Þjóðviljinn - 26.06.1966, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.06.1966, Qupperneq 5
L / Sunnudagur 26. júní 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA § Erlent vinnuafl setur nú svip sinn á iðnað Evrópu Erlent vinnuafl setur nú á dögum mark sitt á vinnumarkað í Vestur-Evrópu. Tala útlendinga Sém starfa 1 vestur-evrópskum löndum vex árlega um 500.000 manns. í Vestur-Evrópu eru vinnufær- it íbúar um 150 miljónir og þar af eru þrjú og hálft prósent útlendingar. Stærstu innflutningslöndin eíu Véstur-Þýzkaland, Bretland. Prakkland, Sviss og Belgía. Vérkamennirnir koma frá þéím löndum Evrópu sem eru skemmst á veg komin í iðn- vasðingu þ.e.a.s. Italíu, Grikk- landi, Júgóslavíu, Tyrklandi og Spáni. Eina landið í Norður-Evrópu, sém hefur meira vinnuafl en þáð hefur not fyrir er Holland. t>etta er árangur af láglauna- pólitík, sem rekin hefur verið þar í landi um mörg ár. 1965 skiptust vérkamenn sem vinna utan heimalaqda sinna í Evrópu sem hér segir: 1,5 miljón Italir, 675.000 Spánverj- ar, 225.000 Grikkir, 180.000 Tyrkir, 125.000 Júgóslavar, 125 þúsund Portúgalar. 105.000 Austurrikismenn og 100.000 Hollendingar. Hægt er að tala um tvo strauma í tilfærslu vinnuafls- ins. Straumur liggur frá suðri til norðurs og eru það aðallega ófaglærðir verkamenn og svo annar straumur frá norðri til súðurs og eru þar á ferðtækni- menn og aðrir faglærðir verka- menn. Hin mikla tilfærsla á vinnu- afli hefur bseði verið inn- og útflutningslöndunum til góðs. tjtflutningslöpdin fá vanalega ágæta aðstoð til að leysa at- vinnuleysisvandamál, en inn- flutningslöndin stórauka hag- vöxt sinn. Vandamál. Þetta er gott svo langt sem það nær. En í seinni tíð er það orðið Ijóst, að fjölmörg vandamál spretta einnig af er-^, lendu vinnuafli. Það kom til dæmis í ljósað oft er erfitt að halda í útlend- ingana. Rannsóknir í Vestur-Þýzka- landi hafa leitt í ljós að þar fer um þriðji hluti útlending- anna úr vinnu sinni og held- ur heim áður en árið er liðið. Þeir verkamenn sem ekki fara svo fljótt dvelja samt ekki nema örfá ár í innflutnings- landinu. Flestir biða þar til þeirhafa safnað saman nægum pening- um,- Að meðaltali fara tveir út- lendir verkamenn frá Vestur- Þýzkalandi í stað hverra þriggja sem koma. Síðan 1961 hafa 1,2 miljón manns farið aftur frá Vestur- Þýzkalandi, sambærileg tala í Sviss er 600.000. Leiðinleg störf. Þessi mikla hreyfing á verka- mönnum veldur ýmsum vanda- málum fyrir vinnuveitendur og löndin sem þeir starfa í. 1 Sviss og Lúxemborg er út- lendur verkalýður um 30% af vinnuaflinu í framleiðslugrein- um. Annars skiptast þeir mjög mismunandi í framleiðslugrein- ar. I iðnaði sem framleiðir hrá- efni í Vestur-Þýzkalandi hafa erlendir verkamenn tekið við 90°,'o af nýjum störfum í iðn- aðinum á árunum milli 1960 og 65. en sjálfir hafa Vestur-Þjóð- verjar tekið 87% af nýjum störfum í þjónustugreinum. Svipað ástand er í öðrum löndum. Það er greinilegt að útlend- ingar fara helzt til leiðinlegri starfa, sem ekki gera miklar kröfur til menntunar, og eru lægst metin og verst launuð. Þjálfun. 1 bílaiðnaði í VesturTÞýzka- landi eru 40% verkamanna út- lendingar. Forstjóri Ford í Köln hefur' sagt frá þvi í viðtali að þjálfunartími útlendra verka- manna sé tvisvar sinnum lengri en þýzkra, þar sem útlending- amir eru oftast óvanir iðnað- arstörfum. Þó eru líka faglærðir út- lendingar í vinnu. Ford í Köln hefur til að mynda um 200 ít- alska fagmenn, sem voru þjálf- aðir á Italíu að frumkvæði Ford. Eftirsjá. Eftir þvi sem iðnvæðing eykst í löndum sem vinnuafl leitar frá er meira efast um að það sé viturlegt að flytja út vinnuafl. Hingað til hefur það verið mikill kostur, en í Grikklandi t.d. vaxa áhyggjur vegna út- flutnings verkamanna sem hef- ur síðan 1959 verið sem svar- ar 6,4% af ibúafjölda landsin- Á Grikklandi eru því nú gerðir skórnir að hægt verði að semja við ríkin sem flytja inn vinnuafl, þannig að trygg- ing fáist fyrir þvi að meiri- hluti verkamanna fáist til baka Sjú Cnlæ og Maurer Oyinber heimsókn Sjii En-læ, lorsætisráðherra Kína, til Rúmeniu hófst með þeim faðmlögum sem myndin sýnir — þar er Ion Georghe Maurer að taka á moti starfsbróður sínum. Heimsókninni Iauk { gær og segir að viðræður hafi verið gagnlegar og vinsamlegar; er þó talið að Sjú En-læ hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með það, hve fast Rúmenar halda við hlutleysisstefnu sína í deil- um sovézkra og kínverskra. Sjú En-Iæ flaug til Albaníu í fyrra- dag á fund Envers Hoxa. SUMARSKÓR kaila, kvenna og barna ' STRIGASKÚR lágir og uppreimaðir SANDALAR úr leðri og plastí KINVERSKMATAR- 06 KAFFISTELL Kínversk testell Kínverskir bollar. Vestur-þýzkur iðnaður hefur sótt vinnuafl allt til Marokkó. Hér sjást nokkrir Marokkóbúar, sem vinna í námu í Ruhr. Hervæðing gegn atvinnuleysi Er það aðeins með her- væðingu og herþjónustu að Bandaríkin hafa getað dreg- ið úr atvinnuleysi? Tölum- ar benda til þess .... Eitt helzta hugtakið í skiln- ingi Karls Marx á auðValds- þjóðfélaginu er varalið atvinnu- leysingja sem verður til í kerf- inu. 1 þá daga neituðu hinir klass- ísku horgaralegu hagfræðingar gjörsamlega kenningum hans, og héldu því fram að kerfið mundi sjálft sjá öllum fyrir atvinnu. Hugmyndaheimur borgara- legra hagfræðinga brotnaði í kreppunni miklu og hinu stór- fellda atvinnuleysi sem af henni leiddi á þriðja tug ald- arinnar. Þá setti Keynes fram hag- fræðikenningar sínar og sam- kvæmt þeim átti ríkisvaldið að láta til sín taka í efnahagslif- inu til að veita öllum atvinnu. Þéssi kenning er nú í mest- um metum hjá borgaralegum hagfræðingum og hefur víðast- hvar mikil áhrif á stjórnmála- menn. En hvernig stenzt hún .í raun og veru? Ef við lítum á Bandaríkin og breytingar á atvinnuleysi þar, virðist kenningin nokkurn veginn standast. Tölumar sýna: Meðaltal á ári 1939 1941—45 1946—50 1951—55 Atvinnulausir 9.5 miljómr 2,2 miljónir 2,8 miljónir 2.5 miljónir 1955—60 3,6 miljónir 1961—65 4,1 miljónir Árið 1965 er talan komin niður í 3,4 miljónir, sem er vissulega mikill fjöldi og svar- ar til atvinnuleysisins sem var í Danmörku í byrjun sjötta tugs aldarinnar, en samt langt- um minni en hinar 9,5 miljón- ir 1939. Heldur fer þessi tala stækk- andi með árunum svo fylgis- menn Keýnes ráða ekki al- veg við tæknina í framkvæmd^. kenninga sinna, eða stjómmála- menn taka ekki ráðum þeirra. En hvernig hefur tala at- vinnuleysingja verið minnkuð niður í þetta? Atvinnuleysingj- ar hafa .verið gerðir að her- mönnum eða fengin vinna í framleiðslu hergagna. Notuð hefur verið gamalkunn uppskrift auðvaldsþjóðfélags til baráttu við innri efnahags- örðugleika: að hervæða efna- hagslífið. Við tölu 3,4 miljóna atvinnu- lausra 1965 þarf að leggja 2,8 miljónir í hernum og 4.1 milj- ón manns sem vinna í hervæð- ingariðnaðinum. Samtals verður þá varaliðið 10.3 miljónir sem sv«rar ná- kvæmlega til þeirrar tölu sem fæst með því að leggja fjölda hermanna við tðlu atvinnu- lausra 1939. Kerfi Keynes er sem sagt ekki annað og meira en sjón- hverfing. Hinir atvinnulausu hafa verið settir I framleiðslu gagnslausra hluta og beinlínis til eyðilegg- ingar og þannig er auðvalds- kerfinu haldið gangandi. Ef varaliði atvinnuleysingja er skipt upp á þannan hátt koma þessar tölur fram: Varalið, her- menn, atvinnuleys- ingjar og starfs- fólk í hergagna- MeAaltal á ári iðnaði: 1951—55 11,4 miljónir 1955—60 11,3 miljónir 1961—65 11,4 miljónir Fnndur norrænna hagstofustjora Hagstofustjórar á Norðttr- löndum héldu fund í Kaup- mannahöfn dagana 16.—18. júni til að skivtast á upplýsingnm ogr ákveða hvernig norræami samvinnu á sviði tölfraeði skyldi hagað næstu árin. Norræn samvinna á þessú sviði á sér langa sögu. Fyrsti fundur norrænna hagstofustjóra var haldinn árið 1889 og nú komu þeir saman í 24. sirœu Var að þessu sinni fyrst og fremst fjal'lað um tilkomu °g þróun rafeindaheila, þau sér- stöku vandamál sem notkun þeirra skapar og þá tölvísinda- legu möguleika sem hún gefur. Þá var rætt um samskipii rik- ishagstofa annarsvegar við þá aðila sem ,þar fá upplýstngar frá og hinsvegar við notendrrr þeirra talna- og hagskýrsina sem þær gefa út. Væru þessir bandarísku hcrmenn í Saigon atvinnuleysingrjar helma í TTSA?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.