Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. júni 1966 — MCÆrVIUINN — SÍÐA 3 f HVERS VEGNA BERJAST ÞEIR? A HVÍLDAR- DACINN Þrju sammála dagblöð Pyrir víku birti ég greinar- kom um tortímingarstyrjöld Bandaríkjamanna í Víetnamog viðbrögðin hérlendis, hið geð- lausn og raga tórnlæti her- námsblaða og stjórnarvalda sem stingi ömurlega í stúí við málefnalegar og virkar rök- ræður allt umhverfis okkur, jafnt vestan hafs sem austan. Ég vék einnig nokkuð að lág- kúrunni i' almennum þjóð- málaumræðum hérlendis, og síðan hafa blöð hernámsflokk- anna þriggja lagt kapp á að sanna kenningar mínar með á- þreifanlegum dæmum. Alþýðu- blaðið birti á þriðjudag heila forustugrein um mína lítilmót- legu persónu: „Hvenær hefur sézt eftir ritstjóra Þjóðviljans orð, sem ekki er lofsöngur um ástandið í kommúnistaríkj- unum eða fordæming á stefnu vestrænna ríkja? Éeitun mun á ritstjóra, sem sér allt jafnhvítt í heimi kommúnismans og jafnsvart í heimi lýðræðisríkj- anna og ritstjóri Þjóðviljans. Þó er hann víðförlastur ís- lenzkra blaðamanna fyrr og síðar. Hann hefur dvalið lang- dvölum á Kúbu og í Kína, margheimsótt Sovétríkin, verið í Júgóslavíu, Póllandi ogTékk- óslóvakíu, sótt kommúnistaþing á Italíu og komið- víðar. Aldrej. ■ hefur þess orðið vart að hon- um hafi ekki þótt allt harfa gott, sem gestgjafar hans sögðu og gerðu. Hann dásamaði Stalín, meðan hann var og hét, hann tignaði Krjústjoff, meðan hann var við völd. Og nú hafa þeir Bresnev 'og Kosygin jafnrétt fyrir sér í einu og öllu og hin- ir dánumennirnir höfðu á sín- um tíma. Og svo kvartar þessi staurblindi jámaður undan því, að hér á Islandi gangi menn með hraðfrystár sálir“. Sama dag birti Morgunblaðið heilan dálk feitletraðan um samavið- fangsefni; þar var sagt aö höf- undur þessara pistla væri „sá blaðamaður íslenzkur sem af mestri þröngsýni og ofstæki ritar um stjórnmál“. Hann hefði gert það „að sínu lífsstarfi að verja ofbeldisverk kommún- ista í Sovétríkjunum, í allri Austurevrópu, í Berlín, í Ung- verjalandi, í Kóreu og Kína og nú síðast í Víetnam‘‘; hann hefði „flekkaða samvizku“ og „dökka fortíð“. Á miðvikudag bættist Tíminn / svo í hópinn og segir að veslingur minn sé „einhver mesti ofstækismaður sem þátt tekur í pólitískum um- ræðum á íslandi . . . því mað- urinn skrifar þannig, að engu líkara er, en hann sé ekki á Islandi heldur í stöðu áróð- ursstjóra valdhafans í Kreml hvort heldur hann hefur heit- ið Stalín, Krjústjoff e'ða Brésn- ev . . . hann á ekki það til, sem kallað er blygðunar- kennd . . . Magnús hefur ein- mitt atvinnu af því að skrifa ofstækisfyllstu forustugreinar sem skrifaðar eru í islenzk . blöð.“ Einkennandi við- brögð Þannig hafa hugleiðingar um styrjöldina í Víetnam og al- mennar þjóðrríálaumræður á ís- landi þegar snúizt upp í könn- un á skaphöfn minni og fram- kornu, og sæti sízt á mér að vefengja að þar sé um htð merkasta viðfangsefni að ræða. En þvi er á þetta bent að við- brögð af þessu tagi eru mjög einkennandi fyrir svokallaðar stjómmálaumræður á Islandi. Andstæðingurinn er gerður að svörtum vítisára með almenn- um fáryrðum, ekki endilegaaf persónulegri óvild, heldur til þess að setja á hann stimpil sem komi í veg fyrir oð menn lesi greinar hans og velti fyrir - sér sjónarmiðum hans. Ef það tekst er óþarfi að standaírök- ræðum; það er ósköp þægilegt að draga menn í dilka ýmist til helvítis eða himnaríltis, líktog örlög manna urðu í kómedíu Dantes, og koma svo í veg fyr- ir allan samgang þar á milli. Auðvitað er ofætlun að vænta skýringa á þvílíkum mál- flutningi, og hefði mérþóþótt einkar fróðlegt að' frétta um þær greinar sem ég á að hafa skrifað til dásemdar og tign- unar á rússneskum stjórnmála- mönnum. Og ógn er ég hrædd- 1 ur um að ég hefði þótt slakur áróðursstjóri í Kreml meðan uppreisnin í Ungverjalandi var brotin á bak aftur með rúss- ' nesku hervaldi, þegar ég skrif- aði greinaflokk frá Póllandi 1957 eða þegar ég hef gert 1 Júgóslavíu að umtalsefni. Varla mundu stjórnmálamenn í 1 Moskvu eða. Peking heldur fást til að skrifa undir hugleiðing- ar mínar um deilur Rússa og Kínverja í bókinni „Bak við bambustjaldið“, svo að enn eitt dæmi sé nefnt. t Ég minnist ekki á þettavegna þess að ég telji að mér sé gef- in einhver skarpskyggni sem aðrir haíi farið varhluta af; \ mér missýnist vafalaust ekki sjaldnar en öðrum dauðlegum mönnum. En ég hef ævinlega reynt að draga sjálfstæðar á- lyktanir af þekkingu minni og dómgreind; ég hef ekki upp á annað að bjóða. Ég hef ekki farið neitt dult með það að niðurstöður mínar markast af lífsskoðun minni og sósíalist- ískum viðhorfum, enda hafa 1 dómar um þjóðmál því að- eins gildi að menn þekki al- ' menn yiðhorf höfundarins; á því sviði er hlutleysi ekki til. Þegar ég gagnrýni lágkúruna í íslenzkum þjóðmálaumræðum er ég ekki að mælast til þess að andstæðingar mínir í her- námsflokkunum velji sér sama sjónarhól og ég, heldur að þeir noti sína eigin sjónarhóla sem frjálsir og hugsandi einstak- lingar og kappkosti að beita þekkingu og rökum í málflutn- ingi sínum í stað þess að kjammsa eins og jórturdýr á niðurstöðum annarra eða velja sér hlutskipti hinnar snautlegu þagnar. Allur er varinn góður Enda þótt mjög svo áþekk mannlýsing væri meginuppi- staðan í viðbrögðum hernáms- blaðanna, komu einnig fram viðhorf til styrjaldarinnar í Ví- etnam sem nokkra lærdóma má af draga. Þar ber Tímann langsamlega hæst; í lok greinar hans koma yfirlýsingar sem vert er að vekja sérstaka at- hygli á: „Tíminn hefur þá grundvall- arstefnu í utanríkismálum, að hverri þjóð beri réttur til að velja sér ríkisstjórn og stjórn- arform án afskmta annarra ríkja, en þjóðin í Víetnam hefur ekki íengið að njóta þessara réttinda þrátt fyrir á- kvæði Genfarsáttmálans um Indókína, og er mjög varlegt að treysta því, að þær kosn- ingar í Suður-Víetnam, sem nú hefur verið lofað, fari á þann veg, að allir fbúar geti notið kosningaréttar. Bandarískir öldungadeildarþingmenn hafa lýst því yfir að ef frjálsar kosningar færu fram í Viet- nam muni Víetcong fá 80% atkvæða. Stórstyrjöld til að tryggja einræðisklíku völd gegn vilja þjóðar er ekki kross- ferð fyrir lýðræðishugsjónina, og hryggilegt þegar stærsta og einhver mesta lýðræðisþjóð veraldar leiðist út í slíkar ó- göngur sem Bandaríkjamenn í Víetnam. Hver þjóð á að fá að ráða sínum málum og skiptir í því grundvallaratriði engu, hvaða stjómarform viðkomandi þjóð vill kjósa sér, eða. hvaða álit aðrar þjóðir kunna að hafa á því stjórnarformi.“ Ef taka mætti þessar yfirlýs- ingar alvarlega ætti að mega vænta vasklegra athafna Fram- sóknarflokksins á sviði utan- ríkismála á næstunni. En því miður; Framsóknarleiðtogar em alltaf samir við sig. í sömu ið hefur bent á nauðsyn þess, að báðir aðilar, stjómin í Sai- gon og Bandaríkjamenn ann- arsvegar og stjórnin í Hanoi og Kínverjar hins vegar, sýni friðarvilja. I Þjóðviljanum hef- ur aldrei verið rætt um annað en nauðsyn þess, að Banda- ríkjamenn hverfi á brott úr Suður-Víetnam. Hafa menn orð- ið þess varir, að Austri skrif- aði um nauðsyn þess, að aðrir aðkomnir hermenn hyrfu á brott úr landinu? E£ slíkar greinar hafa leynzt einhvers- staðar í Þjóöviljanum, væri gott -að fá fréttir af því“. Hér er brugðið upp þeirri mynd af. styrjöldinni í Víet- nam, að þar eigist í rauninni við Bandaríkjamenn ásamt Suður-Víetnammönnum ann- ai-s vegar og Kínverjar ásamt Norður-Víetnámmönn- um hins vegar, cg virðist blaðið gefa í skyn að um grein segir einnig svo um af- stöðu Tímans: „Tíminn hefur nokkra samúð með Bandaríkja- mönnum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem þeir hafa komizt í í Víetnam." Tíminn getur því bæði haldið áfram að arka þessa leiðina og hina leiðina eftir því hvernig kaupin ger- ast á eyrinni. Mættu ráðamenn hans þó hugleiða að hinum tvílráðu var spúið aftur öfug- um úr víti Dantes og neita? um vist í himnariki hans. Má e>ga von á því? Alþýðúblaðið gerir svofellda grein fyrir afstöðu sinni: ,,Blað- erlendar hersveitir sé að ræða á báða bóga. Hins vegar lætur ritstjórinn svo sem' hann hafi aldrei heyrt nefnda þjóðfrels- ishreyfinguna í Suður-Víetnam, íbúar landsins eru engir „aðilar". Þessi kenning um vörn gegn íhlutun Kínverja og Hanoi- manna var sett á svið þegar Bandaríkjamenn hófu inm-ásar- styrjöld sína, en reynslan hef- ur afsannað hana svo gersam- lega að henni mun nú hvergi flíkað í víðri veröld nema í málgagni utanríkisráðherrans á ísland. Enn hefur enginn kín- verrkur hermaður fyrirfuádizt í Víetnam; samkvæmt bandarísk- um heimildum eru hermenn frá Norður-Víetnam 20.000 tais- ins (þótt erfitt sé að tala um áð menn séu innrásarmenn í sínu eigin landi, jafnvel þótt því sé skipt); , þinsvegar komast bandarísku innrásar- herirnir senn upp í 200.000 manns. Engum getur dulizt að árásarherir stórveldisins eiga fyrst og fremst í höggi við landsmenn sjálfa; þetta er ó- tvíræð nýlendustyrjöld þar sem reynt er að brjóta á bak aftur sjálfsákvörðunarrétt í- búanna með hinni fullkomn- ustu morðtækni okkar tíma. Á- standið á sjálfu yfirráðasvæði bandarísku innrásarherjanha hefur undanfarnar vikur talað sínu skýra máli. Þjóðviljinn tekúr . fúslega undir kröfu u(n taf^rlausan brottflutning allra „aðkominna hermanna" frá Suður-Víetnam, hafi það farið fram hjá Al- þýðublaðinu hingað til, og er þá einnig. átt við þá Víetnama sem búsettir kunna að vera norðan markalínunnar. En er Alþýðublaðið sjálft reiðu- búið til að gera þá kröfu að sinni; megum við ef til vill vænta hennar frá utanríkis- ráðherra Islands, formanni Al- þýðuflokksins? Galdrabrennu- hugarfar Svo sem vænta mátti er svartnættið mest í Morgunblað- inu. Þjóðfrelsisbaráttan i Ví- etnam er aðeins kommúnismi. ættaður frá Peking og Moskvu og allir kommúnistar eru rétt- dræpir; sú kenning verðskuldar ekkert svar nema- sprengjur, bensínhlaup og eiturgas: „Styrj- öldin í Víetnam er aðeins einn þáttur þeirrar ofbeldisstefnu, sem kommúnistar hafa rekið um heim allan frá lokum heims- styx-jaldarinnar. síðari.“ Hæpið má telja að hafa uppi rök- semdir gegn þvílíku gáldra- b’rénnuhugarfári, en þó' skál ’ þess enn'freistað. Það er barna- leg firra að hcégt sé að fá menn til að heyja hetjubar- áttu eins og þá sem íbúar Ví- etnam heyja nú með því að innræta fólki vondar skoðanir eða með þyí að ástunda sam- særi. Því aðeins leggja menn lífið í sölurnar dag hvem að staðreyndir hins daglega lífs knýja þá til þess, veruleikinn sjálfur. Ef menn una sæmilega. við sinn hag geta engir ismar og engin erlend áhrif fengið þá til að leggja lífið í sölurn- ar. Ástæðurnar fyrir frelsis- baráttunnÍA í Víetnam eru £ landinu sjálfu, en hvbrki í Pek- ing né Moskvu; þær em sú tilvera sem fbúamir þekkja:fá- fræði, hungur, innlend og er- lend kúgun, öryggisleysi. Hlutskipti manna Og líf af þessu tagi er ekki aðeins hlutskipti íbúanna í Víetnam. Það er vissulega kominn tírrti til að ritstjórarn- ir við stærsta blað Is’ands geri sér ljóst hvernig ástatt er í ver- öldinni. Allt að því helmingur mannkyns býr við næringar- skort. Á hverjum degi deyja tíu þúsundir manna úr hungri — fleirf en nokkru sinni fyrr i mannkynssögunni; í . Indlandi einu munu 50 miljónir barna deyja úr næringai-skorti á næstu tíu árum. Tveir þriðju hlutar mannkynsir-, hafa meðaltekjur á mann sem jafngilda 50—60 dollurum aöa allt að 2.500 krónum á ári — ég endurtek: á ári. Sjötíu hundraðshlutar af bændum í heiminum — en þeir eru fjölmennasta stéttin — nota enn tréplóg og hlújám af --umstæðustu og afkasta- minnstu gsrð til mataröflunar: aðeins tveir hundr iðshlutar hafa aðgang að vélknúnum tækjum. Rafmagnsframleiðslan í öllu Indlandi er minni en í New York City. Kvenfólkið í Bandaríkjunum eyðir hærri f jár- hæðum í einar saman snyrti- vömr en jafngildir fjárlögum allra þeirra Afríkuríkja sem hlotið hafa sjálfstæði' síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk. Hótanir breyta litlu Þarna em ástæðumár fyrir því að sveitamennirnir í Víet- nam leggja líf sitt að veði ár eftir ár i baráttu fyrir betri tilvem. Sovétríkin og Kína koma fyrst og fremst við þessa sögu vegna þess að þar hefur fólki tekizt að velta af sér klafa allsleysisins; þar em sannanirnar fyrir því'hverju barátta getur áorkað. Og það er einnig þetta þjóðfélagsá- stand á hnettinum sem veldur því að Bandaríkin beita víg- vél sinni til að brjóta fólkið i Víetnam á bak aftur. Allsleysi meirihluta mannkynsins er aí- leiðing af kúgun og arðráni; nokkur yfirstéttarríki safna auði á kostnað þeirra fátæku; Bandaríkin ein ráða nú yfir 60 hundraðshlutum af auðlind- um heims. Ráðamenn hins vesturheimska stórveldis vilja halda þessu ástandi, við; styrj- öldin gegn Víetnam beinist í rauninni gegn öllum fátækum þjóðum heims; henni er ætlað að sýna fólki hvers það megi vænta ef það sættir sig ekki við hlutskipti sitt. En barátta af þessu tagi ' er vonlaus til lengdar; hótanir um dauða og tortímingu hafa takmöi-kuð á- hrif á fólk sem daglega horfist í augu við lífsháska af ,,nátt- úmlegum" ástæðum. Meðal- aldurinn hjá meirihluta mann- kynsins er helmingi styttrf en meðalaldur íslendinga; annar- hver maður fellur fyrir aldur fram; jafnvel morðvél Banda- ríkjanna er þess ekki megnug að þreyta því hlutfalli tiltak- anlega, nema kjarnorkuvopn séu þá tekin í notkun. í daun og myrkri Skilningur á þessu ástandi mótar nú umræður manna um heimsmál í vaxandi mæli allt umhverfis okkur. Andstæðurn- ar milli fátækra þjóða og ríkra eru það mikla vandamál sem skipta mun sköpum um framtíð mannkynsins, sá vandi verður aldrei leystur með of- beldi, heldur aðeins magnaður; eigi ekki illa að fara verða fá- tækar þjóðir að ná fullum rétti sínum. En hér á Islandi (- mynda ritstjórar stærsta dag- blaðsins sér að allt væri með sönnum ágætum í veröldinni, ef ekki kæmu til rangar skoð- anir manna í Moskvu og Pe- king í andstöðu við óvefengj- anlega speki herforingja £ Pentagon; þeir sjá ekkert út- fyrir hugmyndir kalda striðs- ins. Þessir ritstjórar minnamig á sögu sem ég heyrði einusinni um hænur. Þær höfðu verið geymdar í kofa sínum langan vetur; dyrnar voru vandlega lokaðar til þess að haldahlýju í pútnahúsinu, en á hurðinni var lítil lúga sem hænumar gátu smeygt sér út um. Um vorið þegar hlýnaði í veðri opnaði hænsnaeigandinn dym- ar upp á gátt einn daginn til þess að hleypa inn lofti og yl. En þá brá svo við að engin hæna kom út; þær sáu hvergi litlu, þröngu lúguna sína —og hvemig áttu þær þá að komast út? Dyr kalda stríðsins hafa ver- ið r>pnaðar upp á gátt umhverf- is okkur. En áróðurspútur Morgunblaðsins kúra sem fiast- ast í daun ogmyi-kri_Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.