Þjóðviljinn - 06.07.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1966, Síða 10
Skaut fimm pú$- urskotum áður en báturinn stöðvaði SK laugardag var vélbáturinn Ma*ús IV. RE 18 tekinn að ólöglegum veiðum innan fisk. veiðitakmarkanna á Faxaflóa. Fór varðskip með bátinn hing- að til Reykjavíkur og hófust rétt- arhöld í máli skipstjórans í Sakadómj Reykjavíkur í fyrra- dag. Þjóðviljinn átti í gær tal við Sverri Einarsson fulltrúa hjá sakadómi og skýrði hann svo frá að skipstjórinn hefði í fyrstu neitað ákæru en að lokum ját- aði hann þó að hafa togað tvisv- ar innan fiskveiðimarkanna og að hann hefði verið að undir-! . búa þriðja togið er varðskÍDið bar að og gaf honum stöðv- unarmerki. Það var kl. 16.28 á laugar- dagínn sem varðskipið kom að bátnum og gaf honum merki um að stöðva en skipstjóri hans sinnti því ekki og stöðvaði ekki bátinn fyrr en kl. 17.15 er varð- skipið hafði skotið 15 púðurskot- um að honum. Rannsókn málsins lauk í gær og verða niðurstöður hennar sendar saksóknara ríkisins til meðferðar. Slysadagar í Bandaríkjunum CHICAGO 5/7 — Um síðustu helgi og á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí, fórust 567 manns í bílslys- um i Bandaríkjunum. Auk þess drukknuðu 264 í bétsferðum sömu daga. Miðvikudagur 6. júlí 1966 — 31. árgangur — 147. tölublað. HalJa tílJan Máyen oa tíl Shetlandseyja Deilt um fram- tíð Gíbraltar LONDON 5/7 — Fulltrúar Bret- lands og Spánar koma saman í London á fimmtudag til að ræða framtíð krúnunýlendunnar Gí- braltar á suðurströnd Spánar. Leggja Spánverjar til, að ný- lendan »verði hluti Spánar, í staðihn fái Bretar áfram að hafa herstöð á Gíbraltar og lofað er að tryggð verði öll réttindi þeirra 30 þús. manna sem þar búa. Bretar segjast hinsvegar ráða Gíbraltar í fullu samræmi við alþjóðarétt, en skika þennan fengu þeir samkvæmt Utrecht- friðarsamningum 1713. Leikarar Gestaleikhússins ásamt stjórnanda og teiknara: Sitjandi frá vinstri: Bríet Héðinsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Una Collins, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. Standandi: Kevin Palmer, Arnar Jónsson, Bjarni Steingrímsson, Karl Guðmundsson og Matthías Karelsson. Leikferð Gestaleikhússins Sýna fyndnasta verk leik- bókmenntanna úti á landi ■ Nýr leikflokkur, Gestaleikhúsið, er nú að fara af stað í leikför um landið og ætlar að sýna eitt fyndnasta verk vinnu leikbókmenntanna fyrr og síðar, Bunbury eða The Impor- tance of Being Earnest eftir Oscar Wilde. ■ Það eru leikarar frá bæði Þjóðleikhúsinu og Leik- félagi Reykjavíkur sem standa að Gesta'leikhúsinu og leik- stjóri er ekki valinn af verri endanum, Kevin Palmer, brezki leikstjórinn sem sá um uppfærsluna á Ó, þetta er indælt stríð í Þjóðleikhúsinu hefur sett leikinn á svið og Una Collins teiknað búninga og sviðsmyndir. Fyrsta sýnlng Gestaleikhússins á- Bunbury verður á Hellissandi á föstudaginn, 8. júlí, síðan verð- ur sýnt í Ólafsvík á laugardag og á sunnudagskvöld í Grafar- nesi. Þá verður farið áfram um vesturland og síðan norður- um og austur óg er áætlað að fara kringum landið og koma aftur til Reykjavíkur í síðari Norrænt leikstjóranántskeið haldið á /s/andi næsta ár Guðlaugur Rósinkranz, Þjóð- leikhússtjóri, er um þ*ssar mundir nýkominn að utan. Þjóð- viljinn átti í gær tal við Guð- laug og spurði frétta úr hans ferð. Guðlaugur kvaðst hafa verið viðstaddur leikhússtjóra- námskeið og leiktjaldamálara, sem haldið er árlega á Norður- Ferð ÆF á Ólafsvöku Æskulýðsfylkingin efnir til sumarleyfisferðar á ölafsvök- una í Færeyjum, sem haldin er um mánaðamótin júlí ágúst ár hvert. Flogið vérður frá Reykjavík þann 27. júlí. dvalizt i Þórs- höfn fram yfir hátíðina og síðan verður farið kynnisferð um eyjamar. Flogið heim 3. ágúst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsfylkingar- innar Tjarnargötu 20 í síma 17513 milli 4 og 7 daglega. Félagar þqð er óþarfi að reka nokkum áróður fyrir þessari giæsilegu ferð, en tryggið ykkur far í tíma. löndum. en var nú haldið í Nor- egi, nánar tiltekið í Ósló. Hér er vanalegast um að ræða 10-15 daga námskeið og mjög til þeirra vandað. Guðlaugur er í stjóm Leiklistarsambands Norðurlanda, sem heldur námskeiðin, og verð- ur námskeiðið næst haldið á Is- Iandi, því kvaðst Guðlaugur .gjama hafa viljað kynnast því af eigin raun. Um 45 manns tóku þátt í námskeiðinu nú. Frá Is- iandi fóru fimm, þrír leikstjórar og tveir leiktjaldamálarar, þau Erlingur Gíslason. Brynja Bene- diktsdóttir, Sveinn Einarsson, Lárus Ingólfsson og Steinþór Sigurðsson. Hinn frægi tékkneski leikmyndamálari Jósef Svoboda flutti fyrirlestra við námskeiðið og hélt mikla sýningu og þótti það nokkrum tíðindum sæta, því hann er nú einna þekktastur Evrópumanna á sínu sviði. Þá gat Guðlaugur þess, að hann hefði setið stjórnarfund Norræna lýðháskólans í Kungs- álv, en Guðlaugur hefur verið í skólastjórninni frá upphafi. Á þeim fundi var það ákveðið að byggja nýja og veglega byggingu fyrir starfsemi skólans, og er ætlunin að Norræna akademían fái þar innj. Kungsálv er skammt frá Gautaborg og skól- inn þannig vel í sveit settur. Gert er ráð fyrir að skólabyggingin muni kosta hálfa þriðju miljón sænskra króna. hluta ágúst. Verða sýningar á hverju kvöldi. «. Bunbury hefur verið sýnt hér á landi einu sinni áður og var það leikflokkur Menntaskólans í Reykjavík sem sýndi það sl. vetur við góðar undirtektir. Þýð- andi leikritsins er Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi. Leikritið Bunbury skrifaði Oscar Wilde árið 1895 og fjall- ar það um brezkt yfirstéttarfólk þess tíma og er þar óspart skop- azt að yfirborðsmennsku og snobbi þeirrar stéttar, en gam- anið þó allt græzkulaust og endar vel, enda sagði Wilde sjálfur að hann hefði þama skrif- að „ómerkilegt leikrit fyrir al- varlegt fólk“. Leikritið er þó ekki ómerkilegra en svo, að það þykir enn með beztu gamanleikj- um sem samdir hafa verið og sannur skóli fyrir hvern leikara að fá tækfæri til að leika í því, eins og Helga Valtýsdóttir komst að orði á fundi með blaðamönn- um á mánudag. Níu hlutverk eru í leiknum og fara með þau Helga Valtýsdótt- ir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Þor- valdsdóttir, Bjarni Steingríms- son, Karl Guðmundsson, Amar Jónsson og Matthías Karelsson. Leikaramir hafa lagt mikla í æfingar og undirbún- ing ferðarinnar og sérstakar þakkir eiga þau skilið Kevin Palmer og Una Collins, sagði Arnar Jónsson blaðamönnum, en þau hafa unnið á við 10 manns. Una hefur bæði teiknað og saumað kvenbúningana og teikn- að sviðsmyndir sem eru þrjár. Kevin Palmer sagðist fyafa orð- ið mjög ánægður er hann var beðinn að vera leikstjóri, því hann sagðist meta mjög þetta framtak leikaranna að nota frí- ið sitt til að ferðast um og gefa fólki úti á landi kost á að komast í leikhús. Er enda ekki að efa að fólk úti á landi kunni einnig vel að meta þessar heimsóknir, ekki sízt þar sem nú eru á ferðinni reyndir leikarar með sígilt verk. Reykjavíkurúr- valið ^efN FBU Reykjavíkurúrvalið, sem leik- ur við úrvalslið frá Fjóni á Laugardalsvelli í kvöld, verður þannig skipað: Heimir Guðjónsson, Árni Njáls son, Ársæll Kjartansson. Hans Guðmundsson, Anton Bjarnason, Ellert Schram, Einar Árnason, Eyleifur Hafsteinsson, Hermann Gunnarsson, Helgi Númason og Axel Axelsson. . Varamenn: Guttormur Ólafsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Baldur Scheving. Erlendur Magnússon og Reynir Jónsson. Tilnefndir í félags- stjórn „Sumargjafar" Á fundi sínum sl. föstudag samþykkti borgarráð að tilnefna Ásgeir Guðmundsson kennara í stjóm Barnavinafélagsins Sum- argjafar til 4 ára og Þóri Kr. Þórðarson prófessor og borgar- fulltrúa til vara til jafnlangs tíma.' Gott veður var á síldarmið- unum fyrri sólarhring. en lítil veiði. Voru skipin einkum að veiðum 100—120 mílur ASA frá Dalatanga. Nokkur skip hafa halðið á miðin við Shetlandseyj- ar, og hafði frétzt af einhverri veiði hjá þeim skipum í gær- morgun. Þá var eitt skip 50—70 mílur SSV frá Jan Mayen og lóðaði það á nokkurt síldarmagn. Skipið hafði í gærmorgun feng- ið þar einhvern afla og var þar um að ræða góða síld. Allmörg skip eru nú á leið á þessar veiði- slóðir við Jan Mayen. Fyrra sólarhring tilkynntu alls 39 skip um afla, samtals 1.772 £onn. Dalatangi Guðbjörg ÍS 55 tonn Heimir SU 55 — Sigurvon RE 37 — Hafþór RE 35 — Árni Magnússon GK 70 — Guðm. Þórðarson 30 Helga RE 30 — Ingiber Ólason II. GK 30 — Dagfari ÞH 70 — Gjafar VE 75 — Baldur EA 30 — Ölafur bekkur OF 37 — Hafrún IS 60 — Vigri GK 60 — Guðbj. Kristján IS 25 — Höfrungur II. AK 50 — Guðmundur Péturs IS 22 — Sig. Jónsson SU 51 — Reykjanes 20 — Raufarhöfn: Þorleifur OF 11 — Snæfugl SU 16 — a síld fyrir austi Þrymur BA 70 Sigurborg Sl 30 Sveinbj. Jakobsson SH 30 GuUberg NS 55 Súlan EA 50 Sæúlfur BA 35 Huginn II. VE 55 jarmi II. EA 90 Lómur KE 90 Skímir AK 20 Guðrún Jónsd. IS 65 Mímir ÍS 35 Siíflfirðingur SI 35 Guðrún Guðleifsd. IS 36 Anna SI 17 Sigurfari AK 55 Eldborg GK 90 Sig. Bjarnason EA 43 Agabrot hjá Könum? Bandaríska upplýsingaþjón- ustan hringdi til Þjóðviljans í gærdag og óskaði eftir því að komast í samband við heimildarmann blaðsins um flug orustuþotunnar yfir Þing- völlum núna um helgina. Vildi hin bandaríska stofn- un fá sem nákvæmastar upp- lýsingar um þetta flug og tel- ur að flugmaðurinn hafi brot- ið reglur hernámsliðsins og sé ætlunin að taka hann í karphúsið og verði hann jafn- vel dreginn fyrir herrétt. Hér er greinilega yfirbót á ferðum. Fundur skólastjóra héraðs- mið- og gagnfræðaskólanna Dagana 27.-29. júlí s.I. var haldinn fundur skólastjóra hér- aðs-, mið- og gagnfræðaskóla að Laugarvatni, er fræðslumála- stjórn boðaði til. Undanfarin ár hafa hliðstæðir fundir verið haldnir og á þeim flutt erindi og rædd skóla- og uppeldismál. Að þessu sinni fluttu erindi: Magnús Gíslason, námsstjóri, um gagnfræðanám; Óskar Halldórs- son, námsstjóri, um móðurmáls- kennslu; Guðmundur Arr^laugs- Mót norrænna ungtemplra sett kl. 5 síðdegis í gær Kl. 5 síðdegis í gær var mót norrænna ungtemplara sett í dómkirkjunni í Reykjavík. Séra Árelíus Níelsson formaður und- irbúningsnefndar bauð gesti vel- komna, frú Auður Auðuns for- seti borgarstjórnar fiutti ávarp og formaður sambandsins, Henry Sörmann hélt ræðu. Þá söng Erlingur’ Vigfússon einsöng. í gærkvöld var haldin mót- tökuhátíð í Lídó og voru þar um hönd höfð ýmis skemmtiat- riði. í dag hefst þingið kl. 10 f.h. í Þjóðleikhúsinu og verða þar flutt ávörp og ræður, m.a. ávarpar dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra þingið. — Síðdegisfundur verður haldinn í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þá verður farið með gestina um borgina og m.a. skoðað Árbæj- arsafn. í kvöld sækja gestirnir skemmtun í Sigtúni. Á morgun verður farið í ferðalag til Þingvalla, Laugar- vatns, Geysis, Gullfoss, Skál- holts og Hveragerðis og mun séra Eiríkur Eiríksson þjóð- garðsvörður segja gestunum sögu Þingvalla og sýna þeim staðinn. , Auk ungtemplara frá Norður- löndum sækir Lars Spjuth, for- maður alþjóðasambands ung- templara, sei-n búsettur er í Ástralíu mótið. Sömuleiðis um- dæmistemplar IOGT í Japan og einn fulltrúi frá Tyrklandi. Þá sækir mótið Karl Wenneberg, framkvæmdastjóri Norræna góð- templararáðsins. Miðstöu ungtemplaramótsins er í hinu nýja húsi IOGT við Ei- ríksgötu og er þetta fyrsta notk- un hússins í þágu templara. Að lokum má geta þess, að mótsstjórn hefur fengið Freymóð Jóhánnsson, listmálara til að halda sýningu á nokkrum mynda sinna í IOGT-húsinu meðan mót- ið r.tendur. son, rektor, um stærðfræði- og eðlisfræðikennslu; Stefán Júlíus- son, framkvæmdastjóri Fræðslu- myndasafns ríkisins, um fræðslu- myndir og Stefán Ólafur Jóns- son, námsstjóri, um starfsfræðslu og félagsfræðikennslu. Um öll þessi erindi urðu um- ræður og fyrirlesarar svöruðu fyrirspurnum. Annað meginvið- fangsefni fundarins var rann- sókn skólamála, sem nú er haf- in, að tilhlutan menntamálaráð- herra dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. Fræðslumálastjóri Helgi Elí- asson gerði grein fyrir undir- búningi málsins og lagði það fyrir fundinn. Menntamálaráðh. dr. Gylfi Þ. ' Gíslason kom á fundinn, er mál- ið var tekið fyrir og tók þátt í umræðum, ennfremur sat fund- inn Jóhann Hannesson, skóla- meistari á Laugarvatni, en hann á sæti í nefnd, eem vinnur að rannsókn skólamála, ásamt dr. Wolfgáng Edelstein og Andra ís- akssyni, sálfræðingi, sem er for- maður nefndarinnar, en þeir voru báðir erlendis og gótu því ekki^ sótt fundinn. Fundinn sátu nær allir skóla- stjórar héraðs- og gagnfræða- skólanna auk nokkurra náms- stjóra og fulltrúa fræðslumála- stjóra. Konur velfl^stra fundar- manna dvöldust að Laugarvatni fundardagana. í sambandi við fund þennan var haldinn aðalfundur Félags skólastjóra gagnfræða- og hér- aðsskóla. Stjórn þessa skipa nú: Árni Þórðarson, formaður; Bene- dikt Sigvaldason. Jón Á. Giss- urarson. ritari; Magnús Jónsson, féhirðir. Ólafur Þ. Kristjánsson. varaformaður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.