Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. júlí 1966 — 31. árgangur —162. tölublað. a nyjum stað að Þeistareykjum Má kannski búast við eldgosi innan tíðar? ■ í Vísi í gær er frá því skýrt að Hjörtur Tryggvason bæjargjaldkeri á Húsavíl? hafi fyrir skömmu verið á ferð um Reykjaheiði og hafi hann þá fundið nýtt jarðhitasvæði nokkur hundruð metrum norðan við gamla jarðhitasvæð- ið á Þeistareykjum. Segir 1 fréttinni að gróður hafi verið farinn að skrælna þar á nokkur hundruð fermetra svæði og hafi Hjörtur mælt þar 60 metra hita aðeins þumlungi neðan við grassvörðinn. Þá segir í fréttinni að bróð- ir Hjartar, Eysteinn Tryggva- , son, sem er prófessor í jarð- fræði við liáskóla i Banda- rikjunum en staddur hér á áfanginn -V í gær var aftur komið sólskin i.’ og gott veður og voru þá hafn- -> ar framkvæmdir við malbik- if un síðasta áfanga Hafnarfjarð- •;*r arvegar, frá Arnarnesi að -V Kópavogslæk. Myndin er tek- -V in af, malbikuninni og mönn- V um að störfum við hana á -ir Kópavogsháisinum. — (Ljósm. > R. A.). landi um þessar mundir, hafi farið með honum í fyrradag til þess að kanna staðinn 'og hefur blaðið það eftir Ey- steini að hugsanlegt sé að þarna kunni að byrja eldgos á næstunni. Þjóðviljinn átti í gær tal við Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing og spurði hann álits á þessu náttúrufyrirbæri. Sagði Sigurður að það væri að vísu ekki óalgengt að jarð- hitasvæði flyttu sig til, þ.e. að hverir hyrfu og kæmu upp á nýjum stöðum í næsta nágrenni. Hann kvaðst hins vegar ekki vita nákvæmlega hve lahgt þetta nýja jarðhita- svæði væri frá gamla svæð- inu en eftir þeim upplýsing- um sem hann hefði fengið hefði einhver jarðhiti fundizt áður í hellisskúta sem þarna væri en nú hefði hitinn í skútanum stóraukizt skyndi- lega. Framhald á 3. síðu. (Ljosm A. K.) Shri Binay Ranjan Sen 1. deild: Valur vann i Kefíavík 4:3 í gærkvöld fór fram á Laugar- dalsvellinum þýðingarmikill leik- ur í meistaramótinu í knatt- spyrnu. Áttust þar við Valur og Keflvíkingar og var þetta fyrri leikur félaganna. Lauk ■ honum með sigri Vals 4:3. Leikurinn var oft skemmtileg- ur og rás hans næsta einkenni- leg. í fyrri hálfleik sýndu Vals- menn talsverða jrfirburði og skor.uðu hvorki meira né minna en fjögur mörk — Keflvík- ingar hinsvegar ekkert. Ekki voru yfirburðir Valsmanna þó slíkir sem markatalan gefur til kynna, en þeir notuðu mjög vel tjekifæri sín. ' En í seinni hálfleik skiptir al- veg um, var sem Keflvíkingar sendu fram spánnýtt lið. Réðu þeir lögum og lofum á vellinum fyrsta hálftímann og tókst- þeim þá að skora þrjú mörk. Síðustu fimmtán mínúturnar jafnaðist leikurinn hinsvegar nokk-uð . og tókst Keflvíkingum ekki að jafna. Framkvæmdastjóri Matvælastofnunar S.Þ. á Íslandi © □ Hingrað er kominn í stutta heimsókn framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Shri Binay Ranjan Sen. □ Á blaðamannafundi í gær ræddi Sen um baráttuna gegn hungri í heim- inum og þá einkum um nauðsyn þess að hagnýta betur fisk og aðrar ^sjávarafurðir til að auka eggjahvítuforða heims- insi Sagði hann að á þessu sviði gætu íslendingar lagt fram mikilvæga aðstoð sem reynd og fram- sækin þjóð í fiskveiðum, og myndi FAO í auknum mæli leita til íslenzkra sérfræðinga í þessu skyni. □ Þá lauk hr. Sen miklu lofsorði á íslenzk æsku- lýðssamtök, sem hafi unnið mikilvægt starf með skipulagningu Herferðar gegn hungri hér á landi og náð góðum árangri. Aðild Islands Hr- Sen hóf máls á því, að lýsa ánægjulegum áhrifum af fyrstu kynnum sínum af Islandi- Hann kvaðist hafa gert sér þá hugmynd Um Islendinga, að þeir væru dugleg þjóð sem byggi við tiltöluléga einfalda lifnaðarhætti; enginn væri of ríkur og enginn of fátækur heldur — hefði hann aðeins rekizt á eina þjóð aðra á löngum ferðalögum sem okkur líktist að þessu leyti, en það væru Nýsjálendingar- Sen sagði, að Islendingar hefðu verið aðilar að FAO allt frá því að samtökin urðu til og hefðu þeir hjá stofnuninni jafnan kunn- að að meta þátttöku Islands- Það væri þeim og ánægja að ágætur fulltrúi íslands, Davíð Ölafsson, ætti sæti í nýlegri néfnd FAO sem ’ fjallaði um aukningu fisk- veiða og betri hagnýtingu sjáv- arafurða. Framlag Islands til baipttu gegn hungri gæti fyrst og fremst verið fólgin í því að miðla öðrum af þekklngu sinni og tækni í fiskveiðum og myndi FAO leita £ enn ríkari mæli en fyrr til íslenzkra sérfraeðinga. Þá kvaðst hr. Sen vilja sér- staklega þakka íslenzkum æsku- lýðssamtökum. sem hefðu skipu- lagt herferð gegn hungri með miklum ágætum bg safnað fé til nytsamlegra framkvæmda í ýms- um Afríkuríkjum. Sýndi þetta framtak að mannúðarstefna væri íslehdingum í blóð borin; þeir gleymdu því ekki í velferð sinni að sýna virka samúð þeim þjóðum sem \ver eru á vegi staddar. Fiskveiðar Sen sagði að FAO beindi nú mikilli athygli. að þýðingu eggja- hvítuauðæfa hafsins, en talið er, að nú sé aðeins um eitt prósent af forða hafsins notaður til manneldis- Bæði væri reynt að örfa fiskveiðar eftir föngum: í mörgum löndum hefðu fiskimenn mjög lélegan skipakost og kæm- ust varla spönn frá landi — auk þess væru engin ráð til að geyma fiskinn eða flytja hann á fjarlæg- ari markaði; úr þessu væri nú reynt að bæta með bættum skipa kosti- Auk þess væri unnjð mik- ið starf í þá átt að búa til fiski- mjöl sem hæft væri til manneld- is — en um 30% sjávarafurða er nú notað til skepnufóðurs- Er Framhald á 7. síðu. 4 RR 400 KeflavíkurflugvöIIur Iokaðist vegna þoku og rigningar að- faranótt fimmtudags, 21- júlí- Samkvæmt áætlun áttu tvær RoIIs Royce 400 vélar (frá Lúxcmborg) og ein DC-6B vél (frá Helsingfors og Ós!ó) að ienda þá um nóttina, en aðcins fyrri Rollsinn gat lent, áður en völlurinn lokaðist. Ilinn Rollsinn varð aO ienda í Prestwick ásamt DC-6B vélinni. Fimmtudags- mprgun komu tvcir Rollsar að vcstan, og gátu þeir lcnt og haldið áætlun. En um sama leyti kom Rollsinn, sem orðið hafði að Ienda í Prestwick nóttina áður. Þá var enn ófar- inn fyirsti Rollsinn, sem Iokazt hafði inni nóttina áður, en hann hélt véstur um haf um hádegi þennan dag. Voru þá allar RoIIs Royce 400 vélar Loftleiða samtímis á Keflavíkur- flugvelli, og auk þeirra tvær DC-6B vélar, sem fóru til Norður- landa og Hollands. Fimmtudagsmorguninn var því einhver mesti annadagur í sögu Loftlciða á Keflavíkurflugvelli. Auk Loftleiðavéla voru fyrir í K-vík 2 litlar þotur og ein KLM-vél-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.