Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. júlí 1966 31. árgangur — 167. tölublað. JT \ AlögB útsvör / Neskaupstað 20 milj. kr. hækkun 51.5% Þó munu hvergi hluffalisSega lægri útsvör í kaupstöðum! ■ Neskaupstað 28/7. — Lokið er álagningu út- svara og aðstöðugjalda í Neskaupstað fyrir árið 1966 og var skrá yfir hvort tveggja lögð fram í gær. Álögð heildarút- svör eru röskar 20 milj- ónir króna, í fyrra 13,2 milj., hækkun 51,5%. Þar af greiða einstaklingar Lim 11 miljónir eða 55% en fyrirtæki 9 miljónir eða 45% af upphæðinni. Þrátt fyrir mikla hækk- un munu hvergi lægri útsvör í kaupstöðunum. Var gefinn almennur af- sláttur af útsvörunum 16% og tryjggingabætur undanþegnar álagningu. Útsvörin Álagning útsvara hér í Nes- kaupstað í fyrra þótti miklum tíðindum sæta, en þá hækkaði útsvarsupphæðin um 70% frá árinu áður. Álagningin í ár mun einnig þykja saga til næsta bæj- ar því nú hækkar útsvarsupp- hæðin úr 13,2 miljónum í kr. 20.023.700’ eða _ um 51,5%. Af þessari upphæð er einstaklingum ætlað að greiða 11.061.100 (5.945.400 í fyrra) en fyrirtækj- um kr. 8.962.600 (7.254.600). | Einstaklingar sem nú bera út- svar eru 444 talsins og hefur fjölgað um 38 frá fyrra ári, en i Framhald á 6. síðu-. 29 miljónum jafnað niðurá Akranesi Á Akranesi var í þetta sinn jafnað niður útsvörum að upp- hæð kr. 24.885.300 á 1123 ein- staklinga og 47 félög. Alls greiða einstaklingar kr. 23.461.500 í útsvör en félögin 1.393.800. A8- stöðugjöld voru lögð á 122 ein- staklinga og 60 félög, þau gjöld nema samtals 4.179.600 kr. og bera einstaklingar þar af 702.200 kr. en félögin kr. 3.377.400. Ýmsir liðir voru dregnir frá fyrir álagningu svo sem sjúkra- bætur, mæðralaun, slysabætur, N0RRÆNA HÚS/Ð RÍSAF GRUNNl ÞESSA DAGANA er unnið af kappi við byggingu Norræna hússins og veröur platan yfir kjallaranum steypt í .dag. Þór- Ir Kr. Þórðarson prófessor sem er fulltrúi íslands i bygg- inganefndinni og formaður framkvæmdanefndar sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær, að framkvæmdir hefðu tafizt um a.m.k. þrjár vikur í vor vegna þess hve mikið frost var í jörð en grafið var fyrir kjallara hússins í fyrra. Að undanförnu hefur verkinu hins vegar miðað vel áfram og er áætlun að verða náð. Er ætlunin að ljúka byggingu hússins á tveim árum. HÚSIÐ er sem kunnugt er teikn- að af hinum fræga finnska arkitekt, Alvar Aalto og er Skarphéðirtn Jóhannsson arki- tekt fulltrúi hans í sambandi við bygginguna. Bygginga- meistari er Jón Bergsteinsson og trésmíðameistari Magnús Bergsteinsson. Eftirlitsmaður með byggingunni er Maggi Jónsson tæknifræðingur en Almenna byggingafélagið ann- ast alla verkfræðiþjónustu. Myndin er tekin -í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Fá skip með afla Hagstætt veður var á síldar- miðunum fyrra sólarhring og voru skipin aðallega um 90 til 110 mílur SSV af Jan Mayen eða á leið þangað. — AIls til- kynntu 12 skip um afla, 1112 Iestir. Raufarhöfn Helga Björg HU 165 Halldór Jónsson SH 35 Guðbjartur Kristján ÍS 50 Sigurður Bjarnason EA 50 Loftur Baldvinsson EA 135 Hafþór RE 157 Baldur EA 52 Guðrún Jónsdóttir ÍS 100 Ólafur Friðbertsson ÍS 43 Ólafur bekkur ÓF 175 Jón Kjartansson SU 90 Sæhrímnir KE 60 Grœnmetisverzlunin kœrð: Sökuð um skemmda vöru Neytendasamtökin draga í efa að innfluttar kartöflur fyrirtækisins séu í raun ætlaðar til manneldis! ■ Þau tíðindi hafa nú gerzt, að Neytendasamtök- in hafa kært Grænmetisverzlun landbúnaðarins fyrir Sjó- og .Verzlunardómi og bera henni á brýn svo stórfelld mistök í sambandi við kartöflusöl- una undanfarið, að vart sé einleikið. Verzlunar- Iiættir fyrirtækisins stríði gegn öllu viðskiptavel- sæmi enda ólöglegir. Þá hafa Neytendasamtökin skrifað landbúnaðarráðuneytinu og farið fram á grundvallarbreytingar á skipulagi þessara mála. Hér fara á eftir nokkrar glefs- ur úr bréfi Neytendasamtakanna til ráðuneytisins og svo kærunni sjálfri. „Kartöflur þessar (undanfarna mánuði) hafa verið meira og minna skemmdar, en verið seld- ar í lokuðum umbúðum með vill- andi einkennum. Nú síðast hafa hinar innfluttu kartöflur verið seldar sem 1. fl. enda þótt um væri að ræða blöndu af ætum og óætum, skemmdum og ó- skemmdum kartöflum í öllum hugsanlegum hlutföllu*n“. Yfirstrikarfir „Ekki er skylt að fíokka inn- fluttar kartöflur svo sem inn- Icndar, en eigi að síður hefur Grænmetisverzlunin selt þær í umbúöum, sem ætlaðar eru fyr- ir innl. flokkaðar kartöflur og þannig gefið ranglega til kynna, að um flokkun hafi verið að ræða. Sem dæmi má taka poka með áletmninni: Grænmetis- verzlunin, GuIIaugakartöflur. Eyrsti flokkur. Er þarna aðeins strikað yfir orðið „gullauga'*. Skepnufóður? „Draga verður í efa, að kart- öflur þær, sem fluttar hafa ver- ið inn, til dæmis þær, sem seld- ar hafa verið sem fyrsti flokkur undanfarið, séu ætlaðar til mann- eldis heldur öllu fremur til skepnufóðurs eða iðnaðar. Stærð- elli- og örorkubætur, fjölskyldú- bætur með öllum bömum og bamalífeyrir, sem reiknaður er til tekna við álagningu tekju- skatts. Veittur var aukafrádrátt- ur 10.000 krónur á sjötta bam og þar yfir, allir gjaldendur sem náð höfðu sjötugsaldri á árinu 1965 fengu 30.000 kr. aukafrádrátt og fleiri atriði komu til. Loks var veittur 10% afsláttur af öll- um útsvörum. Hæstu útsvör og aðstöðugjöld bera þessir einstaklingar: Garðar Finnsson 240.900, Runólfur Hall- freðsson 214.200, Þórður Guð- jónsson 207.200, Viðar Karlsson 197.400, Alfreð Karlsson 123.700, Hjálmar Lýðsson 123.200, Hilmar Harðarson 120.900, Einaf Kjart- ansson 114.700, Kristján Péturs- son 113.300, Þoryaldur Guðmunds- son 113.600, Þórður Óskarsson 111.000, Gúðjón Gíslason 109.500 og Lárus Árnason 104.000. Af félögum eru þessi hæst: Haraldur Böðvarsson & Co. 1.159.300, Þórður Óskarsson h.f. 270.000, Þorgeir & Ellert h.f. 262.200, Síldar. og fiskimjöls- verksmiðjan h.f. 448.000, Fiski- ver h.f. 226.800, ICaupfélag S- Borgf. 210.800, Staðarfell h.f. 141.600, Sútun h.f. 138.200, Heima- skagi h.f. 134.400, Þprsmörk h.f. 111.500, Nótastöfiin hf. 110.800 og Sig. Hallbjörnsson 104.300. armunur þeirra sýnir, að þær hafa hvergi verið flokkaðar á venjulegan hátt, þegar um mat- atkartöflur er að ræða“. Svo mörg voru þau orð! // Lukkupokar” „Sé tekið tillit til innihalds pokanna og miðað við óskemmd- Framhald á 6. síðu. Leifr að Sigurði hætt að mestu 1 gær var að mestu hætt leitinni að Sigurði Theó- dórssyni, piltinum sem hvarf frá félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd að- faranótt sunnudags; þó leituðu skátar áfram. Leit- in hefur verið mjög um- fangsmikil og fjöldi manns tekið þátt í henni, um 150 manns að jafnaði. Slysa- varnafélag Islands sendi mann vestur til að aðstóða við ^skipulagningu leitarinn- ar, einnig lét félagið tal- stöðvar í té og þyrla fé- lagsins leitaði lengi dags á því svæði sem helzt kom til greina. — Er nú álit leit- armanna, að það vel hafi verið að gert, að ekki sé árangurs að vænta af frek- ari leit. Skógafosssmyglið: V- Fimm þegar dæmdir í gæzluvarðhald ■ Dómsrannsókn í smyglmáli skipverja á m.s. Skóga- fossi var haldið áfram í gær og var þá fjórtándi maðurinn handtekinn. Er það bifreiðastjóri sá, sem ók smyglvam- ingnum frá Þorlákshöfn í Kópavog. í gær höfðu þegar fimm menn verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna þessa máls, en allir fjórtán hafa játað aðild að smyglinu. Bifreiðastjórinn, sem um ræðir, hafði farið þrjár ferðir austur fyrir heiði’til að sækja smyglið. ■ Eins og skýrt hefur verið frá er hér um meiriháttar smygl að ræða og tilraunin sérlega ósvífin 'þar eð reynt var að dulbúa vaminginn sem vörupartí. Smyglið, eða öllu heldur það sem fundizt hefur, er um hálf miljón vind- linga og 228 vínflöskur. Jón Abraham Ólafsson, saka- dómari, annast rannsokn malsins og stóðu yfirheyrslur í allan gærdag og fram á kvöld. ‘ ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.