Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 12. júní 1966. WILLIAM MULVIHILL sér stað, þar sem hann gat setið og horft á býflugurnar streyma til og frá. Skuggarnir lengdust. Hann byggði vörðu úr flötum steinum beint undir kúpunni og gekk aftur heim i hellinn. Sturdevant lá í djúpum, draumlausum svefni; hann var mettur. Það var síðla dags. Fluga skreið á andliti hans og hann bandaði henni frá séránþess að vakna. Rétt hjá honum logaði dálítið bál. Sundurhlutað hræ af sebradýri lá milli hans og báls- ins. Það moraði af flugum og mýi. Nokkrir , hræfuglar hnituðu hringa hátt fyrir ofan klettana. Hinn hugrakkasti hafði komið flögrandi fyrir nokkrum mínút- um og sat nú á kletti og starði á ætið, og sofandi manninn. Hræfuglamir höfðu komið næstum um leið og hann skaut sebradýrið. Þetta hafði verið ó- sköp einfalt. Hann hafði komið að bugðu á gilinu og fyrir fram- an hann 'stóðu sex sebradýr hreyfingarlaus og störðu á hann, Hann lyfti byssunni og miðaði á eitt þeirra, en vopnið var orðið of þungt fyrir hann og hann átti erfitt með að halda því kyrru. Hann settist. Sebradýrið stóð fyrir framan hann furðulega geiglaúst. Hann studdi olnbogun- unum á hnéð, miðaði og skaut. Þau þutu af stað en hann elti. Vatnið hlunkaðist til í brúsun- um, svo að erfitt var að halda jafnvæginu, en hann tapaði ekki af slóðinni. Kúlan hafði hitt og það voru blóðrákir í sandinum HárcfreiSslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steimi o«r Dódó Laugavegi 18 III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. P E R M A ' Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tiarnargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hámreiðslusfofa Hustmhæm María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími -14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. og á steinunum. Tuttugu mínút- um steina fann hann eitt þeirra, helsært. Það var freisting að skjóta kúlu gegnum hausinn á því, en hann gerði það ekki. Hann beið eftir að því blæddi út. Hann lyfti af sér okinu, setti vatnskönnurnar í skuggann á- samt byssurini og fór að safna saman pinnum og viðarbútum sem lágu næstum grafnir í hvít- an sandinn. Stundu síðar tók hann eina af dýrmætu eldspýt- unum og kveikti dálítið bál. Hann var svo svangur að hann skalf og fyrstu kjötbitana át hann hráa, þvi að hann þoldi ekki að bfða meðan þeir voru að steikjast. Enn ein fluga settist í úfið hárið á honum og skreið niður andlitið að blóðugum vörunum. Hann umlaði og velti sér við, örmagna eftir máltíðina, yfir sig saddur og dasaður eftir sebra- kjötsátið. Hann opnaði augun og sá klettana himininn og fuglana sem hnituðu hringa hátt yfir höfði hans. Hann lokaði augun- um aftur .... Svo kom draumurinn og það fór hrollur um hann í svefnin- um; hann vissi frá upphafi hvað myndi gerast, því að draumur- inn var alltaf hirin sami. Hann hafði dreymt hann næstum á hverri nótl.ti síðan hann fór frá fjallinu. Hann sá byggingar framundan við sjóndeildarhringinn, eins konar bæ Dg hann reikaði þang- að, datt og hrópaði. Og úr bæn- um kom fólk fyrst smástrákar og telpur, rytjulega klædd og mög- ur með augu sem skinu af nær- ingarskorti. Hann sat í sandin- um og þau stóðu fyrir framan hann, hann brosti og veifaði til þeirra; þau horfðu á hann án þess að breyta um svip. Frá þænum kom fleira fólk; k-arlar og 1 konur sem komu til rið horfa á. Einhver hjálpaði honum 'á fætur, stór, svartur maður í ó- hreinum frakka. Hann hélt dauðahaldi í manninn og mann- fjöldinn þokaðist í , áttina að byggingunum. Þama voru engir hvítir menn. Þetta hlaut að vera eitthvert afskekkt fátækrahverfi. Blökkumennirnir voru þöglir en hann fann að þeir voru í upp- nárni og þegar þeir sögðu eitt- hvað, töluðu þeir í stuttum setningum á máli, sem hann heyrt fyrr. Þeir stönzuðu og gáfu honum að drekka úr óhreinni blikk- krús. Hann gat gengið einn; mannfjöldinn óx því að fleiri sVertingjar komu útúr upplituð- um skökkum kofunum Dg úr mjóum sundunum sem voru full af sorpi. Hann reyndi að tala við þá, en þeir virtust ekki skilja ensku — þetta var eitthvað svo hlálegt og vandræðalegt allt saman. Þau heyrðu ekki til hans og þéim virtist alveg sama. Hann brosti og kinkaði kolli til þeirra, brosti og veifaði. Þeir höfðu bjargað honum og hann var þakklátug. Uppnámið fór vaxandi. Fleira fólk kom og hann var umgirtur múr af svörtum andlitum með brennandi augu; þau hrópuðu, hvert til annars og hlógu. Ein- hvers staðar barði einhver með lurk á blikkdós; mannfjöldinn hreyfðist eftir hljóðfallinu og hann var leiddur gegnum mjóar, bergmálandi götur, lyktandi af sorpi. Nú ruddist fólkið að hon- um; það riar óbægilegt og þeir báru hann áfram. Einhvers staðar æpti kvenmaður, sker- andi, tryllingslegu ópi og það fór um hann hrollur og hann var hræddur. Svo var hann aleinn, veik- burða og miður sín. Hann lét fallast niður á jörðina, og þegar hann leit aftur upp var hann í miðjum hring áf svörtu fólki, glöðu Dg kátu og í hátíðaskapi. Hann leit í kringum sig og kom auga á staurinn sem reis uppúr hörðum sverðinum. Það héngu við hann hlekkir og handjárn. Þau voru að koma til að pynda hann, drepa hann; núskildi hann hvers vegna bömin höfðu verið þögul, andlitin þungbúin, skildi hvers vegna konan hafði æpt. Þau ætluðu að lífláta hann án dóms og Iaga. Hann hrópaði á hjálp. Það voru hvítir menn nærstaddir, lögregla. Þeir myndu koma og bjarga honum. Mannfjöldinn myndi leysast upp og þeir myndu lDsa hann við hlekkina og fjarlægja bálköstinn sem alltaf hækkaði. Honum yrði bjargað. Dagurinn varð að nótt. Það logaði á þúsundum blysa, fólk fór að sjóða og steikja, hann heyrði trumbuhljóð. Þúsund and- lit voru fyrir framan hann og hann horfði inn í þau og las hinn hræðilega harmleik sem í þau var letraður. Nú sá hann það sem hann hafði aldrei viljað sjá; hann horfði í augu sem hann hafði alltaf forðazt að líta í. Og hann vissi að hann hafði rangt fyrir sér. Hann barðist um í hlekkjun- um. Ef þeir slepptu honum gæti hann hjálpað þeim, það skildi hann núna. En hann var hlekkj- aður og hann talaði ekki mál þeirra Dg þeir vildu ekki hlusta á hann. Bálkösturinn náði hon- um í mitti og þrengdi að honum. Það var hljótt í kringum hann. pétt hjá honum tók einstakur maður sig útúr hópnum, gamli maðurinn sem fyrst hafði staðið fyrir framan hann. Hann hélt á kyndli. Dýrslegt öskur steig upp frá mannfjöldaum. Hann fleygði sér á hlekkina og þéttan bálköstinn, æpti og sparkaði, grét .... brennið mig ekki, brennið mig ekki .... ger- ið það ekki. Ó Jesús Kristur, brennið mig ekki. En gamli maðurinn kom í átt- ina til hans og hann barðist um og öskraði. Svo kom hið ótrúlega; hann stóð í miðju logandi báli ,og hann sveið í augun af reykn- um. Hann gat ekki andað. Log- amir léku um bera fætur hans og fóru að steikja þá. Hann settist upp, gegnvotur af svita, hræddur og veikur. Stóru fuglamir sátu í kringum hann. Þeir voru fjórir; bráðum yrðu þeir tólf, síðan tuttugu sem sætu í hring og kæmu nær eftir því sem þeir yrðu hugaðri. Það væri öruggast að skera úr sebra- dýrinu það sem hann gæti borið af kjöti og halda áfram. Ef hann yrði kyrr hjá kjötinu yrði hann að verja það. Halda sér vakandi. Fuglarnir yrðu ásæknari og þeim myndi fjölga; þeir yrðu allt í kringum hann, ógeðslegir og hættulegir. Hann reis á fætur og stundi, svo mettur var hann. Hann horfði á hálfrotið kjötið sem moraði í flugum og sneri sér undan. Hræfuglarnir máttu eiga (gnlinenlal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnusiofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 þórður sjóari 4774 _ stuttu semna Kemur Silky. Undarlegur náungi. — Jú, hann er til í allt, sagði hann glottandi. En það.er náttúrlega und- ir ýmsu komið .... Bobby skilur. Hann nefnir háa upphæð. Hann veit hvemig á að umgangast svona náunga. Síðan skyrði hann út til hvers hann ætlast. — Ég hef séð snekkjuna, hún e” líklega ein af þeim beztu hér um slóðir, segir hásetinn fyrrverandi. — Ég kannast við tegundina. Hvað er það sem ég á að gera? Skemma fleytur.a....? — Auðvitað er þetta bara gert í gríni, segir Bobby og er nú ekki lengur jafn öruggur. Auglýslng um úðun garða. Þar sem hverfisúðun verður viðhöfð að þessu sinni eru garðeigendur beðnir að athuga eftirfarandi: 1. Að fylg'jast með auglýsingum þar að lútandi og láta úðunarmenn úða þegar þeir koma, þar eð ekki verður farið í sama hverfi aftur. 2. Ef garðeigendur ekki verða heima á úðunar- degi, að biðja nágrannana að láta úða fyrir sig, eða panta sjá sínum garðyrkjumanni, eða í síma 23068 og 38370 kl. 15—17 alla virka daga nema laugardaga. 3. Á fyrsta úðunardegi verður úðað í Vestur- bænum frá Vegamótum, Ægissíðu, Suðurgata og norðureftir veins og tími vinnst til. Og verð- ur auglýst jafnóðum hvar verður úðað næsta dag. 4. Úðunardagur er þegar logn er og þurrt veður og verður sá fyrsti éf veður leyfir, þriðjudag- inn 14. júní. Úðunarstjóri. LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir teipur Verð frá kr. 1690,00 VIÐGIRÐIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími24678. Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur, GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin Ö. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.