Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 10
ABaMundur Sambantlsins hófsf! gœr: Umsetning SÍS jókst um 518,4 milj. en kaupfélagsreksturinn mun lakari DIODVIUINN Laugardagur XI. júní 1966 — 31. árgangur — 128. tölublað. ■ Umsetning Sambands íslenzkra samvinnufélaga á síðasta ári var meiri en nokkru sinni fyrr, einkum vegna útflutnings. Heildarumsetning í öllum aðaldeildum og smærri starfsgreinum SÍS á árinu varð alls 2.540,2 milj. og hafði aukizt um 518,4 milj. frá ár- inu áður eða um 25,64%. Mest varð aukningin í sjávarafurðadeild, 307,4 mil'j. Innflutn- ingsdeild hafði aukið umsetningu sína um 160,6 miljónir og véladeild um 45 milj. en umsetning búvörudeildar hafði hinsvegar minnkað um 28,9 milj. króna. Frá þessu skýrði forstjóri Sambandsins, Erlendur Einars- son, á 64. aðalfundi SÍS í Bif- röst í gær. Þegar fundurinn var settur þar í gærmorgun voru flestallir þeira 105 fulltrúa frá 56 kaupféíögum sem rétt eiga til fundarsetu maettir, en auk þeirra sitja fundinn sambandsstjómar- menn, forstjóri, framkvæmda- stjórar, endurskoðendur og all- margir starfsmenn. Hækkun á rekstrarkostnaði Hér fara á eftir nokkur fleiri atriði úr ræðu forstjórans. Unesco á fslandi: Formannafurdin- um lýkur í dag Eins og frá hefur verið skýrt, stendur yfir þessa dagana í Reykjavík formannafundur nor- rænu Unesco-nefndanna. Fram að þessu hafa formennirnir rætt meðal annars almenn menning- armál með hliðsjón af samtökun- um, svo og fjármál, en fjárlög Unesco fyrir næstu tvö ár nema 62 miljónum dala. Þá hafa for- menn rætt málefni vangefinna, en Norðurlönd hafa innan Unesco unnið brautryðjendastarf í málefnum slíks fólks. Formannafundinum lýkur vænt- anlega í dag, laugardag. Fulltrú- ar ’á fundinum eru fyrir Dan- mörk frk. Agnete Vöhtz, formað- ur, rektor Preben Kirkegárd, prófessor dr. phil Mogens Phil, afdelingschef V Hammer, og fuldmægtig Birgit Nielsen. Fyrir Finnland prófessor Illmo Hela, formaður, prófessor Arvi Kivi- maa, prófessor Paavo Kastari, magister' Kalervo Siikala ■ og magister Kalevi Sorsa (ritari nefndarinnar). Fyrir Noreg há- skólabókavörður dr. phil.‘ Harald Tveterás, programmredaktör A. Akkenhaug og generalsekretær Ger Gisvold, S. undervisnings- rád Ragnar Lund, formaður, pró- fessor Hilding Eek, prófessor Torbjörn Caspersson, byráddirpk- tör Olof G. Tandberg og general- sekreterare Göran Hasselmark. Fyrir Island sitja þennan fund Gylfi Þ. Gíslason, Þorleifúr Thor- lacius, deildarstjóri utanríkis- ráðuneytisins, og Þórður Einars- son, j-plltrúi. Rúmlega helmingur af heild- arumsetningunni árið 1965 er sala á búvörum og sjávarafurð- um, eða samtals kr. 1.309 milj. Vörur þessar selur Sambandið gegn umboðslaunum. sem eru írá 1 til 3%. Umsetning í aðaldeildum Sam- bandsins árið 1965 var sem hér segir í milj. Búvörudeild 518,2 og hafði minnkað um 28,9 Sjávarafurðadeild 808,1 og hafði • vaxið um 307,4 Innflutningsdeild 477,4 og hafði vaxið um 160,6 % Véladeild . vaxið um 240,9 og hafði 45,0 Skipadeild ) 110,1 og hafði vaxið um 12,5 Iðnaðardeild 224,2 og hafði vaxið um 6,4. Á árinu 1965 hélt rekstrar- kostnaður látlaust áfram að hækka, sagði forstjórinn. Heild- arlaunagreiðslur á rekstrarreikn- ingi Sambandsins urðu kr. 168.5 milj. á móti 136,6 milj. árið áður Hækkunin nemur kr. 31.9 milj., eða 13.3%. Fjöldi starfsmanna Framhald á 7. síðu. Kópavogsbúar! ■ H-listinn heldur skemmti- kvö d fyrir unglinga í félagsheim- ili Kópavogs annað kvöld, sunnu- daginn 12. júní, kl. 20. Tempó leika. — Aðgöngumiðar afhentir í Þinghól í dag, laugardag, kl. 2—4 e.h. og við innganginn. H-listinn. Athyglisverð báka- sýning opnuð i dag □ „íslenzk bókagerð 1965“ nefnist sýnin'g, sem opnuð verður í Iðnskólanum í dag kl. 4 og verður opin daglega kl. 2—10 til 19. júní. — Það er Félag íslenzkra teiknara, sem að sýningunni stendur og eru þar sýndar rúmlega 20 íslenzkar bækur, sem vald- ar voru af 9 manna dóm- nefnd: sem úrvalið af ís- „Kirkjuhóll" heitir þessi mynd, sem 15 nem cndur úr Myndlistarskólanum hafa gert í sam- vinnu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Verk barna úr Myndlistarskólanum: Mosaikveggmyndir í Asmundarsal f Ásmundarsal við Freyju- götu verður S dag, laugardag opnuð sýning á verkum barna úr Myndlistarskólanum. Sýn- ingin verður opin í dag og á morgun frá klukkan 2-8 og er þar margt skcmmtjlegt að sjá, t.d. tvær stórar vegg- myndir úr mosaik, sem börn- in hafa unnið að í samein- ingu. Börnin, sem eiga verk á sýningunni eru á aldrinum 7- 12 ára, úr tveim deildum, en í hvorri deild eru um 15 nemendur. Kennarar í vetur voru tveir, þeir Magnús Páls- son og Ragnar Kjartansson. Á neðri hæðinni þar sem kennslan fór fram í vetur eru vatnslitamyndir og keramik og einnig alls komar hlutir unnir úr mosaik t. d. skyrtu- hnappar og hálsmen. Sagði Magnús Pálsson, að á nám- skeiðinu, sem byrjaði í marz hefði eingöngu verið unnið úr leir og hefði náðst ágætur árangur af því. Þegar á efri hæðina er komið blasa við tvær stórar mosaikmyndir og er stærð annarrar 1.20x4.90 m. Nefnist önnur ■ myndin „örkin hans Nóa“, og hin „Kirkju- hóll“ og myndu þær sóma sér vel sem veggskreytingar. t. d. á bamaheimilum. Margar mosaikmyndir aðr- ar eru á sýningunni í Ás- mundarsal og einnig stór vatnslitamynd af kastala. samansett úr átján teikning- um hafa margir nemend- ur unnið að henni, en þessar tilraunir með samvinnu er nýjung á námskeiðum Mynd- listarskólans. lenzkri bókagerð 1965. — Sömuleiðis eru á sýningunni úrvalsbækur frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Sviss og Þýzkalandi, sem valdar hafa verið af dómnefndum í við- komandi landi — og mun láta nærri að bækurnar á sýningunni séu 150 talsins. Félag íslenzkra teiknara ákvað fyrir ári síðan að standa fyrir sýningu á bezt gerðu bókum árs- ins 1965 og var Ieitað til þeirra félaga, sem að bókagerð vima og þau beðin að útnefna mann í dómnefndina og einnig voru bókaútgefendur fieðnir að senda bækur sem samkeppnishæfar væru. Þegar úrvals bækurnar voru valdar var tekið tillit til bók- bands, upppetningar, leturs, káputeikningar, myndskreyting- ar, prentunar og pappírsvals, en þó einkanlega hvemig bókin tæki sig út sem heild. 1 sambandi við sýninguna er gefin út skrá yfir þær bækur sem valdar voru úr, en þeim er skipt í flokka; skáldverk, fræði- bækur og Ijóð, myndabækur, námsbækur, barnabækur, tíma- rit og ennfremur voru á sýning- unni fimm úrvals bókakápur. 1 skránni eru einnig umsagn- ir um íslenzku bækurnar og má nefna sem dæmi að Limrur Þorsteins Valdimarssonar fá þennan dóm: „Skemmtilega gerð bók. Góð myndskreyting, sem fellur vel að efninu. Letur gott Framhald á 7. síðu. Kennslutceki til sýnis Um þessar mundir stendur yf- ir í Vogaskóla sýning nýrra bandarískra kennslutækja. Það er fyrirtækið Ámi Ólafsson & Co, sem að sýnir.gunni stendur, en hún er oþin til mánudags- kvölds é tímanum 2—9. Kennslu- tæki þessi eru á margan hátt ný- stárleg, og hefur þessi þáttur kennslumála rauriar verið mjög svo vanræktur á Islandi. Tækin em nokkuð misdýr eins og að líkum lætur. Geta má þess, að skemmtilegt líkan af. eyra, sem fréttamaður ,,Þjóðviljans“ sá þama, kostar um 3.500 krónur og segir fyrirtækið það svipað verð og á tveimur skólastólum. Frá syningu Sverris Haraldssonar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sverrir sýnir eftir þriggja ára hlé: Landslagsmyndir +**»*»» +ts» \ og tréskúlptúr □ í dag kl. 3 verður opn- uð í nýbyggingu Mennta- skólans sýning á verkum Sverris Haraldssonar list- málara og verður hún op- in í tíu daga eða til 21. júní. Það er Listafélág Menntaskólans sem stend- ur fyrír sýningunni, en Sv^rrir kenndi teikningu á námskeiði þess í vetur. Á sýningunni eru alls um sextíu listaverk: olíumálverk, teikningar og tréskurður. Teikningarnar eru allt frá árinu 1947 og eru allar í einkaeign. Málverkin eru flest frá því eftir áramót i vetur og það elzta frá því um hvíta- sunnu i fyrra og tréskurðar- myndirnar frá ársbyrjun 1964. Sverri hélt síðast sjálfstæða sýningu í Listamannaskálan- um 1963, en síðan hefur orðið talsverð breyting á stíl hans og eru þau málverk sem nú eru sýnd mjög ólík hinum fyrri. Þau hafa hlotið sam- heitig „Stemningar úr Soga- mýri“. enda öll- máluð eftir útsýni um sama gluggann í í'búð málarans í Sogamýri. Þetta eru landslagsmyndir, en heldur slæm láhdabréf, sagði Sverrir er hann sýndi blaða- mönnum sýninguna i gser. Tréskúlptúrana vill Sverr- if aðeins láta kalla tálgað- ar spýtur og segist hafa dund- að við þær meðan hann snerti ekki á málverkinu. Sverrir sýndi fyrst á sýn- ingu Félags íslenzkra mynd- listarmanna 1948, en fyrsta sjálfstæða sýning hans vaf 1952 áður en hann fór til Par- ísar til eins árs dvalar. Fimm árum síðar fór hann til Berl- ínar þar sem hann dvaldist í þrjú ár. Hann hefur tekið þátt í öllum norrænum sýn- ingum í Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Louisiana, Stokk- hólmi, Helsinki, Moskvu, Par- ís, Brússel og Róm. í fyrra tók hann þátt í alþjóðasýn- ingu í París þar sem hið fræga listasafn Musée d’Art Moderne keypti eina mynd eftir hann. / Sýning Sverris verður op- in daglega til 21. júní á tím- anum kl. 3—11 e.h. Viðtal við Sverri um við- horf hans til listarinnar og persónulega þróun hans sjálfs birtist í Þjóðviljanum á morg- un, sunnudag. Þing framhaldsskólokennara hófsf í Reykjavík í gœrdag f gær var sett i Reykjavík 11. þing Landsambands framhalds- skólakennara. Þingið var sett kl. 17 og gerði það formaður samtakanna, Ólafur Einarsson, en forseti var kjörinn Stefán Ól. Jónsson, Laugarnesskóla. Þá fluttu ávörp menntamálaráð- herra, fræðslustjóri og formenn S.Í.B og B.S.R.B. Fundur s'kyldi svo aftur hefjast klukkan átta í gærkvöld. Var ætlunin að taka þar kjörbréf til athugunar og nýja félaga inn í samtökin. Þá skyldu og fara fram nefndakosn- ingar og formaður flytja skýrslu sína. Þinginu lýkur á morgun, sunnudag. Þingfulltrúar munu vera um 80, en meðlimir sam- takanna um 500. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.