Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 4
t
— robiuua^Lu' oo. jluí iabö
Otgefandl: SameiniBgarfloklsur alþýöu — Sósfalistaflokk-
nrinu.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartanason,
Sigurður Guömundsson.
Fréttaiitstjóri: Slgurður V. Fiiðþjófsson.
Auglýstagastj.s ÞorvaMur ffó’tannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. fcausa-
•öluverð kr. 5.00.
Þjóðræknismál
rr\
l"Ttvarpsráð hefur nú skýrt afstöðu sína til brölts-
^ ins með hermannasjónvarpið í Ves’tmannaeyj-
um. Á fundi sínum nú í vikunni samþykkti út-
varpsráð, sem skipað er fulltrúum allra þingflokk-
arina, einróma að minna á að gefnu tilefni að sam-
kvæmt íslenzkum lögum hefur enginn aðili ann-
ar en Ríkisútvarpið í umboði ríkisstjómarinriar og
Alþingis heimild til að láta reisa endurvarpsstöðv-
ar í landinu. Segir ennfremur 1 samþykktinni að
útvarpsráð treysti því, að þessum lögum verði
framfylgt, enda mundi leiða til stöðugra og vax-
andi erfiðleika ef aðrir aðilar fengju að endurvarpa
inrilendu eða erlendu efni.
'rLTl
¥ viðtali við Þjóðviljann minnti Björn Th. Bjöms-
son, fulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsráði,
á að þetta vandræðamál væri raunar einungis hluti
af miklu stærra vandamáli, hér væri ráðizt á anga
málsins en ekki stofn þess. Væri Ríkisútvarpinu
vart sæmandi að bregða þá fyrst við er lagabók-
stafur væri brotinn en hafa um áratug gleymt allri
siðferðisskyldu sinni í þessu mikilsverða þjóðern-
ismáli. -Hér er gripið á kjarna þessa máls.' Alít' út-
varp og sjónvarp hersins á íslandi er raunar
í trássi við íslenzk lög og framfenði ríkisstjórna og
embættismanna í því máli sam’felld lögbrota-
flækja. Af hálfu hins erlenda hemámsliðs hefur
þessi starfsemi hvað eftir annað verið aukin og
þanin út, svo engum kemur til hugar að lengur sé
um að ræða útvarp og sjónvarp fyrir hermennina
einvörðungu. Stórveldið bandaríska hefur hér
vitandi vits notfært sér sviksemi og andvaraleysi
íslenzkra stjórnarvalda til þess að 'troða inn í ís-
lenzka menningarhelgi mikilvirkustu áróðurs'tækj-
um nútímans, og fíkn íslenzkra manna að meðtaka
hið erlenda hermannasjónvarp og útvarp sýnir
bezt hversu flatir menn geta lagzt fyrir erlendri
ásælrii. Og hér er ekki einungis höfðað til fullorð-
ins fólks sem ætti að hafa sæmilega dómgreind
til að velja og hafna. Hermannasjónvarpinu er
dengt yfir lítt þroskuð ísíenzk böm og ungmenni
á íslenzkum heimilum og fyrr en yarir gæti þessi
sorablanda úr afþreyingarfóðri bandarískra her-
manna farið að setja varanlegt mark á daglega
neytendur hennar. Framandi mál stórþjóðarinnar
tekur að blandast íslenzkunni hægt og lævíslega.
Sú var tíðin að hér heima var skopazt að talsmáta
Vestur-íslendinga sem slettu enskum orðúm með
íslenzkum endingum; öllum fannst þetta .skop-
legt. En það skyldi þó ekki vera farið að spretta út
úr dýrkendum hermannasjónvarpsins samskonar
talsmáti án þess þeir viti af. Það mun ekki óalgengt
á Suðurnesjum að tala í alvöru um „bössinn“ eða
„karið“, og fleiri orð daglegs lífs síast með.
Ijetta mál verður ekki leyst með því að ráðast á
* einhvern anga þess. Þurrka verður smán her-
mannasjónvarpsins úr þjóðlífi íslendinga, loka hin-
um ólöglegu stöðvum Bandaríkjahers á Keflavík-
urflugvelli, og það áður en meira og varanlegra
tjón hlýzt af. — s.
ÆSKAN ★
OGSOS iALISMINN • '• 7, 1 o , • •'
Ritnefnd: Arnmundur Bachmann, Leifur Jóelsson, Rannveig Haraldsdóttir.
Rætt við Maríu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra ÆF
Höfum við gert allt, sem
í okkar valdi stendur?
B Nú líður að því, að ungir sósíalistar um land allt
komi saman til að ákveða stefnu og framkvæmd helztu
baráttumála sinna á 22. þingi Æskulýðsfylkingarinnar,
sem haldið verður í Reykjavík í síðari hluta september-
mánaðar. Undirbúningur er þegar hafinn til þess að þing-
ið megi fara sem bezt úr garði. í því sambandi hefur
Fylkingin ráðið til sín nýjan framkvæmdastjóra, Maríu
Kristjánsdóttur.
B María hefur áður tekið virkan þátt í starfi hreyf-
ingarinnar, m.a. sem formaður ÆFH, en stundar nú nám
í bókmenntum í Þýzbalandi. Okkur fannst vel til fallið
að ná tali af þessum nýja framkvæmdastjóra ÆF og
spjalla örlítið við hana.
Frá stjórn Æ.F.R.
Sumarstarfið stendur nú með
mifdum bíóma. 1 svipinn stend-
ur yfir Færeyjaför á Ólafsvöku
og taka þátt í henni allmargir
félagar, sem eru í Færeyjum
í boði tínga þjóðveldisins.
Hálfsmánaðarlcga á miðviku-
dagskvöldum eru ferðir út i
bláinn, og eru þá skoðaðir ýms-
ir merkisstaðir í nágrenni
Reykjavíkur, en þar leynast
ýmsir furðulegir hellar og stór-
ir fossar, sem almenningi eru
lítt kunnugir. Ferðasérfræðing-
ar Æskulýðsfylkingarinnar
stjórna ferðum þcssum með
miklum oröstír.
Siðasta fimmtudagskvöld heim-
sótti, eitt af róttækari skáldum,
Ðagur Sigurðsson félagsheimilið
og las úr ljóðaþýðingum sínum
auk Ijóða eftir Ara Jóscfsson og
Jónas Svafár. Félagsstjórnin
mun reyna að stuðla að því
að fleiri slíkar heimsóknir
verði, og næskomandi fimmtu-
dag heimsækir Pétur Pálsson
félagsheimilið og heldur uppi
ýmissi skemmtan. Pétur er
flestum góðkunnur af skiptum
sínum við Sóleyjarkvæði Jó-
hannesar úr Kötlum og af
kveðskap sínum. Félagsheimil-
ið er reglulega opið á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum
frá 8,30—11,30. Skrifstofa Æsku-
Iýðsfylkingarinnar er opin alla
virka daga frá 9—19.
★
1 ágúst fer áð komast eitt-
hvert rót á fræðslustarfsemi og
mun Ólafur Einarsson flytja
erindi í fyrstu vikunni i ágúst
unfeS.F. í Norcgi.
FRIÐARSÓKN
„PABBI FÆR ORÐU. — Á
myndinni gefur að líta Lyn-
don B. Johnson, forseta
Bandaríkjanna, með Laura
Baggett í fanginu, en hún er
eins. árs. Föður stúlkunnar,
Joseph B. Baggett, höfuðs-
maður, var látnum veittar
eftirtaldar orður: „Distingui-
shed Flying Cross, The Air
Force Commendation Medal,
The Air Medal og The Purple
Heart“. Baggert höfuðsmaður
iét lífið, er flugvél hans var
skotin niður yfir Vietnam“.
Eftir svip stúlkunnar að
María Kristjánsdóttir.
— Hvernig væri, að þú
segðir okkur eitthvað frá dvöl
þinni í Þýzka alþýðulýðveld-
inu?
— Ég get ekki annað sagt,
en ég hafi unað mér dável
þarna austan við múrinn. Aust-
urþjóðverjar eru hið bezta
fólk. Búið er vel að námsmönn-
um og rík áherzla lögð á allt
það sem verða má manninum
til andlegs þroska, listir allar
og bókmenntir. Engan skort
líða Austurþjóðverjax heldur
ur á veraldlegum gæðum,
enda DDR einna lengst komið
hinna sósíalistísku ríkja efna-
hagslega.
— En hvað álítur þú um
Framhald á 7. síðu.
dæma, hefur hún varla skil-
ið fyllilega, hvílíkur heiður
fjölskyldunni hefur hlotnazt.
Eða kannski hún sakni ein-
hvers mitt í orðuregninu, þar
sem hún er í fanginu á Lyn-
don frænda.
Þar til 17. marz í ár höfðu
939 bandarískir hermenn fall-
ið að sögn bandarískra yfir-
valda í „baráttunni miklu í
þágu friðar, frelsis og lýðræð-
isástar Bandaríkjamanna í
garð hins vanþróaða lands og
tornæmra íbúa þéss“. Það,.lít-
ur einna helzt út fyrir, að
napalmsprengjur og eiturgas
séu léleg rök til að sannfæra
íbúa Norður- og Suður-Viet-
nam.
„Smám saman hefur það
sýnt sig að sprengjuárásir á
Norður-Vietnam hafa ekki
orðið til þess að stjórn Ho
Chi Minh hafi meiri áhuga
á friðsamlegri lausn málsins,
enda varpa nú stöðugt fleiri
flugvélar sprengjum á Norð-
ur-Vietnam. — í dag eru
sprengjuárásirnar þrefalt víð-
tsékari en fyrir sprengjuhlé-
ið fyrir áramót“.
(Norska borgarablaðið
Aítenposten 13. marz
síðastliðinn).
Eins og sjá má „eykst frið-
arsóknin“ stöðugt. Fall Bagg-
ett höfuðsmanns og hinna 938
bahdarísku hermanna sýnir
að þetta eru ekki hættulaus
störf í „þágu friðarins“ og
einmitt þetta hefur valdið
ótta og óróa í Bandaríkjun-
um. En margir gleyma að í-
huga afdrif þeirra, sem
sprengjunum er varpað á.
Aftenposten segir: „Opin-
berir aðilar í Bandaríkjunum
hafa aldrei viljað viðurkenna,
að óbreyttir borgarar láti líf-
ið af völdum sprengjuárás-
anna. En eftir fréttastofu-
fregnum að dæma hefur slíkt
skeð. Ein árásarferðin kostaði
30 óbreytta borgara lífið. Það
var þegar flugmennirnir köst-
uðu sprengjunum í misgrip-
um yfir íbúðahverfi. Eitt sinn
gerpu þeir þau mistök að
kasta sprengjunum á raðhús,
sem þeir héldu að væri her-
búð. Á þetta ber þó fremur
að líta sem „óhapp“. sem því
miður koma fyrir í öllum
styrjöldum“.
Til þess að lesendur æsku-
lýðssíðunnar geti betur dæmt
með eigin augum ógnir styrj-
aldarinnar gagnvart æskunni
birtum við einnig mynd af
hinu svonefnda ,.óhappi“.