Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ,ÞJÖÐVTLJINN — Þriðjudagur 24. maí 1966. llMVIIIIIIIIIIIIIIRfllfllllllllMllilllllllHli 6, þetta er indælt stríð" frumsýnmg í næstu viku í byrjun júní frumsýnir Þjóðleikhúsið söngleikinn „Ó, þetta er indælt stríð“ og verður þetta síðasta frumsýn- ingin á þessu leikári hjá Þjóðleikhúsinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um þenn- an söngleik, sem hefur hlot- ið miklar vinsældir, hvar sem hann hefur verið sýndur. Höfundar leiksins eru Char- les Chilton og Joan Little- wood og var leikurinn frum- sýndur hjá Theater Work- shop í London í marz 1963. Leikstjóri var Joan Little- -wood, leikhússtjóri í fyrr- nefndu leiljhúsi. en um starf hennar og list hafa verið skrifaðar margar greinar og bækur, því að segja má að hún hafi valdið gjörbyltingu í ensku leikhúsi. Sýning Joan Littlewood á „Ó, þetta er indælt stríð“. vakti óhemju mikla athygli og var sýnt um langan tíma við metaðsókn. Farið var með leikinn til Parísar og hann sýndur hjá „Leikhúsi þjóðanna" og hlaut leikurinn heiðursverðlaun það leikárið í París. Leikritið „Ó, þetta er in- dælt stríð“, gerist í fyr'ri heimsstyrjöldinni og fjallar um helztu atriðin í þeirri styrjöld. Allir þeir söngvar, sem urðu vinsælir í styrjöld- inni 1914—1918 eru sungnir í leiknum og þar er brugðið upp mjög snjallri mynd af því helzta, sem gerðist í heimsmálunum á þessum ár- um bæði í gleði og sorg. Leikstjóri er Kevin Palmer frá London, en hann vann í Theater Workshop leikhúsinu með Joan Littlewood um langan tima, og er vel kunn- ur starfi hennar. Einnig hef- ur Kevin Palmer starfað um langan tíma í Stratford upon Avon leikhúsinu. Palmer fór til Canada og setti þar á svið „Ó, þetta er indælt stríð“ og hlaut verðlaun fyrir sviðsetn- ingu á þessum leik. Palmer er fæddur í Ástral- íu, er efnafræðingur að mennt. Hóf síðar nám í leik- list og hefur starfað að því hugðarefni sínu síðan. Búningar og leiktjöld eru teiknuð af Una Collins, en sú hin sama gerði leikmynda- og búningateikningar fýrir sýninguna í upphafi. Leikendur eru 17, þar af eru 12 karlmenn og 5 konur. • I Myndin er af leikstjóran- um, Kevin Palmer. Skíðagöngumót á Hellisheiði Göngumót á skíðum var haldið fyrir skömmu í dalnum milli Skarðsmýrarfjalls og Flengingarbrekku á Hellisheiði. Átta keppendur tóku þátt í móti þessu frá Reykjavík, Siglufirði og Fljótum. Gengið var 7 km í hring í dalbotninum. Mótstjóri var Gísli Kristjáns- son, IR, og yfirtímavörður var Gunnar Hjaltason, Hafnarfirði. ?lokkur (20 ára og eldri): 1. Haraldur Pálsson, ÍR 21.11. 2. Páll Guðbjömsson (Skíða- sveit Fljótamanna 21.56 3. Hermann Guðbjörnss. 22.44. 4. Júlíus Amarson, lR 23.21 5. Björn Olsen, Sigluf. 26.07 6. -Þorbergur Eysteinss. ÍR. 27.16 TJnglingafl.: (sama vegal.). 1. Eyþór Haraldsson, ÍR 21.47 Margir áhorfendur voru við mót þetta, sem var mjög skemmtilegt og fór í alla staði hið bezta fram. Göngumóthef- ur ekki verið haldið sunnan- lands síðan 1958, en vonandi verður mót þetta upphaf þess, að göngumót munu aftur tíðk- ast sunnanlands. r Fjórðungsmót Norðlendinga / glímu Þátttakendur S fjórðungsglímumóti Norðlendinga. í fremri röð keppendur í drengjaflokki, frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Haraldur Jónsson, Áskell Jónsson, Már Vcstmann. Aftari röð frá vinstri: Einar Benediktsson, Sigurður Sigurðsson, Þóroddur Jóhannsson, Valgeir Stefánsson og Hvað gerir Geir? Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, lét kosningarnar í Reykjavik snúast um persónu sína; hann kvaðst vera að spyrja borgarbúa hvort þeir treystu sér. Á kosningadag- inn var reynt að láta bæinn be’ra svip hans, danskir tertu- botnar og bandarískt dósa- vatn var látið víkja úr búð- argluggum fyrir ásjónu borg- arstjórans, og kjörorðið á forsíðu Morgunblaðsins hljóð- aði svo: „Kjósum fyrir Reykjavík. Kjósum GeirHall- grímsson“, og að sjálfsögðu gleymdist ekki hin virðulega mynd leiðtogans. Geir hefur nú fengið svar við spurningu sinni. Þeir sem lýstu fylgi við hann reyndust vera um 2.000 færri en hinir sem lýstu andstöðu sinni. Taki Geir kosningabaráttu sína alvarlega ber honum tvi- mælalaust að ségja af sér. E-ins- dæmi Hins vegar kann það að vera álitamál hvort Reykvík- ingar hafi tekið hinn ygstur- heimska manndýrkunaráróð- ur alvarlega. Að minnsta kosti virðast ýmsir Sjálfstæð- Ísflokksmenn hafa haft ann- an mann í huga en Geir Hall- grímsson er þeir gengu að kjörborðinu. í neðsta sæti , listans, því þrítugasta, — hinu svokallaða heiðprssæti — var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þó nokk- ur brögð voru að því að nafn hans væri strikað út af list- anum, og mun það algert einsdæmi í kosningum hér- lendis að hróflað sé við neðstu sætum lista. Það kann því að vera deilu- mál í Sjálfstæðisflokknum hvor beri ábyrgð á ósigrinum, Geir eða Bjarni. Var þó eng- inn hörgull á deilumálum fyrir í þeim herbúðum. — AustrL Hraunbúar í Hafnarfirði efna fil móts um hvítasunnuna Skátafélagið Hraunbúar hef- ur lengi haft þann sið aðgang- ast fyrir vormóti fyrir skátaum hvítasunnuhelgína. Nú munu Hraunbúar halda 26. vormótsitt í Krýsuvík. Mótið véröur sett á föstu- dagskvöldið fyrir hvítasunnuog því verður slitið á annan í hvítasunnu. Mörg skátafélög munu taka þátt í mótinu og er ekki að efa, að myndarleg tjaldborg mun skarta á grund- inni ofan við Krýsuvíkurkirkj- una undir Bæjarfellinu I fyrra' tóku um 800 skátar þátt í vor- mótinu, sem þá 'var haldið á þessum sama stað. Mótið verður með svipuðu sniði og verið hefur. Á hvíta- sunnudag verða guðþjónustur um morguninn, en síðdegis verður mótið opið fyrir gesti, sem vilja heimsækja mótið og sjá og kynna sér hvað þar er um að vera. Varðeldár verða bæði á laug- ardags- og sunnudagskvöld, og er varðeldurinn á sunnudags- kvöldið opinn öllum almenn- ingi. Varðeldamir verða í skjóli Arnarfells. Mótssöngur er þegar tilbú- inn fyrir þetta mót og er bæði lag og ljóð frumsamið af Hraunbúum. Það er ekki að efa, að fjölmargir skátar í nágrenni Hafnarfjarðar munu nota sér þetta tækifæri, en einmitt þetta mót verður ágætur undirbún- ingur fyrir landsmótið í sumar. Mótsgjald er krónur 200,00 og fyrir það fá þátttakendur móts- merki, mótsblað, mjólk, kákó og kex á kvöldin, auk þess sem mótið sjálft og dagskrá þess býður upp á. Sætaferðir verða á mótið úr Hafnarfirði á hvítasunnudag, fyrir þá sem vilja heimsækja mótið, bæði foreldrar skátanna og aðra velunnara skátahreyf- ingarinnar. Þau skátafélög, sem hafa áhuga á að heimsækja vormótið í Krýsuvík 1966, eru beðin að hafa sem fyrst sam- band við einhvem eftirtalinna Hraunbúa, sem veita allar nán- ari upplýsingar um mótið: Hörður Zóphaníasson, Hval- eyrarbraut 7, Hafnarfirði, sími: 50285, Albert Kristinsson, Sléttu- hrauni 16, Hafnarfirði, sími: 50785, Þórarinn Guðnason, Lækjargötu 16, Hafnarfirði, sími: 51698, Rebekka Ámadótt- ir, Brunnstíg 6, Hafnarf., simi 51035, Jón Aðalstejns.. Köldu- kjnn 11, Hafnarf.. sími; 50706. AUGL ÝSING um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1966. Skoðun fer fram sem hér segir; Gerðahreppur: Fimmtudagur 2. júní — Föstudagur 3. júní. Skoðun fer fram við bamaskólann. Miðneshreppur: Mánudagur 6. júní — Þriðjudagur 7. júní. Skoðun fer ffam við Miðnes h/f. Njarðvíkur- og Hafnahreppur: Miðvikudagur 8. júní. — Fimmtudagur 9. júní. Skoðun fer fram við samkomuhúsið Stapa. Vatnsleysusitrandarhreppur: Föstudagur 10. júní. Skoðun fer fram við frystihúsið. Grindavíkurhreppur: Mánudagur 13. júní. — Þriðjudagur 14. júní. Skoðim fer fram við bamaskólann. Seltjamameshreppur: Miðvikudagur 15. júní. — Fimmtudagur 16. júní. Mosfells-, Kjalames- og Kjósarhreppur: Mánudagur 20. júní. — Þriðjudagur 21. júní. Miðvikudagur 22. júní. — Fimmtudagur 23. júní. Skoðun fer fram við Hlégarð, Mosfellssveit. Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaða- hreppur: Föstudagur 24. júní ___________ G- 1— 250 Mánudagur 27. júní _______G- 251— 500 Þriðjudagur 28. júnj-----------G- 501— 750 Miðvikudagur 29. júní__________ G- 751—1000 Fimmtudagur 30. júní___________ G-1001—1250 Föstudagur 1. júlí ------------ G-1251—1500 Mánudagur 4. júlí ---,_________ G-1501—1750 Þriðjudagur 5. júlí ........... G-1751—2000 Miðvikudagur 6. júlí __________ G-2001—2250 Fimmtudagur 7. júlí __________ G-2251—2500 Föstudagur 8. júlí ............ G-2501—2750 Mánudagur 11. júlí ------------ G-2751—3000 Þriðjudagur 12. júlí ......... G-3001—3250 Miðvikudagur 13. júlí _________ G-3251—3500 Fimmtudagur 14. júlí .......... G-3501—3750 Föstudagur 15. júlí ........... G-3751—4000 Mánudagur 18. júlí ....... G-4001 og þar yfir. Sikoðun fer fram við Ásbúð, Vesturgötu 4, Hafnar- firði. Skoðað er frá kl. 9—12 og 13—60.30 (1—4,30 e.h.) á öllum áðumefndum skoðunarstöðum. Skylt er að sýna ljósastillingarvottorð við skoðun. Gjöld af viðtækjum bifreiða skulu greidd við skoð- un eða sýnd skilríki fyrir, að þau hafi áður verið greidd. Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skilríki fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma varðar ábyrgð skv. umferðarlögum nr. 26 1958, og verður bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst, ef vanrækt er að færá hana til skoðunar. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega. Athygli er vakin á þvi að umdæmismerki bif- reiða skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endumýja númeraspjöld bifreiða ráðlagt að gera svo nú þegar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 18. maí 1966. EINAR INGIMUNDARSON. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.