Þjóðviljinn - 26.06.1966, Side 7

Þjóðviljinn - 26.06.1966, Side 7
e Sunnudagur 26. júní 1966 — ÞJÓÐVTUINN — SÍÐA J (JÖRORÐ HINS SÆNSKA RÍKIS GÆTI YERIÐ: NEYTTU Um þessar mundir er að birtast í franska vinstrmtinu Le nouvel observateur greina- flokkur sem nefnist ,,Hinn skandinavíski draumur" eftir Michel Bousquet. I eftirfar- andi grein er mjög veitzt að frumstæðri neyzluhugsjón þess velferðarríkis sem sænsk- ir jafnaðarmenn stæra sig af, að slælegri frammistöðu verklýðsfélaga, og um leið gerð grein fyrir þeirri kreppu sem sænskt auð- magn er í nú og þá fyrir au'knum áhuga á sósí- alistískum úrræðum, sem birtist í margefldri starfsemi kommúnista og vinstri sósíalista. Sænski verkamaðurinn er borgari sem vinnur með sín- um eigin höndum — þetta er hin opinbera skilgreining. Stéttabaráttan? Hún er úr sög- unni „af því að við erum í stjörn‘‘. En hvað um vald verkalýðsins, frelsun þeirra? Slagorð tóm: það sem skiptir máli. 'er að hafa peninga og frelsi til að velja á milii nokk- urra tegunda af sömu vöru. Eða svo hefur forsætisráðherr- ann, Tage Erlander, sagt. Lýðræði á vinnustað? Það höfum við hvorki heyrt né séð. Það er hlutverk séffans að stjóma. Verkalýðsfélagsins að vaka yfir kaupgreiðslum. Og svo eru allir ánægðir. Og frjálsir: frelsi verkamannsins er fólgið í þvi að geta verið neytandi eftir vinnu — eins og burgeisinn. Loftræst helvíti Til að sjá hvernig þetta virk- ar í reynd hef ég heimsótt nýja Volvoverksmiðju skammt frá Gautaborg. Rúmgóðir vinnusal- ir. hreinir, ioftræstir; ungir menn og konur við færiböndin, eftir hvert handtak fá þau aumabliks hvíld. Er þetta ekki ágætt? Nei, þetta er loftræst helvíti. Þetta er vísindaleg skipulagning á mannlegupi afköstum ham- kvæmt MTM-aðferðinni, inn- fluttri frá Bandaríkjunum, en hún byggir á þvi að mæla hverja hreyfingu í sekúndu- brotum. Launin eru allgóð — og verkalýðsfélagið hefur sjálft sambykkt hina amerísku að- ferð. En jafnvel í Vestuf- Þýzkalandi berjast verkalýð.s- félögin gegn þessum tímamæl- ingum —■ f Frajjklandi og ítal- íú tpykir það sjálfsagt mál. — Hér höfum við, segir verklýðsforingi einn, fengið vald til að sjá um að tíma- mælingarnar séu réttar. — Furðulegt, segjum við. Hafið þið ekki, eins og ftolsk verklýðsfélög, gengið frá ykk- ar eigin vinnuhagræðingu, sem þið setjið upp andspænis áætl- unum atvinnurekenda? — Nei, rannsóknarstofa okk- ar hefur aldrei rannsakað þetta mál. Við álítum það sé at- vinnurekandans að skipuleggja framleiðsluna, okkar er að sjá um að starfsfólkinu sé vel launað. \ Það virðist sem sagt enn einu sinni, að peningarnir séu við- urkenndur mælikvarði alls en vinnan ekki annað en leiðinda- tími sem þarf að ljúka af. Ekki orð um „frelsun vinnunnar“ — menn bíða eftir kvöldinu til að verða aftur menn með kaupinu sínu: Og samt: þrátt fvrir góð laun flýja verkamenn Volvo. Arið 1965 réðust. 5422 nýir menn til verksmiðjanna OG sem ekki er gerð nein tilraun til 'að andæfa gegn. Það er ekki að undra þótt atvinnurekendur, ýmsir hægrimenn og einn vinstriflbkkur láti sig dreyma um hina sænsku fyrirmynd: hin miklu verklýðssamtök landsins eru færiband fyrir hagsmuni ríkisins. „Forystumenn verklýðsfé- Iaga,‘‘ segir einn úr þeirra hópi, „hafa ekki annan metnað cn þann eðlilega metnað, að ná innan verklýðshreyfingarinnar starfsframa hliðstæðum þeim sem þeir hefðu getað náð 5 opinberri þjónustu eða í hern- um“. Og hvað gera' þeir í raun og og 2285 þeirra héldu ekki árið út. Fyrirtækið gæti ekki starf- að án útlendinga. Þetta frétti ég um verklýðs- félagið og skipulagningu vinn- unnar. Verklýðsfélagið er vold- ugt og ríkt og stolt af mætti sínum: „Það er hægt að ræða um allt við stjórnina“. En þetta afl er her sem hefur gef- izt upp. Aöir eru hjól í vélinni Þegar ég spurði um hvað væri nú verið að ræða og hvað hefði áunnizt, þá var vitnað til klæðaskápanna — áður voru ekki fyrir þeim hengilásar, nú eru þeir komnir. En hváð um verkamannaráðið? Opinberlega á það að fá upplýsingar um allt, jafnvel um fjárfestingar- áætlanir fyrirtækisins — ekki til að geta haft í fmmmi mót- bárur gegn þeim ákvörðunum sem því eru tilkynntar, heldur til þess að þær verði fram- kvæmdar vandræðaiaust — það má ekki koma verkamönn- unum á óvart. Þetta er kallað „mannleg samskipti“. f reynd kemur þetta fram í því, að ráðamenn pg fulltrúar verka- manna snæða saman þriðja hvern mánuð, klappa hver öðr- um á bakið og segja: „Við er- um ein stór fjölskylda". í stjórn verklýðssamtakanna var mér sagt, að þetta væri allt skopleikur — oftast ei-u verka- mannaráð-aðeins látin vita um hluti sem enga þýðingu hafa. „Það er ekki hægt að kref.j ast þess, að forystunicnn fyr- irtækis, þeir sem ákvarðanir taka, ráðfæri sig við allt starfsliðið, skrifar I. Söder- holm, ritari alþýðusambands- ins sænska. „Það væri með öllu óskynsamlegt. Sú rétta lausn er 5 því fólgin, að allir launa menn fyrirtækis finni sig á- byrga fyrir því að það pangi vel: allir eru hjól i vélinni, þeir verða að snúast til að fyr- irtækið dafni'*. Annar verklýðsforingi segir að verkamenn séu „skrúfut. hjól og kolvetni.sgjafar i vél hins. sænska efnahagslífs" og heidur því fram að „hjá okkur tryggir sérfræðingaveldið hverj- um manni aðgang að velmeg- uninni og verkfall hlýtur að- eins að gera þjóðina fátækari, því að í verkfalli glata allir ti'ma og peningum". Verkföil í Frakklandi vill hann telja til „skorts á b’orgaralegri skyldu- rækni.“ Vél, skrúfur, mannlegir kol- vetnisgjáfar: þetta gamla tuneutak valdsmanna, sem fyr- irlitið er af baVáttufúsum verkamönnum Frakklands. sem eru marxistar eða kaþólikar. — Þetta tungutak táknar ekki annað en tæknifræðingaveldi Hermannsson. Flokkur hans lýðræðislegastur? veru? Einu sinni á ári eða á tveggja ára fresti koma þeir saman með fulltrúum atvinnu- rekenda til að ræða um vænt- anlegar launahækkanir. Þeir „obreyttu“ segja að nefndir at- vinnurekenda og verklýðsfélaga komi ekki saman fyrr en sam- komulagi hefur í raun og vem líka 10% kauphækkunar og hótaði að setja á bann við eft- irvinnu. Atvinnurekendur svör- uðu með því að hóta verk- banni á 750 þús. verkamenn. Þeir vbru að sínu leyti reiðu- búnir að slást. Verkfallssjóðir hefðu dugað þeim. í nokkarar vikur. En þá undirritaði Al- þýðusambandið nýtt samkomu- lag, örlítið skárra en þeirsamn- ingar, sem gilt höfðu. Óbreyttir verkamenn litu á þetta sem „uppgjöf.“ Með því að hvorki er um lýðræði í verkalýðsfélögunum að ræða né virka kjarabaráttu, þá er það, þegar allt kemur til alls hið fræga „launaskrið" sem ákveður raunveruleg laun þeirra sem vinna við stóm fyrirtækin — það er flóttinn frá of eríiðum vinnustöðum (eins og Volvo) og samkeppni um heppilegt vinnuafl sem hefur orðið til þess að laun í ýmsum stórfyrirtækjum hafa hækkað um 9—10% á ári, sem er miklu meir en gert er ráð fyrir í samningum. En launafólk hjá ríkinu, bæj- arfélögum, litlum fyrirtækjum úti um byggðir landsins, nýtur ekki góðs af þessum lauria- hækkunum. Af þessu ástæðum kemur upp furðulegt misræmi. Sú „launapólitík“ sem menn þykjast reka er meir en lítið götótt sigti — hún er aðallega til þess að staðfesta vald ráða- manna (fyrirtækja, verklýðsfé- laga, stjórnmála) yfir verka- lýðnum. Og þó þetta vald geti ekki komið í veg fyrir „launa- skrið“ er það pólitískur vei-u- leiki: það kemur í veg fyrir frumkvæði að neðan. Það gerir lýðræðið að valdlausri sendi- sveit eilífra augnakarla. . Undir yíirborði jafnréttis er einhver djúpstæð valdsmennska í hinu sænska ríki. Það vernd- ar þegna sína fyrir fátækt og Volvo — góður vinnustaður, cn verkamcnn flýja. blöðum eða blöðum sem standa nálægt Kommúnistaflokki Sví- þjóðay. Sósíaldemókratar (S.A. P.) eiga sér ekki lengur stór dagblöð — „Stockholms-Tidn- ingen“ var lagt niður af því að Alþýðusambandið neitaði að bera lengur hallann af rekstr- inum; mennfamenn segja það hafi verið af því að forystu sambandsins þótti blaðið of vinstrisinnað. Þegar menntamenn sem enn hafa mikil áhrif, vilja ræða sósíalisma, um verkamannaráð, þjóðnýtingu rig alþjóðastjórn- mál, skrifa þeir í blöð frjáls- lýndra eða blöð vinsamleg kommúnistum — sem standa þeim fullkomlega opin. Komm- únistaflokkurinn hefur að frumkvæði formanns síns, Her- mannssons, fært sér þessar að- stæður vel í nyt. Hann hefur stuðlað að stofnun vikuritsins „Tidsignal" en hefur ekki ritstjórnareftirlit með því — ritið er véttvangur „hinna nýju vinstri manna“ í Sósíaldemó- krataflokknum'. Kommúnistarnir Jafnframt þessu hefur Her- mannsson reynt að gera Sænska kommúnistaflokkinn að eina flokk landsins sem er í raun réttri lýðræðislegur. 1 Sósialdemókrataftokknum er innanflokkslýðræði í reynd úr sögunni. 1 flokknum eru 850 # ■ f: —w; ' S .V......,, Titfiniáiiiii'niiir' Timburmenn: „menn bíða eítir kvöldinu . . .” verið náð eftir leynilogt samn- ingamakk „á háu plani“. Kauphækkanir og launaskrið Samningarnir frá 1964 gera ráð fyrir 1.5% kauphækkun á ári og 3.5% árið 1965. Fram- færslukostnaður jókst um 5% árið 1964 og um 7% í fyrra. Þett.a skapaði almenna óánægju síðasta vetur þegar ganga skyldi til nýrra samninga. Verkalýðssambandið krafðist eymd og fáfræði en það krefst þess í staðinn að menn afsali sér í þess hendur allri urnsjón með velferð almennings. Það er svið sérfræðipga og stofnana. Borgarinn er aðeins til sem ein- staklingur. Kjörorð hins sænska ríkis gæti verið: „Hver fyrir s.iálfan sig og ríkið fyrir alla“ Eða — réttara sagt: „Neyttu — og haltu þér saman.“ Stjórnarandstaðan færir sér þessa valdsmennsku mjög lag- lega í nyt. 'Merkar umræður um stjórnmál og menningarmál fara nú fram í frjálslyndum jiús. manns en hann éumskar aðeins þegar líður að kosning- um. Ekki til að gefa óbreyttum liðsmönnum orðið heldUr til að senda 30 þúsund „aktífista“ í hvert hús til að smala atkvæð- um verkalýðsins á kjörstað. S.A.P. er orðinn útlimur á rík- isbákninu, færiband sem ráð- herrar, leiðtogar og atvinnu- menn stjórna. Frumkvæði og umræður er varla að fipria nema helzt. í æskulýðssamtök- unum. 1 Kommúnistaflokknum eru umræður hinsvegar opnar, frjálsar. Hann er eini flokkur- inn sem heldur opin þing, þar sem hver sem er getur verið viðstaddur. Umræður eru öllum opnar — engar nefndir sem sitja fyrir luktum dyrum til að dreifa stöðum og gera hrossa- kaup. Ný lög ílokksins, sem lögð verða fyrir næsta þing hans, gera ráð .fyrir stranglega leynilegri kosningu allra starfs- manna og stjórnenda og banna flokksstjórn að hafa áhrif á val frambjóðenda. Þetta er dauði skriffinnskuvaldsins. Og rétt- urinn til að mynda flokksbrot er viðurkenndur, ' Það er ekki að furða þótt vinstri mennta- menn af öllum tegundum hafi tekið þátt í umræðum sem kommúnistaflokkurinn efndi til nýlega um það „Hverjar kröfur ber að gera til sósíalista- flokks?“. Þessi skynsamlega pólitík er ekki eina ástæðan fyrir mikl- um vinsældum og trausti, serri Hermannssrin nýtur. Það er yf- irleitt búizt við því að í næstu kosningum muni flokkur hans fá 8 prósent. atkvæða í stað 6 prósent í þeim síðustu — eða jafnvel meir. Sósíaldemókratar hafa á- hyggjur af uppgangi kommún- ista og reyna að þoka ýmsu til vinstri i stefnuskrá sinni. Hér má nefna aukaskatt af lóðum og ágóða, nokkra endurgreiðslu á kostnaði við tannlækningar, harðari afstöðu til stefnu Bandaríkjamanna í Vietnam, byggingu ríkisfyrirtækja í van- þróuðum héruðum, aðild hins opinbera að einkafyrirtækjum — svo nefnt sé það helzta sem á að taka upp í-næstu löggjöf. En að tannlækningatryggingu undanskilirini eru þessar ráð- stafanir — einkum að því er varðar það að þrengja að einkafjármagni — ekki til komnar fyrir vi'ja stjómmála- mgnna heldur afleiðing af raunverulegu ástandi í landinu. Ríkiskapítalismi í raun og veru er emkaauð- söfnun — grundvöllur kapítal- istísks efnahagslífs — komin í mikla úlfakreppu. Ástæðan er auðskilin: bein skatbaálagning tekur kerfisbundið rjpmann af stórgróðanum til að geta stað- ið undir almannatryggingum,' skólakerfi, vegum, hinum myndarlegu ellilaunum fram- tíðarinnar. Auðsöfnun fyrirtækja hefur dregizt saman fyrir sakir kaup- hækkana bg skorts á vinnuafli. Handbært fé bankanna (sem eru einkafyrirtæki) er að veru- legu leyti bundið f ibúðarbygg- ingum. En vöxtur félagslegra sjóða er mjög blómlegur — einkum eru ellilaunasjóðir í bann veginn að safna saman meira fé en bankarnir hafa til umráða. Það er rökrétt að draga þá ályktun, að aukning félagslegra sjóða muni í sí- auknum mæli standá undir hagvexti framtíðarinnar. Og þá er spurt um hvort einkaauð- Framhald á 9. síðu. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.