Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 3
Fyrirhugaðar kosningar í
S-Vietnam skrípaleikur
Fjögur stærstu trúarsamtök í landinu neita að taka þátt í þeim
Mi'ðwífetRjagar ra. wm — -steR 3
SAIGON 12/7 — Fjórir stærstu trúflokkar í Suð-
ur-Vietnam, Búddatrúarmenn, Kaþólikkar og tveir
minni trúflokkar hafa komið sér saman um að taka
ekki þátt í kosningunum til stjórnlagaþingsins í
september.
Prá þessu var skýrt á blaða-
mannafundi í Saigon í dag.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
kosningarnar skuli fara fram 11.
seþtember, en það er löngu vit-
að að Búddatrúarmenn hafa á-
liveðið að taka ekki þátt íkosn-
ingunum, þar sem þingið sem
kosið verður mun hafa mjög
takmarkað vald.
Borgarstjórn.
Trúflokkarnir kröfðust þess
einnig i dag, að þegar í stað
yrði komið á laggirnar borgara-
legri stjórn til bráðabirgða, en
það er gömul krafa sem ekki
eru neinir möguleikar á að her-
foringjaklíkan sinni.
Ky
I dag var haft eftir áreiðan-
legum heimildum i Saigon að
Ky forsætisráðherra ætli að
breyta ríkisstjóminni til þessað
auka hæfni hennar, hefja hana
til virðingar í almenningsáliti.
Mesta breytingin verður til-
nefning annars varaforsætis-
ráðherra, en það er ný staða
og á að veita óbreyttum borg-
ara hana.
Bardagar.
Fjórar mikilvægustu hernað-
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»
Fréttaritari AFP í Moskvu skýrir frá því
að stefna Sovétríkjanna gagnvart Bandaríkj-
unum virðist gerast hörkulegri síðustu dag-
ana, og ef til vill séu sovézk yfirvöld að búa
sig undir mjög alvarlegt hættuástand vegna
stríðsins í Vietnam.
Spennan sem nú stendur milli landanna er
ekki jafn mikil og á tímum Kúbudeilunnar
. haustið 1962, en ástandið hefur aldrei síðan
verið jafn slæmt og nú, segja stjórnmála-
fréttaritarar í Moskvu.
Rá&stefna Alkir kjuráðs-
ins var sett í Genf í gær
Þörf róttækra breytinga á skipulagi efnahagslífs
í heiminum segir aðalritari Alkirkjuráðsins, Hooft
GENF 12/7 — Hooft, aðalritari Alkirkjuráðsins
hvatti í dag til þess að öll ríki, sem reyndu að leysa
félagsleg og efnahagsleg vandamál á vorum tím-
um, sýni miklu sterkari tilfinningu fyrir gagn-
kvæmri ábyrgð sinni. Aðalritarinn talaði í dag við
setningu ráðstefnu, sem Alkirkjuráðið hefur geng-
izt fvrir í Genf um kirkju oct samfélag.
Hooft. sagði að íbúar heims-1 um alþjóðlegt efnahagslegt rétt-
ins að kristnum mönnum ekki I læti.
undanskildum væru ekki reiðu-
búnir að fallast á raunverulega Róttækar breytingar.
lausn á hinu mikilsverða máli Það er töluverður vilji til að
Heimsmeistmakeppnin
LIVERPOOL 12/7 — Brasilía,
sem stefnir að því að vinna
heimsmeistarakeppnina í þriðia
skipti í röð lék við Búlgaríu í
fyrsta leik sínum í keppninni í
ár og varð ekki skotaskuld úr
því að vinna með 2 mörkum
gegn engu.
f þessum fyrsta leik í 3. riðli
skoruðu ,.fótboltakóngurinn“ Pele
og Garrincha . mörkin i bæði
skiptin eftir aukaspyrnu.
Áhorfendur risu úr sætum og
fögnuðu báðum liðunum er þau
gengu af leikvanginum eftir
mjög skemmtilega keppni.
Andstætt leiknum milli Eng-
lands og Ufuguy í gær var ekki
um neinn sérstakan varnarleik
að ræða • dag.
Bæði mörkin voru hreinar perl-
ur segja íþróttafréttaritarar pg
áhorfendur voru mjög spenntir
leikinn á enda.
Búlgararnir sem höfðu . beð-
ið lægri hlut fengu mest klappið,
því þeir þóttu standa sig svo
vel f bessum darraðardansi.
SHEFFIELD 12/7
Vestur-
Þjóðverjar, gáfu kennslustund
í skínandi sóknarleik í fyrsta
leiknum 1 2. riðli er þeir unnu
Sviss með 5 mörkum gegn engu.
Svissararnir höfðu ekki roð
við V-Þjóðverjum, sem voru
miklu fljótari en þeir. Sviss-
lendingar höfðu kosið að leika
sóknarleik. en með litlum ár-
angri. Varharleikurinn sem er
venjulega sterkasta hlið liðsins
var vanræktur:
Og geta Svisslendingar þakkað
sínum sæla að tapið skyldi ekki
verða enn meira.
Bezti leikmaðurinn á vellin-
um var vinstri útherji Vestur-
Þjóðverja Siegfried Held, sem
skoraði eitt markið og gerði
svissnesku vörninni lífið stöðugt
leitt.
MIDDLESBOROUGH 12/7 —
Eins og búizt hafði verið við
áttu Sovétríkin ekki erfitt með
að sigra Norður-Kóreu í fyrsta
leiknum i 4. riðli.
Leiknum lauk með þremur
mörkum gegn engu.
Framhald á 2. síðu.
taka þátt í mismunandi aðstoð-
araðgerðum, en lítill skilningur
á því, að slíkar aðgerðir, þó
þær séu nauðsynlegar, komast
ekki fyrir rætur vandamálanna.
Ekki er þörf á neinu minna
en fóttækri skipulagsbreytingu í
alþjóðlegu efnahagslífi, sagði
hann.
Ábyrgð.
I heiminum nú á dögum þar
sem pólitískar og efnahagslegar
staðreyndir liggja ljóst fyrirer-
um við kölluð til að vera grann-
ar og taka á okkur ábyrgð á
öðru fólki sem líður nauð, hvar
sem það býr.
Kirkjan.
Hooft játaði að mikið væri jil
í- ásökuninni, að kirkjan hefði
fyrr á tímum verið of bundin
hugsuninni, að ástandið skyldi
vera einsog það var og kirkjan
hefði þagað í mikilsverðum mál-
um.
Þögn
Ilooft sagði að skarpasta gagn-
rýni á kirkjuna hefði alltafkom-
ið innan frá. Við tölum ekki af
því að við viljum hlutast til um
veraldleg mál, en vegna þess að
við getum ekki lifað með Guði,
með náunga okkar, né sjálfum
okkur, ef við þegjum, sagði
Hooft.
Ráðstefnan sem hófst í dag
hefu'r verið i undirbúningi í 4
ár. Alkirkjuráðið sem efnir til
ráðstefnunnar hefur innan sinna
vébanda rúmlega 200 mótmæl-
enda-, anglískar-, rétttrúnaðar-
og gamal-kaþólskar kirkjur f
meira en 80 löndum.
Meðal ræðumanna á ráðstefn-
unni sem á að standa í tvær
vikur er bandaríski baráttu-
maðurinn fyrir jafnrétti blökku-
manna Martin Luther King.
araðgerðir Bandaríkjamanna um
þessar mundir í Suður-Vietnam
hafa tekizt vel, segir talsmaður
herstjórnarinnar í Saígon og
hafa 1816 hermenn Vietkong
fallið og 194 verið teknir hönd-
um.
1 gær Jentu hersveitir úr
stjórnarhernum í heiftarlegum
bardaga við Vietkong örfáum
km utan við tvíburaborg Saigon,
Cholor
Loftárásir
Fréttastofan í Norður-Vietnam
skýrði frá því í dag að sjö
bandarískar flugvélar hefðu ver-
ið skotnar niður yfir Norður-Vi-
etnam í gær.
I Saigon var skýrt frá því að
flugvélar af sovézku gerðinni
MIG hefðu barizt við bandarísk-
ar flugvélar í lofti yfir Norður-
Vietnam í gær.
Myndin er frá reiðhjólaverkstæöi í Vietnam, en reiðhjól eru sem.
kunnugt er þau tæki sem eru Vietnömum hvað drýgst í stríðinu
og á þeim geta þeir flutt heilt stórskotalið furðufljótt um ótrú-
legustu vegalengdir og krákustigu.
Ungur sænskur listamaður
hefur fastað í níu daga
Situr utan við bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi til
að mótmæla stríðsrekstri Bandaríkjanna í Vietnam
STOKKHÓLMI 12/7 — Þrítugur sænskur listamað-
ur, Sten Fransson var .í dag mjög illa á sig kominn.
eítir að hann hafði fastað í níu daga í mótmæla-
skyni við stefnu Bandaríkjanna í Vietnam.
En hann situr áfram á gúm-
dýnu sinni á lóð bak við banda-
ríska sendiráðið í Stokkhólmi og
sagði í dag, að hann ætlaði að
reyna að halda út til 22. júlí,
þrátt fyrir það að læknar hafa
sagt að hann muni yfirbugast
fyrir þann tíma og muni bera
menjar þessarar föstu alla ævi, þar
sem lifur og nýru munu skadd-
ast varanlega.
Barátta
Fransson sem ekki neytir ann-
ars en vatns svaf ekki í nótt
bæði vegna rigningar og slags-
mála sem stóðu-í kringum hann
nnlli andstæðinga og áhangenda
Bandaríkjamanna í Vietnam.
Snemma í morgun réðist ungur
Bandaríkjamaður á höggmynd af
Sámi frænda, sem Fransson hef-
ur gert úr járni og hauskúpu og
stillt upp viðj'hlið sér.
feú færð ekki að spotta r.land
mitt, hrópaði Bandaríkjamaður-
inn um .leið og hann réðst á
myndina-
Það sló í brýnu milli Kánans
og eins af félögum Franssons
sem er lífvörður hans og komst
Kaninn undan á flótta.
Fransson hefur mörgum sinn-
um verið hótað lífláti og þess-
vegna þjóna félagar hans sem
lífverðir-
Auk járnmyndarinnar af Sámi
frænda hefur Fransson fána
Sameinuðu þjóðanna við hlið
Framhald á 2. síðu.
Bændur í Indlandi mótmæla
hækkun verðlags og skatta
Blóðug átök bænda og lögreglu í fylkinu Uttar Pradesh
LUCKNOW, INDLANDI 12.7. — Fimm manns voru
drepnir og 60 særðir er lögreglan hóf skothríð á
u.þ.b. 1000 manns í kröfugöngu í indversku borg-
inni Banda, um 90 km suður af Lucknow.
Kröfugangan var þáttur í 24 tíma verkfallsað-
gerðum, sem vinstri flokkar í fylkinu Uttar Prad-
esh í Norður-Indlandi skipulögðu til að mótmæla
hækkandi verðlagi.
lagningu verkfallsins í samvinnu
Framhald á 2. síðu.
Rækjuvsrtíð góð
en hnmarinn er
ryr
Þátttakendur í kröfugöngunni
í Banda réðust á stjórnarskrif-
stofur í borginni og reyndi lög-
reglan fyrst að dreifa mann-
fjöldanum með bambuskylfum,
en varð síðan að grípa til skot-
vopna.
Uttar Pradesh er fólksflesta
fylki á Indlandi og búa þar um
75 miljónir.
Handtökur
í höfuðborg fylkisins Lucknow.
þar sem vopnaðir lögregluþjón-
ar höfðu tekið sér stöðu á mikil-
vægum svæðum, gekk lífið að
mestu sinn vanagang nema hvað
fjöldi manns var handtekinn-
Fram til þessa hefur verið til-
kynnt um 1000 handtökur.
Vinstrisinnar
Meðal hinna handteknu er for-
ingi Samyukta sósíalistaflokksins,
dr- Ram Manochar Lohia, sem
hefur átt mikinn þátt í skipu-
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskifélagi tslands lauk rækju-
vertíðinni í apríl og var hún all-
| góð. Veiðin nam um 1200 tonn-
um sem verður að teljast allgott,
er enda um helmingi meiri veiði
én á síðasta ári-
Humarveiði hefur heldur ver-
ið treg það sem af er. Fyrst og
fremst mun vera um að kenna
slæmu tíðarfari og vondu veiði-
veðri. Humarvertíðin stendur út
ágústmánuð en engar tölur um
aflamagn höfðu Fiskifélaginu
ennþá borizt.