Þjóðviljinn - 29.07.1966, Blaðsíða 10
Reykjavíkiirflugvöllur malbikaður
er í Ólafsvík smíði
nýrrar vandaðrar bryggju
Sl. þriðj'udag var formlega tekið í notkun nýtt hafnar
rnannvirki í Ólafsvík, er það löndunar- og viðlegubryggja
110 metrar að lengd -og 15 metrar að breidd. Bryggja þessi
er byggð úr harðviði, Greenhaert og Barsalocus, sérsta'k-
lega vandað og fallegt mannvirki.
Yirsmiður og verkstjóri við
bryggjugerðina og jafnframt við
alla hafnargerð í Ólafsvik var
Sigurður Jakob Magnúson bygg-
ingarmeistari í Ólafsvík, en hann
er með reyndustu háfnargerðar-
mönmira þessa lands.
Verkfræðingar við hafnargerð-
ina hafa verið Jónas Elíasson
Og Helgi Jónsson starfsmenn
Vitamálaskrifstofunnar.
. / " I
Hryggja þessi kostar um 6
miljónir. Fyrsti bátur er landaði
við hina nýju bryggju var m.b.
Auðbjörg, Ólafsvík, skipstjóri
Guðlaugur Guðmundsson, en
hann er nú elzti starfandi skip-
stjóri í Ólafsvík.
Með þessari bryggju er loki^
3ja áfánga nýrrar hafnargerðar
i Ólafsvík sem hófst 1962., var
fyrst byggður grjótgarður, 427
metra langur með steyptu enda-
skeri. Þá var dýpkað hafnarsvæð-
ið, dælt upp sandi, 70 þúsund
rúmmetrum, og gerð uppylling
sem þessi bryggja var byggð út-
frá.
Heildarkostnaðarverð þessara
framkvæmda allra er í dag rúm-
ar 23 miljónir, hefur Ólafsvík-
urhreppur orðið að sjá fyrir um
74% af kostnaðarverði verksins.
Með þessum áfanga er náð
mikilvægum árangri fyrir at-
vinnuuppbyggingu Ólafsvíkur,
bátaflotinn fær þama góða að-
stöðu, en bátar í Ólafsvík hafa
orðið til þessa að sæta sjévar-
föllum við mjög erfiðar aðstæður.
Fjörði og síðasti áfangi þess-
arar hafnargerðar er lenging
norðurgarðsins um 25—30 metra
sem á að loka fyrir norðaustan
báruna, sem gerir mikinn óróa
ir.ni í höfninni. Með þeirri leng-
ingu er hægt að fullnýta þá
hafnaraðstöðu sem komin er í
Framhald á 3. síðu.
^ * SI. miðvikudag hófst vinna
við malbikun Reykjavíkurflug-
vallar og var byrjað á brautinni
sem liggur frá norðri til suðurs
en síðan er ætlunin að malbika
hinar brautimar á eftir.
*•’ ÁætlaSur kostnaður við mal-
bikunarframkvæmdirnar nú er
3—4 miljónir króna en við verk-
ið í heild a.in.k. 8—9 miljónir
króna.
* Skipt hefur verið um jarðveg
í allri fiugbrautinni sem nú er
verið að malbika og hófust fram-
kvæmdir við það verk í fyrra-
sumar.
* Myndin er tekin í gær. —
(Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Bindindismót í Vaglaskógi
um verziunarmannahelgina
Nokkur æskulýðsfclög á Akur-
eyri, Eyjafirði og Suður-Þingeyj-
arsýslu hafa ákveðið að efna til
bindindismóts I Vaglaskógi um
verzlunarmannahelgina. Hefst
mótið að kvöldi laugardagsins
30. júlí með útiskemmtun. Dans-
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■«■?■■■■■■■■■ "^
■
Um Valþjófsstaðahurðina |
mætti skrifa endalaust
U”
Tm daginn var hér í blað-
inu skýrt frá útkomu mik-
ils vísindarits um þann ágæta
grip, Valþjófsstaðahurðina, og
hefur það saman tekið þýzk-
ur vísindamaður, Peter Paul-
sen.
Þar er þess m.a. getið, að
þei'r Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður og Magnús Már
Lárusson prófessor hefðu
verið Ppulsen nokkuð innan
handar við starf hans að bók-
inni. Því hefur blaðið snúið
sér til þjóðminjavarðar og
spurt hann í hverju hann
vildi helzt sjá ágæti þessa
verks.
Kristján Eldjám sagði, það
væri að líkindum merkileg-
ast við þetta rit, hve vel og
rækilega höfundur þess hefði
skoðað hurðina, miklu betur
en nokkur annar maður áður,
allt að því sett hvert smáat-
riði undir smásjá og svo virt-
ist sem honum hefði tekizt að
pressa alla þá vitneskju úr
hverju atriði sem hægt væri.
Iöðru lagi er það mikils
vert, að í verki Paulsens er
þessi ágæti gripur settur í
vítt samhengi, miklu viðara.
en nokkur hefur gert áður.
Höfundur er mjög vel að sér
um rómanska list og hefur
miklu betri aðstöðu en nokk-
ur maður hérlendur til þess
að setja Valþjófsstaðahurð í
réttan bakgrunn. • Og hann
heldur sig ekki aðeins við list-
sögulegar athuganir, heldur
tengir verkefni sitt við menn-
ingarsögu, trúarbragðasögu og
almenna sögu — allavega er
mikið á þessari bók að græða.
— Hvað myndi helzt koma
á óvart í þessu riti?
— Það er ekki gott að
vita. Paulsen hefur sínar
kenningar um það, hvaða per- í
sónur eigi að sjást á hurð- j
inni; hann sér þar til að j
mynda Hinrik Ijón, Saxaher- j
toga, en í Braiinschweig stend- j
ur frægt minnismerki hans. j
Ég skal ekki fella neinn dóm j
um þá hluti en ekki virðist i
þetta nógu sannfærandi.
— Hafa aðrir fornir is-J
lenzkir gripir fengið svipaða i
meðferð og Valþjófsstaða-
hurðin?
— Jýei, enda eru ekki marg-
ir gripir til, sem skrifa mætti
um heilar bækur. En um Val-
þjófsstaðahurðina má að lík-
indum skrifa endalaust. Menn
eru að sjálfsögðu oft skotnir
í verkefnum sínum, en hvað
sem því líður, þá hefur Paulr
sen lýst því yfir, að liklega
sé þessi hurð ágætasta verk
rómanskrar listar á Norður-
löndum.
að verður í Brúarlandi og á mið-
nætti verður flugeldasýning og
brenna.
Daginn eftir, sunnudag, verða
tvær . útisamkomur og einnig
dansað um kvöldið. Meðal
skemmtiatriða eru söngur Magn-
úsar Jónssonar og- Svölu Nielsen,
Jóhanns Daníelssonar og Sigríð-
ar Schiöth, Lúðrasveit Siglufjarð-
ar leikur, kvartett frá Húsavík,
syngur, Ómar Ragnarsson og
Alli Rúts flytja skemmtiþætti,
Gunnar Stefánson frá Dalvík
les upp og hljómsveitin Póló
Framhald á 6. síðu.
Föstudagur
júlí 1966 —
árgangur —
tölublað.
Suðurlondssíldveiði
er minni en í
fyrra
Þjóðviljanum hefur borizt
skýrsla Fiskifélags íslands um
síldveiðarnar sunnanlands mið-
að við miðnætti sl. laugardag en
heildaraflinn frá 1. júní sl. til
þess tíma var orðinn 21,500 lest-
ir og er það mikið minni veiði
en var á sama tíma í fyrra. Váfc
veiðin frá 1. júní tii 10. júlí í
fyrrasumar 30.836 lestir.
Aflinn skiptist þannig á lönd-
unarstaði;
Lestir
Vestmannaeyjar 13.238
Þorlákshöfn 3.430
Grindavík 4.206
Sandgerði 316
Keflavík 387
Hafnarfjörður 135
Reykjavík 366
Akranes 313
Bolungarvík .109
f skýrslu um afla einstakra
báta segir að hún sé miðuð við
tímabilið 12. maí til 23. júlí eða
sama tíma og síldveiðarnar fyrir
Austurlandi hafa staðið en frá
Framhald á 3. síðu.
Stærsta áætlunar
bifreið
fínun kennaraaámskeið verða
haldin I septeaiber í haust
■ f fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá
fræðslumálaskrifstofunni segir. að í september n.k. verði
haldin fimm námskeið fyrir kennara í ýmsum greinum,
eru .það dönskunámskeið, söngnámskeið, íslenzkunámskeið,
starfsfræðslu- og félagsfræðinámskeið og stærðfræði- og
elisfræðinámskeið. Einnig er í ráði að halda fræðslufundi
fyrir kennara í haust, m.a. íþróttakennara.
itut í Salzburg, Sigríður Pálma-
dóttir kennari við Barnamúsík-
■ ■/ <■■■■■■■■■*■■ ■■■■■»■■■■■■■■■■*•
Námskeið fyrir dönskukenn-
ara verður haldið dagana 1—20.
sept. í Kennaraskóla íslands.
Umsjón með námskeiðinu hefur
Ágúst Sigurðsson, námsstjóri.
Aðalkennarar verða Danirnir
Niels Ferlov, menntaskólarektor
og Manikus Hansen, lektor. Þeir
eru báðir kunnir skólamenn,
hafa m.a. kennt dönsku við há-
skóla í Svíþjóð.
Námskeið fyrir söngkennara
verður haldið dagana 1. til 9,
sept. í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Umsjón með nám-
skeiðinu hefur Guðmundur GuðT
brandsson, form. Söngkennarafé-
lags fslands.
Aðalkennarar verða: Dr. Her-
mann Regner frá Garl Orff Inst-
skólann og dr. Róbert A. Ottós-
son, söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar.
fslenzkunámskeið fyrir gagn-
fræðaskólakennara verður hald-
ið dagana 5. til 16. sept. n.k. í
Kennaraskóla fslands. Aðalvið-
fangsefni námskeiðsins verður
íslenzkar bókmenntir og kynn-
ing þeirra á gagnfræðastigi.
Kennslu og fyrirlestra munu
annast; dr. Steingrímur J. Þor-
steinsson, próf., Jón Böðvars-
sdn, cand. mag., Baldur Ragn-
arsson kennari og Óskar Hall-
dórsson námsstjóri, sem jafn-
framt hefur umsjón með nám-
skeiðinu.
Starfsfræðslunámskeið verður
haldið dagana 5. til 16. sept. í
Kennaraskóla íslands.
Aðalkennarar verða Margareta
Vestin frá Stokkhólmi og Stefán
ÓI. Jónsson, námstjóri, sem auk
þess .stjórnar námskeiðinu. Auk
þeirra flytja ýmsir erindi um at-
vinnulíf landsins og menntunar-
leiðir.
. Athygli þeirra sem áður hafa
sótt starfsfræðslunámskeið, skal
vakin á því að dagana 12.—16
sept. eru tekin fyr-ir verkefni,
sem eigi hafa verið kynnt áður.
Stærðfræði- og eðlisfræðinám-
skeið verður haldið dagana 5. til
17. sept. í Menntaskólanum við
Lækjargötu.
Aðalkennarar í stærðfræði
verða Björn Bjarnason, dósent
og Guðmundur Arnlaugsson,
rektor, sem jafnframt hefur um-
sjón með námskeiðinu.
í eðlisfræði eru aðalkennarar:
Páll Theódórsson, eðlisfræðing-
ur, Steingrímur Baldursson,
prófessor og Örn Helgason eðl-
isfræðiiigur.
Heimilt er að taka annað hvort
Framhald á 6. síðu.
* Þessi mynd var tekin í fyrra-
,*■] kvöld er verið var að skipa
★1 upp stærstu áætlunarbifroið,
sem keypt hefur verið hingað
■*; til lands. Eigandi hennar er
*í Norðurleið og tekur bíllinn 68
*; farþega í sæti. Hann er af
*r. gerðinni Scania Wabis. —
*■, (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Prentfrelsið
í V-Þýzkalaadi
MUNCHEN 2877 — Dómstóll
i Miinchen mælti svo fyrir í
dag, að útgefandi vikuritsins Der
Spielel, Rudolf Augstein, skyldi
greiða fyrrverandi varnarmála-
ráðherra Vestur-Þjóðverja, Franz
Josef Strauss 25.000 mörk (um
250.000 ísl. kr.) í skaðabætur
fyrir meiðyrði.
Dómurinn staðfesti fyrri dóm,
sem féll á þá leið, að Augstein
væri skylt að draga opinberlega
til baka ummæli sín, að Stra,uss
hefði misnotað ráðherrastöðu
sína til persónulegs framdráttar.
Augstein hélt því fram 1962,
að Strauss hyggðist græða- á því
að mæla með einkafyrirtæki til
að taka að sér byggingar hern-
aðarmannvirkja í Vestur-Þýzka-
landi fyrir bandaríska varnar-
málaráðherrann þáverandi Thom-
as Gales.
I