Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 5
Félag framreiðslumanna: Útgáfa bráðabirgðalaganna er árás á verkfallsréttinn □ Að beiðni st.iórnar Fé- Iagrs Framreiðslumanna birtir I»jóðviljinn hér í heild grein- argerð, sem félagsstjórnin hcf- ur sent frá sér í tilefni bráða- birgðalaganna um lausn deilu framreiðslumanna og veitinga- manna á dögunum. Greinar- gerð bessi er svohljóðandi (en millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans); Eins og alþjóð er kunnugt gaf forseti íslands hinn 15. þ.m. út bráðabirgðalög um lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna og var þar með lagt bann við verkfalli Eélags framreiðslumanna, scm staðið hafði frá 8. þ.m. Lög þessi, sem sett voru á ábyrgð samgöngumálaráðherra, virðast okkur svo ósvífin aðför að verkfallsréttinum, að við tclj- um rétt að gera nokkra grein fyrir málstað okkar á opinber- um vettvangi, svo þjóðinni gef- ist kostur á að kynnast þeirri nauðsyn, er knúði ráðherrann til lagasetningar þessarar. Kröfur um sam- ræmingu á vinnu- tilhögun Kröfur okkar í vinnudeil- unni við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda voru að mestu kröfur um samræmingar á vinnutilhögun í veitingahúsum og að látin yrði haldast vinnu- tilhögun sú sem tíðkazt hefur hjá íramreiðslumönnum um langan aldur og geíizt vel. Okkur þykir í því sambandi rétt að benda á að ncfnd vinnu- tilhögun er enn viðhöfð á því veitingahúsi borgarinnar, sem lengst hefur starfað, þeirra er framreiðslumenn starfa hjá. Er hér um að rœða Iíótel Borg, scm hinn reyndi og þekkti veitingamaður, Pétur Daníels- son, veitir íorstöðu. Ástæðan til þess að við sett- um íram umræddar kröíur er sú, að á síðustu árum hafa komið fram nýmæli í sambandi við vinnutilhögun, er við telj- um mjög óæskileg. Er þar einkum um að ræða kassa þá, sem settir hafa verið upp í vínstúkum nokkurra veitinga- húsa og framreiðslumönnum i vínslúkum er ætlað að stimpla inn á hverja afgreiðslu. Reynsla sú sem íengin er af umrædd- um stimpilkössum er sú, að þegar mest er að gera í vín- stúkunum tefja þeir verulega fyrir afgreiðslu, enda heíur einn veitingamanna þeirra, er tekið hafa upp kassana sam- þykkt að íramreiðslumaður í einni vínstúkunni í húsi því er hann veitir forstöðu, þurfi ekki að stimpla jafnóðum inn á kassann þegar annríki er mik- ið, en megi þá stimpla inn söl- una þegar búið er að loka. Ekki er okkur Ijóst hvaða hlutverki kassinn á að gegna í umræddri vínstúku. Málamiðlunar- tillögrum hafnað Þsyjar íram var komið í við- ræðum okkar við veitingamenn- ina, að þeir voru ekki til við- ræðu um að hætt yrði að stimpla hverja einstaka sölu inn á stimpilkassana,- komum við með þá málamiðlunartil- lögu að veitingahús þau sem nota það afgreiðslufyrirkomu- lag í vínstúkum, sem nú hef- ur verið lýst (stimplun hverr- ar einstakrar sölu inn á kassa) bæru sjálfar hallann af þeirri rýrnun, er yrði í vínstúkunum, enda væri ekki um óeðlilega rýrnun að ræða. Óskuðwm við upplýsinga um hvað veitinga- mennirnir teldu eðlilega rýrn- un, en engin svör fengust við því. Við töldum á hinn bóg- inn nauðsynlegt, að slegið yrði föstu í samningunum, hvað tal- ið yrði eðlileg rýrnun, m.a. til að tryggja að samræmis gætti varðandi hugsanlegar endurkröfur á hendur ein- stakra framreiðslumanna. Veit- ingamennirnir vildu engar töl- ur nefna í þessu sambandi og töldu, að engin rýrnun ætti að vera í vínstúkunum. Við telj- um á hinn bóginn alveg útilok- að, að þegar mikið er að gera við afgreiðslu í vínstúku, fari ekki eitlhvað niður þegar ver- ið er að mæla í glösin og eins getur alltaf komið fyrir að flaska velti og brotni. Við fáum því ekki annað séð, en ef það er ætlun veitinga- manna að vínstúka skili 100% því sem í hana kemur sé til þess ætlazt að rýrnunin, sem óhjákvæmilega verður, komi niður á viðskiptavinunum. Á Hótel Borg og nnnarsstaðar þar sem vinnutilhögun er enn með sama hætti og tíðkazt hef- ur íram á síðustu ár, er rýrn- uninni mætt með því að 3/4 lítra flaska, sem talin er inni- halda 18% sjússa er reiknuð framreiðslumanni sem 18 sjúss- ar. Verði rýrnun meiri en þessu svarar ber framreiðslu- maður hallan af því, en verði hún minni er það hagur hans. f öðru lagi bárum við fram málamiðlunartillögu þess efnis, að þjónustugjald í vínstúkun- um yrði hækkað og loks kom til greina að framreiðslumenn í vínstúkunum fengju fast kaup auk þjónustugjaldsins, hvort tveggja til að mæta rýrnun. en tillögur þessar voru ekki rædd- ar. Pop-listamenn smíða risakvenmann: Kókakóla í hægra brjóstí stjörnuskoðun í vinstra Svíar — og reyndar ekki þeir einir — hafa fengið sérkennilegt umræðuefni í fréttaleysi sumarmánaðanna. Þrir listamenn haía sett sam- an griðarlega mikinn kven- mann, sem liggur í sal ein- um í Safni nútímalistar í Stokkhólmi. HÚN ■— en svo heitir listaverkið — er að utan prýdd skærum litum pop- tízkunnar, inni í henni er sérkennilegur skemmtigarður. Það er gengið inn milli íóta hennar. Hún er ekkert smásmíði ■— tuttugu og fimm metrar að lengd, tíu metrar á breidd og vegur sex tonn. Þrír pop- listamenn hafa sett Hana sam- an: Niki de Saint Phalle (frönsk), Jean Tinguely (Svisslendingur) og Per Olof Ultvedt (sænskur Finni). Þau unnu fjörutíu daga og fjöru- tíu nætur að því að koma Henni upp með hjálp íimm aðstoðarmanna. Fyrst var bú- in til beinagrind úr stálpíp- um, síðan var hún þakin vír- neti og líni. Síðan var hún fyllt með ýmislegri skemmt- an. Listamennirnir kalla hana Stærstu og Beztu Konu í Heimi, dómkirkju, verk- smiðju, hval, Örkina hans Nóa og Mömmu. ★ Orgelmúsík eftir Bach mæt- ir gestum þegar inn kemur. Beint framundan er gullfiskatjörn, svo og myllu- hjól. Til hægri er furðuleg maskína sem snýr hjólum og gefur frá sér bresti. f hægra fæti hennar er sýning á föls- uðum málverkum, þar sem Listaverkið. líkt er eftir Jackson Pollock, Klee, Dubuffet og Soulages. Þar er og rennibraut íyrir börn. í vinstra hné Hennar er athvnrf íyrir elskendur á bekk einum; hinsvegar heyr- ist það, sem þar er hvíslað úr hátalara í kóka-kólasjoppu í vinstra brjósti Hennar. í vinstra handlegg Ilennar er lítið kvikmyndahús þar sem sýnd er íyrsta kvikmynd- in sem Greta Gnrbo tók þátt í — en hún er gerð árið 1022. Ennfremur er stjörnuathug- unarstöð í vinstra brjósti Hennar og í hinu lítill veit- ingastaður. Þar er sclt kóka- kóla og appelsínusafi, en lagt hefur verið til að þar verði seld mjólk (auðvitað). Hins- vegar er hægt að losna við tómar flöskur með því að setja þær í merkilega mask- ínu, flöskubrjót, sem Tingu- ely hefur búið til. Úr kóksjoppunni er geng- ið upp stiga og út um naíla Hennar, er þaðan hið bezta útsýni yfir hin voldugu form Hennar. Sagt er að börnum jiyki ákaflega gaman að þessu ferðalagi. * Svíar eru yfirleitt mjög hrifnir, og enginn hefur krotað klám á Hana, þótt engir verðir sóu nálægir. Fréttaritari New Statesman í Stokkhólmi teK.r að Hún sé bezt heppnaða verk Pop-list- ar til þessa. Hún hafi einn- ig hressandi áhrif á sálina: Enginn, sem í Henni hefur verið, verður samur maður aftur. Réttur Ingólfs vafasamur? Þannig stóðu málin er sátta- umleitunum í vinnudeilu okkar lauk og bráðabirgðalögin voru sett og verkfall okkar bannað. Lögin voru sett með atbeina samgöngumálaráðherra, að því er virðist með vafasömum rétti, þar sem vinnudeilur heyra samkvæmt gildandi forsetaúr- skurði um skiptingu starfa milli ráðherra, undir íélags- málaráðherra. f 28. gr. stjórnarskrárinnar er að íinna heimildina til út- gáfu bráðabirgðalaga og hljóð- ar greinin svo: „Þegar brýn nauðsyn ber til getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Al- ]>ing á eftir. Nú samþykkir Al- ])ingi ekki bráðabirgðalög, og falla þau þá úr gildi. •— Bráða- birgðafjárlög má ekki gefa út ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög íyrir íjárhagstímabilið“. Svo mörg eru þau orð og skulum við nú aðeins víkja að þeirri brýnu nauðsyn sem bar til þess að banna verkfall okkar með bráðabirgðalögum. Forspjall laganna er á þessa leið: „Forseti fslands gjörir kunn- ugt: Samgöngumálaráðherra hefur tjáð mér, að verkfall hafi staðið yfir hjá félögum í Félagi framreiðslumanna írá því 8. þ.m., og hafi sáttatil- raunir ekki borið árangur og ekki horfur á lausn deilunnar í bráð, m.a. vegna djúpstæðs ágreinings um rétt Félags framreiðslumanná til afskipta af vinnutilhögun í veitingahús- um. Enn fremur, að Samband veitinga- og gistihúsaeigenda hafi ákveðið að Ioka veitinga- húsum sínum fyrir alla, nema erlenda dvalargesti, meðan verkfallið stendur, og tilkynnt það samgöngumálaráðuneytinu bréflega. Muni þá ekki unnt að veita öðrum mönnum, þar á meðal farþegum erl. skemmti- ferðaskipa almenna og samn- ingsbundna þjónustu. Nú sé mesti annatimi veitingahúsa, vegna mikils fjölda erlendra Ingólfur Jónsson. ferðamanna og ferðamanna- skipa. Verði ekki unnt að veita þessu ferðafólki sæmilega þjón- ustu, sé hætta á að varanlega verði spillt árangri langrar og ötullar landkynningarstarfsemi, sem erfitt yrði að bæta, og bitna myndi á öllum þeim aðil- um hér á landi, sem hafa at- vinnu af þjónustu við ferða- menn, og verða þjóðinni til vansæmdar. Því telur ríkisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma^. í veg fyrir stöðvun á rekstri veitingahúsanna. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið:“ Undanþágrur voru veittar Hér er nauðsyninni lýst. Þeg- ar á fyrsta degi verkfalls okk- ar rituðum við Sambandi veit- inga- og gistihúsaeigenda á þessa leið. „Á stjórnarfundi í Félagi framreiðslumanna, sem haldinn var í dag, var gerð svohljóð- andi samþykkt: 1.......................... 2. Þá var rætt um hvort gefa beri einhverjar undanþág- ur vegna erlendra ferðamanna. Stjómin samþykkti að gefa Hótel Sögu, Hótel Holt, Hótel Borg og Hótel Loftleiðir und- anþágu til almennra veitinga fyrir hótelgesti og þá ferða- menn, sem hingað kunna að koma með erlendum skemmti- ferðaskipum. Jafnframt var Nausti h.f. gef- in undanþága til þess að hótel- gestir frá City Hotel fái al- mennar veitingar framreiddar í Nausti h.f. 3» Jón Maríasson (sign) Sævar Júníusson (sign) Guðm. H. Jónsson (sign) Leifur Jónsson (sign) Haraldur Tómasson (sign) Viðar Ottesen (sign) Valur Jónsson (sign). Með vísan til bréfs yðar dags. í dag tilkynnist yður þetta hér með.“ Með þessu gerðum við það sem í okkar valdi stóð til þess að tryggja erlendum ferða- mönnum og innlendum hótel- gestum nauðsynlega þjónustu og leyfum okkur því að stað- hæfa að við höfum ekki með verkfalli okkar stoínað í hættu árangrinum af „langri og öt- ulli landkynningarstarfsemi." Þá má geta þess, að meðan verkfall okkar stóð, stóð hér yfir þing norrænna ungtempl- ara. Óskað var eítir heimild okkar til að halda kveðjuhóf fyrir þingfulltrúa og urðum við fúslega við þeirri ósk. Hóf þetta skyldi haldið að Hótel Sögu. en er heimild okkar var fengin neitaði hótelstjórinn þvi að hófið yrði haldið þar; þetta kom þó ekki að sök þar sem ungtemplarar gátu fengið ann- að hús og haldið hófið þar. Skömmu síðar óskaði borg- arstjórinn í Reykjavík heim- ildar til að halda hóf fyrir nor- ræna gesti sina í Hótel Sögu. Veitum við heimildina, en töld- um rétt að binda hana þvi skil- yrði að hótelið samþykkti fyrir sitt leyti að hófið yrði haldið þar. Nú brá svo við að sam- þykki hótelsins fékkst og urðu því engir erfiðleikar í því sam- bandi. Ekkert tilefni lagasetningar Eins og nú hefur verið rakifð gaf verkfall okkar ekkert til- efni til lagasetningar bráða- birgðalaga. Ástæðan til laga- setningarinnar hlýtur því að vera . sú ákvörðun Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, að loka veitingahúsum sínum, þar með einnig þeim veitinga- húsum, þar sem framreiðslu- menn staría ekki og verkfall okkar náði ekki til fyrir öll- um nema erlendum dvalargest- um. Ekki verður séð að slíkt orsakasamband sé milli þessar- ar ákvörðunar og verkfaHs okkar, að það réttlætti á neinn hátt aðíör samgöngumálaráð- herrans og raunar ríkisstjóm- arinnar í heild, að verkfaRs- réttinum, sem fram til þessa hefur verið talinn í flestum lýðræðisríkjum til hinna sjálf- sögðustu mannréttinda. Fari svo að Alþingi samþykki bráða- birgðalögin, er þau verða bor- in undir það virðist okkur að verkfallsrétturinn sé að engu orðinn og er öllum meðlimum verkalýðshreyfingarinnar hollt Framhald á 7. síðu. / ) yyt-t \/^TVðfC)d^ Morgunblaðið heldur því ' blákalt fram að grein Frey- steins Þorbergssonar í blaðinu á sunnudaginn var hafi vákið mikla athygli. Ekki skal það dregið í efa, blaðið hefur gert það að sérgrein sinni að birta ein- kennilegar greinar eftir þekkta menn í þjóðfélag- inu. En fleira er merkilegt í þessu sama blaði Morgun- blaðsins. Þar leysir ritstjórn- in úr erfiðu lögfrœðilegu vandamáli, enda eru lög- frœðingar meðal ritstjóra Morgunblaðsins, og upplýs- ingamar eru afdráttarlaus- ar. Blaðið birtir fyrir- spum um það hvort dœmd- ir glæpamenn megi gefa út blöð á íslandi og „fylla þau af skrifum geðbilaðra vesalinga", Morgunblaðið leysir úr þessum lögfræðilega vanda alveg áfdráttarlaust eins og fyrr segir, og skal svarið birt hér orðrétt: „Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Velvákandi hefur aflað sér, er ekkert því til fyrirstöðu að glæpa- menn, sem hafa tekið út sína refsingu, háldi út blaði, svo lengi sem þeir gera það ekki að hreinu stéttarmálgagni, sem beitti sér t.d. fyrir bættum starfs- skilyrðum { fyrri iðngrein þeirra. Forráðamönnum sliks blaðs væri og heimilt að birta rugl geðveiklaðra manna, ef þeim svo sýn- ist.“ Að sjálfsögðu er það ein- skær tilviljun að þessi skarplega lögskýring er birt í sama blaði og grein Frey- steins Þorbergssonar og ekkert sjáanlegt samband þar á milli. Hitt er ekki nema eðlileqt að blað eins og Morgunblaðið. sem ekki vill vamm sitt vita, vilji stuðla að því að lögfrœði- leg atriði. eins og þau sem hér er ráðtð fram úr, séu alveg skýr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.