Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 10
FYLKINGIN Fulltrúaráðs- fundur Fundur verður haldinn í fulltrúaráði ÆFR n.k. mið- vikudagskvöld kl. 8.30. — Fundarefni: Starfið •' fram- undan. Upplesstur Á fimmtudagskvöldið kl. 8.30 mun Jón frá Pálmholti Iesa upp nýja frumsamda smásögu sem væntaniega á eftir að vekja athygli þó að draga megi í efa að hún fáist birt á næstunni. Fylkingarfélagar Síðasta helgarferðin á þessu sumri verður farin helgina 21.—22. ágúst. — Verður farið til hins fagra #staðar Þórsmerkur. Félag- ar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Allar nánari upplýs- ingar um förina og skrá- setningu í hana eru veitt- ar í símum 17513 og 50308. ÆFH. ■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fischer kominn í 1.—2. sæti Að Ioknum sextán umferðum í Piatigorskyskákmótinu í Kali- forníu éru Spassky og Fischer eftir með tíu vinninga, en tvær umferðir eru nú eftir. Eischer hefur sótt sig mjög síðari hluta mótsins og hefur hlotið 6Vz vinning í síðustu sjö umferðum. I 16. umferð vakti mesta athygli glæsilegur sigur Larsens yfir heimsmeistaranum Petrosjan, en Larsen sigraði ginnjg í fyrri skák þeirra á mót- Inu. önnur úrslit í 16- umferð urðu þes§i: Fischer vann Najdorf, Portisch vann Donner, jafntefli varð hjá Spassky og Ivkov og einnig hjá Reshevsky og Unzick- er. Staðan þegar tvær umferðir eru eftir er þannig: Spassky og Fischer 10 vinninga, Larsen og Unzicker 8% vinning, Najdorf og Reshevsky 8 vinninga, Portisch 7% vinning og biðfekák, Petrosj- an 7V2 vinning, Donner sex vinn- inga og Ivkov fimm vinninga og biðskák. íslenzka olympluskáksveitin valin: Sterkasta sveitin sem við höfum sent út til keppni □ íslenzka skáksveit- in, sem keppir á 17. Ol- ympíuleikjunum á Kúbu í haust, hefur nú verið valin, og er hún skipuð okkar beztu skákmönn- um, vafalaust sterkasta ikáksveit sem við höf- um sent á alþjóðlegt skákmót um langan fcíma. 17. Olympíumótið í skák verð- ur haldið í Havana á Kúbu 25. október til 20. nóvember n.k. í sumar voru 9 skákmeistarar valdir sem líklegir keppendur af fslands hálfu. og hafa þeir stundað æfingar undir stjórn Friðriks Ólafssonar síðan 6. júlí í sumar. Á fundi stjórnar Skáksam- bands íslands hinn 8. ágúst sl, voru eftirtalflir skákmenn vald- ir keppendur i mótinu: 1. borð: Friðrik Ólafsson stór- meistari. 2. borð: Ingi R. Jóhannssón, al- þjóðlegur meistari. 3. borð: Guðmundur Pálmason. 4. borð: Freysteinn Þorbergsson, Skákmeistari Norðurlanda. 1. varam.: Gunnar Gunnarsson, Skákmeistari íslands 1966. 2. varam.: Guðm. Sigurjónsson, Skákmeistari íslands 1965. AUir hafa þessir menn gefið jákvætt svar um þátttöku, Guð- mundur Pálmason þó með fyrir- vara, en vonir standa til að úr r hans málum rætist svo að hann geti verið með. Ef svo verður ! ekki mun Jón Kristipsson, Skák-, meistari Reykjavikur 1966, taka- sæti 2. varamanns og hinir flytjast upp. Fyrirliði skáksveit- arinnar verður Friðrik Ólafsson, en fararstjóri Guðbjartur Guð- mundsson gjaldkeri Skáksam- bands íslands. Vafalítið eru þeir menn, sem valdir hafa verið 'sem keppend- ■ ur, okkar sterkustu skákmenn : nú og er langt síðan við höfum sent svo öfluga skáksveit á al- | þjóðlegt skákmót. Stjórn skák- i sambandsins hefur vandað vel Framhald á 3. síðu., Guðmundur Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Þriðjudagur 16. ágúst 1966 — 31. árgangur — 181. tölublað. Veiðin um helgina alls 10308 lestir ■ Um helgina var allgóð síldveiði á miðunum fyrir Austurlandi en veiðisvæðið hefur færzt nokkuð fjær landi og er nú 170—180 sjómílur ASA frá Dalatanga. Frá laug- ardagsmorgni til sunnudagsmorguns tilkynntu 36 skip um afla, samtals 5299 lestir, og frá sunnudagsmorgni til mánu- dagsmorguns tilkynntu 37 skip afla. alls 5009 lestir. Skip sem fengu yfir 190 lestir: I Dalatangi (Sunnudagur): lestir Halldór Jónsson SH 115 Akurey RE 342 ' Skírnir AK . 170 ísleifur IV. VE 200 , Björg . NK 242 j Náttfari ÞH 220 ; Gísli Árni RE 230 Höfrungur III. AK 110 Ólafur Sigurðsson AK 170 Ólafur Magnússon EA 130 Loflur Baldvinsson EA 100 Ingiber Ólafsson GK 180 Sig. Bjarnason EA 100 Helga Guðmundsd. BA 150 Guðbjartur Kristján IS 120 Guðm. Péturs IS 320 Ásbjörn RE 200 Fákur GK 150 Snæfell EA 220 Framnes IS 140 Dan IS 135 Helga RE 120 Víðir II. GK 140 Hafþór RE 320 Sóley IS 160 Dagfari ÞH 130 Fagriklettur GK 170 Dalatangi (Mánudagur): Iestir , Gjafar VE 180 Björgúlfur EA 180 Guðrún Þorkelsd. SU | 180 j Gullver NS 380 j Gullberg NS 190 ! Ingvar Guðjónss. SK 160 Helga Björg HU 110 Hannes Hafstein EA 320 Guðrún Guðleifsd. IS 172 Jón Garðar GK 231) Jón Finnsson GK 100 Helgi Flóventsson ÞH 175 Björgunarsveitir að norðan og sun nan á æfingu: Áttu stefnumót norðan Hveravalla ■ Um helgina áttu sex björgunarsveitir Slysavarnafé- lags íslands — að norðan og sunnan — stefnumót við Seyð- isárrétt norðan Hveravalla og æfðu björgunarsveitarmenn- imir, sem voru liðlega 70 að tölu, sig í meðferð kompása og korta, gerðir voru út leitarflokkar o'g leitarmennirnir reyndu 40 nýjar labb-rabb talstöðvar sem reyndust á- gætlega. Eftir hádegið var haldin for- mannaráðstefna og flokksstjórar útskýfðu fyrir mönnum sínum skipulagningu leita og hver flokkur fékk ákveðna stefnu til að ganga eftir. Flokksstjórarnir fengu innsigluð fyrirmæli og máttu þeir ekki opna þau fyrr en aðalstöðvarnar gáfu merki. Eftir þessar æfingar var ten- ingnum snúið við og haldin var kvöldvaka þar sem hver björg- unarsveit lagði til efni. M.a. flutti Ingólfur Nikodemusson frá Sauðárkróki skemmtilega frá- sögn af hvarfi Reynisstaða- bræðra og Gestur Guðmunds- son frá Blönduósi var forsöngv- ari í fjöldasöng. . Snemma á sunnudagsmorgun voru björgunarsveitarmennirnir kallaðir út eins og um leit væri að ræða. Skipulögðu flokks- stjórnarnir 6 leitarsvæði, all- fjarri aðalstöðvunum og voru Stjórnandi æfinganna var Hannes Hafstein fulltrúi Slysa- varnafélagsins og skýrði hann Þjóðviljanum frá tilhögun þeirra. Hannesi til aðstoðar voru for- menn sveitanna sem skipuðu æf- ingarráð. Björgunarsveitamönnunum var skipt í 6 flokka og voru for- menn' sveitanna flokksstjórar. Sveitirnar sex, sem komu frá Reykjavík, Kópavogi, IJafnar- firði, Akranesi, Blönduósi og Sauðárkróki, söfnuðust saman við Seyðisárrétt snemma á laug- ardagsmorgun og flutti Hannes Hafstein ávarp. Siðan voru haldin þrjú nám- skeið, það fyrsta um kompása og kort sem Tómas Hjaltason Reykjavík sá um. Annað nám- skeiðið var um slysahjálp og stjórnaði Lúðvík Jónsson Akra- nesi því. Það siðasta var um talstöðvar og var stjórnandi Þorvaldur Mawby frá Reykjavík. sveitirnar fluttar þangað á bíl- um. í þessari „leit“ voru reyndar 40 nýjar talstöðvar sem ein- göngu eru ætlaðar til notkun- ar milli leitarflokka innbyrðis. Gekk leitin vel og kom síðasti flokkurinn í aðalbúðirnar um klukkan 2. Þá fóru menn að tygja sig til heimferðar og sagði Hannes Haf- stein að æfinga^nar hefðu tek- izt vel enda veður með afbrigð- um gott. Slíkar æfingar hefðu verið haldnar áður, en þetta væri í fyrsta skipti sém björg- unarsveitir af Norður- og Suður- landi kæmu saman til æfinga og væri þetta vonandi aðeins byrj- un á frekara samstarfi. Ágúsfmét TR hefst 23. |un. Ágústmót Taflfélags Reykja- víkur hefst að Freyjugötu 27 í Reykjavík þann 23. ágúst n. k. Tefldar verða níu umferðir eftir Monradkerfi- Mótið verður opið eða án flokkagreiningar. Skrá- setning í móííð fer fram dagana 17., 18- og 22. ágúst klukkan 8- Jón Kjartansson SU 115 Fróðaklettur GK 153 Árni Geir KE 111 Sigurborg SE 120 Hólmanes SU 180 Sólfari AK 100 Grótta RE 170 Þráinn NK 122 Hoffell SU 120 Örn RE 240 Bergur VE 125 Bjarmi EA 130 Ásþór RE 200 Drengur höfuðkíípu- hrofnar Það slys varð á sunnudag í Villingaholtshreppi í Árnessýslu að bíll frá Reykjavík lenti út af veginum í beygju með þeim afleiðingum að lítill drengur höf- uðkúpubrotnaði. Slysið varð skammt frá af- leggjaranum að Hróarsholtí og mun ökumaður hafa misst vald á bifreiðinni í lausamöl og lenti út af veginum háegra fnégih’ Tvær konur voru í bílnum með mörg börn. en enginn slasaðist alvarlega nema drengurinn sem er á fimmta ári. Hann liggur á Landakotsspítala. Þá var. Volkswagenbifreið ek- ið út af veginum við Tíðaskarð í Kjós og lenti hann í skurði og valt um koll. Vildi þetta þannig til að ökumaður var að keyra fram úr öðrum bíl, sem stóð á veginum með allar hurð- ir opnar, og lenti of tæpt á brúninni. í bílnum voru þrjár konur og nokkur börn. en eng- an sakaði. Um 7 leytið í gærkvöld var enn ekið út af vegi, rétt fyrir framan Engimýri í Öxnadal. Átta manns, allt Frakkar, voru í bílnum og þlaut þrennt mar- bletti og skrámur og var1 flutt til Akureyrar. Stýrisútbúnaður Slys, á Hellu: Varð að saga sviffíuguna / sundur tíl að ná manninum Á sunnudag varð það óhapp á flugvellinum á Hellu afí svif- flugu hlekktist á í lendingu með þeim afleiðingum að flugmað- urinn slabaðist og flugvélin gjöreyðilagðist. Ekki er vitað um orsakir slyssins, en við skyndiathugun á flaki svifflug- unnar- fannst ekkert athugavert við íæki hennar. Flugmaðurinn, Erling Ólafs- son, hafði þó áður en hann lenti haft samband við imenn niðri og sagt þeim að stjórntæki svif- flugunnar létu illa að stjórn. Tókst honum ekki að rétta flug- una af er hann lenti óg hún stakkst niður í flugvöllinn og vatzt svo, að saga varð hana í sundur til að ná Erling út henni. Sjúkraflugvél var fengin til að flytja Erling til Reykjavíkur þar sem óttazt var að hann væri hættulega slasaður en við lækn- isrannsókn reyndust meiðsl hans ekki alvarleg. 10 e.h. í skrifstofu félagsins að bílsins. sem var frá bílaleigu, Freyjugötu 27. — (Frá T- R.). hafði bilað. -----------------------—------£__________ Breyting á umferð um Hafnarfjörð Umferð létt ufStrandgötu - einstefnuukstur tii suðurs I morgun kom til framkvæmda sú breyting á umferð um mið- bæinn í Hafnarfirði, að einstefnu akstur verður um Strandgötu til suðurs og jafnframt verður Fjarðargata, hin nýja gata neð- an Strandgötu, aðalbraut fyrir allri umferð. Breyting þessi er gerð til að létta umferð af Strandgötu, sem verið hefur að- alumferðargata um Hafnarfjörð til þessa- Strætisvagnar munu fara um Fjarðargötu báðar leið- ir, strax og biðskýlið hefur verið flutt þangað af Strandgötu. Önnur breyting á umferð í Hafnarfirði tekur gildi nú næstu daga, og er hún gerð#l að beina óþarfa umferð af Þúfubarði. Bannað verður að beygja til hægri af Þúfubarði inn á Reykja- nesbraut og eins verður bannað að beygja af Reykjanesbraut til vinstri inn á Þúfubarð, þannig að umferð sunnan af Suðumesj- um og suður þangað fer nú um Suðurgötu en ekki Þúfubarð, enda hefur syðsti hluti Suður- götu verið lagfærður nú fyrir skemmstu- Tapaði kvik- mynrfavél Hollenzkur rafmagnsverkfræð- ingur sem hér er staddur í sum- arfríi hefur orðið fyrir því ó- happi að tapa kvikmyndatöku- vél einhversstaðar í Reykjavík. Er þetta 8 mm vél í tösku sem merkt er nafni hans. Peter van Dusschoten. Rannsóknarlögregl- an biður þá sem einhver.iar upp- lýsingar gætu gefið um vélina að gefa sig fram. 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.