Þjóðviljinn - 17.08.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1966, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvifcudagur 17. ágúst 1966. Otgebmdi: SameinlogarQofckur mlþýðu — Sóeíalistaflokte- urinn. Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Ejartansson* Sigurður euðmundsson. rróttaritatjóri: Sigurður V. Piiðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jótanneasoo. Sími 17-S00 (5 lfnur). Askriftarverð kr. 105.00 á máxtuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Brautryð/andinn 17'erkalýðshreyfingin á íslandi á sér orðið all- " lainga sögu, allt frá prentarasamtökum um 1887, Bárufélögunum 1894, verkamanpafélögunum á Akureyri og Seyðisfirði tveimur árum síðar. Iðnaðarmannafélög komu kringum aldamótin; Dagsbrún, Hlíf og fleiri verkamannafélög á fyrsta áratugi tuttugustu aldar. En í fámenni hins ís- lenzka þjóðlífs og fábreytni atvinnuhátta lands- manna varð vöxtur verkalýðshreyfingarinnar fremur hægur fram yfir 1920. Úr því tekur hreyf- ingin að eflast mjög ört og verður á næstu ára- tugum að miklu áhrifavaldi í þjóðlífinu, grípur meira og meira inn í gang almennra þjóðmála, bæði verkalýðsfélögin sjálf, sameinuð eftir 1940 í óháð fagsambamd, og þá fara líka verkalýðsflokk- ar, sprottnir af sömu rót, sömu alþýðuhreyf- ingu, að eflast svo um munar. ff^að er með ólíkindum að ævi eins brautryðjanda *■ verkalýðshreyfingarinnkr á íslandi, Ottós N. Þorlákssonar, skuli spenna yfir nær allan sögu- tíma íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Hann vinn- ur rösklega tvítugur að stofnun fyrsta Bárufé- lagsins og er um fimmtán ára skeið aiðalleiðtogi þeirra samtaka, en Bárufélög, sjómannafélög- spretta upp í mörgum verstöðvum suðvestanlands á þessum árum, og mynduðu samband sín á milli og var Ottó forseti þess. Unnu Bárufélögin stór- merkt brautryðjendastarf jafnt að því að auka félagsþroska og efla heilbrigt sjálfsálit íslenzkra sjómanna og með kjarabaráttu og þrýstingi á um- bætur í öryggismálum sjómanna og aðstöðu þeirra almennt. Bárufélögin urðu undir handleiðslu Ott- ós N. Þorlákssonar dýrmætur skóli ýmsum hinum beztu baráttumön'num Dagsbrúnar og Hásetafé- lags Reykjavíkur, og munu áhrif þessara merku sjómannasamtaka hafa enzt lengi og vel íslenzkri verkalýðshreyfingu. Ottó verður svo þegar á fyrstu árum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar áhrifa- maður í því félagi, á drjúgan hlut að stofnun hins skammlífa Verkamannasambands íslands 1907. Og hann flytur tillöguna í Dagsbrún sem leiddi til stofnunar Alþýðusambands íslands, og var kjör- inn fyrsti forseti þess á stofnþinginu 1916. Hann verður svo á sextugsaldri samstiga ungri róttækri fylkingu sem stofnaði Kommúnistaflokk íslands 1930 og Sósíalistaflokkinn ásamt vinstra armi Al- þýðuflokksins átta árum síðar. Og hann hélt rót- tækni sinni og skýrri hugsun allt til æviloka. Ottó andaðist 9. þ.m. og verður jarðsettur í dag. T^Tú vita fáir hvað brautryðjendur íslenzkrar -‘-x’ verkalýðshreyfingar áttu við að stríða, en hinir beztu þeirra og þrekmestu stæltust við hverja raun og unnu afrek sem ekki einungis alþýðan nýtur í dag og framvegis, heldur öll þjóðin. Einn þeirra var Ottó N. Þorláksson. Flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, og Þjóðviljinn þakka hon- um afrekin og ævistarfið í bágu verkalýðshreyf- igarinnar og sósíalisma á íslandi. Lokið er ævi elzta forustu- manns íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar. Mikill brautryðj- andi er fallinn í valinn, hinn síðasti úr þeim hópi, sem hófu merkið rétt fyrir síðustu alda- mót. Langt æviskeið helgað baráttunni fyrir málstað ís- lenzkrar alþýðu er á enda runnið. Frá því er mikil saga, sem jafnframt er þróunarsaga íslenzkrar verkalýðshreyfingar og íslenzks sósíalisma. Það er nú orðið meira en mál að sú saga verði skráð. Til þess þarf vel að vanda, því að gildi slíks verks fyrir nútímann er ómet- anlegt, ef vel tekst til. Það er ekki hægt að skilja nútímann og vandamál hans án þess að þekkja þá sögu og kunna glögg skil á tengslum hennar við nú- tímann og þá baráttu, sem nú er háð. f dag munu hinir fær- ustu menn, sem lagt hafa mikla vinnu í að afla heimilda um þetta tímabil, víkja að einstök- um þáttum þeirrar sögu. Von- andi verður þess ekki langt að bíða að yngri kynslóðin, sem verður að bera hita og þunga dagsins, fái í hendur það vopn er hún má sízt án vera, vandað verk um sögu ’S- lenzkrar verkalýðshreyfingar frá upphafi. Nafn Ottós N. Þor- lákssonar er órjúfanlega tengt þeirri sögu frá upphafi vega og allt fram á þennan dag. Þetta verður naumast sagt um nokkurn annan forustumann ís- lenzkrar alþýðu. Sá sem tæki sér fyrir hendur að skrifa ævi- sögu Ottós, yrði jafnframt að skrifa sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar að verulegu leyti. Og sá sem tæki að sér f. 4. nów. 1871 — að skrifa sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, yrði jafnframt að skrifa sögu Ottós eða að minnsta kosti þann þátt henn- ar, sem mestu máli skiptir bæði fyrir sjálfan hann og samtíð hans. Mér þótti rétt að koma þess- ari ósk minni og von á fram- færi um leið og ég flyt Ottó hinztu kveðju mína. Ég var svo lánsamur að kynnast Ottó og heimili hans þegar í æsku, einmitt á því aldursskeiði, er mannshugurinn verður fyrir þeim áhrifum, sem endast allt lífið. Þá tengdist ég honum og fjölskyldu hans þeim vináttu- böndum, er aldrei hafa rofnað. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að flytja þessu ágæta heimili dýpstu þakkir mínar fyrir þá skuld, sem aldrei verð- ur greidd. Ottó Þorláksson var alda- mótamaður, v'erðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem við minnumst nú með virðin^u og þakklæti. Hann hafði mörg ein- kenni hennar og marga beztu kosti hennar, hugsjónatryggð, stefnufestu, sannleiksást og heiðríkju í hugsun og hann var mikill andstæðingur trúar- bragða og trúarhleypidóma. En um margt var hann einstakur og ólíkur öðrum aldamóta- mönnum. Sjálfstæðisbaráttan og baráttan fyrir íslenzkri end- urreisn á sviði efnahagsmála og menningar var hið sögulega hlutverk þeirrar kynslóðar. Á þeiúi vígstöðvum var Ottó í fremstu röð, eldheitur sjálf- stæðismaður og jafnan í hin- um róttækasta armi. En hann sá miklu lengra en flestir fé- d. 9. ág. 1966 lagar hans og samtíðarmenn. Honum var Ijóst, að þegar horft var lengra fram, urðu sjálf- stæðisbaráttan og frelsisbarátta íslenzkrar alþýðu ekki aðskild- ar, þetta voru tvær greinar á einum stofni, tveir þættir sögu legrar framvindu í órofa tengsl- um. f frelsisbaráttunni gat fólkið engum treyst nema sjálfu sér og til þess þurfti það að rísa úr öskustónni, hrista af sér margra alda áþján, andlega eymd og volæði, vanmáttar- kennd, vonleysi og ómenningu. Frelsisbaráttan hlaut að vera menningarbarátta um leið. Þess- vegna barðist Ottó á þrennum vígstöðvum í senn, í verkalýðs- hreyfingunni, sjálfstæðishreyf- ingunni og bindindishreyfing- unni og var jafnskeleggur og jafnheitur andstæðingur alls undansláttar í þeim öllum. Það er þessi víðsýni og framsýni, hinn alþýðlegi sagn- arandi, hið næma stéttarskyn alþýðumannsins, er gerir Ottó svo einstakan í persónusögu þessarar aldar, sem raun ber vitni. Frá því fyrir aldamót, þegar Ottó starfaði að stofn- un fyrstu verkalýðsfélaganna, hefur mikið vatn runnið til sjávar og meiri og stórstígari breytingar orðið en um aldir áður. Kynslóð hefur tekið við af kynslóð, þar sem hver hefur haft sínu hlutverki að gegna um tiltölulega stutt skeið, ný verkefni kröfðust nýrra manna, hinir eldri áttu erfitt með að fylgjast með og hurfu fljótt úr sögunni og hinir yngri höfðu oít ærið takmarkaðan skilning á tímabilinu næst á undan. Þetta eru mennirnir, sem hugsa í árum en ekki öldum, takmark- aðir við horf og vérkefni til- tekins árabils. En Ottó var alltaf ungur, alltaf jafnglögg- skyggn á verkefni hvers tíma- Ottó N. Þorláksson fæddist að Holtakotum í Biskupstung- um 4. nóvember 1871, og var því á 95. aldursári er hann lézt 9. ágúst sl. Foreldrar hans voru Þorlákur Sigurðsson, síð- ar bóndi að Korpúlfsstöðum, og Elín Sæmundsdóttir frá Hellu- dal í Biskupstungum. Foreldr- um Ottós auðnuðust ekki sam- vistir og var hann á bams- og unglingsaldri með móður sinni og frændum. Sjálfur hefur hann sagt frá æsku sinni og óvenjulegri sjálfs- menntun af bóklestri á ung- lingsárum: . „Ég man lítið eftir mér fyrr en á níunda ári, var með móð- ur minni á hálfgerðum flæk- ingi. En þá komst ég að Hellu- dal í Biskupstungum og varþar til 18 ára aldurs hjá frænda mínum Eiríkl Þórðarsyni og konu hans . Guðrúnu Magnús- dóttur. I Helludal var tvíbýli, hinn ábúandinn hét Guðmund- ur Magnússon, þjóðhagi og snillingur, smíðaði allt hugsan- -legt, var jafnvigur á smíðar úr járni, tré, kopar og hverju sem var. Hann átti mikið af bókum og ég lá í þeim hvenær sem færi gafst frá vinnu, en hún var allströng eins og alstaðar í þá daga; þó átti "ég gott hjá frænda minum. En svo var það Haukadalur, þangað var ekki nema tuttugu mínútna gangur. Þar bjó Sig- urður Pálsson, afi Sigurðar Greipssonar, og átti afasystur mína fyrir konu. í Haukadal var kirkja og þar var kirkju- loft. Og loftið var fullt af bók- skeiðs í lífi hans. Þó var hann allra manna sjálfstæðastur gagnvart straumum tízkunnar. Það er nefnilega hægt að fylgj- ast með tímanum á tvennan hátt: Að láta berast eins og fis fyrir hverjum andblæ tízk- unnar, og á hinn veginn að skilja verkefni hvers tíma í ljósi sögulegrar framvindu. Hinn fyrri berst með straumi, hinn síðari syndir oftast á móti straumi. Tizkumennirnir úreld- ast fljótt og verk þeirra eru eins og spor í sandi. Hinir eru skyggnir á nútíðina í Ijósi framtíðarinnar. Þeir eru skap- endur sögunnar. Þetta er skýringin á hinni ó- venjulegu sögu Ottós Þorláks- sonar. Hann yar stofnandi fyrstu Bárufélaganna, virkur baráttumaður í Sjálfstæðis- flokknum gamla, fyrsti forseti Alþýðusambands íslands, stofn- andi Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins, áhrifamað- ur í flokki verkalýðsins allt fram til síðustu ára og alltaf var hann í róttækasta armi meðan hann mátti mæla. Þó var hann alltaf samur við sig, hélt alla ævi bjargfasta tryggð við æskuhugsjónirnar. Allt var þetta í órofa tengslum, ein keðja þróunarinnar, þar sem hver hlekkurinn tók við af öðr- um, eitt samfellt ævistarf í þjónustu mikillar hugsjónar í mörgum áföngum. Ottó átti það sammerkt með flestum röttækum baráttu- mönnum og brautryðjendum aldamótaáranna, að hann trúði ekki á líf eftir dauðann og kærði sig ekki um neitt fram- líf. En eitt er alveg víst, hvort sem honum líkar betur eða verr, hefur hann öðlast frcrna- líf í íslenzkri verkalýðshreyf- ingu. Brynjólfur Bjarnason. um! Ég held að þau hjón hafi átt flestar bækur sem til voru á íslenzku. Sigurði var sárt um bækumar, og ég var eini unglingurinn sem fékkaðganga i þær. Þarna á kirkjuloftinu var ég hvenær sem færi gafst og mér var gagn að vera ekki myrkfælinn. □ Þarrta las ég kynstur afbók- um, ein þeirra var stjörnu- fræðin. Að loknum þeim lestri kom ég inn í bæ og var mik- Ot(,ó á sextugsaldri, myndin tekin 1926. Átímenningarnir sem útskrifuðust úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1895: Fremri röð, frá vinstri: Halldór Þorsteinsson, Hátúni, einn á lífi. Jafet E. Ólafsson, Geir Sigurðsson. Aftari röð, frá vinstri: Magnús Pétursson (?), Þorvaldur Eyjólfsson, Þórarinn Guðmundsson, Oddgeir Magnússon (?), Ottó N. Þor- láksson (24 ára).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.