Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 8
•—rðÖŒfc?* g SÍBA— -P3ÖEWUÍ31NN — Miðviktidagur 13. JfflS 1966 ) WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I IHVERFUR| haft rétt fyrir sér með tilliti til Bains; maðurinn hafði • gizkað á að hann væri á lífi og hafði gert allar varúðarráðstafanir. Þau hefðu drepið hann ef hann hefði látið sjá sig- Hann fann eitt blysið. fór út Og kveikti í því við bálið. Hann fór inn aftur og fann þurrkaða og reykta kjötið, sem hékk hátt uppi í myrkrinu; hann fann mel- ónurnar og hrúgur af rifnum og slitnum fötum. Hann ætlaði að vera hér um tíma, éta þurrkaða kjötið og leyfa lífverunum í daln- um að vaxa og tímgast. Hann fann eitthvað kalt undir berum fætinum. Hann steig skref afturábak, kraup og gróf niður í mjúkan sandinn. Það var stóri skrúflykillinn, sem Bain hafði aldrei skilið við sig- Hann vó hann í hendi sér- Það var gott að halda um hann, næstum eins og vopn- Hann sveiflaði honum fram fyrir sig í stóran boga. Hann tók stykki af þtfírkaða kjötinu út fyrir með sér og sett- ist út í hlýjuna. Langt í burtu gelti baviani. Hann svaf ekki f hellinum á hverri nóttu. Hanp svaf í mis- munandi stöðum í giljunum og hátt uppi í klettunum. í göml- um bavíanahellum, í þröngum sikorum, í lágum hellum, þar sem hann fann stundum tinnusteina, r Hárfrreí^slan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Stein.ii o" Hó^ó Laugavegi 18 III hæg n.vftal SfMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snvrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla vig allra hæfl TJARNARSTOFAN Tiarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreíðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 — Simi 14-6-58 Nuddstofan er á siama stað spjótsodda og perlur sem búsk- mennimir höfðu gert úr skum- um og beinum. Það var auðvelt að kveikja eld; pinni úr harðviði á stærð við blýant sem hann sneri milli lófanna í holu í mýkri viði- Lít- ið bál í fomaldarnóttinni, þar sem hann steikti fugl og feitar eðlur og eitthvað fleira sem hann fann í sandinum og fjallaskorunum- 57 Það komu fleiri regntímabil Hann stóð nakinn i köldu vatn- inu og fann jarðveginn mýkjast undir fótum sér. Hin óendaníega eyðimörk tók við vatninu án þess að gefa nokkuð í staðinn en í giljunum fór grasið að spretta, bleik blóm stungu upp kollinum og trén skutu brumum og laufguðust. Aragrúi af fræjum vaknaði af dvala og sendi út rætur sem leituðu vatns og sól- ar; lifandi verur komu að bragða á nýsprottnu grasinu, rótunum og sætum jurtunum; tignarlegar gemsur komu eins og einhyrn- ingurinn í ævintýrunum utanúr óendanlegum. dularfullum sand- breiðunum, grannvaxin sebradýr í leikbúningum, léttfættar gas- ellur og einstöku sinnum rass- síð hýena. Dýrin rötuðu á kletta- eyjuna af ævagamalli eðlisávís- un og lifðu á hinum skyndilegu allsnægtum. Hann lifði á þeim- Hann gróf grunna gröf, setti hvassa stjáka í botninn og byrgði hana með kvistum og grasi bg þunnu sand- lagi- Þriðja daginn féll sebradýr niður i hana og særðist 'lífs- hættulega í kviðinn af oddhvöss- um stjökunum. Hann elti það út £ eyðimörkina og hlutaði það sundur meöan fiugumar verptu víum sínum í ferskt kjötið. Hann bar með sér hundrað pund af kjöti heim í hellinn aftur og gróf það niður í svalan sandinn til þess aðþað geymdist til næturinnar en þá ætlaði hann að skera það nið- ur og búa það til geymslu. Hann flýtti sér til baka þangað sem afgangurinn af kjötinu var, en það var ekkert eftir. Hýen- urnar slógust um beinin og ó- hugnanlegir hræfuglar hófu sig til flugs þegar hann nálgaðist- Hann bölvaði þeim og særði eina hýenuna með þungum steini. Hann hataði þessi dýr eins og hann hataði bavíanana og aðra sem stálu frá honum matnum. Hann hundelti bavíanana, en hann fór varlega núna, þegar hann hafði ekki lengur byssuna-- Þeir karrm niður úr fjöllunum í leit að safamiklum rótum og berjum, bg hann flæmdi þá til baka með eldi- Hann safnaði mat og geymdi hann í hellinum, djúpt í sandinum. eða uppi í göngunum þar sem Smith hafði fundið strútsegg og bein af búskmönnum. Á vetuma ætl- aði hann að búa þar, en nú var sumar og hann fyllti hellinn af mat- Hellirinn var matargeymsl- an hans. Hann lét melónurnar eiga sig. Þær áttu að fá að stækka og þroskast- Það var nóg handa htmum í næsta gili, því að bav- íanamir voru hættir að koma þangað. Binu sinni hafði gilið verið ríki dýranna. Nú var það ríki hans. Allur jarðargróð- inn skyldi fara til hans. Hann einn skyldi sitja að honum- Einn daginn lögðu bavíanamir gildru fyrir hann- Hann var að leita að eðlum á þeim fjallshryggnum sem minnti á þumalfingur. Það var lægsti hryggurinn, en það var ómögu- legt að komast niður þaðan sem hann var staddur- Bergveggirnir mynduðu þrep sem voru full af sprungum og raufum, þar sem regnvatnið safnaðist í polla; þar biðu hvikar eðlur eftir stórum flugum, og býflugur fundu fjallaplöntur sem uxu og blómstr- uðu í litlum holum í berginu- Allt í einu heyrði hann baví- anana gjamma. Hann leit við, svo klifraði hann upp á stóra steinblökk og.lét þá sjá sig, lét glampa á skrúflykilirtn í sól- skininu, hrópaði til þeirra Pg gretti sig. En í fyrsta skipti hörf- uðu þeir ekki undan; foringi flokksins rak þá áfram, en sjálf- ur þandi hann bringuna á móti óvininum sem stóð aleinn í sól- skininu. Sum dýranna héldu sig í nokkurri fjarlægð: gömlu ap- arnir sem fylgzt höfðu með 6látruninni og morðunum og mundu eftir byssunni skelfilegu; kvendýrin sem voru hrædd um ungana; hálfvöxnu karldýrin sem voru hrædd- Hin dýrin færðu sig nær Dg geltu og gjömmuðu og stærðu sig af hug- rekki sínu og afli- Hann hrópaði og gekk á móti þeim, kastaði í þá steinum. Þeir hörfuðu ögn, en færðu sig síðan nær aftur- Það var enginn tími til að kveikja eld; það var eng- in leið að komast niður snar- brattar hlíðarnar fyrir neðan hann- Hann hörfaði með hægð og á meðan snerust hugsanir hans um þúsund ráðagerðir um að berja þá eða leika á þá. en hann hlaut að varpa þeim öll- um frá sér. Þeir höfðu undirtök- in. Þeir voru búnir að um- kringja hann. Hann hlaut að deyja- Þeir nálguðust, hálfhringurinn nálgaðist hann, rak hann fram á bergbrúnina. Þeir voru í upp- námi á nýjan hátt: ungu karl- dýrin voru fífldjörf og komu nær, hin eldri héldu sig fjær og vorw líka í uppnámi, en fóru varlega- Þeir myndu drepa hann. Hann færði sig fjær og þeir komu á eftir. Ungt karldýr stóð fyrir framan haAn; það hoppaði hvert sem þér fariö ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTR/ETI 9 SÍMI 17700 VORUTRYGGINGAR HEIMIR TRYGGIR VÖRUR UM ALLAN HEIM TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • StMI -22122 — 21260 þórður sfóari 4798 — Þórður ies sKeytið undrandi- Já, hér er vafalaust um skemmdarverk að ræða, og greinilegt, að sá sem hefur unnið það þekkir vel til skipa. En hvernig á hann að hafa upp á þrjótnum? — Að ósk Stanleys lætur hann Ethel vita af þessu Hún er líka hissa og hneyksluð- Er, er hún jafn gruniaus um hver stendur að baki þessu? Eða grunar hana einhvern ákveðinn? — Hún hringir strax . Maud, segir henni hvað hefur skeð ög biður hana að koma. — Við verðum að tala saman! — Þórður "urðar sig á að hún skuli strax hringja í vinkonu sína. Það lítur 'á út fyrir að traustið á Fairmanhjónunum sé óbifanlegt ..... þó ..... það er aldrei að vita .... S KOTT Það er því miður satt hjá þér Sk'otta, það ei í tízku að vera of sein — en það gildir ekki hjá mér! DÖMUR ATHUGIÐ tökum upp í dag dragtir og kvenkjóla í mörgum litum með og án erma, mjög glæsilegt úrval, selj- ast með afborgunum, einn þriðji strax, afganginn á tveim til þrem mánuðum. Pöntum einnig kjóla og dragtir eftir máli. efnissýnishom og litakort fyrirliggjandi í BERNINABÚÐINNI, Lækjargötu 2. Sími 12852. FÆREYJAR FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR Vikuferð 27. júlí — 3. ágúst. Verð 6.500,00. Flogið báðar leiðir. Innifalinn matur 4 máltíðir á dag. Svefnpokapláss í íbúð. Allar skoðunarferðir einnig. DAGSKRÁ: Eftir komuna til Vága verður farið um Þórshöfn. — 28.—29. júlí Ólafsvaka. 30. júlí. Fridagur. 31. júlí: Farið í ferð til Vestmanna. 1.—2. ágúst: Farið með skipi til Klakksvíkur og til baka, gist um nóttina í Sjómannaheimilinu. 3. ágúst: Flogið til Reykjavíkur. Þátttaka, sem er takmörkuð, tilkynnist fyrir 17. júli. L/VIM □ S a N þ FERÐASKRIFSTOFA ^LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465 Auglýsið í Þióðviljanum i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.