Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 9
/ Sunnudagur 12. júní 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0 Ég er farinn að sjá aftur Framhald af 6. síðu. sinni var ég að. gutla við að læra á píarió og átti þá mjög erfitt með að> læra verk ut- anað Síðan hef ég ekkert hljóðfseri í mörg ár þangað til ég erfði ' gamalt orgel eftir afa minn 1962. Ég fer að leika mér að spila eftir gömlu pínaónót- unum og uppgötva að ©g get nú fyrirhafnarlaust spilað miklu' betur en áður .þegar ég lagði mikla' vinnu í að ®fa nrig og læ'ra. Og. ég’ get lær.t miklu meira utanað. Þessar fyrstu myndir, sem voru laúsar við geómetríuna, urðu til fyrir áhrif frá sjón- deildarhringnum. Ég hafði ver- ið þrjú ár erlendis og víðátt- an hér heimá hafði óhemjuleg áhrif á mig, birtan á himnin- um, kvöldroði, sólarlag, tungl- skin. Ýfirleitt þessar kvöld- ' stemBÍngár. Þó var alltaf rönd með: jörðin. Þessar sprautumyndir komu mér í gang. Þegar ég var í flat- armálinu fannst mér alverst að / þurfa að nota olíulitina, því ég vildi gera þetta fullkomið >og. hafa fletina eins og skoma. Það var miklu auðveldara að fá góða mynd með hörpusilki, en ég hafði engan stimpil fyrir því að það væri hægt að riota anrtað en olíuliti i listaverk! Það hafði talsverð áhrif á mig, þegar þessar fínu, list- rænu ljósmyndir fóru að koma. Mér fannst þetta svo stórkost- legt og fínt að ég gat ekki hugsað mér að gera neitt fyrr en ég væri búinn að ná valdi á einhverri svona tækni. Þá tók ég sprautuna og náði þeirri tækrii, — en hún reyndist síð- an ekki það sem ég hafði vænztT Hún gerði.þó sitt gagn og hjálp- aði mér til að brjótast út úr bessu tómi. Það höfðu Safn- azt hjá mér hugmyndir þó ég kæmi engu < verk og ég losn- 'ðl%ama við mikið, sem var 'úfð að liggja á mér árum sam- -i.;,Ég hafðí heila sýningu með þessum sprautuverkum, en þetta var ©kki eins mikils virði og ég hafði haldið og svö hætti ég aftur að mála. Síðap fór ég að tálga spýt- ur, málaði kringum öskutunn- urnar, bjó til garð úr kassa- fjölum. Ég ætlaði mér að gera ekki neitt þangað til ég fyndi til hvers mig langaði og reyndi að hafa engar áætlanir, en föndraði við spýtur og víra- rUsl. Svo færði Kristjón Kristjáns- son mér fallegan viðarstafla. Ég hafði alltaf haft löngun til að tálga spýtur og ætlaðl einu sinni að verða smiður. Hafði þó haldið þessu niðri, en allt- af fengið sting j magann, þegar ,‘ég sá spýtur. Og nú urðu tré- skurðarmyndirnar til,. margar, og ég gerði meira að segja kross úr þalisander eftir pöntiin. Eins og kýr á vordegi — Hvenær fórstu þá að mála aftur? — Nú er nákvæmlega ár síð- an ég strengdi fyrst. Ég byrj- aði án þess að hafa hugmynd um hvemig ég myndi mála og málaði lengi yfir allt aftur jafnóðum. En eitt var víst: ég var farinn að sjá aftur og bregðast 'við. Farinn að njóta þess að horfa á náttúruna eins og begar ég var ungur maður og óspilltur. Sjá litina. Ég var óstjórnlega glaður, ég get helzt líkt því við þegar kýr eru látn- ar út á vorin! Hugsaðu þér blindan mann sem fær að sjá! Ég er afskaplega ánægður að ég skuli nú aftur sjá fjöll og fleira og ég reagera nú við því sem skeður kringum mig. Svo er annað: Ég hef aldrei haft jafngaman af að- mála síðan ég var unglingur og aldrei fundið ’ mig éins i þessu. Ég er ekki lengur svartsýnn, er farinn ,að brosa og hlæ meira Hleðslumerki skipa I'ramhald af 5. síðu. Vegna afstöðu íslenzkra sam- taka sjómanna og útgerðar- manna vann íslenzki fulltrúinn að því, að fiskiskip yrðu ekki tekin inn í þessa alþjóðasam- þykkt um hleðslumerki. Var sú ósk byggð á þeim rökum, að fríborð og' stöðugleiki fiski- skipa eru svo nátengd atriði í öryggi þessara skipa, að' Þau verða ekki ákveðin nema sam- timis. Nú vinnur sérstök nefnd að því innan IMCO að kanna stöðugleika fiskiskipa, og sú nefnd hefur að vissu leyti þeg- ar orðið að taka til athugunar fríborð miðað við stpðugleika. Umræður í almennu nefn.d ráðstefnunnar um þetta mál lauk þannig. að Sovétríkin drógu til baka tillögu sína um að fiskiskip yrðú tekin með í þessa alþjóðlegu merkjasam- þykkt, en i stað þess náði'sam- þykki tillaga um að aftan við siálfa samþykktina yrði álykt- un ‘þess efnis. að alþjóðaráð- stefnan hefði að afloknum um- ræðum um að setja í sam- þykktina a.lþjóðahleðsluborð fyrir fiskiskip ákveðið að mæla með því við Alþjóðasiglinga- málastofnunina að hún haldi áfram að auka rannsóknir varðandi lágmarksfríborð fyrir fiskiskip. með Það markmið fyrir augum á'f! setja síðar al- þjóðaákvæði um' lágmarksfrí- borð þessara skipa. Þessf álykturi; var síðar stað- fept á heildarfundi ráðstefn- unnar. ^nfsvæðm sem -'ðsluboíið miðast við Ráðstefnan hafði til athug- unar veðurfaxslýsingar allra hafsvæða óg voru þær notaðar, sem grundvöllur við ákvörðun á leyfilegu mesta hleðsluborði miðað við árstíma hvers haf- svæðis. Markalínur vetrar-hafsvæð- anna voru færðar töluvert til miðað við núgildahdi alþjóða- samþykktina frá 1930, bæði í Norður-Atlanzhafi o* í Kyrra- hafinu. Nýju markalínurnar eru þannig að skip munu geta siglt. suður. fyrir Góðrarvonar- höfða og suður fyrir Ástralíu án þess að sigla út úr sumar- hafsvæðinu. Eystrasalt, Svarta- haf, • Miðjarðarhafið, Japans- haf og hluti Norður-Atlanzhafs meðfram austurströnd Banda- ríkjanna verður tatið innan sumar-hafsvæðis alltaf. en þetta gildir þó ekki um lítil skip, (100 metra löng og minnij, því að því er þau skip varðar verða þess; hafsvæði áfram árstíðarbundin vetrar- hafsvæði. Nokkrar breytingar voru einnig gerðar á hitabelt- ishafsvæðum. Þessi nýja alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa 1966 var undirrituð af fulltrúum ríkisstjórna þátttökulandanna í London 5. apríl 1966, flestir undirrituðu með f^irvara um síðari staðfestingu. Af fslands hálfu undirritaði Hjálmar R- Bárðarson skipaskoðunarstjóri, alþjóðasamþykktina. Eins og fyrr getur tóku 60 ,lönd þátt í þessari ráðstefnu. Alþjöðasamþykktin úm hleðslu- merki skipa, 1966. tekur gildi 12 mánuðum eftir að minnst 15 lönd hafa staðfest hana, þar af ‘þurfa 7 landanna að eiga skipastól minnst ena miljón brúttólestir að stærð. að segja stundum. Ég er líka farinn að gera prakkarastrik. Lífið er svo mikið stykki — Það er gaman að sjá, t.d. horfa á fólkið fara í búðir. Svo fer maður að sjá í gegnum fólk og fer að uppgötva ýmis- legt ljótt líka, t.d. þegar fólk er að hugsa allt ann.að en það talar. Ég hef ekki farið í bió eða leikhús í mörg ár, en ég er að horfa á miklu stórfeng- legri leiksýningu en hægt er að sýna í nokkru leikhúsi. Mér finnst þetta svo mikið stykki, lífið ‘ á ég við, og það eru allt- af svo margir að leika, leika mikið óg fínt, sumir lika vel. Og nú get ég notið Kjarvals. Ég sá afmælissýninguna hans > og er honum ákaflega þakklát- ur. Ég hef aldrei áður riotið ''ns á sama hát-t og set hann 'aust í flokk með Rembrandt og öðrum meisturum þar sem honurn tekst bezt upp. Þegar maður horfir á myndir hans' finnur maður hve fáránlegt er að vera að hugsa um isma og' þessháttar —• þetta'skiptir engu máli þegar maður stendur fyr- ir framan listaverkið. — Er þessi nýja sjón kannski skýringin á landslaginu og hús- unum í málverkunum? — Þetta kom af sjálfu sér. Ég ætlaði ekkert. Það var ein- hver annar sem sá fyrst að ég var farinn að mála landslag og benti mér á það. Þetta var í febrúar og meirihlutinn á sýn- ingunni hefur orðið til síðan. Þá var, sjónin líka orðin góð. — Og ertu ekkert hræddur við viðurkenninguna? Varstu ekk- ert smeykur við hvað 'fólk varð almennt hrifið af fyrstu sprautumyndunum ’61, — marg- ur lítur jý svo á, ekki sízt liéta- menn, að' almennur smekkur sé ekki góður siriekkur. — Nei, það gladdi mig. Fólk- ið var búið að segja mikið asskoti er þetta fallegt áður en það vissi af og gleymdi að spyrja hvað þetta væri, hvort -það væri abstrakt, eða hvað það héti. Mér fannst það góðs vitj að fólk skyldi gleyma þess- um formsatriðum. Ég var þá líka búinn að úpp- götva svolítia Ijótt: að sum- ir beinlínis lifa á því að fólkið skilur ekki, og það væri það versta sem þeim vær; gert ef fólk sæi í gegnum þetta. Nú geta þeir talið sjálfum sér trú um að þeir séu merkilegir og misskildir, lokað. sig inni og gert uppgötvanir. Margir hafa^ leikið það að vera dularfullir * og orðið ágengt með því cg passað sig að segja aldrei orð sem kæmi upp um þá. Nei, ég held að venjulegt fólk hafi ekki minna vit á þessu en hinir. Hver maður fæðist með hæfileika til að njóta fagurra hluta og þessi hæfileiki þróast eftir því hvort menri háfa tæki- færi til að horfa á fallega hluti eða ekki. Mér finnst. ekki hægt að áfellast fólk fyrir það ef það hefur ekki getað þjálfað sig til að njóta fegurðar — 'sumar stéttir hafa ekki nokkrar aðstæður til þess. Og það er ekk; •hægt að skamma fólk fyrir það, er það? En það er andstyggilegt þeg- ar verið er að telja fólki trú um að það 'sé miklu meiri vandi áð horfa á málverk en t.d. á Esjuna. Ég veit ekki við hvað er átt! — kannski þnð eigi að standa á öðrum fæti og halla kannski höfðinu til hægri þeg- ar það horfir á abstrakt mál- verk og til vinstri þegar það skoðar hin!? Það er veríð að rugla fólkið, það treystir ekki lengur sínum eigin smekk og þorir ekki að láta sína skoð- un uppi, Það fólk sem mér finnst skynja bezt, er það sem aldrei hefur orðið fyrir neinum á- hrifum, treystir bar.a á það I sem. það sér sjálft og bíður ekki eftir stikkorði frá öðrum. Ég hef helzt fundið svona fólk utan höfuðstaðarins, t.d. í frystihús- um úti á landi. Við það er skemmtilegt að ræða um list. Það er leiðinlegt að tala við fólk sem hefur annarra manna- smekk! —• Hvað reynir þú að sýna í myndum þínum? — Að .vera listamaður, það er að vera blekkingameistari, töframaður. Það er engin list í málverki sem er stælin%. Það er hægt að mála listræna stæl- ingu, ef mótívið er listrænt, en hún verður þó ek'ki lista- verk. Það verður að vera um- 'sköpun, allt annað er eftirlík- ing. Segjum að maður taki fyr- ir sólarlag. Til að ná þeim á- hrifum og koma þeim áfram verður að umskapa og breyta, já, blekkja. Eða ég sé fjall og mig langar að sýna öðru fólki, hvað þetta er stórt og hrika- legt fjall, þá kannski geri ég fjallið enn stærra og það sem umhverfis er smærra — v'"' er þetta sem ég á við r...é blekkingum. — Þig langar að sýna fólki, segirðu. Málarðu þá fyrir fólk til að sýna því áhrifin sem þú verður fyrir, eða málarðu til að losna sjálfur við það sem leitar á þig? -— Svo framarlega sem maður tekur þátt í þjóðfélaginu reyn- ir maður að skila þessum á- hrifum til fólks. Ef ég vildi bara dekra við sjálfan mig, inundi ég velja eitthvað ann- ‘að. Það er erfitt að mála þó að það sé gaman. Örlítill og stund- um dálítið stór Ég trúi ekki á listina fyrir listina og hef reyndar grun um að engin list sé í slíku. Það hlýtur að gleðja listamanninn að ná til annars fólks og það er mikil eigingirni að gera feg- urð bara fyrir sjálfan sig. En til að maður geti orðið góður listamaður, verður hann að gefa sig allan. Hann verð- ur að , vera mjög lítillátur og leggja jafn mikla rækt við það smæsta og stærSta. Hann má ekki vera hafinn yfir neitt og ekki of merkilegur til að gera hvað sem er. Ef þú vilt skrifa leikrit, þarftu að hafa heild- arsýn, en þú þarft líka að geta farið ofan í kjallara og kíkt þar undir dívan, og þú mátt ekki halda fyrir nefið! Þegar verið er að mála verk, má ekki fara með frekju að þvi. Maður má vera myndúg- ur, en þarf líka að geta verið auðmjúkur. Maður þarf að geta orðið örHtill gagnvart öllu og stundum dálítið stór,v en þó aldrei ruddalegur. vh Borð Bakstólar Kollar kr. 950.00 450.00 145.00 F ornverzlunin Grettisgötu 31. BUflLIN Klapparstíg 26. \ '96921 tuijs (snqjfaq) 61 jgaAspjnmi VfDlAS — VUSGiaHÐÆV iOfTd — 4IgaaJ3gIA -BJ9AiepuAlUSOf-| BRlDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávalll- fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓ^USTÁ Verzlun og viágerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Sími 19443 Fjölvirkar skur-ðgröfur J AVALT TIL REIÐU. SÍÍTll: 40450 KRYDDRASPÍÐ FÆST i NÆSTU BÚÐ B I L A - L Ö K K Grunnur FylUr Sparsl Þyanir Bón ETNKAUTVlBOn ASGEIR OLAFSSON tteildv Vonarstræti 12 Simi 11075 Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. Brauðhusið Laugavegi 126 — Sími 24631 • 'Allskpnar veitingar. • Veizluhrauð, snlttur. • Brauðtertur smurt brauð. Pantið tímanlega. Kynnið yður verð og gæði. Fasteignasala Kópavogs Skjólbraut 1. Opin kl. 5.30 til 7. laugardaga 2—4. Sími 41230 — heima- sími 40647. Dragið ekki að stilla bíliiin ★ IIJÖLASTILLINGAR ★ MÓTORSTILLINGAR Skiptum um kerti og platínur o.fl BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32 sími 13-100 Pússnin^arsandur Vikurplötur Einariornriamlast ' Seljum allar gerðir af pússnjngarsandi heim- fluttum og blásnum inn. Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við c»:Áavos S.f. EUiðavogi 115. Sími 30120. FRAMLEIÐUM AKLÆÐI á allar tcgundir bíla OTU R Hringbraut 121. Sími 10659 SERVÍETTU- PRENTUN SIMI 32-101. '“I og sJsa-rtg^-ipir KORNELÍUS JÓNSSON skólavbrdustig 8 [R frezr RMBICT V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.