Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. júlí 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÖA g m m kvtkmyndír Kvöl og leiðsla" eftir Carol Reed Fjögur ár úr ævi Michelangelos Fyrir nokkru er komin á markað kvikmynd um Michel- angélo, byggð á skáldsögu Ir- vings Stone — mætti kalla hána á íslenzku „Kvöl og leiSsla“. Brezka tímaritið „Films and íilming" fer fremur hlýlegum orðum um þetta verk, miklu hlýlegri en þar heyrast vanalega um banda- rískar risamyndir um siigulegt efni. Þar segir það sé mjög skyn- samlegt, að í myndinni er ekki reynt að spanna alla ævi þessa listamanns — þar segir aðeins frá þeim fjórum árum sem Michelangelo varði til að mála veggmyndirnar í hvelfingu Sixtinsku kapellunnar. Þetta gefur tækifæri til að einbcita sér að einhverju átakamesta tímabili í ævisögu meistarans, og um leið að sýna fróðleg og Charlton Ileston fer með lilutverk Michelangelos — og er sagt að hann hafi aldrei staðið sig jafn vel. Resiwis mótmælir útskúfun pólitískru kvikmyndu Franski kvikmyndamaðurinn Alain Resnais hefur hvatt for- stöðumenn kvikmyndahátíða um allan heim að hætta að vísa frá þeim kvikmyndum, sem fjalla um vandamál ann- arra landa en þeirra, sem myndirnar verða til í. Resnais talaði á blaða- mannafundi í Tékkóslóvakíu og vísaði til sinnar eigin kvik- myndar „Styrjöldinni er lok- ið“, sem dómnefndin í Cannes í Frakklandi vísaði frá eftir mótmæli spænsku stjórnarinn- ar. Kvikmyndin fjallar um á- standið á Spáni eftir borgara- styrjöldina. „Styrjöldinni er lokið“ var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu og þótti þar sæta miklum tíð- indum. forvitnileg samskipti hans við Júlíus páfa annan. Páfinn var helzt til önnum kafinn við styrjaldarrekstur og gat ekki borgað Michelangelo og þess- ar „efnahagslegu aðstæður“ fléttast í myndinni jafnan sam- an við listrænar áhyggjur. í stuttu máli: vel sögð saga af beiskju einlægs listamanns, sem er nógu „veraldlegur“ til að þurfa fé að lifa fyrir. Ýmislegt er að myndinni fundið — til að mynda það, að þegar Michelangelo er sýndur að innblásnu starfi, príl- andi uppi á vinnupöllum í kap- ellunni, ætlar ómerkileg og firnahávær tónlist hreint að æra áhorfendur. Þá er gripið til ómerkilegra bragða eins og að láta Michelangelo sjá sýnir: Jehóva hans og Adam birtast honum til innblásturs í skýj- um. Engu að síður finnur gagn- rýnirinn bæði Carol Reed kvikmyndastjóra, Leon Sham- roy tökumanni og aðalleikar- anum, Charlton Heston, sém fer með hlutverk Michelangel- os, allmargt til ágætis. Eink- um takist samvinna þessara manna vel í þýðingarmiklu at- riði, þegar páfi kemur ásamt með tveim kardínálum inn í kapelluna og þeir dæma mynd- ir Michelanglos af nöktum köppum guðfræðinnar til kláms. Michelangelo svarar þeim fullum hálsi í vel skrif- uðum tilsvörum ofan úr hæð- um síns starfs meðan íulltrúar trúarbragðanna líta upp til hans af bráðabirgðatröppum úr tré — þessar andstæður eru sagðar mjög áhrifaríkar. Dularfullir e/dsvoðar Tveir dularfullir kvikmynda- brunar áttu sér stað í Þýzka- landi nýlega. Dularfullir vegna þess að þeir gerðust svo til á sama tíma. í Frankfurt eyði- lögðust þúsundir askja og enn meira eyðilagðist af filmum í Remagen-kvikmyndaverinu við Rín. Það er athyglisvert að í bæði skiptin var fyrst og fremst um að ræða frétta- myndir, sem sýndu aðild Þýzkalands að heimsstyrjöld- inni síðari — og í mörgum til- vikum var um írumeintakið að ræða. Truffaut (í miðju) hefur valið í aðalhlutverkin í „Fahrenheit 451“ þau Julie Christie og Oscar Werner (til hægri). Francois Truffaut kominn til Englands: Ástin er til alls fyrst Franski leikstjórinn Francois Truffaut vinnur nú að fyrstu kvikmyndinni sem hann gerir í Englandi og heitir sú „Fahr- enheit 451“ og leika þau Julie Christic og Oscar Werner að- allilutverkin. í viðtali við „The Guardian“ lætur hann m. a. í ljós svofelldar skoðanir á kvikmyndagerð: — Ég geng með hugmyndir að a.m.k. 30 kvikmyndum um ástina, segir Truffaut (hann gerði m.a. „Jules og Jim“). Mér finnst þær myndir bezt- ar, sem fjalla um ástina. Til dæmis þótti mér „Brúin yfir ána Kwai“ daufleg mynd. Auðvitað eiga slíkar myndir fullkomlega rétt á sér, en ef tíu leikstjórar hefðu fengið handritið í hendur, hefðum við fengið tiu tilbrigði við „Brúna yfir ána Kwai“, sem öll hefðu verið svo til eins. Ef að sömu tíu leikstjórar fengju í hendur handrit um ást, yrði árangur- inn tíu gerólíkar myndir, því leikstjórinn myndi í hverju tilviki koma miklu af sjálfum sér fyrir í myndinni, því ástin er að líkindum hinn eini sam- nefnari mannanna. Vandræðabarn Truffaut er talinn í fremstu röð kvikmyndamanna og hefur unnið 24 alþjóðleg verðlaun fyrir sex kvikmyndir. Hann á velgengni sína m.a. að þakka frönskum blaðamani, André Bazin, sem ættleiddi hann og kom þannig á brott frá upp- eldisheimili fyrir afbrota- unglinga, en þar hafði hann ient vegna íjölda þjófnaða á flóamarkaðinum í París. Franskir framleiðendur höfnuðu „Fahrenheit 451“ á þeim forsendum að myndin væri of dýr og of frumleg. Eins höfðu þeir talið „Jules og Jim“ fáránlega mynd. þeir „almennrar vélferðar" undir stjórn alltsjáandi sjón- varpsupptökuvéla, sem néfn- ast „Fjölskyldan". Helzta verkefni brunavarðana er að brena óvini hins vel skipu- lagða þjóðfélags — hugsanir menntamanna, eins og þær eru settar fram í bókum. „Fahrenheit 451“ er einmitt sá Framhald á 7. síðu. Lygar um styrjöld XZ) Áhrif „Fahrenheit 451“ byggir á samnefndri skáldsögu Ray Bradburys. Þar er sagt frá samfélagi, sem gætt er af flokki brunaliðsmanna, gæta Kvikmyndin „Ameríkumaður í Vietnam" frá Allied Artists hefur fengið svo harða dóma í Svíþjóð að einsdæmi þykja. Næstum því öll helztu blöð landsins réðust heiftarlega á þá pólitísku fordóma, sem koma fram í myndinni. Eitt þeirra segir: „Meðan menn liggja deyjandi á vígvellinum eru þessar lygar um þá settar fram eins og æsileg og tíma- bær skemmtun“. | Þeir hefðu getað gert miklu betur: \„Hetjurnar frá Þelamörk" \ Atökin um þungavatnið \ I Komin er á markaðinn brezk-amerísk mynd, „Hetj- urnar frá Þelamörk“, sem segir frá frægu atviki: hvern- ig norskir skæruliðar eyði- lögðu einu verksmiðjuna sem Þjóðverjar liöfðu yfir að ráða er framleiddi þungavatn — óhjákvæmilegt til að smíða kjarnorkusprcngju. Fær þessi mynd, sem sjálfsagt hefur verið beðið cftir mcð mikilli óþreyju í Noregi, heldur dauflega dóma, þótt ekki sé því neitað, að leikstjórinn Anthony Manti, kunni að sýna ýms atvik á raunsæjan hátt og að koma myndatöku- vélum á réttum stað þegar nokkuð liggur við. í upphafi myndar er dcilt um þa'ð, hvort sé æskilegra að gera loftárás á verksmiðj- una eða senda til Noregs skemmdarverkaflokk, en með því móti má komast hjá þvi að eyðileggja bæinn, sem liggur beint fyrir neðan verksmiðjuna. í snatri er víkingasveit send til aðstoð- ar andspyrnumönnum, en hún ferst í lendingu og fyrir- liði Norðmannanna (Richard Harris) ákveður að halda á- fram án aðstoðar. Veiklund- aður vísindamaður (Kirk Douglas), sem hefur slegizt í hópinn, neitar fyrst að taka þátt í slíku „sjálfsmoröi" en skiptir síðan skyndilega um skoðun án þess að það sé út- skýrt á skynsamlegan hátt. Skæruliðum tekst síðan að komast inn i verksmiðjuna án verulegrar fyrirhafnar — er myndinni m.a. fundið það til foráttu hve auðveldlega tckst til um þessi skemmdar- vork. Síðan kemur á daginn að Þjóðverjar geta gert við skemmdirnar, og gefin er út tilskipun um loítárás. Sú að- ferð hafði fyrr verið talin örug'g og það virðist ein- kennilegt, að skæruliðar þurfa ekki annað að gera en bíða og fylgjast með. En loftárásin mistekst. Hefði það á einhvcrn hátt verið gefið til kynna áður, að nazistar gætu bætt hvern skaða, sem yrði á verksmiðjunni, eða að loftárás gæti vel mistekizt, hefði það bætt myndina að mun og hvergi dregið úr spcnnunni. Ýmislegt er með þeim ó- likindum, að til leiðinda er, við þriðju tilraunina: að sprengja í loft upp ferjuna sem á að flytja þungavatnið til Þýzkalands: ferjunnar er ótrúlega illa gætt og það er erfitt að trúa því að, farþeg- um sé leyft að vera með þeg- ar svo mikíð liggur við. Persónur eru og sagðar Rolf (Kirk Douglas) og Knut (Richard Harris) koma fyrir tímasprengjum aS flytja þungavatnið til Þýzkalands — „Ótrúlegt atvik ... ierion'ii som á dregnar upp á fremur frum- gæti verið verðugur andstæð- fram liom á stríðsárunum stæðan hátt — þannig eru ingur. Þykir myndin, í fám sjálfum: aðstandendur mynd- nazistar myndarinnar allir orðum sagt, minna um of á arinnar, leikarar þeirra og allir sóttir í klisjusafnið og þá fjöldaframleiðslu af fjárráð hefðu getað gert vart að finna þar mann sem „spennandi“ myndum, sem miklu betur. ! 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.