Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. júni 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g jljjili '*«' ....................—' <V' ■ iííösííiöíjíiiíiíiíö:! □ Listafélag Menntaskólans hefur opn- að málverkasýningu Sverris Haraldsson- ar. Sverri þarf naumast að kynna fyr- ir lesendum Þjóðviljans. Hann hefur lengi verið talinn með efnilegri yngri Ijstamönnum landsins, vandvirkur, strangur sjálfum sér, fer sínar eigin leiðir og kemur á óvart með hverri sýn- ingm □ Sýningin nú er þar engin undan- tekning og mun margur undrast, sumir hneykslast, en þó flestir hrífast af þeirri fégurð sem Sverrir gefur okkur innsýn í að þessu sinni. Það sem mesta athygli vekur er að Sverrir, sem eitt sinn þótti góður abstraktmálari, er nú allt í einu farinn að mála fígúratívt aftur, á mynd- um hans má sjá landslag, hús, jafnvel fólk. □ Hvað hefur gerzt? Hvernig stendur þessari breytingu, þessari hringrás —• því í upphafi málaði Sverrir vitaskuld- fígúratívt eins og aðrir byrjendur. En myndimar nú hafa ekki á sér neinn byrjendablæ. Þær eru sterkar, toga okk- ur til sín, stórbrotnar og fínlegar í senn, flestar frá sama staðnum, horft út um sama gluggann, sama Sogamýrin, sama Vífilfellið, en þó eru þær allar undar- lega ólíkar. □ Og svo er það tréskurðurinn. Tré- skurðarmyndir á. sýningu listmálara! Eru það ekki bara myndhöggvarar sem gera styttur? Geta ekki málararnir lát- ið sér nægja litina? □ Þrjú ár eru liðin síðan Sverrir Har- aldsson hélt síðustu sýningu sína og eitthvað mikið hlýtur að hafa gerzt hið innra með honum, svo ekki sé nú minnzt á allt það sem gerzt hefur síðan 1955 þegar Sverrir lauk við síðustu geómetr- ísku abstraktmyndina. Sverrir Haraldsson á heima í ósköp venjulegu, tvílyftu gráu steinhúsi í Sogamýrinni. En í- búðin er ekki venjuleg. Maður áttár sig ekki strax á því hvað þaö er sem er svona framgndi, en svo sér maður Það al-lt í einu: íbúðm er svört! Svört loft, sVartmálaðir veggir, sums stað- ar gráir káflar í stofunni sum- stáðar viðárkaflar. Mikið víra- virki þrýðir stofuloftið. (Ot- skýring Sverris át svarta litn- um: Það byrjaði á því að ég málaði gluggakistuna svarta.og þá uppgötvaði ég allt í éinu áð gluggarnir voru ekki bara til að tefa birtu. Það er líka hægt að hórfa út um þá — þegar Ijósir litir í kring trufla ekki). — Sérðu ekki að ég er kom- inn í ný föt? byrjar Sverrir samtalið. Nýjan jakka, nýjar buxur. nýja pey^u og nýja skyrtu. Núna fékk ég tvenn, kaúpmáðurinn vill vist fá þetta dýra mvnd. Én ég ætlaði ekki að spyrja Sverri um föt, ég ætlaði að reyna að fá hann til ’að segja hváð hefði gerzt í list hans. Kánnski er of frékt að spyrja listamann stiks. Kannski getur hárin heldur alls ekki svarað því sjálfur. — Sveinir, þap verða áreið- anlega margir hissa á lands- láginu í myndunum þínum núna És man eftir gömlum fígúratívum myndum frá þér, síðán abstrakt. geómetrískum, enn síðar þessum fallegu sprautumyndum og nú eru þær orðnar fígúratívar aftur. Hvern- ig skýrirðu þetta sjálýur? — Allir ■ mála fyrst fígúra- tívt, a.m.k. fram yrfir fermingar- -l.dur. Það kemur af sjálfu sér ;■ krakkar reyna að gera sem nákvæmastar eftirmyndir. Þeg- ar þeim finnst þau ekki geta gert nógu vel, leiðist þeim og þau hætta. Ég téiknaði líka eins og aðrir krakkar, en ég hætti aldrei. Vildi vorða sálfræðingur Ég tel mig hafa byrjað sð mála þegar ég hóf pám í Hand- íðaskólanum. Áður hafði ég smávegis fengizt við að smíða. Þama var ég i tvö ár og teikn- aði og málaði, í skólanum og heima. Svo hét ég því þegar ég kom út úr skólanum að snerta hvorki pensil né blýant fram- ar. Þá ætlaði ég í stúdentspróf og vildi verða annaðhvort sál- fræðingur eða arkitekt, En fjrrst varð ég að fara í landspróf því ég hafði bara iðnskólapróf úr Vestmannaeyjum og' það fékk svo á mig að hanga yfir þessu pensúmi að ég var kominn með magasár mánuði fyrir próf. Þar að auki braut ég heitið o2 sýndi um veturinn með Félagi ís- lenzkra myndlistarmanna. Þetta var 1948. — Ég hefði annars ekki hald- ið að þú værir hrifinn af sál- fræði. — Ekki lengur, nei. En ég hafði verið að glugga i Mann- þekkingu Símons Jóh.. Næsta vetur fór ég svo aftur í Hand- iðaskólann, kennaradeild, ag var í sálfræðitimum hjá Brodda. las Mannþekkingu aftur og fleira og hafði gaman af. Ég var þá fljótur að fá mér heldri manna komplexa og tína af mér þá ófímni. Man t.d. að ég vildi endilega vera kleyfhugi Ég er farinn að og alls ekki hririghugi. En svo missti ég áhugann. — Hvenær byrjaðir þú á abstrakt-málverkinu ? — í skólanum. Ég fór fyrst að sjá abstrakt-myndir eftir áð ég kom til Reykjavíkur. Kennararnir voru Kjartan, Jó- hannes og Þorvaldur og þarna fékk maður svolítinn pata af þessu, byrjaði á að stílisera, síðan jókst það meir og meir og seinást var ég kominn út í þetta geómetríska abstrakt. — Þetta er ekki óalgeng leið, en hvernig stendur svo á þess- ari þróun þinni aftur yfir í figúratívt? — Það sem skeði.var að 1955 varð ég alveg stopp. Ég var kominn út i geómetriuna, en leiddist það og gáfst upp. Síð- an kom en-gin m.ynd frá 1955 þar til á Ndrðurlandasýning- unni 1961. Sá ekki náttúruna Þegár ég reyni að gera mér gréin fyrir þessu nú sé ég að mé'ðan ég var sem lengst sokk- inn í þéssa geometriu hef ég verið orðinn hálfblindur máð- ur, það er að segja ég sá, en sá þó ekki. Ég sá ekki náttúr- una og varð ekki fyrir neinum áhrifum af henni. Ég var hætt- ur. að reagera gegn henni og jáfnvel gegn sjálfu lífinu. Ég sá ékki lengur litin-a. Þetta var óhugnanlegt og ég þykist vita, að margir sitji etin í þessu. — Ekkert hafði áhrif á mann í náttúrunni. Maður þaut upp í sitt titbúna turnher- bérgi og fór að glíma við að raða saman * ferhypiingum á kúnstugan hátt. Því lengra sem þetta gekk, því meira dofnuðu tilfinningarnar. Mér hætti að koma við það sem var að ske í kring um mig. Það hefði mátt drepa manneskju í næsta húsi án þess að það skipti mig nokkru. Þjóðfélagið, umhverfið, ekkert hafði áhrif á mi,g leng- ur. Við þetta er mikil hætta á að maður lokist algerlega inni. Það var komið í mig svo mikið vonleysi, leiði og almenn böl- sýni, að ég gat ekki lengur unnið. Tilveran var ömurleg og „é; .... > - ~v s \ z ^ - - -r" 'T- •"*L - „ eins og maður væri ekki að vinna þetta fyrir neinn. Þegar ég hugsa um þetta eftir á og reyni að gera það upp við mig — og ég get það núna þegar ég er kominn svona langt frá því. það hefur líka hjálpað mér að reyna að skilja þetta. — þá hlýt ég að halda þvi fram, að þessi geometr- iska list komi manni alveg úr tengslum við lífið og orsaki til- finningadauða meira og minna. Maður er ekki þátttakandi í lífinu. en situr einn með sínar nppgötvanir. Og þessar nýjung- ar í nútímalist eru svo merki- legar og svo miklir ’ hugsuðir sem gera svona lagað, — enda skilur mann enginn, finnst manni, maður er á svo miHU hærra plani en allir' aðrir. Og svo missir maður allt samband við annað fólk. — En á Norðurlandasýning- nnni 1961 komstu með alveg ný verk, gjörbreytta stefnu. Hvað var það sem skeði þama á milli ’55 og ‘61? — Næstu þrjú árin var ég fullur. Ég var kominn niður í botnlaust, ömurlegt öngþveftí. Gat ekki málað eða neitt. Ég fann að eitthvað var að, en var alveg án stuðnirigs. En 1960 var ég þó kominn það langt að ég gat gert þessar myndir fyrir Norðurlandasýninguna. Það voru fyrstu myndimar sem ég lét frá mér í 5—6 ár sem vo.ru orðnar lausar við þetta flat- armál. Yfirheyrði míg daglega í hug- anum Þetta var erfitt, Ég varð að hafna öllum stefnum og reyna . að gera eitthvað alveg upp á eigin spýtur. Ég varð að taka sjálfan mig í gegn og játa eig- in afglöp. Ég yfirheyrði sjálfan mig daglega í huganum. Það var hræðileg yfirheyrsla árum saman. En ég mátti ekki láta sjálfan mig sleppa. Svo veiktist ég og það hefur nú líklega ýtt á þessa síðustu þróun að ég fór í eitt og hálft ár að sofa án þess að reikna með að vakna aftur. Það hlýtur aliavega a^ hafa áhrif á man.n þegar maður er kominn svo ná- lægt gröfinni — hvort sem það var nú kannski ímyndað eða ekki. Það er ekki hægt að gánga um hálfsofandi þegar maður veit af grafarbakkanum. Þá vill maður vinna meðan hægt er. Augun verða galopin og það verður miklu auðveldara að játa sjmdij. og afglöp. Þetta skapar visst kæruleysi. Það sem áður skipti miklu máli skiptir engu þegar maður reikn- ar með að missa lífið — allt annað verður þá svo fáránlega lítils virði. Eitt er víst, eftir þessa reynslu heyri ég betur, sé betur og skynja betur Ég get nefnt þér dæmi: Einu Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.