Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Blaðsíða 8
g SlÐÁ — l»JÖ©VttJITW — Laugardagor VL júni 1966. WILLIAM MULVIHILL FLUGVÉL I IHVERFUR| færi, naestum allt sem þeir gátu tekið með sér. — Hvenær viltu fara? spurði hann. — Ég er þlbúinn strax og sól- in lækkar á lofti. Við getum spfið þangað til, ef þú vilt koma með. Við borðum okkur sadda af melónum. Tökum með okkur mörg strútsegg. — Hvað skyldi Sturdevant hafa komizt langt? Sagði Bain. — Heldurðu að hann sé dauð- ur? spurði O'Brien. — Já, þeir báðir. — Hollendingurinn er seigur, sagði O'Brien. — Hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Og hann var með nóg vatn, mundu það. Ég held hann sé enn þarna útfrá. Smith líka. Bain svaraði ekki. Hann horfði á O'Brien rísa á fætur og klæða sig í hálfblautar buxurnar. Sól- in myndi þurrka þær til fulls á nokkrum mínútum. — Við förum þá í kvöld? spurði O'Brien. — Allt í lagi, sagði Bain. Það er bezt við förum. Við verð- um alla nóttina á leiðinni þang- að. — Kannski lengur, sagði OBri- en. Það er erfitt að gera saman- burð við þitt skiptið. Hin töfðu okkur. — Ég tafði ykkur sagði Bain. Mig langaði mest til að deyja þama um nóttina úti í sandin- ,um. — Þú varst veikur, sagði O* Brien. Hann Jagði af stað til hellisins aftur. Bain reis á fæt- Hátíirei^Un Hárgreiðslu- og snvrtistofa Sf«4nu on Dódó Laugavegi 18 III. hæð ílyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárareiðslustofa HfigfiirhffiÍAr Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á' sama stað ur og fylgdi honum eftir. — Við sofum mestallan næsta dag og höldum áfram þegar sól- in sezt aftur, sagði O'Brien. Þrír dagar til að sækja nokkra poka með smádóti. En það er ýmislegt þama útfrá sem við h'öfum not fyrir, hlutir sem okkur datt ekki í hug að við fengjum þörf fyrir. Dunkar, verkfæri, linsur úr ónýtum luktum og leiðslur til að gera úr snörur. Jafnvel þótt ferðin tæki tíu daga myndi hún' borga sig. Við megum þakka fyrir að hafa tök á að nálgast þetta. 32 — Ég kem með, sagði Bain. Honum var umhugsunin um ferðina á móti skapi; hann hafði óbeit á sandinum og hinni enda- lausu göngu, því að enn var hann veikburða. En hann myndi fylgja O'Brien, enda var ekki um annað að ræða. m Þegar þeir komu aftur í hell- mn sögðu þeir Grace og Grimm- elmann frá ráðagerðinni og lögð- ust til svefns. Klukkan var um tólf og þeir ætluðu að hvila sig til sólarlags. Þá ætluðu þeir að taka með sér vatnsílát og nokkr- ar melónur og klifra upp brekk- una. Þégar nóttin kæmi, yrðu beir komnir langt út í, .ey.ð.ipiörk- ina. Bain og 0‘Brien komu að flug- vélinni eftir sólarupprás. Þeir hvíldu sig dálítið, átu sína mel- ónuna hvor og féllu í djúpan, draumláusan svefn, örþreyttir eftir næturgönguna yfir sandinn. Sólin hækkaði á lofti og glóð- hitaði beyglaðan málminn en þeir sváfu jafnvært. Þegar kvöldið kom og loftið varð sval- ara, hreyfði O'Brien sig, opnaði augun og hristi Bain. Svefndrukknir bröltu þeir á fætur og byrjuðu kerfisbundnar rannsóknir á • flugvélinni. Þeir fundu svefnpoka Detjens þar sém þeir höfðu skilið við hann. O'Brien tók hann og fyllti hann af smádóti sem gat komið í góð- ar þarfir: hönk >af koparvír, hamar og gömul sög, lúka af nöglum, gömul peysa sem Det- jens hafði átt, lestrargler sem Grimmelmann hafði átt og gat orðið gasniegt þegar kveikja burfti eld. Bain fann snærishönk og segl- dúksbyttu. Hann lagði hvort tveggja út fyrir í sandinn og brátt fann hann fleira: vasapela, óhreina sokka og skyrtur, auka- belti og þrjár flatar, sterklegar whiskyflöskur, sem hægt var að nota sem ferðapela í fjallaferð- irnar. Hann yfirfór verkfærin og valdi klippur, nokkrar þjalir og smábúta af kopar og sinki. Hann fann myndavél í einni töskunni og skrúfaði úr henni linsuna. Annars staðar fann hann sex sykurmola vafða innaní bréf. Þeir bundu hæfilega stórar byrðar saman; afganginn höfðu þeir í höndunum. Bain útbjó knippi sem hann gat haft á bak- innu, og O'Brien vafði stóra svefnDokanum saman og gerði eins. *Þeir lögðu af stað þegar sólin settist. Þegar þeir gengu af stað, fannst þeim sem þeir hefðu verið lengi burtu frá hellinum og væru nú á heimleið. Þegar þeir ktimu aftur í hell- inn var enn nótt og þeir reik- uðu inn og sofnuðu samstundis. Seinna opnuðu þeir byrðarnar og pinklana og glöddust með fé- lögunum yfir hinum nýju fjár- sjóðum. — Það er eins og jólin séu komin, sagði Grace. Grimmelmann kinkaði kolli. Ekkert af þessu myndi breyta lífi þeirra á nokkum hátt, en það myndi þó koma að gagni; linsumar kæmu í góðar þarfir og sömuleiðis whiskyflöskurnar og fötin. Kannski hafði ferðin borgað sig. Bain hélt aftur upp að kaffi- boxinu sem hann hafði skilið eftir handa býflugunum og fann það næstum tómt. Meðan hann stóð í skugganum kom einstök fluga og flaug suðandi framhjá eyranu á honum og tyllti sér á flatan pinnann, sem stóð uppúr boxinu. Flugan háfði verið þarna áður. Hún hikaði ekki, heidur flýtti sér niður pinnann ogdrakk lengi. Svo flaug hún burt. Bain kinkaði kolli með sjáifum sér. Nokkrar býflugur sem drakku af vatnslögg; það var ekki nóg. Hann tók uppúr vasa sínum sykurmolana úr flugvél- inni. Hann tók bréfið varlega utanaf hverjum þeirra og sleppti þeim niður í vatnið og hbrfði á þá leysast upp. Svo fór harrn aftur til baka og lokaði augun- um. Tveim stundum síðar kom hann til baka. Á pinnanum sétu þrjár býflugur og meðan hann var að horfa flaug ein burt og tvær komu i viðbót. Hann sá fimm býflugur fljúga burt og elti þær. Leiðin lá meðfram fjallinu í áttina að tindinum. Hann byrjaði að elta fyrstu bý- fluguna og beið þar sem hann missti sjónar á henni. í>að kom önnur og hann elti hana spöl- kom. Hann fór sér hægt; það var nóg sykurvatn það sem eftir var dagsins. Hann elti hverja bý- flugu þar til hann missti af henni og beið eftir þeirri næstu. Það leið hálf klukkustund og hann tók eftir því að röð af bý- flugum flaug framhjá honum í hina áttina. Hann gat sér þess til að það væru skordýr á leið að kaffiboxinu í annað eða þriðja sinn eða þá að það væru nýir félagar úr kúpunni sem komnir voru í kapphlaupið um nýju sykumámuna. Hann hreyfði sig meðfram svarta berginu sem hófst fyrir ofan hann, eyðilegt og ógnandi. Bergið hinum megin virtist nær og hærra og botninn fór að halla upp í móti. Sums staðar vpru há granítþrep og á milli langar urðarbrekkur. Svo skiptist fjall- ið og hann varð að krækja fyrir vegg útúr skugganum og fram í gilið. Þangað hafði hann ekki komið fyrr. Það leið hálf stund í viðbót. Allan tímánn heyrði hann suð í fljúgandi býflugum og hann varð þess var að hann þurfti ekki að bíða. Það var stanzlaus straumur af býflugum sem kom og fór, greinileg lína sem auð- velt var að fylgja. Hann brosti; hann skyldi sýna O'Brien hvað hann gæti; hann skyldi færa björg í bú með heilbrigðri skyn- semi og nokknum sykurmolum. Nokkram mínútum seinna fann hann kúpuna. Hún var tuttugu fetum yfir gilbotninum, í sprungu í fjallinu, metri á lengd og hálft fet á breidd. Hann fann Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 4773 — Fisser líkar ekki sérlega vel við Bobby. Síður en svo geðfelldur piltur. En hann getur borgað. Nú, jæja, og það er þó þrátt fyrir allt aðalatriðið. — Hvað vill hann honum núna? Ha, á hann að skemma seglskip ....? Vitleysa, hann hefur ekki einu sinni hugmynd um hvernig slíkur hlutur iftur út að innan. — Þú verður að fá einhvern annan til þéss. Það er hægt að fá nóg af náungum í svona sóðaviðskipti .... Súsanna veit um einn. I — Hvað segið þið um Silky? Hann var einu sinni háseti svo hann veit allt um skip. Hann er alltaf til f hvað sem er! Fisser slær hnefanum í borðið. Já, hann er einmitt sá rétti! Hringdu strax í hann, kannskí geturðu náð honum. Þú veizt, hvar hann heldur sig. SKOTTA LEÐURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR • fyrir herra % fyrir drengi á||| Verð frá kr. 1690,00 VIDGERDIR , LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, } ■ Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ 1 Verzlunin Ó. L. # ■ Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.