Þjóðviljinn - 11.06.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Side 5
tÆRigaT'dagur 11. júní 1S66 — ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA ^ Leikferð Þjóðleikhússins í sumar ,Afturgöngurnar' sýndar úti um land Hinn 19. þ.m. hefst leikför Þjóðleikhússins út á land og er það leikritið „Aíturgöngur", eftir Hinrik Ibsen, scm sýnt verður að þessu sinni. Leikurinn var sýndur hér í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári við ágæta aðsókn og urðu sýn- ingar alls 20. Leikstjóri var Gerda Ring og hlaut sýningin mjög góða dóma hjá gagnrýn- endum. Lcikendur eru aðeins fimm: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, Lárus Pálsson og Bryndís Schram. Leikmyndir eru gcrðar af Lárusi Ingólfs- syni. Fyrsta sýningin verður eins og fyrr scgir sunnudaginn 19. þ.m. á Blönduósi. Þaðan verð- ur svo haldið til Akureyrar og sýnt þar tvisvar sinnum. Þá verður haldið til Húsavíkur, sýnt í Skúlagarði, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Sauðár- króki og að lokum verður sýnt í hinu glæsilega nýja félags- heimili Ásbyrgi íMiðfirði hinn 30. júni og verður félagsheim- ilið vígt þennan sama dag, svo þetta verður fyrsta sýningin i hinu nýja húsi. Það hefur á iiðnum árum verið fastur iiður í starfsemi Þjóðleikhússins að senda ár- lega einhverja af beztu sýning- um leikhússins út á iand. A s.l. ári sendi Þjóðleikhúsið leikritið „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“, út á land og var það ágæta leikrit sýnt nær 50 sinnum víðsvegar um land- ið. Af öðrum sýningum, sem Þjóðleikhúsið hefur sent út á land má nefna t.d. þessar: „Andorra", „Horfðu reiður um öxl“, „Faðirinn“, „Tópas“, „Horft af brúnni“ o. fl. Þjóðleikhilsið hefur á s.l. 16 árum sýnt fjögur leikrit eftir Henrik Ibsen: Pétur Gaut, Bruðuheimilið, Villiöndina og nú síöast Afturgöngur. Asgeir Hjartarson, leikgagn- rýnandi Þjóðviljans segir m.a. í leikdómi sínum um sýning- una á Afturgöngum 17. okt. s.l.: „Þjóðleikhúsið á þakkir skildar fyrir að ráðast í að flytja hinn mikla harmleik Ibsens, eitt af meistaraverkum dramatískra bókmennta, enda er árangurinn í mínum augum vonum betri.“ Myndin er af Val Gíslasyni og Guðbjörgu Þorbjarnardótt- ur í hlutverkum sínum. Ver&lagning bræðslusíldar- innar fyrir norðan og austan Til viðbótar fyrri fréttum hefur verðlagsráð sjávarútvegs- jns sent frá sér eftirfarandi greinargerð um lágmarksverð á síld í bræðslu Norðan- og Aust- anlands og flutningasjóð síld- véiðiskipa. Samkvæmt úrskurði yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, skal lágmarksverð á síld í bræðslu, sem veidd er á Norður- og Austurlandssvæði, þ. e. frá Rit norður um að Hornafirði, vera sem hér segir tímabilið frá og ,með 19. júní til og með 30. september 1966. Hvert kg............. kr. 1.71. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægna á kg. fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í flutn- ingaskip utan hafna, enda sé síldin vegin eða mæld eftir nánara samkomulagi aðila við móttöku í ílutningaskip. Verðin eru miðuð við, að síldin sé kómin í löndunartæki verksmiðjanna cða umhleðslu- tæki sérstakra síldnrflutninga- skipa, cr flytji síldina til fjar- liggjandi innlondra verksmiðja. Af hinu framangrcinda bræðslu síldarverði, kr. 1.71, skulu tckn- ar kr. 0.01 af hvcrju kg. bræðslusíldar, er lagðar skulu í sérstakan jöfnunarsjóð, sem starfræktur vcrði í því skyni að örfa siglingar síldveiðiskip- anna til fjarliggjandi verk- smiðja innan verðlagssvæðisins. þegar svo kann að standa á, að veruleg bið sé eftir löndun hjá nærliggjandi verðsmiðjum og þrær þeirra að fyllast. Tillagið til sjóðsins er gjaldfallið strax cftir löndun bræðslusildar- farms úr veiðiskipi. Flulningsgjald til veiðiskipa skal þó aðeins greitt, þegar siglt er til norðurlandsverk- smiðja vestan Raufarhafnar frá veiðisvæðum sunnan Bakka- ílóadýpis eða íyrir flutninga til austfjarðaverksmiðja aust- an Raufarhafnar, þegar siglt er frá vciðisvæðum vestan Rauða- núps. Umsjónarnefndin, sem skipuð verður samkvæmt næstu mólsgrcin, semur um og á- kvcður nánar þessi vciðisvæði og takmörk þeirra. Flutnings- gjald kemur þó aðeins til grcina eftir að þrær eru að fyllast á því framleiðslusvæði, sem næst liggur miðum og þegar jafnframt er löndunar- töf fyrir hehdi á Raufarhöfn. Skal þriggja manna ums'jón- arnefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá SÍIdarverksmiðjum ríkisins og öðrum frá Síldar- verksmiðjusamtökum Austur- og Norðurlands og hinum þriðja kosnum af fulltrúum seljenda í Verðlagsráði sjávar- útvegsins, skera úr um það með tilvísun til framangreinds tilgangs sjóðsins, hvort og hve- nær svo kann að vera ástatt að nauðsynlegt sé að greiða fé úr sjóðnum til veiðiskip- anna til þess að hvetja til bræðslusíldarflutninga til fjar- liggjandi verksmiðja í því skvni að bjarga verðmætum r>g bæta afgreiðsluskilyrði sfldveiðiflot- ans. Gjald það, sem greitt verður úr sjóðnum, ef til kemur, skal nema kr. 0.10 á hvert kiló bræðslusíldar, sem flutt er til fjarliggjandi verksmiðja í síld- veiðiskipunum snmkv. hcimild umsjónarnefndarinnar en auk þess greiða þær verksmiðjur. sem veita þessari bræðslusíld Framhald á 7. síðu. Picasso afhent friðarverðlaun Vinátta þessara tvefiKÍa manna er ekki ný: Pablo Picasso og sovézki ritliöfundurinn ilja Erenbúrg. Á þeim tiltiilulega sakleys- islegu árum fyrir iieimsstyr.joldina fyrri kynntust þeir í París, voru í hópi kappfiilira manna sem ræddu oft um nætur stórtíð- indi í listuni. Eftir heimsstyrjöldina síðari mættust þeir oft á þeim vettvangi þar seni rætt var um atónibombuna og hvernig mætti konia henni fyrir kattarnef. — Picasso hlaut í fyrra friðar- verðlaun, kcnnd við Lenín — af afhendingn varð ekki fyrr eu í ár, og er Picasso sasður hafa verið sjúkur um skeið. Erenbúrg gerði sér ferð til hans í þessu tilefni og er myndin þá tekin. Þar eru manng jöld hundrab kameldýr — en aðeins 50 fyrir konu! Her á landi er nú staddur dr. John J. Vianney og er langt að kominn. Hann er Sómalímaður að þjóðerni, en starfar sem blaðamaður í Aden. Dr. Vianney er ritstjóri blaðs- ins ,,The Economic Forum‘‘, sem gefið er út í Sómalílandi og Lúxemborg, en einnig gagnrýnandi við arabíska bók- menntatímaritið „A1 Marifa" sem gefið er út í Sýrlandi. Það tímarit er helzta bók- menntatímaritið í hinum ara- bíska heimi, gefið út í 15— 20.000 eintökum. Dr. Vianney skrifar í það tímarit einkum um evrópskar bókmenntir, en nafn tímaritsins þýðir þekking. Dr. Vianney4 átti á fimmtu- dag tal við fréttamenn og fræddi þá um ýmislegt úrsínu heimalandi og svo frá Aden, sem er auðugasti hluti Suður- Arabíusambandsins og ein mesta umferðarhöfn heims. Hér á tandi dvelst dr. Vianney fram til 20. þessa mánaðar Þessa skemmtilegu mynd, ;t þessari frásögn fylgir, léthann okkur góöfúslcga í té, hún sýn- ir hirðingja í Sómalílandi sem ferðast í kola scm þeir reisa sér á baki kamcldýi’a sinna. — Kameldýrið er 1‘aunar helzli gjaldmiðillinn víðast hvar í Sómalílandi og komi upp deilur milli ættflokka eru manngjöld fyrir karlmann 100 kameldýr en aðeins 50 fyrir konu. Þess má geta til samanburðar að eitt kameldýr kostar hér á landi rétt rúmar 3.000 krón- ur. Dr. Vianney telst svo til að 10. hver landi hans sé skáld, scm aftur hefur það í för með sér að mállýzkumunur crfrek- ar lítill í Sómalílandi, því endurminning þess, cr skeður lifir í verkum skáldanna um land allt. Hinsvegar eru ekki nema um 10% landsmanna læsir og ástandið í skólamál- um hörmulegt; það er aðeins síðasta áratuginn, sem úr tek- ur að rakna. Hve ástandið er bágborið í þessufoma nýlendu- ríki sést á því, aS i landinu eru að sögn dr. Vianneys ekki nema 150—200 háskólamenntað- ir menn — og J>að með fiirini miljóna þjóð. Það er engin furða þótt Sómalíumenn vilji því leita með aðstoð og samvinnu burt frá hinum fomu og nýju nýlenduveldum og snúa sér lrekar til lýðræðissinnaðra smáríkja. þetta er m.a. ein á- stæðan fyrir áhnga dr. Viann- eys á Norðurlöndum. Kynnt starfsemi ,STÍLSKÓLAMS' Síðastliðinn miðvikudag fór fram smávegis kynning á starfsemi hins nýja „Stílskóla‘‘, er svo hefur verið nefndur eft- ir hinu sænska nafni fyrirtæk- isins. Nafn þessa skóla hefur vafizt nokkuð fyrir mönnum. Hér er þó ekki um neinn tízku- ■ skóla að ræða. Sjálfur kveðst skólinn vera „þaulhugsað svar við þeirri staðreynd samtím- ans, að aldrei fýrr 'háfi mann- leg snmskipti skipt eins miklu máli og nú — fyrir einstak- linginn — stofnanir þjóðfé- lagsins — þjóðfélagið". Til- gangur skólnns er að sögn forráðamanna í stuttu máli sá „að gera nomandann að betra manni, bet.ri samstarfsmanni, betri starfsmanni.“ Skólinn er ætlaður unglingum á aldxinum 15—20 ára. Það er Bandalag ísl. skáta, sem nú rekur þcnnan skóóla, sem er sænskur að uppruna, en hefur verið iagaður að ís- lenzkum aðstæðum eftir því sem þurfa þótti. Til þess að ná tak- marki sínu og tilgangi, vill skólinn beita allri kennslu- tækni nútímans. ogvarááður- nefndri kynningu bipgðið upp svipmyndum af starfinu. Skól- inn hefur þegar haldið tvö til- Happdrætti KKÍ Körfuknattleikssamband Is- lands er með í fullum gangi happdrætti þar sem gefnir eru út. 350 miðar og verð hvers miða er kr. 1000,00. Vinning- ar eru þrír, þ.e. Volkswagen- bifreið og tveir vinningar að verðmæti 5.000 hvor. Sölu- menn happdrættisins munu bjóða fyrirtækjum og einstak- lingum miða núna þessa daga. on dregið verður 15. þ.m. og drætti verður ekki frestað. KKl væntir þess, að almenn- ingur taki vel á móti sölu- mönnunum. raunanámskeið, en á hausti komanda hyggst Bandalag ísl. skáta bjóða skólann falan, enda kostar rekstur slíks skóla ærið fé. Hugmyndin er sú,ad fyrirtæki sendi yngsta starfs- fólk sitt í skólann áður en það tekur til starfa, og segja forráðamenn skólans, að í Sví- þjóð t.d. gerist það æ algeng- ara, að íyrirtæki notfæri sér þennan mögulcika til þess að reyna að tryggja sér betri starfskrafta. . ; ,x< •fS'.ívV*^.5»cBati Það var í Kaspíahafi, fyrir utan Bakú, sem fyrst var tekið að vinna olíu af hafsbotni, og smám saman hefur þessi vinnsluaðferð náð mikilli út- breiðslu. I Sovétrikjunum er nú víða borað eftir olíu undir vatni. bæði i Kaspíahafi, Az- ovshafi, Svartahafi. Okotshafi og við mj’nni fljótanna Ob og Jenisei. Þessi mynd birtist í þeim kafla vinnubókar „Stílskólans" sem ber fyrirsögnina „Þinn ytri maður“. Við myndina standa þessi orð: „Hvað er athuga- vert við klæðnað og framkomu þessarar ungu stúlku". Vill styðja aS innrás á Kúbu NEW YORK 6/9 — Forseti Mið- ameríkulýðveldisins Nicaragua, Rene Schick, lýsti því yfir i gær, að land sitt mætti „hvenær og við hvaða aðstæður sem er“ nota sem stökkpall tii innrásar á Kúbu. Bætti hann þvi við að stjórn Castros á Kúbu væri ógn- i un við frið og öryggi i allri hinni j Rómönsku Ameriku og þyrfti endilega að setja fyrir þennan ' leka. ( á t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.