Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 7
w EINYRKJASAGA bokmenntir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. HEIMUR I FXNGURBJÖRG. Ein- jThjasaga. Hcimskringla 1966. 134 bis. Magnús Jóhannsson frá Hafn- arnesi, sem áður hefur skráð í stuttum sögum ýmisleg tíðindi frá sjávarsíðunni, hann hefur gefið út sína fyrstu skáld- sögu. Hún heitir Hcimur í fing-N urbjörg og víst er hér íslenzk- ur heimur í lítilli bók. Ein- ■ yrkjasaga, lífsbarátta þúsunda: ung hjón við ótilgreindan fjörð, takmarkalaust strit við fisk og hey, stríð við kaupmanninn og rigninguna og harðindi drottins, síðar áhyggjur af börnunum, á- tök við þau þegar þau komast á legg: dóttirin er með lausa- leiksbarn, synirnir vilja burt frá þessu hokri og til fróðleiks og mennta. Og þessi litli heim- ur leysist upp: eiginkonan ber ekki sitt barr eftir sviplegtfrá- fall eldri sonarins, yngri son- urinn glatast í nýjum og hæpn- um bókmenntum þjóðarinnar (það er ‘kvæðakver hans sem gefur sögunni nafn), stúlkan nær að lokum í mann og fer suður, gamli maðurinn verður að fylgjast með — en kemur að lokum heim til að, deyja. □ Magnús Jóhannsson fer mjög þokkalega með þetta ein- falda söguefni. Hann stefnir að liófscmi í frösögninni, kröpp- um setningum og um leið rúm- góðum, forðast klisjur. Hann reynir með allgóðum árangri að láta þær myndir, semhann dregur upp, lifa í ótvíræðum staðreyndum, íorðast þau orð sem benda til tilfinningasemi eða yfirleitt jafnvægisskorts f sálinni ásamt með stórum og hæpnum fullyrðingum. Á svo- felldan hátt segir til að mynda frá því, þegar gamli maðurinri kemur heim til að deyja: „Þetta var löng sjávargata, að minnsta kosti hafði hann' ekki óað við henni, meðan hann var og hét, en nú bogaði af honum svitr inn og mjóhryggurinn eins og hann væri að slitna. Mikið gerir ellin að. Hann lagði frá sér pausann, hallaði sér upp að veðruðum stafninum. Hér hafði hann brætt hann á morgnana undir róður. Hér hafði hann séð krí- una gjögra sig í öggunni, hval- ina blása, kópana lóka sig á boðunum.“ Og þeim tóni sem sleginn hefur verið fylgir höfundur eftir af stakri samvizkusemi — ]íó varla með nægri tilbreytni — og lætur sjaldan freistasttil orða, sem koma illa við lesar- ann. Þó skal tekið fram, að undirritaður kann illa við það sé sagt um mann, að hann „stjómaði hrobusinfóníu" eða „tdðhafði snýtingar" — eitt- hvað er þetta tilgerðarlegt. Og sé minnzt á fleira í sambandi við málfar, þá er „hvað“ á stund- um notað heldur leiðinlega til tilvísunar („hvað hann fékk umtölulaust“, í,kaffið syði á könnunni, hvað þeir stóðust ekki“). — Og til að vera sæmi- lega smáskitlegur — verður með nokkrum árangri sagt um brennivín að þáð „freyði í boll- um“? □ Einyrkjasaga Guðmundar Ein- arssonar — en það nafn hefur söguhetjunni verið valið — er blátt áfram vel sögð og skynsamlega, þetta er sannfær- andi frásögn af því æðruleysi og þeim hógværa mannlega þrótti sem borið hefur uppi þjóðlíf hér á yztu ströndum. Það er dálítið' freistandi að minnast á „Sjálfstætt fólk“ Halldórs Laxness í sömu ahd- rá og „Heim í fingurbjörg“ — hliðstæðurnar eru furðu marg- ar: Lífsviðhorf Bjarts og Guð- mundar Einarssonar, hlutverk rímna og saltsteinbíts krepp- unnar, sem kemur í veg fyrir glæsilegar húsbyggingar, við- skiptin við faktorinn og freist- ingar kaupfélagsins, jafnvel ör- lög barna þessara einyrkja beggja eru að ýmsu leyti hlið- stæð. Það mætti segja sem svo, að í sögu Magnúsar Jóhanns- sonar séu örlög einyrkja sýnd í „eðlilegri stærð1', í Sjálfstæðu fólki eru þau stækkuð, færð upp í veldi. Auðvitað er Heim- ur í fingurbjörg gagnheiðarleg bók, um það er ekkert að vill- ast, hitt dregur svo' að ein- hverju leyti úr áhuga lesarans, Magnús Jóhannsson. að með Sjálfstæðu fólki er sem púnktur settur aftan við á- kveðinn kafla okkar þjóðar- sögu, það verður mjög erfitt að róa á sömu mið. „Eðlileg stæþð" er gott og sjálfsagt við- fangsefni í sjálfu sér, en það fer varla hjá því að lesandinn s^kni hins óvænta, skáldlega viðhorfs, . sem bi’egður nýrri birtu yfir gamalkunnar persón- ur, bókmenntalegs landnáms. 1 Heimur i fingurbjörg hefur Magnús Jóhannsson að líkind- um náð öruggari tökum á við- fangsefni en í löngum þætti sem hann birti nýverið í Tíma- riti ' Máls og menningar, Tíu á Höfðanum, vertíðarsögu úr samtímanum. En síðari sagan verður forvitnilegri einmitt fyr- ir þær sakir að þar er höfund- ur á nýjum slóðum, kemur inn á syið þar sem fleiri spurning- um er ósvarað en á vettvangi þeirrar skáldsögu er nú var rædd. i En allt um það: Magnús Jó- hannsson frá Hafnamesi hefur sannað að hann er liðtækur höfundur ágætlega, verk hans eru alþýðubókmenntir sem kafna ekki undir nafni — bæði að uppruna lífssýn og meðferð. — Árni Bergmann. VAÁ\ðAAÁ\A'VVW\/VVVVVUVVVYAA<\'VVVV'VVVWAAÁÁAAAAAÁVV\\\Á\AAÁ\ÁM i^VM<VVH\Á\UHWW/VVVVUlm^''A^A W W\ WW WA W W W W WWWVWVWVWVWVW W\ WWW\ WWWVW V Jóhannes Straumíand: Það sem máli skiptir Áfram nú, segja lýðræðishetjurnar. Og þeir axla sin skinn þar sem veglegan sess skipa hinir lötu hundar *) ætlaðir til að saga 1 sundur í tilraunaskyni hina varnarlausustu ástvini guðs börmn sem fæddust til að elska og vera elskuð af móður sinni •— því lýðræðið verður að sýna mátt sinn og dýrð — ásamt hinu ómissandi bensínhlaupi \ til að steikja í lógum helvítis mæðumar einnig á meðan þær vefja börn sín örmum svo ekkert fari nú milli mála — því hinar vestrænu hetjuí elska lýðræðið og kristindóminn — og þeir gleymdu ekki eiturgasinu heldur til að kæfa hinn græna gróður svo þeir sem eftir hjörðu fengju ekki málungi matar því það verður að aðstoða liin vanþi’óuðu lönd og herferð gegn húngri er boðuð í dag og sprengjuþotur öflugar slepna fullfermi hvern dag sem gefur á hernaðarlega mikilvæga staði og sjá: nokkur þúsund holdsveikisjúklingar voru sendir á verðgang (þeir sem ekki voru svo heppnir að\vera sprengdir í rusl) . | *) Nýtt bandarískt vopn. — því útgerðarmenn sprt'ngjunnar verða að sýna það svart á hvítu að þeir elska menninguna umfram alla muni. En góði maður hvað kemur okkur þetta við sem blöðin lesum? Ég spyr. Jæja lagsi, það er nefnilega það og ég ætla aðeins að svara þér með einu orði: Gettu. Nú er án ríms og blekkinga kveðið upphaf að erfiðum brag um þinn þjóðfræga veg tiJ Heljar. /VWWWWWVWWWA/WWV/WVWVWWWWA/V'VWW'W\ WW'WWWWWWVVWWWWWWW'VWWWWWWWWWYWWWWWWWWWWWW'VWWWWWWWWVWWWVWA/WWWVX Sunnudsgur 12. júní 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SfÐA 7 Nokkrir þættir eftir S.A.M. Sigurður A. Magnússon SMARÆÐI. Tólf þætt- ir. Helgafell 1965, 73 blaðsíður. Sigurður A. Magnússon er maður fjöllyndur í skrifum og virðist hafa einsett sér að koma við í hverju húsi ritmennsk- unnar. Af skrá sem fylgir bók hans, sem kom út nú síðast, má sjá, að hann ber ábyrgð á ljóðabókum, férðabókum, leik- riti,' skáldsögu, greinasafni. Það mætti ef til vill segja að í „Smáræði“ sé það-sem á vant,- ar í upptalninguna. Fyrstu þættina mætti einna helzt flokka undir stflæfingar, saklausar æskusyndir: þarna fara hugleiðingar um óskrifaða pappírsörk og snjó, rauðar rós- ir og dauða, tilhlaup að sögu af gæfusnauðu lífi með róm- antískar náttúruhamfarir að t- vafi. Bókinni lýkur hinsvegar á stuttum leikþætti. Tilvist beggia þessara hluta verður að likind- um einna helzt skýrð með helzt til snemmborinni nýtni; því ekki — úr því sem komiö er — að bíða eftir samlede værker? Miðhluti bókarinnar er sterk- ara lesefni. Smásaga, frásögn,^ endurminningar — allar eiga þessar einkunnir að einhverju leyti við um þessa þætti. Og er gjarnan stefnt að því að höndla merkilegt augnablik þegar örlagaþræðir skerast með nokkrum óvæntum hætti. Það er alla jafna fróðlegt að fylgj- ast með þessum tilraunum, þótt þeirp ljúki að vísu ekki með fúllgildum árangri. Sigurður kann ýmislegt fyrir sér, á því leikur ekki vafi, en hann virð- ist skorta sveiflu, snerpu, þá nákvæmni sem smá form gera kröfu til. Stundum hættirhon-| um til að ofsegja — í þættin- um ,,Sæmd“ segir Krítarbúi frá merkilcgum manndrápum, sprottnum af forneskjulcgu hug- arfari þar syðra — áheyrandi hans hnykkir á meö . þessari vnndræöalegu setningu: „Mér fannst ég í rauninni hafa orð- ið vitni aO einum forngrísku harmleikjanna ipeðan ég hlust- aði á frásögn hans“. Og ekki tekst höfundi heldur að sann- færa lesandann um frásagnar- snilld Krítarbúans: þegar kem- ur að þeim hápúnkti að ungur maður drepur systur sína og ástmann hennar eru orð þau, sem bera í sér afstöðu sögu- manns furðulega slöpp: Dón- Sigurður A. Magnússon. inn, systurnefnan, kauði. útbí- uð rekkja, dræsan, bölvaður dólgurinn, þorparinn . . . Það hefði áreiðanlega venð skemmtilegra miklu að blaða í nýju greinasafni eftir Sigurð A. Magnússoon. En hvað sem þvi líður — bókin kafnar ekki undir nafni. — Á. B. Paradisarganga votta iohóva Blaðinu hefur nú borizt bók er nefnist „Frá hinni týndu paradís til hinnar end- urheimtu paradísar", en útgef- endur eru þeir vinir biskups og Vottar Jehóva. Einna helzt sýnist hér vera um að ræða útþynnta og vatnsboma endur- sögn biblíunnar að viðbættri sérstæðri söguskoðun vottanna. Þeir slá því nefnilega föstu, að það séu aðeins 144.000 af öllu mannkyninu, sem komast muni til himins eða „stjórna með Kristi í himnesku ríki hans“, eins og það er svo hógværlega orðað. — Þess skal þó getið, lesendum „Þjóðviljans“ til nokkurrar harmabótar. að enn mun 'þeim Jehóvavottum ekki hafa tekizt að fylla þá umræddu tölu og því enn rúm fý?ir fáeina réttláta til viðbót- ar á björgunarskútunni. Vott- arnir tíreifa sjálfir bókinni og segjast munu gera það „aðai- lega með þvi að fara milli húsa“. Olfubirgðastöðin mikla í íshafinu Þekktur sovézkur visinda- maður, dr. M. Kalinko, telur að eftir 20—30 ár verði olía unnin frá botni Norður-lshafs- ins. Sérgrein dr. Kalinkos cr jarðfræði og málmfræði, og hann lætur svo um mælt, að olíubirgðir íshafsins séu að öllum líkindum mciri cn nokk- urn hafi órað fyrir. Hann rök- styður fuliyrðingar sínar á eft- irfarandi hátt: Landsvæði þau, sem liggja að hafinu, eru rík af olíu. Miðhluti Ishafsins myndar nokkurskonar skál. geysi mikla. og fyrir því er reynsla, að : Slíkum skálum finnst gjarna olía og jarðgas. Rannsóknir a eyjum á heimskaVitasvæðinu hafa hvað eftir annað leitt til þess, að siík jarðefni fundust. og á það við um eyjarnar norð- • ur af Síberíu, Svalbarða og. Kanada. Hinn sovézki vísindamaður heldur því ennfremur fram, að enda þótt olíuboranir séu viss- um erfiðleikum bundnar, séu þær þó hvergi nærri eins erf- iðar, og menn hafi áður gert sér í hugaflund. Og olíuboran- ir ýið íshafsstrendurnar mimi að sumu leyti reynast auðveld- ari en þær boranir sem fram- kvæmdar hafa verið á láglendi Vestur-Síberíu. Sífrosinn jarð- vegur, sem annarsstaðar veld- ur miklum erfiðleikum, muni á svæðunum við íshafsströndina þýða það, að auðveldara reyn- ist að bora ng þar við bsetist, að samgönguerfiðleikar verða minni. i i f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.