Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.07.1966, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. iúli 1«66. CLAUDE CATTAERT: ÞANGAD SEM GULL- FISKAR slag og amma fluttist upp í kennisbúninginn sinn með öll- um orðunum? Afi var hershöfðingi í stríð- inu. Honum samdi ágsetlega við Þjóðverjana, en á eftir lenti hann í heilmiklu klandri við Frakkana að því er virðist. Það var þá sem hann fékk þetta sveit. — Ég veit það ekki. — Hefurðu ekki séð hann? — Nei. Hann virtist vonsvikinn. — Ög langar þig ekki til þess? Til hvers? Dáinn maður borðar ekki. Einstöku sinnum, þegar elda- buskan átti frídag, þá sótti ég matarbita í ísskápinn og stakk að honum um teleytið. Hann var alltaf svarigur, vegna þess að hann fékk aldrei neitt nema soðna ávexti. Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta, því að mér þótti ekkert sérlega vænt um hann. Bakdymar skelltust, fótatak glamraði yfir steinlagt anddyrið. Ég hlustaði á lyftuna: fyrsta, önnur, þriðja, hún stanzaði urg- andi á fjórðu hæð. — Er vinnukonan þín úti? Ég hefði viljað sjá framan í Miss, þegar hún var kölluð vinnukona! — Já, en hún kemur rétt strax. — Hún er skrítin og dálítið ferleg með þessi hár á kinninni. — Ég átti gullfisk, hvíslaði ég næstum óafvitandi. — Hún ■fleygði honum afsíðis. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu ot> Dófíó Laugavegi 18 III hæð Oyftaj SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- os snyrtistofa Garðsenda 21 SfMI 33-968 DÖMU.R Hárgreíðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tlarnargötn 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austúrbæiar Maria Guðmundsdóttir Uaugavegi 13 — Simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað — Jæja? Hvert? — Niður í klósettið. Það kom sjálfri mér á óvart áð ég skyldi vera að segjahon- um þetta, en það hafði einhvem veginn hrokkið upp úr mér. — Af hverju gerði hún það? ' Já, af hverju? Hann kom nær og andardráttur hans sem lykt- aði af ávaxtatuggu, kitlaði mig i eyrað. Ég víl sjálf heldur með piparmintubragði. — Þetta er alveg eins oghann þykjast pabbi minn. — Hver þá? — Löggan sem giftist henni mömmu minni; hann er ekki pabbi minn. Ég er lausaleiks og honum er ekkert vel við mig. Ég kom með hund ofanúr sveit um páskana og hann kálaði hon- um með rottueitri. Hann sagðist ekki hafa gert það, en ég veit það var hann. Hann nísti tönnum; reiðinólg- aði í honum. — Kopa, hundur- ir.n hét það. Við lékum okkur alltaf saman. Hann dró fætuma eftir gólf- inu og sagði: — En nú skil ég þetta og ég ætla að strjúka að heiman og finna alvöru pabba minn. Hann var prammamaður á Signu þeg- ar hann þekkti mömmu. Það væri fínt fyrir mig að vera á skipi. Við heyrðum óvænt mas og brukkum við. Á ljóskerinu var könguló að spjnna vef sinn milli smíðajárrsgrindanna. Hvemig hafði hún komizt þangað upp? Neðanjarðarlest fór framhjá of- ani jörðinni eins og fjarlæg þruma. — Krakkar geta ekki gertneitt á skipi. — Ekki það? Og hvað um alla þessa messagutta? Hann hnykkti aftur til höfð- inu svo að lokkurinn fór frá auganu; hann var alltaf fyrir honum. — Ég yrði karlmaður á einni nóttu, nema að stærðinni til. ef ég gerði þrennt. — Hvað þá? — Jú, sjáðu nú til — hann talaði hratt af þtta við að verða truflaður — maður er fullorðinn þegar maður hefur séð lík, ekið skellinöðru og elskað kvenmann. Ég held ég bíði nú samt, dálítið með það síðasta. Ég gat ekki séð samhengið, en fólk hefur nú svo misjafnar skoðanir. Ég held núna, að mað- ur verði fullorðinn þegar maður getur hugsað sér tilveruna án foreldra sinna — en það hefði ég talið óhugsandi þá; það er að segja í vikunni sem leið. — Ég trúi þessu ekki, sagði ég blátt áfram. Hann yppti öxlum. — Þetta er mín skoðun. Ljósið á pallinum slokknaði; 1 hálfrökkrinu sýndist konan í náttkjólnum vera f glerbúri. — En þú sjálf — íangar þig ekkert til að strjúka? Stundum var ég sannarlega í skapi til þess, en hvað gat ég gert, hvert gat ég farið? Móðir mín sigldi ekki á pramma á Signu. Nei, svaraði ég. Við höfðum ekki meira að segja. Fyrir neðan opnuðust útidymar og ég sneri mér við til að fara inn. Hann greip í handlegginn á mér og hvíslaði: — Ætlarðu ekki að lofa mér að sjá hann afa þinn, eðahvað? — Það er ekki hægt. — Jú, víst er það hægt, sagði hann og tvísteig. — 1 fyrramálið klukkan sex þegar allt pakkið hjá þér er enn í rúminu. Ég bíð héma á pallinum. Mér stóð svo sem alveg á sama og hann hefði ósköp gam- an af því og það sem hann hafði sagt mér um hundinn sinn minnti mig á gullfiskinn minn. — Allt í lagi þá, sagði ég. — Ég skal reyna, en það er ekki alvegvíst. Á neðstu hæðinni fór einhver inn í lyfúuna og hún lagði af stad upp með langdregnu and- varpi; til allrar hamingju fer hún jafnvel enn hægara þegar heitt er í veðri. — Ó, þetta er vel gert af þér, reglulega vel gert! Hannslengdi öðmm fætinum upp á handriðið. — Ég skal ekki einu sinnikoma við hann, lofaði hann áður en hann renndi sér af stað niður. Lyftan var komin framhjá fjórðu hæð, svo að ég flýttimér aftur inn í herbergið mitt. Miss var í slæmu skapi þegar hún kom innf hún hafði staðið i ströngu í sföru verzlununum við að reyna að fá efni í stíl við annað, en alls staðar var henni sagt að það væri ekki haégt. • Meðan við vorum að borða kvöldverð, spurði ég hana hvað væri eiginlega lausaleiksbarn. Hún svaraði að það væri alls ekki til. Ég vissi strax hvað hún átti við með því. Það var líka mjög heitt þetta kvöld. Fólk sat við opnaglugg- ana og úti á svölunum, þangað til orðið var framorðið og beið eftir óveðrinu, sem ekki kom. Beint á móti var íeit kona í bleikum undirkjól að kæla sig með því að blaka dagblaði. Ég gat ekki heldur hugsað um neitt nema óveðrið og regnhljóð á þakinu. Þegar ég vaknaði var þulurinn i útvarpinu að segja: — Eftir andartak fáið þið að heyra hvað klukkan er nákvæmlega. Tíminn er alltaf nákvæmlega réttur alveg eins og klæðasalar eru alltaf fyrsta flokks og slátr- arar til fyrirmyndar. Hvar í ó- sköpunum eru h'inir? Sex slög bergmáluðu nákvæm- lega um herbergið mitt. Hvert fara hljóð? Getur verið til 'stað- ur þar sem þau leita öll hælis? Klukkumar slógu í íbúð klukku- safnarans. Það heyrðist ekki í þeim á vetuma, en á sumrin sleppa hljóðin útum glugganaog smeygja sér alls staðar inn. MaYg- ir leigjendur hafa kvartað, en gamli maðurinn trekkir samt upp allar klukkumar sínar; hann °r heymarlaus og þær ónáða hann ekki. Sfðbúin klukka, ' alltaf sú sama, beið þess að hinar þögn- uðu svo hún gæti byrjað; það heyrðist marra í verkinu milli slaganna. Ég var að velta fyrir mér hvort Pitou biði eftir mér á stigapallinum. Fólk segir stund- um svo margt án þess að gera það. Sðan ég fæddist hefur mamma verið að tala um að fara einn dag til Flórens. Kannski hefur hún meiri á- nægju af því að tala um það. Ég var glaðvakandi og Miss var enn sofandi. Ég gerðist svo djörf að fara framúr rúminu og læðast fram á ganginn. Systir Philoméne er eina manneskjan, sem fer snemma á fætur, en hún er eitthvað að bauka íher- berginu sínu. Ég hafði lítið að óttast. Ég opnaði og lokaði dyrum í myrkrinu án þess að nokkuð heyrðist í mér og fann Jykilinn að íbúðinni í litlum silfurbikar á kommóðunni. Pabbi læsir sjálfur dyrunum á kvöldin og setur slána fyrir vegna innbrotsþjófa. Hann er hræddur um ættarsilfr- ið. Það er aðeins notað viðbrúð- kaup og jarðarfarir. Pitou beið fyrir után og sat á flauelspúffinu; hárlokkurinn hékk fram yfir augað og skó- reimarnar voru óhnýttar og það var eins og hann hefði alls ekki Söltunarstúlkur Getum bætt við okkur nokkrum söltunar- stúlkum. Fríar ferðir og húsnæði a staðnum. S í L D I N H. F. \ Raufarhöfn — Sími 96-51199. þórður sgóari 4807 — „Já, Bobby er í smávandræðum“, segir stúlkan, „og ég á heyrt allt. Hún opnar dyrnar skyndilega. „Þér verðið kyrraf að færa yður þetta bréf‘‘, „2000 dollara....“ stamar frú Hardv hérl'' hrópar hún til Súsör.nu, „og lögreglan annast það sem gen» þegar hún hefur lesið bréfið. „En hvar í ósköpunum er sonur þarf!“ Stúlkan verður hrædd. Lögreglan . . . Hún snýr við og minn þá?“ „Það get ég ekki sagt yður núna. en ef þér látið ætlar að hlaupa burt, en á sama augnabliki stíga Maud og S KOTTA — Ég hef gert áætlun um lágmarksútgjöld í næstu viku — og neyðist til að biðja um meiri vasapeninga . j . LATID EKK.I SLYS HAFA AHRIF Á FJARHAGSAFKOMU YDAR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK -SÍMI 22122 — 21260 . ; EINKAUMBOÐ HJOLBARÐAR RASNOIMPORT MOSKVA IMARS TRADIN6 CO 1 SIMI 17373 ÁBYRGP Á HÚSGÖGNUM Athugið, að merki þetta sé á husgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. rRÁMLEIDANDI í : HÚSGAGNAMEISTÁRA- FÉLAGÍ REYKJAVÍKUR NO. HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR mig fá peningana, kemur hann fljótlega heirn." — Ethel heíur Þórður út úr bílnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.