Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTUINN — Laugardagur 11. júní 1966. ída B. Cuðnadóttir Minning Þegar sú ■ sorgarírétt barst okkur til eyrna þann 7. júní ■að ída Guðnadóttir væri dáin setti margan hljóðan — ekki aðeins nánustu ástvini hennar, heldur fjölmennan frændgarð, kunningja og vini. Þó að ída hefði legig þungt h^ldin um alllanga hrið grun- aði engan að dauðinn myndi taka völdin, andlát hennar kom öllum að óvörum, við stóðum miklum og óvæntum harmi lostin. Það er að sjálfsögðu ekk- ert nýtt er ung og ágæt kona hnígur í valinn langt fyrir ald- ur fram, og þó alltaf jafn ó- bærilegt, óskiljanlegt og sárt. ída B. Guðnadóttir verður borin til moldar í dag, aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri. Hún fæddist í ' Borgarfirði eystra I. júní 1933, dóttir dug- andi og merkra hjóna í hinni alkúnnu austfirzku sveit, en varð átta mánaða að aldri kjör- ----------------------------------«> Reknir úr fangelsi Klefadyrum var . hrint opn- um og vörðurinn hrópaði: „Hamrock, Wealkie og Roach eiga að koma út“. „Hvað nú?“ „Yfirvöld skipaskurðarsvæð- isins í Panama krefjast þess, að þið séuð látnir lausir. Þið eigið að fara aftur til ykkar herdeildar.“ Mennirnir þrír tóku föggur sínar og fylgdu verðinum. En þeir neituðu að yfirgefa fang- elsið. „Þið hafið engan rétt til að láta okkur lausa“, hrópuðu þeir. „Við höfum verið dæmd- ir, og í steininum viljum við vera“. Það er ekki á hverjum degi sem menn krefjast /fangelsis- vistar sjálfum sér til handa. En þessir þrír menn höfðugóð- ar og gildar ástæður til þess. Það átti nefnilega að senda þá til Suður-Vietnam og þeir voru ekki ýkja hrifnir af tilhugsun- inni. Einn morguninn réðust þeir á skrifstofustúlku í banda- ríska sendiráðinu, pyðilögðu hárgreiðslu hennar með öllu, rændu hana fimmtán dölum og löbbuðu sig svo burt, en þó það rólega, að lögreglan næði strax í þá. Þeir voru dæmdir í sex mánaða farígelsi. Og það er einkar slpljanlegt að þeir vilji heldur dúsa í steininum en myrða saklausa bændur og börn þeirra í Víetnam og týna kannski engu fyrir nema líf- inu. — En hernaðaryfirvöldin bandarísku eru sem sagt áöðru máli og mbð það voru þeirfé- lagar „reknir úr fangelsinu“. dóttir móðurbróður síns Guðna Ámasonar og Rósu Ingimars- dóttur konu hans; þau bjuggu fyrst á Akureyri, síðar á Siglu- firði um hríð, en fluttust til ReykjavíkUr og hafa dvalið þar síðan. Það mun ekki of- mælt ag ída hafi verið sann- ur sólargeisli á heimili hinna ágætu hjóna, og hún endurgalt jafnan í ríkum mæli mikla um- hyggju þeirra og ást. Nú eru ljós hinna öldruðu hjóna slokn- uð og sár harmur að þeim kveðinn, en hins.má minnast er Stefán G. segir í eftirmæl- um um unga ónefnda konu,' að „helft vorrar sálar er minn- ingar manns, og margoft sú göfugri og dýrri“. Þó ag fda væri ekki lang- skólagengin sem kallað e.r hlaut hún-góða menntun, og það var á Laugum, skólasetri Þingey- inga að hún kynntist fyrst Braga Eggértssyni frá Laxár- dal í Þistilfirði; kornung'að ár- um felldu þau hugi saman. Þau Bragi giftust þann 27. desem- ber árið 1952, og brúðkaup þeirra geymi ég j föstu minni; þar var mikið fjölmenni í þröngum húsakynnum, glaumur og gleði. Bragi var þá fátækur iðnnemi og kjörin smá hin fyrstu ár, en sameinuð atorka, verklagni og vilji hjóhanna ungu fékk brátt unnið bug á öllum erfiðleikum, þau sköp- uðu vonum bráðar fallegt heim- ili, þurftu ekki að kvíða kom- andi degi. Þau eignuðust tvö Eng- Nýr landfræðingur Jónas Kristjánsson, blaða- máður Vísis, virðist vera maður fróðleiksfús, og er það lofsverður eiginleiki. Hitt er öllu lakara að svo er að sjá sem hann sé einn af þeim mönnum sem telja sig hafa höndlað allan sannleika um leið og þeir hafa nasað af einhverju viðfangsefni; hafa alvizkugreinar hans um hin fjölbreytilegustu efni birzt í Vísi undanfarin ár. Nýlega hefur þessi atorkusami blaða- maður til dæmis lokið byrj- endanámi í larídafræði við Háskóla íslands, og sjá: hann er á svipstundu orðinn þess umkominn að taka aðra menn ög kunnáttuminni á kné sér og veita þeim uppfræðslu. f grein sem virtist í Vísi fyrir nokkrum dögum og vitnað er til með velþóknun í Morgunblaðþpu í gær kemst Jónas að þeirri niðurstöðu að þrír ísléndingar sem önnuð- ust fyrir nokkrum árum út- gáfu á landabréfabók fyrir Ríkisútgáfu námsbóka séu raunar kínakommar og hafi unnið verk sín í því skyni að hjálpa hinum gulu og ská- eygðu kommúnistum að leggja undir sig lönd. Hafi þeir á uppdráttum sínum af- hent Kínaveldi landssvæði sem réttilega heyri Indlandi til, og í annan stað hafi þeir „gert enn betur og úrskurð- að að eyjan Formósa eða Taivan, þar sem Chang Kai Shek hefur völdin skuli til- heyra Kína meginlandsins.“ Hinir uppvísu umboðsmenn Pekingstjórnarinnar, / sem þannig haga sér, eru Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Einar 'Magnússon menrita- skólarektor og Ágúst Böðv- arsson landmælingamaður; má af því marka að hinni al- kunnu flærð Kínverja eru lít- il takmörk sett. Skorti spásagnaranda Landamæraþræta Kínverja og Indverja er ekki eins ein- föld og Jónas Kristjánsson vill vera láta. Hin umdeildu svæði eru talin heyra til Kína í opinberri kortabók, Survey - of India, sem sjálf Indlandsstjórn gaf út 1917; sama er að segja um kort það sem fylgdi hinni heims- frægu alfræðibók Encyclo- pædia Britannica 1929; enn- fremur í Oxford Advanced Atlas (Bartholemew) 1940; sömuleiðis í útgáfunni 1942 á Philips Atlas, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hinir lærð- ustu landfræðingar á Vestpr- löndum höfðu komizt að sömu niðurstöðu um. landa- mærin og Kínastjórn nú, og niðurstöður þeirra fóru að sjálfsögðu inn í námskorta- bækur víða um lönd, þár á ‘ meðal trúlega einhverjar kortabækur sem íslenzku þre- menningarnir hafa stuðzt við. Það var í rauninni ekki fyrr en síðári hluta árs 1962, þeg- ar átök hófust á landamær- unum að frumkvæði Ind- verja, að umheimurinn áttaði sig á því að þarna væri um deilumál að ræða. En þá var raunar búið að prenta þessa íslenzku kortabók, svo að helzt væri að áfellast höf- unda hennar fyrir skort á spásagnaranda. mn agreinmgur Enn furðulegri eru þó að- finnslur Jónasar Kristjáns- ^u/iar út af því að Taivari skuli vera talin hluti af Kínaveldi. Ekki er vitað að um þá landfræðilegu stað- reynd sé nokkur ágreiningur í veröldinni. Maó Tsetung og Sjang Kæsék eru algerlega sammála um víðáttu ríkisins; ennfremur þau ríki sem við- urkenna stjórnir annarshvors þeirra. Á vettvangi Samein- uðu þjóðanna er ‘stjórn Sjangs Kæséks \talin fara með umboð fyrir Kínaveldi allt. Að vísu hafa heyrzt raddir um það að rétt væri að stofna tvö kínversk ríki, annað á-meginlandinu hitt á Taivan, og hafa mælzt. jafn illa fyrir á báðum stö^unum; en er hinum mikla lahdfræð- ingi Vísis virkilega alvara með það að kortagerðarmenn eigi að festa þvílíkar'hugmyndir á blað í stað veruleikans sjálfs? Vön- andi eldki í þessu sambandi rifjast það upp að áður hafa komið fram fróðlegar aðfinnslur við Landabréfabók ríkisútgáf- unnar. 1963 sneri sendiráð Vestur-Þýzkalands sér til fræðslumálastjóra og kvart- aði undan því að landamæri Þýzkalands væru sýnd eins og þau eru nú og hafa verið síðan 1945. Lét sendiráðið fylgja kort með hinum „réttu“ landamærum, það er að segja landamærunum eins og þau voru 1937, í valdatíð Hitlers. Samkvæmt því korti var Þýzkaland talið eiga til- kall til verulegs hluta Pól- lands og hluta af Sovétríkj- unum, en kröfugerð um það efn\ er ein helzta undirrót vígbúnaðar og ótrygg. á- stands í Evrópu. Svo un^Jar- lega brá við að Helgi Elías- son fræðslumálastjóri tók að sér að dreifa þessu landa- kröfukorti Vestur-Þjóðverja til kennara sem eins- konar „leiðréttingu“. Má hinn sjálf- skipaði landfræðingur Vísis ef til vill eiga von á hliðstæðri fyrirgreiðslu? — Austri. börn og hvort öðru efnilegra: Rósu Guðnýju þrettán ára og Jón Eggert ellefu ára að aldri. Sambúð þeirra var til sanrirar fyrirmyndar að því ég veit bezt, þar ríkti gagnkvæm ást og að- dáun til hinztu stundar. ída var vel gefin, lagleg, ein- örg og frjálslynd í skoðunum, mjög geðþekk í viðmóti og traustur vinur vina sinna; í ná- vist hennar var gott að una. Þó að hún hafi eflaust ekki geng- ið heil til skógar frá því hún fæddi bömin sín tvö unni hún sér fárrar1 hvíldar, hún gegndi heimilisstörfum sínum sem bezt varð á kosið, en vann þó mikið úti. Hún var mikilhæf og eftirsótt skrifstofustúlka, en mest starfaði hún að barna- gæzlu bæði innanbæjar og ut- an, og náði þar miklum árangri. Þeir sem gerst friega þekkja hafa sagt mér að hún hafi ver- ið til þess kjörin að veita for- stöðu stóru bamaheimili, en um þau mál er því miður of seint að ræða. Þau fda og Bragi voru tíðir , gestir á heimili okkar hjóna og færðu jafnan með sér birtu og yl, og á heimili þeirra var alltaf gott að koma. Við þökk- um þeim margar ánægjulegar samverustundir, við samhryggj- umst Braga, bömuiri hans og foreldrum ídu á þessari sorg- arstundu. Og sérstaklega þökkum við þér fda mín þann skilning »og umönnun sem þú sýndir börnum okkar bæði fyrr og síðar. Þessi fáu og fátæklegu orð verða að nægja; ég kveð þig að lokum með orðum lista- skáldsins góða: „Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp, en drottinn ræður“. Ásgeir Hjartarson. Tilboði tekið í annan áfanga Langholtsskóla Á fyrsta fundi nýkjörins borg- arráða á þriðjudag voru m.a. lögð fram tilboð, sem borizt höfðu í annan áfanga Langholtsskóla. Alls bárust sex tilboð í verkið. Lægst' tilboð borst frá Sigurgeir Gíslasyni o.fl. a ðfjárh. 9.155.700 kr. Annað lægsta tilboðið var frá Ármannsfelli hf. 10.900.000 kr., Brú hf. bauð 11.900.000 kr. í verkið, Einar Ágústsson bygg- ingameistari 12.275.000 kr., Helgi Kristjánsson 13.339.009 °2 Böðv- ar Bjamason 13.450.000 kr. Lægstbjóðandi óskaði eftir því að losna frá tilboði sínu vegna reikningsskekkju sem hann taldi að orðið hefði og féllst stjórn Innkaupastastofnunar Reykjavík- uiborgar á þau tilmæli og lagði jafnframt til við borgarráð að tekið yrði tilboði Ármannsfells hf. Samþykkti borgarráð það. Byégingardeild borgarinnar á- ætlaði kostnaðarverð verksins 11.950.000 kr. — Orlofsheimili Húsmæðraskólans að Laugarvatni starfar á tímabilinu 24. júní til 1. sept. n.k. Tekið verður á móti orlofsgestum á eftirtöldum tímum: 1. hópur frá 24. júní tl 30. júní. , 2. hópur frá 1. júlí til 7. júlí. 3. hópur frá 8. júlí til 14. júlí. 4. hópur frá 15. júlí til 21. júlí. 5. hópur frá 22. júlí til 28. júlí. 6. hópur frá 29. júlí til 4. ágúst. 7. hópur frá 5. ágúst til 11. ágúst. 8. hópur frá 12. ágúst til 14. ágúst. (3.dagar) 9. hópur frá 20. ágúst til 26. ágúst. 10. hópur frá 27. ágúst til 31. ágúst (5 dagar). Allar upplýsingar gefur Gerður H. Jóhannsdóttir, sími 10 eða 23 Laugarvatni, og Ferðaskrifstofa ZOEGA Hafnarstræti 5, Reykjavík, sími 11964 eða 21720. . LAUS HVERFI Blönduhlíð —■< Brúnjr — Seltjamarnes. ÞJÓÐVILJINN — sími 17500. Plaslmo Plast þakrennur og niðurfalíspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADIN6 C0HF KLAPPARSTÍG 20 SÍM! 17373 vonvnÉu TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SIMI 22122 _ 21260 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.