Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 10
Afli 30 síldveiði- skipa 3066 lestir Hagstætt veður var á sildar- miðunum við Jan Mayen fyrra sólarhring, en í gærmorgun var kominn kaldi á miðunum. Alls tilkynntu 30 skip um afla, sam- tals 3.066 lestir. Raufarhöfn lestir Þorbjöm II. GK 170 Gunnar SU 50 Búðaklettur GK 50 Guðbjörg IS 35 Garðar GK 200 Árni Geir KE 129 Þorleifur OF 48 Sigurður Jónsson SU 70 Guðbjartur Kristján IS 80 Sæúlfur BA 140 Baldur EA 88 Arnar RE 85 Óskar Halldórsson RE 200 Amames GK 73 Sigurfari AK 100 Fagrikletur GK , 140 Hoffell SU 100 Guðrún GK 174 Svanur IS 64 Pétur Sigurðsson RE 90 Helgi Flóventsson ÞH 60 Björgúlfur EA 90 Helga Guðmundsdóttir BA 130 Jón Garðar GK 100 Guðmundur Péturs IS 110 Sigurður Bjarnason EA 230 Sæhrímnir KE 60 Dalatangi lestir Viðey RE 40 Bjartur NK 110 Árni Magnússon GK 50 Blómadrottningin er kosin í kvöld □ í kvöld verður hið árlega blómaball í Hveragerði og verður þar krýnd blómadrottning ársins. Blómaballið verð- ur að Hótel Hveragerði og fer ágóðinn til að standa straum af leikskóla og föndurskóla Kvenfélags Hveragerðis. Hef- ur þessi skemmtun jafnan farið hið bezta fram og vakið ánægju gesta. íslendingar eiga að dæma einn leik í Evrópukeppni Knattspyrnusamband Evrópu hefur falið íslenzkum dómara og íslenzkum línuverði að dæma ;inn leik í Evrópukeppni bikar- meistara í knattspymu- Þetta er leikur Swansee-town í Waleár og búlgörsku bikarmeistaranna. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram en samkvæmt kepp nisreglum verð- ur það að hafa verið fyrir 15. nktóber næst komandi- -■ Myndarleg íþróttakona, Matthildur Guðmundsdóttir, tilbúin að vígja nýju laugina. (Ljósm. A. K.) Spáð mjög tvísýnni lands- keppni í nýju sundlauginni □ í gærdag var vatni hleypt í nýju sundlaug- ina í Laugardalnum og í gærkvöld stungu íslenzk- ir og danskir sundmenn sér í fyrsta sinn í laug- ina; það var lokaæfing fyrir landskeppnina sem hefst kl. 3 síðdegis í dag, laugardag. Sundfólkið lét ágætlega af sundlauginni, enda vart við öðru að búast: Þetta vefður mikið og fallegt mannvirki fullbúið. Mörgu er þar enn ólokið, svo Fugh- og náttúruskoðunar- ferð um verzlunarmannahelgi Lagt verður af stað frá R$ykjavík kl. 9 laugardagsmorg- uninn 30. júlí með bíl og haldið til Stykkishólms. Frá Stykkis- hólmi verður farið samdægurs með flóabátnum Baldri og siglt um Breiðafjarðareyjar og skoð- að fuglalíf þar. Þaðan verður siglt fyrir Látrabjarg'eins nærri bjarginu og hægt er og bjargið skoðað frá sjó. Verður siglt til Patreksfjarðar um kvöldið og g'ist þar um nóttina. Á sunnudag verður ekið frá Pátreksfirði út á Látrabjarg og dvalizt þar við fugla- og nátt- úruskoðun um daginn en gist aftur á Patreksfirði um nóttina. Á mánudag, fridag verzlunar- rhanna, verður ekið frá Patreks- tirði til Rauðasands og staldrað þar við við náttúru- og fugla- skoðun. Þaðan verður ekið síð- degis að flugvellinum við Sauð- lauksdal og flogið þaðan til Reykjavíkur um kvöldið. Þátttaka þarf að tilkynnast fyrir miðvikudaginn 27. júlí í síma 40241 og þar verða gefn- ar allar nánari upplýsingar um ferðina. Þátttakendum verður séð fyrir svenpokaplássi til gist- ingar en þeir verða sjálfir að sjá sér fyrir fæði.'; Þetta er önnur fugla- og nátt- úruskoðunarferðin sem Fugla- verndarfélagið efnir til. Hin fyrri var farin í vor og var það eins dags férð um Suðurnes. Er í ráði að fara aðra slíka ferð á þær slóðir síðar í sumar eða haust. að keppnin í dag og á morgun telst ekki vígslumót sundlaug- arinnar, það bíður seinni tíma. Óviss úrslit Það er buizt við að keppnin verði mjög jöfn og skemmtileg. Fyrir tveim árum háðu Danir og íslendingar landskeppni í sundi með svipuðu sniði. Keppn- in fór frami erlendis og sigruðu Danir naumlega, hlutu 39 stig gegn 33. Nú verður keppt í fleiri greinum, eða 10 talsins. Keppendur eru tveir í hverri grein í landskeppninni, einn frá hvoru landanna, og gefin 7 stig fyrir sigurvegara, 5 stig fyrir 2. mann. Keppendur verða þö fleiri en tveir í flestum greinanna, tveir til sex auk landsliðs- mannanna tveggja. Þegar Þjóðviljinn spurði Erling Pálsson, forseta Sund- sambands fslands, hvernig hann spáði um úrslit lands- keppninnar svaraði hann: — Ég vil engu spá í þeim efnum, en hitt get ég fullyrt að keppnin verður skemmti- leg, nokkuð hörð og ugglaust tvísýn. f dag verður keppt í þessum greinum í landskeppninni: 200 Lokað fyrir ölöglega end- urvarpsstöð í Eyjum í gær ■ Þjóðviljinn vakti máls á því fyrir nokkrum dögum að á Klifi í Véstmannaeyjum, í húsakynnum Landssím- ans, var komið upp endurvarpsstöð fyrir_ dátasjónvarpið með einkennilegum og hæpnum aðferðum. Naut þetta til- tæki verndar Ingólfs Jónssonar ráðherra og Guðlaugs Gíslasonar íhaldsþingmanns og sjónvarpsaðdáanda. — Þau hafa nú„orðið úrslit, þessa máls að síðdegis í gser var þessari ólöglegu' endurvarpsstöð lokað að fyrirmælum útvarps- stjóra. Blaðið hafði í gær samband við Magnús H. Magnússon, stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum, og sagði hann að stöðinni hefði verið lokað síð- degis í gær. Sézt þá ekki til dátasjónvarpsins i Eyjum nema á einstaka stað, sem fyrr. Stóð tit í gær, að sérstakur sendimaður færi til Eyja að kanna starfsemi endurvarps- stöðvarinnar, en hann komst ekki af stað, þvi ekki var hægt að lenda á ,Eyjaflugvelli fram eftir degi vegna hvassviðris. En meðán beðið var eftir blíðu veð- urguða, barst skýrsla frá Eyj- um um málið. Munu þar hafa verið staðfestar þær upplýs- ingar sem Þjóðviljinn hefur gef- ið um málið, og því þótti óþarft að gera út sérstakan sendimann til rannsóknar og hefur það þótt Framhald á 3. síðu. m flugsundi, þar sem þeir etja kappi John Bertelsen Danmörku og Guðmundur Gíslason; 200 m bringusundi kvenna (Britta Pet- ersen og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir); 200 m bringusundi karla (Finn Rönnow og Fylkir Ágústs- son, auk tveggja annarra) og 10(1 m baksundi kvenna (Lone Mor- tensen og Matthildur Guðmunds- dóttir, auk 5 annarra). Aukagreinar í dag verða svo 200 m skriðsund karla, 200 m fjórsund karia, 200 m fjórsund kvenna, 100 m bringus: stúlkna. Keppa Danir einnig í þessum aukagreinum. — Keppni verð- ur haldið áfram á morgun kl. 5. Frú Sigurlína Gunnlaugsdótt- ir, í undirbúningsnefnd blóma- ballsins, skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að Kvenfélag Hveragerðis hefði stofnað til blómadansleiks í mörg ár og væri þar kosin blómadrottning ársins. Hefur þessi skemmtun átt miklum vinsældum að fagna. Garðyrkjumennirnir í Hvera- gerði gefa blómin og hjálpa til að skreyta húsið fagurlega, og líka smáblóm til að selja. Öllum ágóða af skemmtunum þessum ver kvenfélagið' svo til að kosta leikskólastarfsemi sína, en í húsi félagsins hefur und- anfarin ár verið rekinn leik- skóli á sumrin fyrir börn tveggja til sex ára og föndurskóli fyrir eldri börn. Hefur þetta komið sér vel, umferð um Hveragerði er orðin geysimikil og allmargar m(æður þar vinna utan heimil- is, í gróðurhúsum og víðar, og þurfa að koma börnum sínum í gæzlu. Er það ósk kvenna í Hveragerði að fært þætti að láta leikskólann starfa allt árið og verður ef til vill reynt að halda honum uppi í vetur, en það mun þó ekki fullráðið. Erfiðleikar eru m.a. á því að fá lærðar barn- fóstrur, én þó hefur verið hægt að fá mjög góðar stúlkur úr Hveragerði til starfs þar að sumrinu, sagði frú Sigurlína. En þessi starfsemi kostar pen- inga, ekki sízt þar sem Kven- félag Hveragerðis á líka tæki á tveimur barnaleikvöllum, sem ekki eru gæzluvellir, og stöðugt þarf að bæta við leiktækjum og endurnýja leikföng. Og kven- félagið greiddi í vinnulaun í fyrrasumar milli 90>—100 þús- und krónur. Því veltur á miklu að blómaballið .sé vel sótt, en þangað koma bæði ungir og fullorðnir og gamlir og virðast allir skemmta sér prýðilega. — Það hefst í kvöld kl. 9. Mikið gos í nýju eynni og öskufall í Vestmannaeyjum Mikið öskugos hefur verið í hinni óskírðu eyju hjá Surtsey síðan á mánudag og hefur gætt öskufalls í Vestmannaeyjakaup- stað í regnveðrinu. Nokkrir vísindamenn hafa unn- ið að rannsóknum í Surtsey og hafa þeir fylgzt með gosinu , eftir föngum. Glímusýning við Arbæ Færeyjafarar og flokkur drengja úr Glímudeild- Ármanns fialda glímusýningu að Árbæ í dag klukkan fjögur- Stjórnin skilnmgssljó á gildi sjósamgangna innanlands Strandferðir fækka □ Skipverjum á tveimur skipum Skipaútgerðar ríkis- ins, Esju og Skjaldbreið hef- ur verið sagt upp, yfirmönn- um á Skjaldbreið og Esju og undirmönnum á Skjaldbreið. □ í fréttatilkynningu frá „stjórnarnefnd Skipaútgerð- ar ríkisins" til blaða í gær eru þessar ráðstafanir af- sakaðar með auknum far- þegaflutningum í lofti og lengdu vegakerfi! Segir í til- kynningunni að „athuganir“ hafi verið gerðar undanfar- ið á því hvort aflia mætti hentugs skipakosts til leigu eða kaups í stað þessara tveggja skipa og sé „að því stefnt“ að það gæti orðið í haust! Fyrir samgönguþörf og at- vinnulíf margra staða útí á landi hafa strandferðir Skipa- útgerðar ríkisins verið mik- ilvægar og er alger óhæfa af stjórnarvöldunum að draga úr þeim svo sem nú virðist eiga að gera. Hefði verið sæmra að ríkisstjórnin hefði haft fyrirhyggju til að auka strandferðirnar með nýjum og bættum skipakosti, og það ÁÐUR en gömlu skipin eru látin hætta. Hitt virðist eiga .-.„j SKJALDBREIÐ að ráða að ríkisstjórnin hafi litinn skilning á gildi sam- gangnanna á sjó fyrir dreif- býlið, og sé ósárt um þó þær rninnki. ★ „Fréttatilkynningin" er þann- ig: „Svo sem kunnugt er, eru strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins allgömul orðin og eigi lengur hentug miðað við ríkj- andi aðstæður. Þar við bætist, að stórauknir farþegaflutningar í lofti og bætt og lengt vega- kerfi mynda miklar árstíða- sveiflur í rekstrinum og gera hann sífellt kostnaðarsamari. Er því encjurnýjun skipastólsins orðin mjög aðkallandi, ef unnt á að reynast að halda uppi við- unandi þjónustu við landsbyggð- ina með viðráðanlegum tilkostn- aði. f samræmi við þetta hefur stjórnarnefnd Skipaútgerðarinn- ar ákveðið að segja upp, með samningsbundnum' fyrirvara, skipverjum á tveimur skipum útgerðarinnar, og hafa þær þeg- ar komið til framkvæmda gagn- vart yfirmönnum samsvarandi tölu yfirmanna á m.s. „Skjald- breið“ og m.s. „Esju“ og gagn- vart undirmönnum á m.s. „Skjaldbreið". enda hafa þeir skemmri uppsagnarfrest. Höfðu skip þessi áður verið sett á sölu- lista hjá erlendu skipasölufyr- irtæki, en aðgengileg tilboð hafa Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.