Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1966, Blaðsíða 4
f 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. júli 1966 IX CtgeCacdl: SúeJalistaflokk- Sameiningarfiokkur alþýdu nrinn. Ritetjórar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fiiðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jé’-annesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverö kr. 5.00. Mannaverk k lþýðublaðið birtir í gær fagnandi 'forustugrein um hinar „nýju leiðir“ viðreisnarinnar sem eigi að hafa fært þjóðinni meiri velmegun en nokkru sinni fyrr, bætt ástand í gjaldeyrismálum, viðskiptamálum, félagsmálum o.s.frv. Allt er þetta gum óháð veruleikanum; Alþýðublaðið gæ’ti með sama rétti þakkað viðreisnarstefnunni fyrir sól- skinið í höfuðborginni í gær. Stórauknar þjóðar- fekjur s'tafa í fyrsta lagi af því að íslendingar hafa lært og fært sér í nyt nýja kunnáttu og tækni við að finná síld og veiða hana og hvergi hlíft sér við þá vinnu, og þær aðs.tæður hafa ekki nokkra minnstu snertingu við hagfræðikenningar í s’tjómarráðinu. f annan stað he'fur mikið síldar- magn verið í ha’finu nálægt íslandi, en ekki er vitað að tölvísi 'Jóhannesar Nordals hafi nokkur minnstu áhrif á ferðir hins silfurhreistraða fisks. I þriðja lagi hefur verðlag ,á afurðum okkar hækkað meira erlendis en dæmi eru um ’fyrr og viðskíptakjör bafnað ár frá ári, en ja’fnvel Al- þýðublaðið mun naumast telja þróun verðlags á heimsmarkaðnum innan verkahrings Gylfa Þ. Gíslasonar. Þessar aðstæður, me’tafli ár e’ftir ár og síhækkandi afþrðaverð erlendis, hafa aukið þ’jóð- arfekjurnar um 8—9% á,árí til ja'fnaðar, eðd um 40—50% á hál’fum áratug; lánið hefur ekki leikið eins við nokkra íslenzka ríkisstjórn. ( TTlufur viðreisnarstefnunnar birtist hinsvegar 1 því hvemig þessi velsæld nýtist þjóðarbú- skapnum, og þar blasir við önnur mynd og næsta ófrýnileg. Efnahagskerfið er í algerum glundroða, ofsalegar verðhækkanir steypast ýfir landsmenn með stuttu millibili, neyzlufiskur hækkar um allt að því þrjá 'fjórðu, úfsvör um þriðjung, hitaveitu- gjöld um 30—184% svo að fáein nýjusfu dæmin séu nefnd. Fiskveiðamar sem fært hafa þjóðinni hinh mikla aflafeng eiga við sívaxandi erfiðleika að efja; togumm he'fur fækkað um þrjá 'fimmtu og allar horfur á að togaraútgerð leggist niður; sérstök hallærisnefnd fjallar um málefni þess hluta báfaflotans sem er undir 120 tonn; ekkert getur fært arð nema stóri vinninþurinn í síldar- happdrættinu. Fiskiðnaðurinn er að sligasf ja’fnf a’f óðaverðbólgu sem hráefnisskorti;/nýjar greinar fiskiðnaðar sem ’ miklar vonir voru við bundnar, eins og niðursuðuverksmiðjan í Hafnar’firði, hafa stöðvazt. Neyzluvöruiðnaðurinn er að lamas't, gró- in iðnfvrirt?»ki legsja udd launana eitt a'f öðru. í landbúnaði leggst viðreisnarste'fnan á bændur sem þungbær skattur af hverjum mjólkurlítra og hliðstæður kjötskattur er boðaður með hausfinu. Og þessari óskemm'tilegu þulu væri hægt að halda áfram lengi enn. Ungin stjórn á íslandi hefur hlotið ja’fn hagsfæð vinnuskilyrði og viðreisnarstjómin, og engin stjórn hefur farið jafn herfilega með möguleika sína. Allir erfiðleikar Tslendinga um þessar mund- ir eru mannaverk, afleiðing af fráleitu stjórnar- fari. — m. // Tjaldahappdrætti Hjálparsveitar skáta ÞEIR sem leið áttu um mið- bæinn á sunnudaginn sáu að tjaldbúðir höfðu risið á gras- balanum við Lækjargötu, all- mörg lítil tjöld gul tjöld og eitt stórt fjölskyldutjald. Það voru skátar sem þárna höfðu tjaldað vinningum í happ- drætti Hjálparsveitar skáta í Reykjavík- Vinningamir í happdrætti þcssu eru tíu, allt tjöld, þar af eitt stórt fjöl- skyldutjald („stofa og tvö herbergi‘‘) og minni háfjalla- tjöld og jökultjöld svonefnd. < A myndunum sjást nokkur J tjaldanna: Fjölskyldutjaldið ( stóra og háf jallatjöldin sem < dregið verður um 26- júlí. — ’ (Ljósm. Þjóðv. A. K-) FÉLA GSDÓMUR VERKFALLSMÁLI Hinn 1. júlí s.l. var kveðinn upp í Félagsdómi dómur í mál- inu nr. 2/1966, Valentínus Guð- mundsson gegn Alþýðnsambandi fslands f.h. Landssambands vörubifreiðastjóra vegna Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík. Niðurstöður dóms þessa eru að mörgu leyti mjög athyglisverðar, því þær gefa til kynna, í framhaldi af dómi Félagsdóms frá 10. marz s.l., í máli fsbjarnarins h.f. gegn Vörubílstjórafélaginu Mjölni í Árnessýslu, að tseknivæðing landsmanna veldur því meðal annars, áð lögum um vinnu- deilur og verkföll, sem samin voru eins og kunnugt er á ár- inu 1938, verður ekki beitt nú af hálfu vörubifreiðastjóra og samtaka þeirra í landinu, með sama sniði og tíðkaðist fyrir 35 árum. Málavextir voru þeir, í fáum dráttum, að stefnandi, Valentínus Guðmundsson, rek- ur fyrirtæki í einkaeign undir nafninu Steinefni. Starfsemi þessa fyrirtækis er meðal ann- ars fólgin í mannvirkjagerð, svo sem að grafa upp húsgrunna. flytja á brott jarðveginn og fylla grunn á ný með möl og sandi til undirstöðu undir hús og aðrar byggingar. Fyrirtækið á efnisnámu að Hrísbrú í Mos- fellssveit. og rekur rauðamalar- námu í Krísuvík Selur það uppfyllingar- og undirstöðuefríi úr námum þessum. Til reksturs síns notar fyrirtækið ýmis tæki, sem það á, svo sem jarð- ýtu, ýtuskóflu, loftpressu og krana. Til flutnings á efni not- ar fyrirtækið fjórar bifreiðir, þar af hafa tvær þeirra, hvor um sig, yfir 20 tonna burðar- magn. Eigandi fyrirtækisins, Valen- íínus Guðmundsson, telur að 15—20% af akstri fyrirtækis- ins fari fram með leigubifreið- um. Fyrirtækið er ekki í Vinnu- veitendasambandi fslands. Vörubifreiðastjóraféí. Þróttur gerði og kröfu til Valentínus- ar Guðmundssonaf, að hann og fyrirtæki hans, undirritaði kjarasamning Þróttar og Vinnu- veitendasambands íslahds. Þessu neitaði Valentínus á þeim forsendum. að í 3. mgr. 3. gr. þess samnings segir að verk- tökum í byggingariðnaði sé heimil notkun eigin bifreiða til flutnings á öllum vörum, sem séu hluti af verki því, sem tek- ið sé í ákvæðisvinnu, nema 40% rekstursins eða meira sé akstur. Taldi hann þetta jafn- gilda því að hann yrði að af- sala sér eða takmarka að veru- legu leyti notkun eigin tækja, en notkun þeirra sé einn höf- uðþátturinn í starfi hans. Beit- ing verkfallsréttar af hálfu Þróttar, til þess að knýja hann til slíkra samninga fáist ekki samrýmzt grundvallarreglum íslenzkra Iaga. Þegar því Þróttur boðaði verkfall á hendur Valentínusi Guðmundssyni, hinn 19. apríl s.l., mótmælti hann verkfallinu og taldi það ólögmætt af fram- angreindum ástæðum, fól hann Páli S. Pálssyni, hrl. að höfða mál fyrir Félagsdómi, til við- urkenningar á þessari kröfu. Ragnar Jónsson, hrl. flutti mál- ið í Félagsdómi af hálfu varn- araðila, Þróttar. Meirihluti Félagsdóms, fjór- ir dómenda, komust áð eftir- farandi niðurstöðu: „Samkvæmt því sem fram er komið í málinu og áður greinir, er rekstur stefnanda þess eðlis, að tilvísað ákvæði nefnds kjarasamnings getur leitt til þess, að stefnanda yrði í ýmsum tilvikum samnings- lega skylt, að takmarka að verulegu leyti notkun eigin bifreiða í venjulegum rekstri fyrirtækis síns. Með hliðsjón af grundvallar- reglum laga, sbr. dóm Félags- dóms 10. marz þ,á., verður að skýra ákvæði laga nr. 80/1938 á þá lund, að Vörubílstjórafé- laginu Þrótti sé eigi heimilt að beita reglum nefndra laga um verkföll til þess að knýja stefnanda til að semja sig und- ir slíka takmörkun á notkun eigin vörubifreiða í venjulegri starfrækslu sinni. Getur það eigi haggað þessari niðurstöðu, þótt Vinnuveitendasamband fs- lands hafi með framangreindu samningsákvæði 3. mgr. 3. gr. samið á sig kvaðir í þessu efni. enda verður samningur um slíka kvöð eigi ólögmætur eða ógildur að lögum, þótt Þrótti sé eigi talið heimilt að vinna að framgangi slíkrar kvaða- kröfu með verkfalli. Framhald á 6. síðu. Klábharnir • • Oruggur akstur"ná þrettán Á fimmudags- og föstudags- kvöld í sl- viku voru að tilhlut- an Samvinnutrygginga haldnir V stofnfundir 2ja nýrra klúbba, sem bera heitið „öruggur akst- ■ ur-“ Fýrri fundurinn var á Húsavík, í samkomuhúsinu HÍöðufe-lli, fyrir kaupstaðinn og \ Suður-Þingeyjarsýslu- Fundar- stjóri var Þormóður Jónsson tryggingafulltrúi, en fundarrit- ari Kári Arnórsson skóla- stjóri. 1 stjóm hins nýja klúbbs yoru kosnir þessir menn: Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri. Húsavík formaður, Jón Þór Buch bóndi, Einars- stöðum, Reykjaneshreppi, ’rit- ari, og Ólafur Bjamason vél- stjóri. Húsavík, meðstjómandi. | varstjórn: t Jón Jóhannesson skrifstofu- maður, Jóhann Sigvaldason bátasmiður, og Svan Jörgensen bifreiðaviðgerðarmaður — all- ir á Húsavík- Síðari stofnfundurinn var haldinn að Hótel KEA,. Akur- eyri, fyrir kaupstaðinn og Ey- firðinga- Fundarstjóri var Egill Jóhannsson fyrrverandi skip- stjóri, en fundarritari Frímann Guðmundsson deildarstjóri. 1 stjóm klúbbsins voru kosnir þessir Akureyringar: Finnbogi Jónasson aðalbók- ari, formaður. Kristófer Víl- hjálmsson fulltrúi, ritari, og Ámi Magnússon lögregluþjónn, meðstjórnandi. 1 varast jóm: Magnús Jónsson bifvélavirki, Haukur Valtýsson húsasmiður, og Gunnar Lórenzson verk- stjóri. Gestur á þessum fundi var Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn á Akureyri. A báðum þessum stofnfund- um mætti að venju Baldvin Þ. Kristjánsson. félagsmálafulltrúi Samvinnutrygginga. Flutti hann framsöguerindi um umferðar- mál almennt og hugmyndina með stofnun Klúbbanna ÖR- UGGUR AKSTUR- Hafði hann og meðferðis sænska umferð- arkvikmynd, Vit og vilji, sem sýnd vur á báðum fundunum- Þá afhenu þeir Þormóður Jóns- son á Húsavfk og Sigmundur Bjömsson ' tryggingaumboðs- maður á Akureyri allmörgum héraðsmönnum nýja viðurkenn- ingu Sanjvinnutrygginga fyrir öruggan akstur í 5 ogx10 ár. Á báðum . fundunum fór fram sameiginleg kaffidrykkja íboði Samvinnutrygginga, og var þar „spurt og spjallað“ um margt varðandi umferðarmál. Þetta vbru 12. og 13- klúbb- urinn ÖRUGGUR AKSTUR, sem stofnaðir hafa verið síðan í nóvember sl. haust. Gert er ráð fyrir. að þessir umferðar- öiyggisklúbbar verði a. m- k. 25 vfðsvegar um landið- (Frá Samvinnutryggingum). Sótti ekki um lóðina! Einn liður fundargerð. borgarráðs frá 5- júlí sl. v. svohljóðandi: „Lögð fram ti laga lóðanefndar, dags- 5- m.. _ um að Helga • Hálfdána syni lyfsala verði gefinn kos ur á lóð fyrir lyfjabúð á hor Gnoðarvogs og Dalbrautar me tilteknum kjörum og skilm/ um. Borgarráð samþykkir ti töím lóðanefndar“. I tilefnl af þessari sambyk] og smáklausu um málið ( Si' asta laugardagsblaðí Piððvil ans hefur blaðið verið b°ðið i geta þess að Helgi hofur aldri sótt um lóð undir lvfjabúð fyrmefndum stað í Reykjaví:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.