Danmörk 7 stig. GEuggagægir tek- inn í Kópavogi Síðan um áramót hefur lög- reglan í Kópavogi verið í elt- ingaleik við gluggagægi, sem hrellt hefur fólk í Vesturbænum. 1 fyrrinótt náðist hann' loksins og reyndist vera unglingspiltur. Pilturinn játaði strax á sig að hafa kíkt á glugga af og til und- anfarna mánuði. Hann er nú i gæzlu í upptökuheimilinu £ Kópavogi. Ódýr skófatnaður frá Frakklandi Fyrir kvenfólk og börn Nýjar sendingar Skóbúð Austurbæjar Skókaup Kjörgarði Laugavegi 100 Laugavegi 59 ðdýrir sandalar Fyrir-drengi og karlmenn Nýjar sendingar Skóbúð Austurbæjar Skóval Austurstræti 18 Laugavegi 100 Eymundsonarkjallara Ólafur Jónsson konar yfirlýsingu fyrir kosningar, ríkir nú nokkur óvissa um áframhaldandi stjórn á bænum. Á kjörskrá í Kópavogi voru að þessu sinni 4247 kjósendur, þar af greiddu 3807 atkvæði eða um 90 af hundraði. 1 bæj- arstjómarkosningunum 1962 voru 3103 á kjörskrá í Kópa- vogi og kosningahluttaka 90,7 prósent. Úrslit urðu nú þau, að A-Iisti Alþýðuflokksins hlaut 360 at- kvæði og 1 mann kjörinn, bætti við sig 89 atkvæðum frá kosn- ingunum 1962. B-listi Fram- sóknarflokksins hlaut 966 at- kvæði og 2 mcnn kjörna, bætti við sig 219 atkvæðum. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 1203 atkvæði og 3 menn kjörna, bætti við sig 402 atkvæðum. H-Iisti Félags óháðra kjósenda hlaut 1196 atkvæði og 3 menn kjörná, jók atkvæðatölu sina um 269 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 82. Bæjarfulltrúar Félags óháðra kjósenda eru Ölafur Jónsson, Svandís Skúladóttir og Sigurð- ur Grétar Guðmundsson. Vara- menn Ámi Halldórsson, Gunn- ar Guðmundsson og Sigurður Ólafsson. Skotið á Kúbúbúa frá Guantanamo HAVANA 23/5 — Landvama- ráðuneytið á Kúbu tilkynnti í gær að landamæravörður að nafni, Luis Ramirez Lopiz. hefði lát- izt af sárum sem hann hlaut þegar skotið var á hann frá bandarísku herstöðinni i Guant- anamo á suðausturströnd Kúbu. Bandarískir hermenn hefðu einn- ig skotið á aðra landamæraverði Kúbumegin við herstöðvarmörk- in. W Arekstur tveggja enskra togara ÍSAFIRÐI í gær frá fréttarit- ara. Síðastl. laugardagsmorgun varg árekstur mjlli 2ja brezkra togara 45 sjómilur úf af Deild. Togarj frá Grimsby, Admiral Rumett sigldi á bakborðssíðu togarans Ross Howe frá Aber- deen. Skipin eru nú á ísafirði og fara væntanlega fram sjó- próf í málinu. Togarinn Admiral Burnett fór talsvert inn í hitt skipið og lenti stefnið á honum á brúarvængnum sem skemmdist rnikið. Síðan á togaranum, sem isiglt var á var rifin niðurúr og var rifan á 2. m. á breidd. Innan við gatig eru olíugeymar, sem komu í veg fyrir að sjór kæmist innúr og þarmeð áð skipið sykki samstundis. Þag var um eitileytið aðfara- nótt sunnudaigsins sem fjórir togarar si'gldu inn £ ísafjarðar höfn voru það tveir ofantaldir togarar og tveir aðrir enskir togarar sem drógu þá. Verið er nú að gera við skemmdir á Admiral Bumett í skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðsonar en enn er óá- kveðið hvar viðgerð á hinum togaranum fer fram og er vænt- anlegur maður frá Engiandi til að rannsaka skemmdirnar Áhöfnin af Rqss Howe dvelst nú á Herkastalanum á ísa- 'firði nema hvað skipstjórinn er um borg í Admiral Bumett. Á sunnudagskvöldið ' var slökkvilið bæjarins kallað út tvisvar vegna þess ag kviknað hafði lítillega í einum enska togaranum. Þetta kvöld var mikjl ölvun á ísafirði o^ menn í æstu skapi o? urðu slagsmál Kona meiðist Um hádegi í gær vildi til ó- happ í Sláturfélagi Suðurlands vig Skúlagötu Pappakassar sem lagðir höfðu verið í búnt féllu út um giugga og lentu á vegfar- anda, Jóhönnu Jónsdóttur, sem á heima á Lindargötu 61. Hlaut konan skurð á gagnauga og var flutt á slysavarðstofuna. á höfninni. í slagsmálum þess- um var einn s'kjpverja af Admi- ral Bumett særður á hálsi með hnífi. Þá gerðist það á ísafirði í þann mund ©r talning atkvæða hófst þetta sama kvöld að tveir drukknir menn bmtust inn í kirkju staðarins og stálú messu- víni. Þegar lögreglan kom þar að vom þeir að henda kirkju- munum út um glugga, en munu ekki hafa skemmt mikið. —- H.Ó. Rætt í Svíþjóð um eftirlit með kjarnatilraunum STOKKHÓLMI 23/5 — I dag bófst í Stokkhólmi alþjóðaráð- stefna vísindamanna um leiðir til að fylgjast með kjamaspreng- ingum neðanjarðar. Sænska stjórnin átti fmmkvæðið að ráð- stefnunni sem vonazt er til að auðveldi samkomulag um bann við slíkum kjarnatilraunum. Á ráðstefnunni em vísindamenn frá Ástralíu. Kanada', Egyptalandi, Indlandi, Japan Dg Póllandi. Það hefur veriðt umdeilt atriði hvort fylgjast mætti með kjarnaspreng- ingum neðanjarðar á jarð- skjálftamælum, og ætlunin er að reyna að komast að ákveðinni niðurstöðu. Börn í hættu Rétt fyrir kl. 3 í gærdag barst tilkynning til lögreglunnar um að 2 börn væru á leiðinni út Granda. Að sögn lögreglunnar er það algengt að krakkargangi út Granda meðan fjara er en komizt svo ekki til baka. 1 betta skipti vora þama tvær 10 ára telpur og þurftu lögreglumenn og menn úr björgunarsveit Ingólfs að vaða upp að hnjám með telp- urnar í fanginu til að komast á þurrt land.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.