Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Blaðsíða 6
 / g 9ÍÐA — ÞJOÐVrLJlNN — Sunnudagur 12. Júní 1966. Sagt frá alþjóðaráðstefnu í Lundúnum: Ný alþjóðasamþykkt u hleðslumerki á skipum . . Hin mikla hieðsla íslenzkra fiskiskipa hefur staðid svo lengi nú, að nienn eiga cnn erfitt með að sætta sig við takmörkun. Þótt alllangur tími sé liðinn síðan ráðstefnan var haldin þykir Þjóðviljanum rétt að skýra allítarlega frá henni og störfum hennar. Er eftirfarandi frásögn byggð á upplýsingum frá skipaskoðunarstjóra. Breytt viðhorf Núgildandi alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa var undirritug í London árifl 1930. Síðan hafa orðig miklar og margvíslegar breytingar á skip- um, skipasmiðum, skipagerðum, skipastærðym og rekstri skipa. Nýiar gerðir af lokunarbúnaði hafa verig teknar í 'notkun, einkanlega hafa stállúguhlerar bæti geysilega mikið öryggi skipanna með Því að minnka verulega hættuna á, að skip sjófylli vegna bilunar á lok- unarbúnaðj lestarlúganna.' Af öðrum tæknilegum fram- förum i skipasmíði síðan 1930 má nefna rafsuðuna, sem nú hefur svo til útrýmt allri hnoð- un. og sivöl (rúnn) tengsl milli hliða skipanna og þilfars. Hin geysiöra þróun i stærð skípanna, ,og þá einkaniega stækkun á olíuflutningaskipum og lausafarmskipum (bulk- earriers), veldur þvi, að nú «r orðin knýjandi nauðsyn að auka við töflumar yfir fríborð skipa, þannig að þær næðu yf- ir skip ailt að 1200 feta (365 metra) löng. Öli þessj atriði, og raunar mörg fleiri, hafa valdig því, að knýjandi nauðsyn var orð- in ag endurskoða alþióðasam- þykktina um hleðslumerki skípa frá 1930, og þá um leið að taka tillit til þeirrar reynslu, sem fengizt hafði af núgildandi samþykkt við samn'ingu þeirrar nýju, þannig að hún mætti f verða sem fullkomnust og mið- uð við nútima tækni og sigling- ar% í ljósi þessara staðreynda mælti skipaöryggisnefnd og sljórn IMCO mcð Því að hald- in yrði ný alÞ-íóðaráðstefna um hleðslumerkí skipa. Á 3'. aðal- fundi IMCO í október 19<53 var ákveðið að AlÞjóðasiglinga- málastofnunin skyldi boða til Þessarar alþjóðaráðstefnu vor- ið 1966 til þess að semja nýja alÞjóðahleðsIumerkjasamþykkt í samræmi við skipatækni og siglingar nú. í febrúarlok 1966 hafði 21 ríkisstjórn sent tillögur að efni í nýja alþjóðahleðslumerkja- samþykkt. í þessum tillögum fólust ýmsar Þreytingar frá nú- gildandi samþykkt, einkanlega stækkun fríborðs fyrir mihni skip, og minnkun fríborðs fyr- ir stærri skip Einnig komu fram tiilögur um að auka verk- svið samþykktarinnar og var t.d. lagt til að bún skyldi elnn- ig ná til fiskiskipa. Flestar tillögurnar fólu í scr, að halda skyldi óbreyttum und- irstöðuaðferðum við að ákveða fríborð skipa, eins Og þær eru í núgildandi samþykkt. Auk þessara tillagna, sem byggðar eru á sama grundvelli og núgiidandi alþjóðasamþykkt, komu fram tillögur um að breyta sjálfum grundvelli sam- þykktarinnar, að því er varðar ákvörðun á minnsta Erunnfrí- borði skipa. Setning ráðstefnunnar Alþjóðaráðstefnan-um hleðslu- merki'skipa var sett að morgni þriðjudagsins 3. marz 1966, í aðalsamkomusal Chureh House, Westminster, i London. Fyrstur talaði þar Jcan Roullier. som er framkvæmda- stjóri Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar. Roy Mason, brezki sjávarútvegsmálaráðherrann, bauð alla þátttakendur ráð- stefnunnar velkomna í setning- arræðu sinni. Við setningarathöfnin'a voru mættir fulltrúar frá 50—60 þjóðum, og voru frá sumum landanna yfir 20 fulltrúar. Þess var getið við setninguna að þetta væri mikilvægasta al- þjóðaráðstefna um skipa-tækni- mál siðan haldin var í Ixjndon alþjóðaráðstefna um öryggi á ha'finu árið 1960. í ræðu sinni sagði Roullier forstjóri IMCO, að ljóst hefði verið orðið fyrir mörgum ár- um að nauðsynlegt var orðið að setja nýja alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa. Hin mikla þróun, sem orðið hafði síðan 1930 j skipaverkfræði og skipasmíðum, bæði verkefnum og gerðum skipa, veðurfræði og veðurspám, siglingatækjum og siglingatækni og siöast en ekki sízt í fjarskiptatækni, hefði fyr- ir löngu gerbreytt þeim grund- vallarsjónarmíðum, sem al- þjóðasamþykktin frá 1930 var byggð á. Á fundi skipaflokkunarfólaga, sem haldinn var árið 1959, var í fyrsta sinn vakið máls á því, að nauðsynlegt væri að endur- skoða samþykktina írá 1930. Árið 1962 fól stjórn IMCO sigl- ingaöryggisnefnd stofnunarinn- ar að rannsaka þetta mál. Sigl- ingaöryggisnefndin mælti að at- hugun lokinni moð því, að ráð- .stefnan yrði haldin og lagði fram fjölda atriða, scm þyrfti að endurskoða, þar á meðal endurskoðun á Hafsvæðaskipt- tngu samþykktarinnar eftir árs- tíðum, auka við grunn fríborðs- töflurnar fyrir skip stærri en 600 fet, að lengd og endurskoð- un á lágmarks-grunnfríborðinu sjálfu. Siglin gaöryggi snef ndin lagði einnig til, að samin yrði algerleg.a ný alþjóðasamþykkt fremur en . að lagfœra þá gömlu, sem orðin.er úrelt. Að lokum sagði Roullier a(*s aðal- fundur IMCO árið 1963 hefði staðfest hugmyndina og ákveðið að haldin skyldi þessi alþjóða- ráðstefna, sem-.nú væri að hefj- ast. Rqy Mason, siglingamálaráð- herra Breta, sagði í ræðu sinni um leið og hann bauð fulltrú- ana velkomna til ráðstefnunn- ar, að fyrsta og reyndar ein- asta alþjóðaráðstefna fram til þessa, um hleðslumerki skipa, hefði verið haldin í London ár- ið 1930 í boði brezsku rikis- stjórnarinnar. Alþjóðasam- þykktin um hleðslumerki skipa, sem þá var gerð, hefði hlotið fullgildingu allra siglingaþjóða heims. Öryggi á sjó væri í fyllsta máta aiþjóðlegt atriði, sagði Mason ráðherra, og að því gætu allar ríkisstjómir unnið heils hugar. En að Því er varð- aði hleðslumerki ékipa gæti Bretland með óvefengjanlegum rétti talið sjs vera brautryðj- anda. Nafn Samuels Plimsolls væri þekkt meðal allra í þessu sambandi og sjófarendur og aðrir stæðu í mikilli þakkar- skuld við þann mann, fvrir að hafa fyrir nærfellt hundrað ár- um vakið athygli á nauðsyn þess, að taka upp eftirlit með hleðslu skipa. Að loknum setningarræðum fór fram kosning á formanni og varaformörmum ráðstefn- unnar Formaður var kosinn einróma Sir Gilmour .Tenkins frá Bretlandi, ert hann er mjög reyndur í formannsstarfi á al- þjóðaráðstefnum um siglinga- mál. Kosnir voru fjórir vara- formenn, frá BandaríkjunUm, Sovétrikjunum, Japan og Arg- entínu. Að lokinni setningunni var dagskrá sambykkt og síðan rætt fyrirkomulag vinnu á ráð- •stefnunni, skipting verkefna milli nefnda og önnur almenn atriði. Heíztu breytingar Hér á eftir verður skýrt frá afgreiðslu einstakra mála, og helztu bre.ytingum frá nú- gildandi alþjóða-hleðslumerkja- samþykkt. Ef ákvæðj nýju alþjóðasam- þykktarinnar um hleðslumerki skipa eru borin saman við sam- þykktina frá 1930, sem nú er í g'Idi, þá er. að sjálfsögðu f.vrst að nefna, að nýja sam- þykktin miðast við þær gerðir og stærðir skipa, sem eru í notkun í dag, og við þá tækni, sem nú er notuð við skipa- smíðar. Mesta breytingin er { því fólgin, að fríborð á stórum skipum hefur verið minnkað. Stór olíuflutningaskip, málm- flutningaskip og lausa-farm- skip (bulk carriers) verða nú með 10—20 af. hundraði minna fríborð en samkvæmt 1930- samþykktinni. Stór vöruflutn- ingaskip íá líka að hlaða að allt að 10 af hundraði minna fríborði en snmkvæmt núgild- andi samþ.ykkt, ef þau eru bú- in vatnsþéttum stállúgulokun- arbúnaði eða öðrum jafnörugg- um búnaði til að hindna að sjór komist í lestar. Á hinn bóginn verður fríborö aukið lítillega á minni flutningaskipum os er það gert til að auka stöðug- leika þeirra og öryggi yfir- leitt. Annað mjög mikilvægt at- riði nýju alþjóðasamþykktar- innar er aff nú verður algjör- !ega felld úr gildi leyfileg -notk- un á svonefdum „annars flokks" lokunarbúnaiji, sem notaður var og er vegna tonnatölumæling- ar skipa. Þessi, breyting veld- ur því, að samkvæmt nýju al- þjóðasamþykktinni verður að- eins heimilt að taka tillit til algjörlega vatnsþétt lokaðra yfirbygginga og - þilfarshúsa, þegar hleðsluborð (fríborð) skipa er reiknað út. Á ráðstefnunni var mikið rætf um samhengið milli frí- borðs skipa, og stöðugleika Hjálmar R. Bárðarson. þeirra og vatnsþétta sundur- hólfun. Árangur þessara um- ræðna varð sá, ag nú er tekið tillit til vatnsþéttrar sundur- hólfunar þegar reiknað ®r út fríborð fyrir stór skip. Það kom greinilega fram J störfum á ráðstefnunni, og í ýmsum ákvæðum nýju hleðslu- merkjasamþykktarinnar, að fulltrúarnir gerðu sér ljóst áð alþjóðasamþykktin um öryggi mannslifa á hafinu frá 1960 og alþjóðasámþykktin um hleðslu- merki skipa frá 1966 eiga sér það- sameiginlega markmið, að auka öryggi mannslífa á haf- inu og verðmætj á sjó. Þess- vegna v,ar það samdóma álit fulltrúanna á ráðstefnunni, að þessar tvær alþjóðasamþykkt- ir bæri að sameina i eina al- þjóðasamþykkf síðar meir. Alþjóðahleðslumerki fyrir fiskiskip Það atriði sem óefað snerti mest íslenzka aðila á dagskrá þessarar alþjóðaráðstefrm var fram komin tillaga um að nýja alþjóðahleðslumerkjareglugerð- in skyldi ná tíl fiskiskipa. Tillag^ . þessi var lögð fram bréflega í tillögum Sovétríkj- anna fyrir ráðstefnuna, og vit- ■að var að hún átti stuðning fjölmargra þjóða. Á síðastliðnum vetri var af hálfu samgöngumálaráðuneytis- ins og skipaskoðunarstjóra því leitað álits íslenzkra samtaka sjómanna og útgerðarmanna hver myndi vera afstaða þess- ara aðila til þess að sett yrðu alþjóðaákvæði um fríborð fyrir fiskiskip. Svar barst frá Lands- sambandi íslenzkra útvegs- m^nna, Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands og Sjó- mannasambandi íslands. Ekk- ert þessara sambanda taldi íært að ganga lengra en nú er um hleðslu síldveiðiskipa, þ.e.a.s. að fríborð sé ekkert (0) á vetrarsíldveiðum, en engin hieðslutakmörk á sum- arsíldveiðum. Þó taldi Sjó- mannasambandið að til greina kæmi að takmarka sumar- hleðslu sildveiðiskipa við hleðsluborð 0 (núll), eins og nú er á vetrarveiðum. Mál þetta um hleðslumerki fyrir fiskiskip var mikið rætt á ráðstefnunni, báeði á fund- um, og ekki síður utan funda. Þag virðisf vera augljóst eft- ir þessa ráðstefnu að þessi sjónarmið íslenzkra útgerðar- manna og sjómanna eiga sér fáa formælendur meðal er- lendra starfsbræðra. Þessi mikla hleðsla íslenzkra síldveiðiskipa hefur hinsvegar staðið svo lengi nú, að menn oi'ga enn erfitt með að sætta sig við takmörkun a hleðslu. Aðrar fiskveiðiþjóðir hafa undanfarið misst mörg fiski- skip m.a. Norðmenn og Perú- merm. Ofhleðsla er tahn ein megin-orsök þessara skipstapa, og' nú hafá bæðj Norðmenn og Porú-menn sett hjá sér hleðslu- reglur, sem eru mun strangari en núgildandi íslenzkar reglur. Umræður um hvort fiskiskip skyldu háð ákvæðum nýju al- þjóðasamþykktarinnar eða ekki fóru fram í hinni almennu nefnd ráðstefnunnar. Framhald á 9. síðu. Seint í vetur og vor efndi Alþjóðasiglingamálastofnunin IM- CO, til alþjóðlegrar ráðstefnu um*-hleðslumerki skipa. Ráð- stefnan var haldin í Lundúnum, en þar hefur stofnunin að- alstöðvar sínar. Alls sendu 60 lönd fulltrúa til ráðstefnunnar. Fulltrúar íslands í Lundúnum voru þeir Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóri og Páll Ragnarsson skrifstofustjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.