Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 10
 ifl SÍ02Í — ÞJ6©vmJXNN — Þriðjjudagar 24. maí 1968. WILLIAM MULVIHILL FLUGVÉL HVERFUR ómögulegt að halda áfram. Hann settist, og enn hló hann, og hann vissi með sjálfum sér að hann var orðinn of þreyttur, ef til vill að því kominn að örmagn- ast. Þetta var svo hraeðilega fynd- ið . . . Að leita að vatni. Alltaf að leita að vatni. Það var inni- haldið í lífi hirðingjans og nú var líf hans sjálfs orðið þannig. Þannig hafði það verið hjá afa hans og langafa og öllum hin- um á undan þeim, öllum þeim sem höfðu sí og æ verið að leita að vatni og í eyrum þeirra óm- aði öskrið í þyrstum búpeningi og heitur sandurinn lamdi and- lit þeirra. Vatn, vatn, vatn . . . Nú var röðin komin að hon- um, hjólið hafði snúizt heilan hring. En hann var einn, alveg aleinn, og ef- hann fyndi ekki vatn, myndi hann deyja. Og samt var það fyndið. Hann verkjaði í magann. Hann losaði annan vatnsbrúsann og drakk dálítinn teyg. Einhver hafði leikið á hann. Hann festi brúsann á sig aftur og hélt á- fram. Hann kom að lágum sandöld- um sem hækkuðu í dimmar hæðir, eyðilegar og óhugnanr legar. Steinar tóku við af sand- inúm, og þegar hann var búinn að brjótast gegnum hann var eins og fæturnir væru kynlega léttir. Þegar dagsbirtan kom var hann klukkutíma leið frá hæð- arbrúpinni og hann flýtti sér fullur eftirvæntingar. En þaðan var ekki annað að sjá en óljósar útlínur af upp- þornuðum árfarvegi, sem hlykkj- aðist eins og slanga í suður- og vesturátt. Hann aetlaði að fylgja honum. Farvegurinn var reynd- ar þurr og þýðingarlaus og hvarf sennilega í sandöldum í margra mílna fjarlægð, en hann ætlaði samt að fylgja honum. Hann hafði þá við eitthvað að miða. Hann gæti komizt aðsjón- um. Hann gekk niður brekkuna og sólin skein framaní hann. Hann sá skoru í steini méð smástalli Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oq Dódó Laugavegi 18, III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. fyrir ofan og hann ákvað að út- búa sér svefnstað þar. Hann setti vatnskönnurnar í skugg- ann og taldi eldspýturnar. Það voru sjö eftir. Hann ætlaði að kveikja eld. Hann tók byssuna með sér og fór í smágönguferð. Klukku- tíma seinna kom hann til baka með langa, brúna eðlu. Hún hafði horft á hann ofan af flöt- um steini, þar sem hún hafði legið og sólað sig eftir nætur- kuldann. Hann fláði hana var- lega, fjarlægði innýflin og gróf þau strax til að halda flugun- um í fjarlægð. Hann safnaði þurrum gneinum, braut þær af runnunum og klóraði saman brotin með höndunum. Þettavar seinlegt og hann var sveittur, og þyrstur þegar hann var búinn. Hann steikti eðluna yfir litlu báli, smábita í senn. Hann átti eftir tvær melónur og hann borðaði aðra með kjötinu og nokkrum vatnssopum. Þetta var góð máltíð og þegar hann var búinn að matast gróf hann nið- ur afganginn af kjötinu, skreið undir stallinn og sofnaði. Þegar sólin væri sezt ætlaði hann að fylgja árfarveginum. Hann hélt áfram að ganga á nætumar og sofa á daginn. Hann fylgdi þurra árfarveginum og eftir tvo daga varð hann breiðari og grýttari. En þar var ekkert vatn að finna. Hann gróf víða en fann ekkert. Hann jók gönguhraðann eftir því sem vatnskönnurnar léttust. Stundum talaði hann við sjálfan sig á göngunni; hann sagði við sjálfan sig að hann mætti ekki gefast upn. yrði að halda áfram. Þeim yrði bjarg- að, bæði honum og félögunum við fjallið; honum skyldi tak- ast það, skyldi takast það . . . Hann söng líka. Hljóðið var notalegt og sönnun þess að hann var á lífi og gat alltaf- hugsazt að einhver heyrði til hans. Öðru hverju varð hann hás og þurr í kverjkunum og varð að drekka meira vatn, en hann var fús til að greiða fyrir sönginn með fá- einum aukadropum af vatni, því að einmanakenndin í eyðimerk- umóttinni var lamandi. Ef hann missti ekki kjarkinn og slakaði ekki á sjálfsaganum, tækist hon- um sjálfsagt að komast alla leið niður að ströndinni. Landslagið breyttist og það fór að halla undan fæti. Snemma morguns kom hann auga á út- línur stórs fjallgarðs við sjón- deildarhring. Hann gekk áfram, þar til hitinn neyddi hann til að grafa sig niður hjá stórum steini. Hann lét fyrirberast þar til kvölds, magnþrota af sulti. Hann reikaði aftur af stað í byrjun myrkurs og talaði við sjálfan sig um vatnsbólin og veiðidýrin sem hann myndi finna í fjöllunum framundan. Og fólk líka. Það myndi verða fólk þar. Búgarður í eigu sér- viturs, gamals þjóðverja — inn- fæddir geitahirðar — flokkur veiðimanna . . . Hann hélt áfram inn í nótt- ina, allt í einu valt hann um koll örmagna af sulti. Loks lá hann samanhnipraður í mölinni og þegar hann vaknaði var orð- ið bjart. Hann brölti á fætur og gekk varlega uppúr árfarveg- inum. Hann yrði að fá mat fljót- lega, annars dæi hann. Það var þungt að halda á byssunni. Landslagið var ójafnt, með þyrnirunnum og stöku trjám. Hann rakst á óvenjulegt fyrir- brigði — stóra rykuga skjald- böku sem var úti að ganga. Hann nam staðar og fylgdi henni með augunum. Hann vissi að hann myndi drepa hana og éta og lifa enn í einn eða tvo daga. Hann hafði engar áhyggjur af því að þurfa að borða hana. Hann hafði áður gætt ■ sér á skjaldböku í glæsilegu umhverfi með hvítan dúk á borðum og silfurborðbúnað. En það var vandamál að drepa hana. Hann gat ekki sóað kúlu á hana og ekki var hægt að berja sundur skelina með steini. Hann vissi ekki hvernig á því stóð, en hon- um fannst það fyrir neðan virð- ingu sína að ráða niðurlögum hennar á þann hátt. Hann náði skjaldbökunni, hún hvæsti og dró höfuð og lappir inn í skelina. Hann velti henni á bakið og settist. Hann barði í skelina með steini og höfuðið hvarf enn lengra inn. Enginn ætti að drepa skjaldbökur. Þær v.oru of gamlar og hægfara og hjálparvana og virðulegar; ef hann lifði þetta af og kæmist niður að ströndinni og fyndi hjálp, myndi hann aldrei fram- ar borða skjaldbökusúpu. Hann stóð upp og fór að safna viðL Hann gæti étið hana hráa, en hún væri betri steikt. Hann ætlaði að gera stórt bál og ein- hver kæmi auga á það og kæmi til að athuga málið. Hér var nóg af viði, miklu meira en hann hafði séð annars staðar. Skjaldbakan var horfin þegar hann kom til baka með fangið fullt af þyrnigreinum. Hann fleygði þeim frá sér og æddi um, þangað til hann sá hana hlunkast burtu með óhugnan- legum hraða. Hann náði henni aftur og lyfti henni upp. Skel- in var meira en fet á lengd og hún var miklu þyngri en hann hefði haldið. Höfuð og fætur voru komin inn í skelina, en þegar hann var á leiðinni að viðarhrúgunni gægðist hausinn út aftur og tvö rauðgul augu horfðu beint á hann. Eins og allar skjaldbökur varð hún spak- ari þegar haldið var á henni. — Mér þykir þetta leitt, sagði Sturdevant. Mér þykir leitt að þurfa að drepa þig og éta þig, en það er sjálfri þér að kenna. Þú tókst ranga stefnu í morgun. Það er þér að kenna . . . Hann gat ekki barið hanameð steini og hann gat ekki skotið hana. Hann lagði hana niður á bakið, 'en hann gat ekki farið frá henni, því að hann vissi að hún gat velt sér við og stungið LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 ’JASON VMERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678.. þórður sgóari 4759 — Það er fagurt sumarveður og þeir geta reiknað með að komast yfir hafið á fjórum til fimm vikum. Nokkrir dagar' til eða frá skipta ekki máli. — Komið verður við í Plymouth til að kaupa vistir áður en ferðin hefst. — Þórði líkar vel við há- setana tvn sem standu við stýrið til skiptis og þeir eru líka mjög ánægðir með nýja skipstjórann og að vera lausir við Lindström sem aldrei var hægt að gera til hæfis. Það er hrein ánægja að vinna með þessum skipstjóra og þeir finna að hann er öruggur. Lett rennur (kcSoö \ FÆST I KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 Auglýsið / Þjóðviljanum Plaslmo Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir selfu og sóf þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.