Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐ.4 — ÞJÓÐVILJINN — Mrðviteadagar 13. Jðfi 1366
<gníineníal
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvirrnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmívinnusfofan h.f.
Skipholti 35 — Sími 30688
og 31055
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VIDÚERDIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími24678.
LOKAÐ
Vegna sumarleyfa verða skrifs'tqfur okkar
lokaðar frá 16. júlí til 8. ágúst
KR. ÞORVALDSSON & Co.
Heildverzlun. — GrettisgöjEu 6.
heyrl
• Norðfirðingur
lýkur námi í
trompetleik
Ungur maður leit inn á rit-
stjómarskrifstofur Þjóðviljans
í gær, Lárus Sveinsson að
nafni, Austfirðingur að ætt.
Lárus lærði prentiðn fyrir
austan en hélt síðan til Vínar-
borgar til náms í trompetleik.
Hann hefur nú á fimm árum
lokið átfca ára námi við Tón-
listarháskóla Vínarborgar og
verður það að teljast glæsilegur
námsferill.
Lárus lærði prentiðn cneinn-
ig trompetleik hjá Haraldi
Guðmundssyni prentsmiðju-
stjóra á Neskaupstað, kveðst
hafa spilað dixieland þar eystra
nokkur ár, en til Reykjavíkur
kom hann til þess að taka
lokapróf í iðn sinni. Hér í R-
vík nam hann trompetleik um
skeið hjá Birni Guðjónssyni en
síðan hjá Páli Pampichler
Pálssyni, sem hvatti hann ein-
dregið til framhaldsnáms er-
Jendis. Um haustið 1961 lét
Lárus svo alla slagi standa, og
skellti sér til Vínarborgar án
þess að kunna stakt orð í
þýzku og var svo heppinn við
inntökupróf í Tónlistarháskól-
ann að vera strax tekinn í 3.
árgang.
Upprunalega kveðst Lárus
hafa ætlað sér að komast í
Sinfónuhljómsveit íslands, er
námi lyki, en ekki varð af því.
Er hann hafði lokið námi bár-
ust honum ýmis tilboð, það
síð^sta og bezta var frá Sin-
fóníuhljómsveit Vínarborgar, og
því ætlar hann að taka. Lárus
hafði áður vaklð athygli á
skólatónleikum og telur, að
mjög góðir dómar, sem hann
hlaut við það tækifæri, hafi
valdið miklu um þetta tilboð
Vínarsinfóníunnar.
e Tarna var
skrýtin þula
• Þó verður að viðurkenna, að
erfitt verður að vekja áhugann
á Leifi hér um slóðir. meðan
augu og eyru vísindamannanna
era við Nýfundnaland — því
annaðhvort vilja menn að Leif-
ur hafi numið land í Nýja Eng-
landi, eða þeim kemur hann
ekkert við- Og árciðanlega yrði
við ramman reip að drega, því
hér er margt manna af ítölsku
bergi brotið — sem sagt: enn
ein trúarbrögðin! Og þó Svíar
séu hér einnig fjölmennir, get-
um við ekki treyst á þá, mcð-
an engar heimildir eru fyrir
því að Leifur hafi verið
sænskrar ættar. Aftur á móti
era Norðmenn duglegir, og þeir
kunna að brjóta ísa- Leifur
kemur þeim sannarlega við,
finnst þeim, og meðan svo er
getur allt gerzt- En nótabene:
ekki þarf að óttast að við ger-
um neitt. Við bara mösum í
blööunum hcima, af gömlum
vana. Undarlegt land, ísland
ég hélt. að öll vitleysa væri til
-ysj utffiuo ga jaij ocj ‘mfjjaurv í
izt á sem hefur atvinnu af því
að snúa út úr orðum manna í
dagblöðunum.
(Matthías Johannessen í
Mogga)
• Þankarúnir
• Þú skalt ekki hneigja þig of
djúpt fyrir yfirboðurum þínum
— svt) getur farið að þeir sjái
ekki framan í þig.
Stanislaw Lech,
13.15 Við vinnuna-
15 00 Miðdegisútvarp. Sigurður
Bjömsson syngur- Heynis og
hollenzki útvarpskórinn
syngja Rósamundu eftir
Sehubert. Haitink stjórnar.
Gold og Fizdale leika átta
auðveld lög fyrir fjórar hend-
ur eftir Stravinsky. Zabaleta
leikur spænsk lög á hörpu.
16-30 Síðdegisutvarp. Tríó Pet-
ersons og Legrand og hljóm-
sveit hans leika. Sinatra
syngur með hljómsveit Bas-
ies, Shearing. A1 Hirt, Bilk,
Baretto, Piaf, Kostelanetz o-
fl- skemmta.
18 00 Lög á nikkuna. JD Basile
og Gumina leika.
20.00 Daglegt mál-
20 05 Efst á baugi.
20.35 Pianókonsert í f-moU
eftir Bach. Demus og
hljómsveit Ríkisóperunnar í
Vínarborg leika; Redel stj.
2045 Or draugasögum Halifax
lávaröar. Einar Guömunds-
son kennari les þrjár sögur
í eigin þýðingu-
21-0 Lög unga fólksins Gerður
Guðmundsdóttir kynnir.
22.15 Kvöldsagan: Dularfullur
maður, Dimitrios-
22.35 Guðni Guðmundsson
kynnir ýmis lög og smærri
tónverk.
23.25 Dagskrárlok.
Rafvirkjameistarar
Rafmagnsrör fyrirliggjandi.
Heildsöluverð.
Byggingavöruverzlunin yALFELL s'/f.
Sími 30720.
NauðungaruppboÍ
Nauðungaruppboð verður haldið í skrifstofu borg-
arfógeta, Skólavörðustíg 12, hér í borg, laugardag-
inn 16. júlí 1966, kl. 10 árdegis og verða þar seld
eftirtalin verðbréf:
1. Eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands h.f.:
Hlutabréf í rafgeymaverksmiðjunni Pólar h.f. nr.
1 og nr. 28—41 hvert að fjárhæð kr. 5000,00, skv.
fjárnámi 10/12 ’65, talin eign Jörgen Hansen o.fl.
2. Eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl.:
Skuldabréf útgefið af Fanneyju Ásgeirsdóttur 20/12
1963, að eftirstv. kr. 66.666,67 m.m. skv. fjárnámi
hjá Jóni Magnússyni 30/11 1965.
3. Eftir kröfu Ragnars Jónssonar hrl.:
5 hlutabréf í h.f. Borgarblikksmiðjunni, Reykja-
vík nr. 37—41, hvert að fjárhæð kr. 5.000,00, skv.
fjárnámi hjá Paul Hansen.
4. Eftir kröfu Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl.:
Víxill útg. af Þórhalli Björnssyni, Norðurgötu 13,
Siglufirði á hendur Guðna Einarssyni, Teigagerði
7, Reykjavík að fjárhæð kr. 250.000,00 skv. fjár-
námi hjá Guðna Einarssyni 18/4 1966.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið
í Reykjavík.
Orðsending
Vegna verkfalls Félags framreiðslumanna og sam-
úðarverkfalls Félags starfsfólks í veitingahúsum,
tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli,
að öll matar- og kaffisala mun leggjast niður í
Reykjavík hjá meðlimum Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda frá og með morgundeginum, hafi
samningar við Félag framreiðslumanna ekki verið
undirritaðir fyrir þann tíma.
Vegna samúðarverkfalls hljóðfæraleikara, mun af
sömu ástæðum allt dansleikjahald leggjast niður.
Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda.
Starf
kaupfélagsstjóra
við Kaupfélag Suður-Borgfirðinga er laust til um-
sóknar frá 15. ágúst n.k.
Umsóknum sé skilað til formanns félagsins Ellerts
Jónssonar, Teigi, eða til Gunnars Grímssonar í
Starfsmannahaldi SÍS fyrir 25. júlí n.k.
Athygli skal vakin á að áherzla er lögð á að við-
komandi hafi þjálfun í verzlun og stjórn búða.
Stjórn Kaupfélags
Suður-Borgfirðinga.