Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 3
rjaugarðagtir W. fttfíf I9G6 — PJÖDVII.JINX — SfÐA 3 Stjórnarliðar hertóku Hue Ky var fengið alræðisvald SAIGON 10/6 — Sérstakt lögreglulið herforingjastjórnar- innar í Saigon tók í dag öll völd í vígi Búddatrúarmanna, Hue, í sínar hendur, vék lögreglu borgarinnar frá störfum og lýsti neyðarástandi til morguns. Leiðtogi Búddatrúar- manna, Tri Quang, hefur verið fluttur í sjúkrahús eftir 44 stunda hungurverkfall gegn stuðningi Bandaríkja- manna við stjóm Kys marskálks. Ky forsætisráðherra hef- ur fengið alræðisvald í efnahagsmálum Suður-Vietnams til þriggja mánaða. Tólf flugvélar fluttu lögreglu- lig þetta frá Saigon til Hue. Um mið.ian dág réðust um 400. lögreglumenn, vopnaðir táragasi og kylfum á lögreglustöðina í borginni. Tóku þeir allt umboð af lögreglunni, sem hefur sýnt andstöðu Búddatrúarmanna gegn stjórninni fulla samúð og ekki hafzt að er stúdentar í Hue réð- ust á byggingar, þar sem banda- rískar stofnanjr hafa aðsetur. Ekki hafa borizt fréttir af því að til vopnaðra átaka hafi kom ið, né heldur af viðbrögðym þeirra þúsunda stjómarhermanna í norðurhéruðunum, sem að und- anförnu hafa margir hv^rjir tek- ig afstöðu meg Búddatrúarmönn- um í átökunum. Stúdentar hafa haft útvarps- stöðina í Hue á valdi sínu, og hefur stjórnin komið upp sér- stakri leyniútvarpsstöð í borg- inni til að láta til sín heyra, og tilkynnti um hana neyðará- stand og útgöngubann til mt>rg- uns. Leiðtogi hinnar stríðandi Búddakirkju í norðurhéruðunum, Thich Tri Quang, var fluttur á sjúkrahús í dag eftir 44 stunda hungurverkfall. Hann hefur lýst því yfir, að hann muni svelta si'g allt þar til Bandarikjastjórn lætur af stuðningi við stjórn Kys marskálks í stæst- musteri Saígons hafa átján núnkar hafið 48 klst. h verkfall gegn stjórn- inni og segjast þeir vilja feta í fótspor Tri Quangs. Ky íorsætisráðherra hefur fengið alræðisvald til næstu. þriggja mánaða til að gefa út hvaða lög sem honum sýrtist um efnahagslegar ráðstafanir, skatta, gjaldeyrismál — og á verkefni hans. að verða Það, að stöðva hina gífurlegu verðbólgu f land- inu. Ky hótaði á sínum tíma ag skjóta matvælakaupmenn í Saigon ef hrísgrjón héldu áfram að hækka í verði. - í nótt sprengdu skæruliðar í loft upp orkuver við Lai Thieu, aðeins 25 km frá Saigon. Fjöldi árekstra Övenju mikið var um órekstra í borginni í gær eða alls 13. Ekki hlutust þó af þeim nein alvarleg slys, en margir bílar löskuðust meira, og minna. Silfurlampinn | afhentur n.k. mánudagskvöld Félag íslenzkra leikdómenda hélt aðalfund föstudaginn in. júní. Fráfarandi stjórn var end- urkjörin, en hana skipa:' Sigurð- ur A. Ríagnússon formaður, Ólaf- ur Jónsson ritari og Gunnar Bergmann gjaldkeri. Að loknum aðalfundárstörfum fór fram atkvæðagreiðsla um Silfurlampann fyrir bezta leik á liðnu leikári. Verður Silfurlamp- inn afhentur í hófi í Þjóðleik- húskjallaranum mánudaginn 13. júní kl. 9 e.h. og úrslit at- kvæðagreiðslunnar þá tilkynnt. Hófið verður óformlegt, og eru allir leikarar og leiklistarunnend- ur hvattir til að taka þátt í því. * - Frá verkfallinu — skip sem hefur verið lagt og kröfuspjald verka- inanna: Bindum endi á 5G stunda vinnuviku. Er verkfall farmanna að leysast? Brézjnéf á kosningafuhdi: Meírí sovézk að- stoð við Vietnam MOSKVU 10/6 — Aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, Leoníd Brézjnéf, hélt ræðu j_..dag á kosningafundi í Moskyy. Sagði hann m.a. að Sovétríkin myndu halda áfram að auka stuðning sinn víð Norður-Viet- nam og að Þau myndu gera nýj- ar ráðstafanir sem miðuðu að þvi ag tryggja Vietnamþjóð sig- ur i frelsisþaráttu sinni. Brézjnéf veittist bæði að bandarískri heimsvaldastefnu og vesturþýzkri hernaðarstefnu, en fréttaskýrendur segja, að orða- lagið hefði ekki verið eins harðneskjulegt og oft áður. — Sagði hann, að ef Bandaríkja- menn létu af árásarstríði sínu í Vietnam og stigin yrðu skref til tryggingar öryggis í Evrópu myndu allar aðstæður í heim- inum gjörbreytast. Brézjnéf sagði að hernaðarút- gjöld væru þungur baggi á Sov- étríkjunum og vildu sovétmenn ekkert frekar en losna við ein- •hverjar þessara byrða, en að- stæður hefðu enn ekki leyfl það. Aðalrilarinn lagði í ræðu sinni sérstaka áherzlu á bætta sam- búð við Frakkland, sem hann taldi geta orðið grundvöll að raunhæfum framförum að því er varðar öryggj Evrópu og samstarf Evrópuriljja. Bakkað á dreng — annar lenti íyrir tveimur bílum Tveir drengir urðu fyrir bif- reiðum í gær, hlutu báðir meiðsl og voru fluttir á Slysavarðstof- una. Fyrra slysið varð rétt eftir há- degið á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar. Þar lenti Eric Jensen Skúlagötu 55, þriggja ára gamall, fyrir bíl, kastaðist til baka og varð fyrir annarri bif- reið sem kom á eftir. Um sexleytið sat Jón G. Bald- ursson Háteigsvegi 6, 4 ára, á dyraþrepum verzlunarinnar Hag- kaup við Miklatorg þegar þifreið var skyndilega bakkað að tröpp- unum og varð drengurinn fyrir henni. Gömul kona varð fyrir reiðhjóli Kona á níræðlsaldri, Arndís Jónsdóttir, Njálsgötu 9, varð í gærmoxgun fyrir reiðhjóli á Laugavegi.Hún var flutt á Slysa- varðstofuna en ekki er kunnugt um hve mikil meiðsl hennar reyndust. Spænskir sjómenn hafa ein- ir verri kjör en peir brezku LONDQN 10/6 — Stjórn brezka sjómannasambandsins gaf þær óvæntu upplýsingar í dag, að hún telji sig hafa fundið lausn á vinnudeilu þeirri sem nú hefur staðið í £.6 daga. Sjómenn %afa hingað til hvergi viljað hvika frá kröfum sínum. Tíðindi þessi gerðust eftir að fulltrúi Br^’-n verk- lýðssambandsins TUC ræddi við forystumenn sjc na — en TUC hafði áður lýst því yfir að það styddi sjómenn ekki í deilu þeirra. Má telja líklegt að stjórn Wilsons hafi notað yfirráð sín yfir TUC til að knýja sjómenn til und- anhalds. — Meðfylgjandi grein sesir lítillega frá forsend- um vinnudeilunnar. Á kaupbindingarstefna að vera efnahagslegt lyf eða aðferð til þess að jafna mikinn og óréttlát- an tekjumismun? Þessi spurning er mjög til um- ræðu í brezkri verkalýðsstétt í ljósi sjómannaverkfallsins, sem nú hefur staðið £ nokkrar vikur. Undirrætur verkfallsins eru tvær: brezkir sjómenn hafa sult- arlaun og enn eru í gildi fárán- leg siglingalög frá 1894, en sam- kvæmt þeim hafa útgerðar- menn og skipstjórar óheyrilegan rétt gagnvart áhöfninni. Stíflugarðar brcsta. „Brezkir sjómenn hafa verri laun en nokkrir sjómenn í Evr- ópu, að Spánverjum undan\ skildum“. Þetta eru ummæli Roland Wickendens, sem er í hópi skipaeigenda, en hann er að vísu „svarti sauðurinn" í þeim hopi, þar serri fylirtæki hans Townsend Ferries hefur alltaf greitt hæstu laun. Wickenden var gegn andstöðu skipaeigenda við kröfum verk- fallsmanna. „Ef við göngrum að kröfum þeirra mun það kosta okkur 14.000 pund á ári — en verkfallið kostaði okkur sömu upphæð á einni viku“. En styrkasta stoð skipaeigenda var Wilson forsætisráðherra. Að ganga að kröfum sjómanna þýð- ii að: „Stíflur þær scm við höfum reist með verð- og kaupbindingu munu gjörsamlega bresta,‘‘ sagði forsætisráðherrann, þegar verk- fallið hófst og nokkru síðar lýsti hann því yfir að landið væri í umsátursástandi Kröfur sjómanna. Náttúrlega líta kröfur sjó- rrtanna um 17% hækkun út fyr- ir að vera óhæfilegar. En ástæða þeirra er sú, að brezkir sjómenn þurfa nú að 'vinna 56 stundir á viku Íyrií’ 60 pund á mánuði. — Það eru 7.200.00 ísl. krónur. Kröfur sjómanna eru settar fram sem kröfur um styttan vinnutíma. Þeir krefjast þess að Framhald á 7. siðu. Tímarit Kommúnistaflokks Kína . f * Gagnbyltingarhætta er enn fyrír hendi Heimsókn Norwich Citv: Akranes skorti úthald - tapaði 6:1 FEKING 10/6. I forystugrein i tímariti Kínverska kommúnista. Lokið er þingi haffræðinge MOSKVU 9/6 — Lokig er í Moskvu tíu daga alþjóðlegu þingi haffræðinga frá 57 lönd- um. Fjörlegar umræður á þing- inu eru taldar munu skapa grundvöll fyrir víðtæku sam- starfj um hafrannsóknir. Sovézki vísindamaðurinn A. Vinogradof sagði á blaðamanna- fundi, að allmörg ríki muni nú taka upp samstarf um kprtlagn- ingu vissra svæða Indlandshafs. Deilur urðu stundum all- hvassar á þinginu ,— og þá einkum milli sovézkra og banda- rískra um> kenninguna um hreyf- ingar meáinlanda, en þá kenn- ingu töldu sovézkir méstu firru. Um 2000 manns sátú þingið. flokksins, Rauði faninn, er prent- uð er upp í öllum helztu dag- blöðum i dag, er því haldið fram að hætta á gagnbyltingu sé fyrir Tiendi í Kína. Segir í greininni að ef ekki verði í tíma tekið fyrir þróun borgaralegra hugmynda, þá geti komið til andbyltingar og blóðs- úthellinga. Þjóðin verði að vera á verði gegn öflum svipuðum þeim og gerðu uppreisn í Ung- verjalandi 1956. Borgarastéttin sé enn svarinn andstæðingur rikj- andi skipulags og haldi fast við afstöðu sína og geti hvenær sem er látið til sín taká. Tímaritið segir að borgaraleg öfl uta'n flokksins geti fengið að skipta um skoðun í friði, ef þau geri ekkert það sem skaða megi valda, en það sé ekki hægt að fara með lempni að borgaraleg- um öflum innan flokksins, því að dulbúin hætta sé langsamlega geigvænlegust af öllum hættum. B Þótt gestimir byr.juöu með liörkusókn, sem Skagamienji hristu af sér, var fyrri hálfleik- urinn heldur skemmtilcgur, og frammistaða Akraness góö, þótt þeir ættu í vök að vcrjast, og náðu því að skora eitt mark eins og atvinnumennirnir, og var það Ríkarður sem það gerði á síðastu mínútu hálfleiksins. Þegar í upphafi leiksins málti sjá að þetta enska lið ætlaði- að knýja fram mörk, svo var sókn- in áköf í byrjun leiksins, og máttu Skagamenn hafa sig allá við og verjast, en smátt og smátt fóru þeir að ná, betri tök- um á leik sínum, spyrnurnar að verða ákveðnari, og samleikur- inn nákvæmari, og þeir fóru vig og við að sækja og var Þá töluverð hætta við 'mark gest- anna. Fyrsta verulega hættan vig mark Akraness var þegar miðherjinn Davis skallar í slána, eftir að Einar markmaður hafði kastað sér til að verja sendingu fyrir, en' heppnin er með honum hann fær knöttir.n úr slánni i fangið þar sem hann liggur á jörðinni. Þrem mínútum síðar skora Bretarnir fyrsta mark sitt og var það Bryceland : ágæta sendingu frá Punton Þegar líða tók á hálfleikinn áttu Skagamenn áhlaup í vax- andi mæli og enduðu með hörku- ! skotum — eitt sinn varði mark- maður en í annað sinn fór I knötturinn í hliðarnetið. Á síðustu mínútu hálfleiksins sækja Akranesmenn hart og fylgir Ríkarður fast eftir, og endar sóknin með því að Rík- arður spyrnir ag marki en það er hálfvarið og knötturinn hrekku.r í áttina til hans aftur þar sem hann kastar sér fram og nær að koma knettinum inn- an á stöngina og þaðan í mark- ið. Var þessu mfárki Ríkarðs íagnað óskaplega. Síðari hálfleikur var ekki að sama skapi skemmtiiegur, var sem úthald Skagamanna væri meira og minna horfið, því þeir náðu ekki svipuðum tökum á leiknum og í fyrri hálfleiknum. Hinsvegar voru það gestirnir sem nú áttu ekki í neinum vandræð- um með mótherjana og gátu nánast gert þag sem þeim sýnd- ist, og er á leikinn leið virtist sem þeim væri orðið sama um gang leiksins þannig að þeir voru meira að leika sér. Það beið heldur ekki lengi að Norwich ógnaði og það hvað eftir annað, og þrátt fyrir það að Jón Leós ver á línu, — að vísu skot frá samherja! — og markmaður ver í horn mjög bættulegt skot 1 byrjun leiks. Stutt var liðig á leikinn þegar Curran skorar eftir að Einar hafði hálfvarið hörkusköt frá Davis Nokkru síðar einlék Brycland fram og endar það nieð markskoti af vítateig sem Einar fékk ekkert við ráðið 3:1. Rélt fyrr miðjan hálfleikinn tekur Anderson aukaspyrnu hægra megin framarlega og sendir yfir til Davis sem skall- ar sérlega skemmtilega, óverj- andi fyrir Einar 4:1. Litlu síð- ar sækja Bretarnir fast, og halda knettinum við vítateig Skagamanna, og á 22. mín. er Brycland á markteig frír og frjáls og fær knöttinn þangað og er ekkí í vandræðum að skpra 5:1. Skagamenn eiga nú við og við sóknarlotur sem þó voru ekki sérlega ógnandi, þó mátti ekki miklu muna er Guðjón einlék fram, og.inná vítateignn en skot- ið fór langt fyrir ofan. Á 43. mín. er útspyrna frá marki en bakvörðurinn dró heldur stutt og náði Breti knett- inum rétt við vítateiginn og æddi með hann inn að mark- nu og lék á bakvörðinn og þá var ekki að sökum að spyrja, sjötta markig varð staðreynd, og var það Brycland sem 'skoraði, og þannig endaði leikurinn 6:1, sem er síst of lítið eftir tæki- færum og leik Þetta er ka Hð er vel leik- andi og leiknir menn með mikla kunnáttu, sem við hér kom- umst ekki í neinn samjöfnúð við. á neinu sviði, og þó éru þetta engir galdramenn á sviði knattspymunnar. Hvergi var veila í liðinu og erfitt að gera upp á milli manna. Akranesliðig getur verið án- ægt með fyrri hálflpk sinn þrátt fyrir ýmsar veilur, og má vera að hinn gljúpi og leiðin- legi völlur eigi einhverja sök á sumu af því. Aðalgallar liðs- ins voru hve lengi þeir héldu knettinum og komust því oft- ast í þröng ag gefa hann og misstu hann alltof oft. Sumpart stafaði þetta af því, ag „næsti maður“ var ekki á hreyfinsu eða tiltækur. Ennfremur voru sendingar þeirra of ónákvæmar baeði um stefnu og eins hve fastar þær máttu vera. Þrátt fyrir þetta- verður þetta unga ákagalig ekkert lamb að leika sér við í sumar ef þeir, halda áfram á þessari braut og sníða þessa augljósu galla af. Milli Matthíasar og Guðjóns var oft skemmtileg samvinna, og það var greinilegt að allir höfðu þeir hug á samvinnunni, þótt þeir hefðu ekki mikil tök á henni i þessum leik. Ríkarð- ur var oft nokkuð góður bindi- liður í framlípunni en þó gerðu ungu mennirnir of mikið af því ag leita Ríkarðs og senda hon- um knöttinn hvernig sem á stóð. Vömin: Með Jón Leós sem langbezta mann, sem stöðvaði fjölda áhlaupa. og Boga Sig- urðs f>P .TAViarvnocecn Verður gaman ag iylgjast með þessu liðí Skagamanna í sumar. Dómari var Hannes Sigurðs- son og dæmdi vel. — Frimana,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.