Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. júM 1366 — EOÖÐVELJINN — SlÐA 3 Stríðið í Vietnam: Tvær bandarískar sprengju- flugvélar skotnar niður Miljónir manna hlýddu á forseta Kína á útifundi í gáer SAIGON 22/7 — Herstjórn Bandaríkjamanna í Saigon skýrdi frá því í dag, að tvær bandarísk- ar flugvélar hefðu verið skotnar niður yfir Norður-Víetnam í dag- . Bandarískir flugmenn sem gerðu loftárásir í stórum stíl í \ : dag segja að tvasr loftvamar- eldflaugár, sem skotið yar að sprengjuflugvélum Bandaríkja- manna skammt frá Hanoi hafi fallið til jarðar aftur og sprungið þar. I Peking komu miljón manns • %v ’-kW.-.v.y.w^-.y-v J V \v • • w ■.^\\\\\\V;.\*.vy V| Verkamenn við verksmiðju í Hanoi búast til varnar gegn sprengju- þotum Bandaríkjamanna. Logandi óeirðir saman á einhvern stasrsta úti- fund sem haldinn hefur verið síð- an Bandaríkjamenn hófu árásina á Norður-Vietnam. Líú Sjao-sjí, forseti landsins, flutti aðalræðuna á fundinum og hét fullum stuðningi Kínverja við Víetnam i sjálfstasðisbaráttu þeirra. Einn ræðumanna á fundinum veittist harðlega að Sovétríkjun- um og kvað leiðtoga þeirra standa í stöðugu baktjaldamakki við heimsvaldasinna-. Flótti bæði frá austri og vestri? RÖM 22/7 — Flóttamannaráðu- neyti V-Þjóðverja í Bonn skýrði því því í dag, að síðan 1950 hefði hálf miljón V-Þjóðverja flúið yf- ir til A-Þýzkalands. Ráðuneytið bætti við. að á- sama tíma hefðu 3,7 miljónir A- Þjóðverja flúið til V-Þýzkalands. Ekki er Ijóst af fréttinni hvort ráðuneytið telur með þá Austur- ^ríðverja, sem flýja aftur til til A-Þýzkalands, er þeir ha'. dvalizt fyrír vestan, en samkvæmt austur-þýzkum heim- ildum er flóttamannastraumurinn báða vega x hlutfallinu tveir á móti þrem, það er, að fyrir hverja þrjá sem flýja vestur yfir flýja tveir austur fyrir. i Blökkudrengur myrtur í New York þriðja morðið framið í Cleveland CLEVELAND 22/7 — í dag urðu enn magnaðar óeirðir í banda- rísku borginni Cleveland, og hafa þær staðið svo að segja ó- slitið frá því þær brutust út á mánudaginn var, þrátt fyrir það að deildir úr fylkishernum hafi verið kallaðar til borgarinnar og haldi þar vörð. í dag var blökkumaður skot- inn til bána úr bifreið sem ók hjá hverfi blökkumanna í borg- inni og virðist ekki hafa tekizt að ná morðingjanum. Er þetta þriðja- morðið sem framið er í Cleveland síðan ó- eirðirnar blossuðu upp. í Brooklyn-hverfi í New York var blökkudrengur myrtur í dag, en hann stóð á götuhorni, þar Sjénvarp Framhald af 10. síðu. nægja að senda fyrirmæli um lokun. Þjóðviljinn vakti athygli á þessu máli, eins ög kunnugt er, og hafa önnur blöð tekið mjög dauflega undir Þannig birtist til að mynda viðtal í Morgun- blaðinu í gær við Bjöm Braga-' son lögfræðing og formann Fé- lags áhugamanna um sjónvarp í Eyjum. Þar var sem minnst gert úr þeim útbúnaði, sem hans menn hafa komið upp á staðn- um, og ber mjög brigður á þau ummæli útvarpsstjóra, Vilhjálms Þ. Gíslasonar, að hér sé um ólög- lega starfsemi að ræða. Sjónvarpssalar hafa haft sig mjög í frammi í Vestmanna- eyjum undanfarna daga og sjálf- sagt grætt stórfé. Ekki hefur frétzt neitt að ráði um við- brögð sjónvarpsfólks á staðn- um, en líklegt má telja að það bíti í skjaldarrendur. sem hörkuslagsmál áttu sér stað. Börðust þar blökkumenn, hvítir menn og innflytjendur frá Pu- erto Rico. LONDON 22/7 — Fulltrúar brezku ríkisstjórnarinnar hófu í dag viðræður við Alþýðusam- band Breta uin síðustu efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Ætlar ríkisstjómin að freista þess að íá Alþýðusambandið til að fallast á alger» kaupbindingu í sex mánuði og aðrar ráðstaf- anir, sem munu lítt vinsælar meðal verkalýðs. Forseti brezka Alþýðúsam- bandsins, Woodcock sagði að Al- þýðusambandið mundi ekki fall- ast á þessar ráðstafanir nema ríkisstjórnin gæti fært frám rök fyrir því að þær værxj hreinar neyðarráðstafanir. Meðal annarra sem þátt taka í viðræðunum er George Brown efnahagsmálaráðherra, sem hafði hótað því að segja af sér vegna . — Maður datt af hestbaki Það slys valdi til í gær við Grafarholt, að maður að nafni Guðjón Teitsson datt af baki. Guðjón varð undir hestinum með þeim afleiðingum að Guðjón fót- SALISBURY 22/7 — í dag var skýrt frá því í Salisbury. höfuð- borg Ródesíu, að 80 skemmdar- verk hefðu verið framin í land- inu síðan ríkisstjórn hvíta minni- hlutans undir stjórn Ian Smith lýsti ólöglega yfir sjálfstæði landsins í nóvember í fyrra- ráðstafananna, en féllst þó síð- ar á að sitja áfram í ríkis- stjórninni. Jarðhiti Framhald af 1. síðu. Sigurður kvaðst að svo- komnu máli engu viljá um það spá, hvort þarna færi að gjósa á næstunni en ekkert væri hægt að fortaka í því efni hér á þessu landi. Benti hann á að áður en síðasta Öskjugos brauzt út hefði jarðhiti aukizt á þvi svæði og komið upp hverir. Hins vegar gæti alveg eins verið að þetta væru aðeins breyt- ingar á gamla jarðhitasvæð- inu á Þeistareykjum. Þá sagði Sigurður að lok- um að dr. Guðmundur Sig- valdason jarðfræðingur væri nú staddur við rannsóknir í Öskju ög myndi hann fara og rannsaka þetta nýja jarð- hitasvæði á Þeistareykjum. Hann væri einmitt sérfræð- ingur í jarðhitarannsóknum og hefði fylgzt með Öskju- gosinu frá því fyrst varð vart við jarðhitabreytingarnar áð- ur en sjálft gosið hófst. brotnaði. 'retastjórn ræðir vii Alþýðusambandið „Fullkomin villimennska " „Þau áform stjómarinnar í Norður- Víetnam að leiða bandaríska striðs- fanga fyrir herrétt og dæma þá sem stríðsglæpamenn hefur vakið ógn um heim allan, enda væri þar um full- komna villimennsku að ræða'1. —■ (Morgunblaðið í fyrradag). MYNDINA sem þessu fylgir þirtum við hér í Þjóðviljanum 16- janúar s-1-, en við birtum hana nú aftur af gefnu tilefni. Undanfarið hafa af því borizt fréttir að áfórmað sé að leiða þá bandarísku flugmenn sem i haldi eru í Norður-Víetnam fyrir herrétt og saka þá um stríðsglæpi- Sendimenn stjórnar Norð- ur-Víetnams erlendis hafa lýst þeirri skbð- un hennar að flugmenn þessir njóti engra þeirra réttinda sem stríðsföngum eru tryggð i Genfarsáttmálanum frá . 1929, þar sem Bandaríkin hafi ekki lýst stríði á hendur N-Víetnam — Og verður sú túlkun á sáttmál- anum ekki vefengd. Bandarísku flugmenn- imir eiga ekki heima í neinum þeirra fjög- urra flokka manna sem sáttmálinn gerir ráð fyrir að njóti réttinda stríðsfanga. I Núrn- bergréttarþöldunum yfir leiðtogum Hitlers- Þýzkalands eftir síðasta stríð voru þeir og herforingjar þeirra dæmdir til dauða fyrir það m. a- að hafa ráðizt fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar á þjóðir sem ekkert höfðu til saka unnið- Yfirboð- arar hinna bandarísku flugmanna og æðsti foringi þeirra Johnson forseti eru samkvæmt skilgreiningu Núrnbergdómstólsins stríðs- glæpamenn og flugmennirnir sjálfir rétt- lausir afbrotamenn. En stjóm Norður-Víet- nams getur ekki aðeins stuðzt við skýlaus- an bókstaf alþjóðalaga, heldur einnig vísað til þeirrar óumdeildu staðreyndar að Banda- ríkjamenn hafa í Víetnam virt að engu öll ákvæði Genfarsáttmálans frá 1929 um með- ferð á stríðsföngum, eins og ótal fráeagnir bandarískra fréttamanna frá Víetnam eru til vitnis um- Myndin sem hér birtist nú öðm sinni í Þjóðviljanum er tekin af banda- ríska blaðamanninum James Pickerell og fylgdi grein, þar sem hann lýsir hroðaleg- um pyndingum fanga í Suður-Víetnam sem grunaðir vom um að vera skæruliðar. í greininni komst hann m-a. svo að orði: ..Bandarískir fulltrúar segja þegar rætt er um handtekna sl^æruliða að „þar sem ekki hafi verið lýst yfir stríði í Suður-Víetnam, njóti hinir handteknu víetkongar (þeir em ekki nefndir fangar) ekki þeirra réttinda sem kveðið er á um í Genfarsáttmálanum-" Og þannig lýsti hinn bandaríski blaðamaður m-a. meðférð Bandarikjamanna bg hinna víetnömsku leppa þeirra á föngum: „Einn hermannanna tók um handlegg fangans og iyfti honum upp svo að bringa hans nam við brún krukkunnar sem var full af vatni- Annar hermaður lyfti honum upp á fótun- um, jafnframt því sem hinn fyrri brá fæti á hnakka hans til að færa hann í kaf. Maðurinn barðist um á hæl og hnakka, en fékk ekki að gert. Eftir því sem sekúnd- umar liðu og skorturinn á súrefni fór að segja til sín urðu kippimir linari sem fóm um líkama Víetnamans og loks hættu þeir alveg. Mér fannst allt í einu sem maður þessi myndi deyja fyrir augunum á mér; svo lárisamur var hann ékki“. Maður veit ekki hvort er viðurstyggilegra sú „fullkomna villimennska" sem hér er lýst eða hræsni Bandaríkjastjómar sein dirfist að bera fyrir sig alþjóðareglur síð- aðra þjóða sem hún hefur sjálf þverbrotið i öUum greinum- ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.