Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 1
Hér á að heyja
landskeppni í
sundi við Dani
Þessir ungu menn vinna
af kappi við að undirbúa
sundlaugina nýju í Laugar-
dalnum en þar á að fara
fram um næstu helgilands-
keppni 5 sundi milli Dana
og Islendinga- — Sjá nán-
ari frásögn á baksiðu-
(Ljúsm. Þjóðv. A.K.)
keppnin
í London
n LONDON 12/7 — Úrslit í
n annarri umferð í heimsmeist-
□ arakeppninni í knattspyrnu í
. I 1 Bretlandi í dag.urðu þessi-
H 1 2' riðli sigruðu Vestur-Þjóð-
n .verjar Sviss með 5—0 (3—0 í
n hálfleik).
r~l 1 3- riðli sigraði Brasilía Búlg-
H aríu með 2—0 (1—0 í hálf-
n leik)..
H I 4. riðli unnu Sovétríkin N-
n Kóreu með 3—0 (2—0 í hálf-
H leik).
n Nánar er sagt frá leikjunum á
n 3- síðu.
DIQDVUIINN
Miðvikudagur 13. júlí |1966 — 31. árgangur — 153. tölublað.
Fulltrúar Boeing-verlcsmiðjanna komnir
Samningur um þotukaup Fl
undirritaður í vikulokin?
□ Gera má ráð fyrir að fulltrúar Boeing-flugvéla-
verksmiðjanna í • Bandaríkjunum og forráðamenn
Flúgfélags Islands gangi frá samningi um kaup
félagsins á farþegaþotu af B-727 gerð fyrir næstu
helgi.
Tveir fulltrúar bandarísku
verksmiðjanna komu hingað til
Reykjavíkúr í fyrrakvöld og í
gærmorgun hófu þeir viðræður
um kaupsamninginn við forráða-
menn Flugfélags Islands. Banda-
ríkjamennimir eru tveir; Poul
Petit yfirmaður samningadeildar
Boeing-verksmiðjanna og Tom
Roth lögfræðingur, en af Flug-
félagsins hálfu taka þeir eink-
um þátt í samningaviðræðunum
Örn O. Johnson forstjóri, Jó-
hann Gíslason deildarstjóri flug-
reksturs og Sigurður Matthías-
son fulltrúi.
Sem fyrr segir er gert ráð
fyrir að unnt verði að ganga að
fullu frá kaupsamningi þotunn-
ar nú í lok vikunnar og undir-
rita hann. Um ýmis atriði þarf
að semja, enda þótt frá flestu
hafi þegar verið gengið í sam-
bandi við þotukaupin. M.a. er
nú ekkert til fyrirstöðu ríkisá-
byrgð á láni því sem Flugfélagið
þarf til kaupanna.
Reiknað er með að Boeing-
verksmiðjurnar skili Flugfélagi
Islands hinni nýju þotu á næsta
vori, í apríl eða maí-mánuði,
þannig að hún komist í gagnið
þegar í upphafi sumaráætlunar
félagsins. Má þá reikna með
talsverðum breytingum á áætl-
uninni, svo afkastamikil er hin
nýja þota.
Vegna lánsábyrgðarinnar sendi
fjármálaráðuneytið frá sér svo-
fellda fréttatilkynningu í gær:
„Að gefnu tilefni vill fjár-
málaráðuneytið taka fram eftir-
farandi:
Ríkisstjómin hefur samþykkt
að veita Flugfélagi íslands rík-
isábyrgð á láni vegna kaupa á
Boeing 727 þotu, 80% af kaup-
verði, að settum þeim trygging-
um og uppfylltum þeim fjárhags-
legu skilmálum, sem fjármála-
ráðuneytið og ríkisábyrgðasjóður
telja nauðsynlegt. Ríkisábyrgðin
er bundin þeim skilyrðum að
umrædd þota verði gerð út frá
Keflavíkurflugvelli.
Ráðuneytið hefir falið ríkis-
ábyi-gðasjóði að annast endanlega
afgreiðslu málsins".
Síldveiðin fyrra sólarhring:
31 skip fékk sam
tals rúm 6700 t.
LOKS FENGINN BÆJAR-
STJÓRI í HAFNARFIRÐI?
— Friðsamlegur fundur bæjarstjórnar í gær
Gott veður var á síldarmiðun-
um fyrra sólarhring og góð veiði
á svipuðum slóðum og áður, þe.
100 mílur SSA frá Jan Maycn.
Samtals 31 skip mcð 6.703
tonn.
Guðbjörg GK 336 tonn. Halki-
on VE 314. Víðir II GK 215.
Hafrún IS 436. Arnar RE 365.
Baldur EA 190. Þessir bátar
voru allir með tvær landanir.
Bjartur NK ^50. Helga Guðmd.
230. Dan IS 100. Svanur ÍS 80.
Björgvin EA 180. Óskar Hall-
dórsson RE 240. Jón Kjartanss,
SU 303. Framnes ÍS 13Q. Þor-
steinn RE 220. Húni II. HU 170.
Hamravík KE 150. Anna SI
140. Faxi GK 200. Dagfari ÞH
240. Heimir SU 190. Guðmundur
Péturs IS 190. Sóley ÍS 260.
Björgúlfur EA 240. Seley SU
280.
Dalatangi:
Barði NK 270. Grótta RE 170.
Sæhrímnir KE 130. Reykjaborg
RE 240. Hánnes Hafstein EA 110.
Guðm. Þórðarson RE 110.
Drengur drukkn-
ar í Hafnarfirði
Nokkru fyrir hádegi sl. sunnu-
dag varð það hörmulega slys, að
þriggja ára drcngur, Jónas Már
Gunnarsson til heimilis aðBIika-
lóni við Hafnarfjörð féll I sjó-
inn og drukknaffi.
Drengurinn var að leik með
systkinum sínum, 5 og 7 ára
gömlum, við svonefnda Bala-
kletta er hann féll í sjóinn. Ekki
var mjög djúpt þar sem dreng-
uri'nn féll í sjóinn og tókst
systkinum hans að ná honum á
þurrt land eftir nokkra stund
og gerðu þau síðan aðvart um
slysið. Læknir og lögregla voru
þegar kvödd á vettvang og lífg-
unartilraunir hafnar en þærbáru
engan árangur. Var drengurinn
fluttur í Slysavarðstofuna en
ekki tókst að vekja hann til lífs-
ir.s.
n A fundi bæjarstjórnar Hafn-
arfjarðar sem haldinn var í gær
var samþykkt tillaga um að fara
þess á leit við Kristin Ó- Guð-
mundsson að taka að sér að
gcgna bæjarstjórastarfinu til
bráðabirgða-
n Má því segja að láusn hafi
náðst á bæjarstjóramálinu í
Hafnarfirði a.m.k- um stundar-
sakir- Fundurinn fór friðsamlega
fram og engar stórræður á borð
við þær sem fluttar voru á síð-
asta fundi voru haldnar.
Það var Hafsteinn Baldvins-
son, bæjarstjóri sem bar fram
tillöguna um að biðja Kristin Ó-
Guðmuridsson um að taka að sér
bæjarstjóraembættið fyrst um
sinn.
Var tillaga Hafsteins samþykkt
með 7 samhljóða atkvæðum en
tveir fulltrúar Alþýðuflokksins
sátu hjá.
Kristinn Ó. Guðmundsson hef-
ur verið lögfræðingur Hafnar-
fjarðarbæjar undanfiarin átta ár.
Þess ber að geta að bæjar-
stjómarfundurinn var stuttur og
laggóð^. og fóru fundarstörf
fram með fríði og spekt-
Ferð ÆFR
út í bláinn
Farið verður út i bláinn í
kvöld. Lagt af stað frá Tjamar-
götu 20 kl- 8.30 stundvíslega.
Fararstjóri verður öm Ólafsson-
Rekstrarstöðvun hjá Stál-
skipasmiíjunni í Kópavogi
1 janúar í vetur átti frétta-
maður Þjóðviljans viðtal við
Ólaf H. Jónsson framkvæmda.
stjóra Stálskipasmiðjunnar hf.
í Kópavogi um starfsemi
skipasmiðjunnar sem er ung
að árum, stofnuð 1961. I
viðtalinu ræddi Ólafur m.a.
um aðbúnað stjórnarvaldanna
að skipasmíðaiðnaðinum í
landinu og taldi hann höfuð-
erfiðleika skipasmíðastöðv-
anna vera skort á rekstrarfé
og lánafyrirgreiðslum í . því
sambandi auk þess sem þær
nytu ekki sömu tollívilnana á
efnivörum sem skipasmíða-
stöðvar í nágrannalöndunum
Af þessum sökum og fleiri
ætti innlend skipasmíði mjög
erfitt uppdráttar í samkeppni
við erlendar skipasmíðastöðv-
ar.
Nú er svo komið hag þessa
unga nauðsynjafyrirtækis að
héita má að starfsemi þess
liggi alveg niðri þessa dag-
ana og óyíst um framtíðina.
I viðtali við Þjóðviljann í
gær sagði Ólafur að í fyrra-
dag hefðu einir 10 af starf-
mönnum fyrirtækisins farið í
sumarfrí og væru þá aðeins
eftir starfandi hjá því 5 vél-
smiðir sem vinna að niður-
setningu véla í þjörgunarskip
sem fyrirtækið er langt kom-
ið með að smíða fyrir Haf-
stein Jóhannsson froskmann á
Akranesi, en í vetur unnu hjá
fyrirtækinu um 25 manrisauk
verktaka er störfuðu fyrir
það.
Ólafur kvaðst engu vilja
spá um framtíð fyrirtækisins.
það ætti nú við mikla erfið-
leika að stríða og væri unnið
að því að reyna að leysa úr
þeim. Kæmi þar hvorttveggja
til sögunnar skcrtur á rekstr-
arfé og ýmsir byrjunarörðug-
leikar sem ung fyrirtæki með
takmarkað fjárhagslegt bol-
magn ættu jafnan við aðetja.
Taldi hann að sömu sögu væri
að segja af fleiri fyrirtækj-
um í þessari iðngrein.
Sýnir þetta dæmi um Stál-
skipasmiðjuna, að „viðreisn-
in“ og skilningsleysi stjómar-
valdanna gagnvart innlend-
um iðnfyrirtækjum ætla ekki
að gera endasleppt við ís-
lenzkan iðnað, jafnvel slík-
an undirstöðuatvinnuveg eins
og skipasmíðar eru fyrirfisk-
veiðiþjóð eins og okkur ts-
lendinga.