Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Laugardagur 11. júöí 1966. Guyana hlaut s/alfstæði Fyrir skömmu hlaut eina Iirc/.ka nýlendan á megin andi Suður- Ameríku, Guyana, sjálfstæði. Myndin er frá liátíðahiildum sem fram fóru við það tækifæri; fulltrúi Bretadrottningar, hertog- inn af Kent, afhendir forsætisráðlierra landsins, Forbes Burnham, stjórnarskrána. Ilaginn eftir lýsti foringi stjórnarandstöðunnar, Cheddi Jagan, yfir andstöðu flokks síns, FramfarafIokks alþýðu, við stjórnarskrána, þar eð hvin staðfesti vímI hins blakka minni- hluta í lanvlinu á kostnað meirihlutans, sem er af indversku bergi brotinn. Hótel Búðir Snæfellsnesi Opið laugardaginn I 1. juní. Hótel BÚÐIR A ðalsafnaðarfundur Grensássóknar verður haldinn í Breiðagerðisskóla sunnudaginn 12. júní n.k. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Auglýsið i Þjóðviljanum 13.00 Óskalög sjúklinga. 15.00 Lög fyrir ferðafólk — með ábendingum og vidtals- þáttum um umferdarmál. 16.00 Jón Þór Hannesson og Pétur Steingrímsson kynna létt lög. 17.10 Stefán Sörensen á Húsa- vík velur sér hljómpl. 18.00 Wixell syngur lög úr Vísnabók Fríðu eftir Sjöberg. Þýzkir listamenn flytja syrpu af léttum lögum. Aron syng- iur þjóölög frá Israel. Karl Otto, die Seclords o. fl. syngja sjómannalög. 20.00 Blaöamaöur talar við gamla konu, smásaga eftir Stanley Melax. Rúrik Har- aldsson leikari les. 20.30 Káta ekkjan, óperettulög eftir Lehár. Hilde Giiden, Loose, Kmentt t>. fl. syng.ja með kór og hljómsveit Ríkis- óperunnar í Vín; Stolz stj. 21.20 Leikrit Þjóðleikhússins: Ferðin til skugganna grænu eftir Finn Methling. Þýðandi: Ragnhildur Steingrímsd. — Leikstj.: Benedikt Árnason. 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. • Nýjar sumar- búðir kirkjunnar • Aðsókn að sumarbúðum kirkjunnar hefur verið geysi- lega mikil í sumar, eins og undanfarin ár, og hefur ekki verið hægt að taka á móti ötl- um umsóknum, jafnvel þó kirkjan sé með sumarþúðir á fleiri stöðum nú en nokkru sinni fyrr. Það hefur því orðið að ráði, að fá einn staðinn enn, Sælingsdalslaug í Dala- sýslu, og reka þar sumarbúðir í.sumar til að reyna að bæta úr hinni brýnu þörf. Það er gert ráð fyrir fjórum flokkum, og verður sá fyrsti 1.-14. júlí fyrir sjö r>g átta ára stúlkur og drengi, sá næsti frá 16. -30. júlí fyrir sama aldurs- flokk. Þar næst flokkur frá 2.-16. ágúst fyrir stúlkur 9-11 ára, t>g að lokum flokkur frá 17. -31. ágúst fyrir drengi 9-11 ára. Dvalarkostnaður er kr. 120.00 á dag, og umsóknum verður veitt móttaka hjá æsku- lýðsfulltrúa við biskupsemb- ættið á Klapparstíg 27 næst komandi þriðjudag og mið- vikudag, 14. og 15. júní. (Frá æskulýðsn. kirkjunnar). • Brúðkaup •) 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Mosfellskirkju af séra Bjama Sigurðssyni ungfrú Valgerður Ólafsdóttir og Gylfí Sigurjónsson. Heimili brúðhjón- anna verður á Laugarásvegi 41, Reykjavík. • X dag verða gefin saman í hjónaband hjá borgardómaran- um í Reykjavik stud. mag. Helga Kress, Ásvallagötu 31, og stud. jur. Jón Oddsson, Grenimel 25. • Glettan • Konan hefur nú haldið inn- reið sína í viðskiptalífið, stjómmálin og íþróttimar. Ætli það endi ekki með því að hún heimti að fá að taka uppþvott- inn líka? • Þankarúnir — Heldur þú að Stórstúkan hafi náð nokkrum árangrí í 80 ára starfi? — Það tel ég mjög líklegt. Því verður að minnsta kosti ekki haldið fram í alvöru leng- ur að brennivínið sé mesta heimilisbölið. Ekki eftir að rafmagnsgítarinn kom til sög- unnar. (A.Ö.). „Ekkert hindrar upplausn Natós" BELGRAD 7/6 — Tító Júgóslavíuforseti lét svo um mælt í Belgrad á þriðjudag, að ekkert geti nú hindrað upplausn Atlanzhafsbandalagsins. Hann bætti því við, að þegar NATO leysist upp, kunni vel svo að fara, að Varsjár- bandalagið verði einnig senn úr sögunni. í>að var á sjötta þingi Sósíalistabandalagsins í Júgóslavíu, sem Tító lét þessi ummæli falla. Sósialistabandalagið hefur inn- an sinna vébanda átta miljónir manna. í ræðu sinni á þingi samtakanna gagnrýndi Titó enn- fremur hernað Bandaríkjamanna í Vietnam, sem hann kvað órétt- látan og ómannlegan, enda hefði sá hernaður skapað beiskju víða um heim. Heimsvaldastefna Þá hélt Tító því ennfremur fram, að heimsvaldastefnan og hin nýja nýlendustefna starfi nú af öllu afli sínu í Afríku, en í Evrópu hafi ástandið hins- vegar smám saman breytzt til batnaðar. Nató sé ekki hið sama bandalag og fyrr — og það sé blekking að halda, að eitthvað geti komið í veg fyrir hrunið. Frakkland og nokkur lönd áður líti nú bandalagið allt öðrum augum en fyrr. Þörfin engin — Hafi Atlanzhafsbandalagið verið myndað af ótta við vestur- sókn hinna sósíalistísku ríkja, sagði Tító, er engin þörf fyrir bandalagið. Þjóðir Evrópu sjá það nú smám saman að ríki sós- íalismans lifa eftir þeirri megin- reglu, að skipta sér ckki af mál- efnum annarra landa. Nú er tal- að um að flytja aðalstöðvar Nató, sagði Tító, helzt vildi ég sjá bandalagið flutt út í hafs- auga. Samningafundir veitngahúsa- starfsfólks Fyrsti samningafundur Félags matreiðslumanna og veitinga- húsaeigenda var haldinn í fyrra- dag, en áður hafði verið haldinn sarrmingafundur Félags fram- reiðslumanna og atvinnurek- enda. Fundur félags starfsfólks í veitingahúsum og atvinnurek- enda verður á mánudagskvöld og er það fyrsti samningafundur þess félags að þessu sinni. ' Sæluvika í sjónvarpi (Valin af handahófi). Sjáðu hérna saklanst glingwr, sögufróði Islendingur. Hún er ágæt eyjan þín. Á hana vestræn menning skín. Margt er að sjá á SUNNUDEGI, sj ónvarpsvinur elskulegi. Þá eru blessuð börnin þin boðin upp á saklaust grín. Miðað við þeirra ungu ævi er efnið gert við þeirra hœfi. Myndasagan sýnir þar sáklaust telpukrakkaskar. Faðirinn heim að húsi ekur, hnekklaus beina stefnu tekur. Biða hans í bræði þar byrstir leynimorðingjar. Margt er að sjá á MÁNUDEGI. Menn sem þrœða glæpavegi! Einn förumaður fékk það orð, að flœkUir vœri hann við morð. í fangelsinu fann hann kauða, fantinn, sem að skaut þann dauöa. Sá fær makleg málagjöld. Minnisstœtt er þetta kvöld. ÞRIÐJUDAGUR: Þá er gaman. Þá munu verða tíndar saman dáðir Trúmanns. Dýrðleg sjón! (Hann dæmdi forðum nafnkunn hjón.j Annar þáttur á að sanna ýmsar hliðar vísindanna. Einn fræðimaður framdi morð, flekkaði nafn og sæmdarorð. Á MIÐVIKUDEGI er margt að sýna. Mun það vekja hrifning þína: Undirheima alræmd torg eru Ijót í stórri borg. Sést á þessu sama kveldi Sikagóar bpfaveldi. Glœpalýður, lögguher listir þreyta enn með sér. Seinna í þessu sómalandi sést emn ríkur skipeigandi. Sonur hans fékk sóðaorð, sakaður um skyndimorð. FIMMTUDAGUR flytur núna furðusögu, vel til búna, um þvottákonu, þrifið skinn. Þrjótar myrða veslinginn. / Á FÖSTUDAG gefst færi að kanna fundi skœðra glœpamanna. Hnefaleikar! Vestrið villt! Veðlánsbankaseðlum spillt! LAUGARDAGUR er mér í minni. Maður sálgar konu sinni. Þessu fylgir föðurmorð. — Til fræðslu nægja þessi orð. N. N. frá Nesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.